Morgunblaðið - 06.07.1982, Síða 29

Morgunblaðið - 06.07.1982, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JULI 1982 29 Öflugasta friðarhreyfíngin hefiir tryggt frið í Evrópu í áratugi — sagði Geir Hallgrímsson í ræðu í Varðarferð Ur Varðarferðinni: Eggert Haukdal, alþra., Geir Hallgrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, frú Erna Finnsdóttir og fleiri þátttakendur i ferðinni. Hér fer á eftir í heild ræða Geirs Hallgrímssonar í Varð- arferð á laugardag. Eins og gjarnan áður í Varðar- ferðum, höfum við farið um land- svæði, sem mótast hefur af nátt- úruhamförum. Við höfum ferðast um söguslóðir þar sem örlög ein- staklinga og samfélags hafa ráð- izt. Og við munum seinna í dag sjá til þeirrar stórvirkjunar sem var upphaf nýrrar sóknar til betri lífskjara í þessu landi. Við lögðum af stað létt í lund nú í morgun. Það er bjart yfir Reykjavík. Vonir rættust Á nýliðnum vordögum rættust vonir. Þá skrifuðum við Sjálfstæð- ismenn samtiðarsögu. Gagnstætt hrakspám fyrir 4 árum, að Reykjavík væri Sjálfstæðis- mönnum glötuð um alla framtíð, náðum við meirihluta í borgar- stjórn Reykjavíkur á ný og hlutum stóraukið fylgi um land allt. Við þökkum forystumanni okkar í borgarmálum, Davíð Oddssyni, borgarstjóra, og sam- herjum hans í borgarstjórnar- flokki Sjálfstæðismanna fram- göngu alla og málafylgju, sem af bar og skipti sköpum. Slík straumhvörf í stjórnmálum sem urðu skv. úrslitum siðustu sveitarstjórnakosninga eiga sér auðvitað einnig stoð í viðhorfi til landsmála líkt og átti sér stað 1958 og 1974. Samheldni og sóknarhugur Við þökkum ekki sízt samheldni og sóknarhug Sjálfstæðismanna, góðan sigur. Sá samtakamáttur vísar okkur veginn, því að skammt kann að verða til næstu átaka og sóknarlotu, þegar gengið verður til þingkosninga. Reynsla síðustu 4 ára kennir að samstaða sjálfstæðismanna tryggir forystu sjálfstæðismanna í málefnum borgar og lands en sundrung sjálfstæðismanna færir vinstri mönnum völdin í hendur. Reykvíkingum og landsmönnum öllum er nauðsyn á forystu Sjáifstæðisflokksins á viðsjár- verðum tímum. Að íslendingum er sótt með ýmsum hætti eins og raunar öðr- um frjálsum þjóðum. Nú síðast birtist slík ásókn með gerð alhliða efnahagssamnings við Sovétríkin. Við Sjálfstæðismenn viljum eðlileg viðskipti og samskipti við Sovétríkin og teljum vel fyrir þeim málum séð með þeim samn- ingum sem í gildi eru milli land- anna. Sovétríkin hafa áott á um víðtækari samninga síðustu 5 ár- in. Málsvarar íslendinga hafa fram að þessu ekki talið slíkt þjóna hagsmunum okkar. Við Sjálfstæðismenn erum enn sömu skoðunar og áður. Við viljum ekki blanda saman viðskiptum og póli- tík. Við viljum ekki kaupa við- skipti með því að gera vítækari samninga sem Sovétríkin geta notað til að beita okkur þrýstingi og til áróðurs í eigin þágu, aðeins 6 mánuðum eftir að Alþingi ts- lendinga gerði samhljóða sam- þykkt, þar sem kúgun pólsku þjóð- arinnar í skjóli erlends valds var mótmælt. Það er ekki við hæfi að gera lítið úr samþykkt Alþingis með slíku blómi í hnappagatið sem efnahagssamningurinn er Sovétríkjunum á þessum tíma. Við tslendingar megum heldur aldrei verða Sovétríkjunum eða nokkru öðru erlendu ríki svo fjárhagslega háðir að við séum ekki sjálfráðir gerða okkar. Svo virðist sem við Sjálfstæð- ismenn séum einir stöðugt á varðbergi gegn ásókn og auknum áhrifum Sovétríkjanna hér á landi. Þeirri varðstöðu munu Sjálfstæðismenn ótrauðir gegna hér eftir sem hingað til og við telj- um það að sínu leyti þátt í vernd friðar og jafnvægis þjóða á milli. Gæfusöm þjóð Á fögrum og friðsælum sumar- degi í skjóli íslenskrar náttúrufeg- urðar, getum við tæpast hugsað okkur ógnir og skelfingar, sem mikill hluti mannkyns býr við, þar sem borizt er á banaspjótum. Og því síður gerum við okkur í hug- arlund, hvílík örlög bíða okkar ís- lendinga jafnt og annarra þjóða ef tortímingaröflunum verður sleppt lausum. Við jslendingar erum gæfusöm þjóð. í aldanna rás höfum við komizt hjá vopnuðum átökum við aðrar þjóðir. Fyrr á öldum og fram á síðustu áratugi hefur lega lands okkar og einangrun norður í höfum verið okkar bezta vörn. Á hverjum einasta degi allt árið um kring erum við minnt á, hve gæfa okkar er mikil að búa í þessu landi víðs fjarri vopnaskaki og hernaðarátökum. Undanfarnar vikur hafa okkur borizt daglegar fréttir af þeim hörmungum, sem dunið hafa yfir fólkið í Líbanon vegna hernaðar- átakanna fyrir botni Miðjarðar- hafs. I fjölmörgum