Morgunblaðið - 06.07.1982, Side 28

Morgunblaðið - 06.07.1982, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ1982 Sanngjarn sigur FH FH VANN sanngjarnan, en nokkuð stóran sigur, 3:0 (1:0), á Þrótti Nes- kaupstað í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu, . er liðin mattust á Kaplakrikavelli á laugardaginn. FH-ingar með Pálma Jónsson, sem skoraði öll mörk liðsins, fremstan í flokki voru allan leiktímann sterkari Páimi Jónsson: Þetta voru allt góð og lögleg mörk „ÉG er auðvitað ánægður. Ég er það alltaf þegar við vinnum og ekki var verra að skora þrennu. Þetta voru allt ágætis mörk, lögleg og góð,“ sagði Pálmi Jónsson, miðframherji FH. „Við höfum nú tekið beina stefnu á fvrstu deildina og stöndum vel að vígi, þar sem við erum í 2. sæti í annarri nú. Annars finnst mér önnur dcildin fremur slök nú eins og sú fvrsta, en ég tel að við eigum fullt erindi í þá fyrstu," sagði Pálmi. aðilinn og var leikur þeirra nokkuð góður á köflum. Þróttur átti nokkrar góðar sóknir en tókst ekki að nýta þær. Staða Þróttar í deildinni er langt frá því að vera góð, liðið er næst neðst með 5 stig og verður að herða sig verulega ef fall í 3. deild á ekki að verða hlutskipti þess. FH er nú næst efst og stefnir á að fylgja Þrótti Reykjavík upp i 1. deildina. FH tók þegar frumkvæðið i leikn- um og á 20. mínútu sendi Jón Hall- dór góða sendingu á kollinn á l’álma, sem skallaði í stöngina og Þrótturum tókst að bægja hættunni frá. Reít á eftir tók Sigurður Frið- jónsson, bezti sóknarmaður Þróttar, mikla rispu og lék á þrjá FH-inga og inn í vítateiginn en fjórði varnar- maðurinn komst þá i veg fyrir hann á síðustu stundu og bjargaði. Á 24. mínútu skoraði Pálmi svo sitt fyrsta mark. Þá kom há sending inn á víta- teig Þróttar, varnarmönnum mis- tókst að hreinsa frá og knötturinn féll fyrir fætur Pálma, sem skoraði laglega af stuttu færi. Á 30. mínútu fékk Þórhallur Jónasson góða send- Þórhallur Jónasson: Fall í 3. deild ekki á dagskrá „SIGUR FH var sanngjarn en of stór. FH var betra liðið, var meira með boltann og skapaði sér því betri og fleiri færi en við. Þá var síðasta markið ólöglegt, því Ágúst mark- vörður okkar hélt boltanum, þegar Pálmi náði honum og fyrsta markið kom eftir mistök í vörn okkar,“ sagði Þórhallur Jónasson, fyrirliði Þróttar. „Staða okkar nú eftir þennan leik er sú að við erum í þriðja neðsta sæti deildarinnar og það getur bæði versnað og batnað er umferðinni lýkur. Staðan er því erfið, en við erum ekki óvanir því og munum naga stig af hinum liðunum þegar líður á mótið. Það er ekki á dagskrá að falla í þá þriðju. Það hefur háð okkur talsvert að við höfum misst 7 leikmenn frá því í fyrra og í þeirra stað hafa komið ungir strákar, góðir leikmenn en þá skortir reynslu. Þá finnst mér önnur deildin frem- ur slök nú og aðeins Þróttur Reykja- vik hefur burði til að leika í fyrstu deild. Hvaða lið kemur til með að fylgja Þrótti upp er erfitt að segja vegna þcss hve jöfn staðan er,“ sagði Þórhallur. ingu inn fyrir vörn FH frá Heimi Guðmundssyni. Hann lék upp aö vítateigshorni en skaut langt fram- hjá. Um fieiri veruleg marktækifæri var ekki að ræða i fyrri hálfleiknum, en FH-ingar voru þó mun atkvæða- meiri. FH-ingar hófu síðari hálfleikinn með miklum látum og á 51. minútu skaut Jón Þór framhjá úr þröngu færi eftir mistök í vörn Þróttar og 2 mínútum síðar varði Ágúst, mark- vörður Þróttar, laglega langskot frá Jóni Halldóri með því að lyfta knett- inum yfir þverslána. Upp úr því fékk FH 3 hornspyrnur í röð, en tókst ekki að skora. Rétt á eftir sendu FH-ingar knöttinn úr markspyrnu beint fyrir fætur Heimis, sem lék upp að vítateignum og skaut, en markvöröur FH, Baldvin Guð- mundsson, lyfti knettinum yfir slána. Á 65. mínútu átti Pálmi gott skot að marki Þróttar eftir sendingu frá Jóni Halldóri, en í varnarmann. Á 68. mínútu skoraði Pálmi síðan annað mark sitt i leiknum, eftir að boltinn hrökk til hans á markteig og Ágúst átti ekki möguleika á að verja. Á 78. mínútu skoraði Pálmi svo sitt þriðja raark eftir að Ágúst hafði misst fyrirgjöf fyrir fætur hans. Það sem eftir var leiksins sóttu FH-ingar nokkuð stíft án þess að ná að skora og Þróttur náði að skjóta inn einni og einni sóknarlotu án árangurs. FH lék þennan leik nokkuð vel og átti margar góðar sóknarlotur og lék vel saman sem heild. Mest bar á Viðari í vörninni og Pálma og Jóni Halldóri í sókninni, en aðrir leik- menn áttu nokkuð góðan leik. Þróttarliðið var Iakari aðilinn í leiknum og náði ekki að leika vel saman, en skaut þó inn nokkrum góðum sóknarlotum, sem hefðu átt að gefa mark, en heppnin var ekki liðsmaður Þróttara að þessu sinni. Að þessu sinni bar mest á þeim Sig- urði Friðjónssyni í sókninni, Þór- halli Jónassyni og Herði Rafnssyni á miðjunni. í vörinni voru þeir sterkastir, Eiríkur Þór Magnússon og Guðmundur Yngvason. — HG • Hér er ekkert gefið eftir. Björn Olgeirsson Völsungi er aðeins of seinn að koma í veg fyrir skot Fylkismannsins. Völsungur sótti eitt stig suður Hún var ekki rishá knattspyrnan sem Fylkir og Völsungur sýndu á laugardaginn er liðin áttust við í 2. deild i Laugardalnum. Leiknum lyktaði með jafntefli, hvorugt liðið skoraði mark. Ekki vantaði baráttuviljann í liðin en krafturinn var ekki virkj- aður í markaskorun. Fylkismenn voru skárri aðilinn en það var Völsungur sem fékk hættulegasta færi leiksins. Björn Olgeirsson var þá aleinn með boltann fyrir fram- an mark Fylkis, og átti aðeins markvörðinn eftir, en skot hans fór vel yfir. Fylkir átti öllu hættu- legri færi en eins fór fyrir þeim, aldrei vildi boltinn í netið. Leikmenn voru nokkuð jafnir að getu og ekki er hægt að tína neina út úr. — sh. Bræóurnir tryggðu Einherja sigur Jafntefli í Keflavík EINHERJI frá Vopnafirði nældi sér í tvö stig er liðið sigraði Skallagrím á hcimavelli um helgina í 2. deild í knattspyrnu, með þrcmur mörkum gegn tveimur. Leikurinn var mikill baráttuleikur og nokkuð jafn. Vigfús Davíðsson skoraði tvö mörk fyrir Einherja og bróðir hans, Gísli, bætti því þriðja við. Gunnar Orrason skoraði fyrra mark Skallagríms og nafni hans Jónsson það síðara. Skallagrímur komst yfir tvisvar yfir í leiknum en Vigfús jafnaði í bæði skiptin. Gísli tryggði liðinu svo sigur nokkrum mínútum fyrir leikslok. ÍBK og ÍBÍ geröu jafntefli 1—1, er liðin léku í 1. deildinni á laugar- dag í Kefiavík. Staðan í hálfleik var 0—0. Voru þetta nokkuð sanngjörn úrslit miðað við gang leiksins. Keflvíkingar hófu leikinn með mikilli sókn, og til marks um sóknarþungann fengu þeir níu hornspyrnur fyrstu 15 mínútur leiksins. En ísfir'ðingar áttu hinsvegar skyndisóknir, er sköp- uðu oft mikla hættu við mark Keflvíkinga, og átti keflvíska vörnin oft í vandræðum með hinn mikla hraða ísfirsku framherj- anna. Á 27. mínútu skall hurð nærri hælum vð keflvíska markið, er Þorsteinn Bjarnason hugðist hreinsa frá eftir glæfralegt út- hlaup, en knötturinn fór beint í ísfirðing, og af honum í mark- stöngina. En eins og áður segir sóttu Keflvíkingar miklu meira allan hálfleikinn. Voru flestar sóknarlotur Keflvíkinga byggðar upp á hægra kantinum, af Olafi Júlíussyni, besta manni vallarins, sem mataði samherja sína viðstöðulaust á fallegum sendi- ngum fyrir markið, en án árang- urs. Ýmist voru Keflvíkingar of seinir á knöttinn, eða þeir sköli- uðu yfir eða framhjá, eða knöttur- inn hafnaði í höndum Hreiðars Sigtryggssonar, markvarðar ís- firðinga, sem átti frábæran leik. Það vantar eitthvert bit í fram- línu, sem ekki tekst að skora eitt einasta mark úr þeim mýgrút af tækifærum, sem Keflvíkingar fengu í fyrri hálfleik. Að vísu vantaði Ragnar Margeirsson, sem var í leikbanni, en Iið, sem ekki getur verið án eins manns, er illa sett. Á 43. mínútu fékk Örnólfur Oddsson að sjá gula spjaldið, en IBK tr * — ibi 1—1 bæði hann og þó einkum Gunnar Guðmundsson sýndu oft leiðinlega grófan leik, það er alger óþarfi, að vera að sparka í andstæðinginn, þegar knötturinn er hvergi nærri. I síðari hálfleik jafnaðist leikur- inn og sóttu Isfirðingar mun meir. Keflvíkjngar urðu þó fyrri til að skora. Á 73. mínútu leiksins skor- aði Magnús Garðarsson, eftir góða fyrirgjöf frá Daníel Einarssyni, með hörkuskoti af um 20 metra- færi, algerlega óverjandi fyrir Hreiðar markvörð. Eftir markið færðist mikið fjör í Isfirðinga og á 81. mínútu jafnaði Gunnar Pét- ursson, með einstaklega glæsilegu marki. Eftir sendingu utan af kanti tók Gunnar knöttinn á lofti og spyrnti viðstöðulaust með vinstra fæti í efra markhornið. Sannkallað draumamark. Við markið færðist mikið líf í leikinn og sóttu liðin til skiptis, og á 87. mínútu fengu Keflvíkingar besta marktækifæri leiksins. Óli Þór fékk knöttinn í miðjum víta- teig ísfirðinga, lék á tvo varnar- menn og virtist ekkert eiga eftir, nema að renna knettinum í mark- ið, en datt þá (lét sig detta, til að fá vítaspyrnu fullyrtu keflvískir áhorfendur, er stóðu í kringum Knattspyrna blaðamann) og sá dómari leiksins, að flestra dómi réttilega, ekkert athugavert við það fa.ll. Þór og Þróttur skildu jöfn EFSTA LIÐ 2. DEILDAR, Þróttur úr Reykjavík, tapaði sínu öðru stigi er liðið gerði jafntefli við Þór á Akureyrarvelli sl. fijstudagskvöld. 2 mörk gegn 2 urðu úrslit þokkalegs leiks. Svo slaklega lék Þróttur fyrri hálfleikinn að nær hefði verið að þar hefði spilað eitt af neðstu liðum deildarinnar. í hálfleik gat staðan verið 3—4:1 fyrir Þór ef margnefndar heilladísir hefðu vogað sér að aðstoða lánlausa Þórsara að þessu sinni. Já, Þórsarar voru einstakir klaufar við mark Þróttar, þvi urðu mörkin færri en efni stóðu til. Þróttur lék siðari hálfleikinn betur á sama tíma og Þór gaf eftir. Þróttur beitti stöðugt rang- stöðuaðferð er hann réði greini- lega ekki við. Fyrir vikið áttu framherjar Þórs nokkrum sinnum greiðan aðgang að marki Þróttar en hvert upplagða tækifærið á fætur öðru fór veg allrar veraldar og þess i stað nýttu Þróttarar sér sitt tækifæri. Ágúst Hauksson skoraði auðveldlega eftir að hafa fengið sendingu inn í teig upp úr aukaspyrnu en vörn Þórs verður sökuð um sofandahátt að þessu sinni. En Þórsarar eru menn ákveðnir vilji þeir það við hafa og einungis 4 mínútum síðar höfðu þeir jafnað með góðu marki Haf- þórs Helgasonar. Mark þetta hleypti slíku lífi í heimamenn að Þróttarar áttu ekkert svar og langtímum saman stóð vart steinn yfir steini í þeim herbúðum. Markið sem greinilega lá í loftinu kom ekki fyrr en 2 mínútum fyrir leikhlé. Átti Þróttur skyndiupp- hlaup er lauk á þann veg að Sigur- björn Viðarsson og Baldur Hann- esson hlaupa saman með þeim af- leiðingum að sá síðarnefndi fellur og Ulfar dómari Steindórsson dæmir vítaspyrnu á miður heppna Þórsara. Atvik sem þetta er ætíð umdeilanlegt og vissulega sýnist sitt hverjum. Þórsarar mómæltu ákaft en fengu engu breytt og Daði Harðarson kom sínum mönnum yfir, 2:1, ákaflega óverðskuldað. Niðurbrotnir Þórsarar áttu mjög undir högg að sækja lengst af í síðari hálfleik, næstum öll sú knattpyrna er sást þessar 45 mín- útur var Þróttar og má segja að nú hafi aðkomumenn borgað fyrir sig og vel það. Segja má að rétt- lætinu hafi verið fullnægt er Úlfar dæmir vítaspyrnu á Þrótt er u.þ.b. 7 mínútur voru eftir af leiknum. Bjarni Sveinbjörnsson var þá felldur heldur gróflega og Guðjón Guðmundsson jafnar úr vítinu fyrir Þór, 2:2. Það sem eftir lifði leiks börðust bræður án sýnilegs ávinnings og réttlát úrslit leiksins urðu 2 mörk gegn 2. Njarðvíkingar fengu skell í Sandgerði EKKI tókst Njarðvíkum að fylgja eftir stórsigrinum yfir FH á dögun- um er þeir mættu Reyni í Sandgerði um helgina. Reynismenn unnu stór- sigur, skoruðu 5 mörk gegn einu marki Njarðvíkinga. Bjarni Kristjánsson var hetja Reynis, hann skoraði þrjú mörk og lagði upp annað tveggja marka Ómars Björnssonar. Mark Njarð- víkurliðsins var sjálfsmark. Reyn- ir var mun sterkari aðilinn ef á heildina er litið, en sigurinn var þó fullstór. Með þessum sigri skaust Reynir upp í 4. sæti deildarinnar Njarðvík er í 7. sæti. * en .1 mn ’*«> -mope í; gnite^t'i rrcq iqsss twq u<m* íuoannei ,<ixkimvi incn -m|**> >

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.