ríkjum Afríku er barizt um völd og áhrif og engu skeytt um mannslíf. I Suðaustur-Asíu hafa stöðugar styrjaldir staðið frá því að síðari heimsstyrjöldinni lauk. í Pakistan og austantjaldslönd- um beita Sovétmenn herstyrk sín- um blygðunarlaust. I Mið- og Suður-Ameríku berast vopnaviðskiptin frá einu landinu til annars. Mikill hluti mannkyns býr einn- ig við fátækt, sem er slík, að við skynjum hana varla. Skortur sverfur að og milljónir deyja ár- lega úr hungri. Á sama tíma og ófriður, hungur og fátækt herja á heimsbyggðina, er gífurlegum fjármunum varið til vopnaframleiðslu og vopnakaupa. Jafnvel fátækar þjóðir, sem hafa annað við peningana að gera, verja miklum hluta tekna sinna til að vígbúast. Þegar við höfum þessa heims- mynd fyrir okkur þarf engum að koma á óvart, þótt milljónir manna og þá ekki sízt ungt fólk, krefjist friðar, að vígbúnaðar- kapphlaupið verði stöðvað, manndrápum forðað og fjármun- um mannkyns varið til að bjarga mannslífum en ekki eyða. Hugsjónir okkar Hugsjónir þeirra, sem krefjast friðar um heimsbyggð alla, eru hugsjónir okkar, sem njótum þeirrar gæfu að búa í þessu landi. Hugsjónir þeirra, sem krefjast þess, að þjóðir heims leggi niður vopn og lifi í friði, eru hugsjónir þeirrar þjóðar, sem aldrei hefur borið vopn. Hugsjónir þeirra, sem kalla nú á frið með þeim hætti, að heyrist ekki eingöngu meðal frjálsra þjóða heldur og jafnvel undirok- aðra, eru hugsjónir okkar, sem viljum virða rétt þjóða heims til frelsis og sjálfstæðis og rétt hvers manns til þess að lifa lifi sínu með þeim hætti sem hver og einn velur sér innan ramma lýðræðislegs þjóðfélags. En með hvaða hætti getum við unnið að sigri friðarhugsjóna? Er ef til vill unnt að finna svar- ið við þeirri spurningu með því að hugleiða hvar friður hefur ríkt í veröldinni síðustu áratugina? Það er fátíðara en við álítum ef til vill í fyrstu, að þjóðir hafi búið við frið, frelsi og mannréttindi eftir að seinni heimstyrjöldinni lauk og þó var sú styrjöld háð í þeim tilgangi. Það eru þjóðir Vesturlanda sem fyrst og fremst hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að búa við frið á þessum árum. Og það er táknrænt, að einmitt í þessum löndum, fá friðarsinnar að njóta sín og frið- arhreyfingar að blómstra, en ekki í Sovétríkjunum, austantjalds- löndum eða hinum stríðshrjáðu ríkjum Asíu; ekki í hinum nýju ríkjum Afríku, eða í Mið- og Suður Ameríku, þar sem hershöfðingar og einræðissinnar berjast um völdin. Friðarhreyfingar fá ekki að starfa þar sem þeirra er mest þörf. Öflugasta friðarhreyfingin En hvað veldur því, að þjóðir Vestur-Evrópu og Norður-Ámer- íku hafa búið við frið frá árinu 1945 eða í 37 ár? Skýringin er afar einföld. Þess- ar þjóðir hafa bundizt varnar- samtökum, svo að útþensluhneigð einræðisríki hafa ekki treyst sér til að rjúfa friðinn, sem ríkt hefur með þessum þjóðum undanfarna áratugi, gagnstætt því sem átti sér stað þegar andvaraleysi þeirra opnaði Hitler og Stalín leiðina til skiptingar Póllands og eftirfar- andi heimstyrjaldar. Til sanns vegar má því færa, að Atlantshafsbandalagið sé öflug- asta friðarhreyfing og friðarafl okkar tíma. Sumir formælendur friðarhreyfinga í Evrópu halda því fram að vestrænar þjóðir eigi einhliða að leggja niður vopn og þá munu aðrar þjóðir fylgja for- dæmi þeirra. En gefur mannkyns- sagan eða reynslan fyrir síðustu heimstyrjöld tilefni til að ætla að slík bjartsýni sé á rökum reist? Sovétríkin og kommúnistar hafa einmitt reynt að ná áhrifum innan friðarhreyfinga á Vestur- löndum vafalaust í þeirri von að þær skapi þann þrýsting á stjórn- völd í Vestur-Evrópu, er leiði til einhliða afvopnunar. Slíkt yrði mikill sigur fyrir Sovétríkin og opnaði þeim leið til aukinna áhrifa og yfirdrottnunar eins og Hitler forðum. En sem betur fer er meginþorri manna í friðarhreyfingum í Vestur-Evrópu ekki í andstöðu við Atlantshafsbandalagið og forystu- menn hreyfingarinnar í Banda- ríkjunum telja að hugmyndir þeirra muni styrkja bandalagið en ekki veikja það. Beggja vegna Atl- antsála eru friðarsinnar raun- særri en svo að fylgja einhliða af- vopnun. Frysting kjarnorkukapp- hlaupsins, niðurskurður kjarn- orkuvopna og gagnkvæma afvopn- un undir ströngu eftirliti er stefna raunsærra friðarsinna. Það eru því mikil öfugmæli þegar forystu- menn Alþýðubandalagsins og herstöðvaandstæðingar reyna að tengja baráttu friðarhreyfinganna því stefnumáli sínu, að gera Island varnarlaust. BjóÖum friöar- sinnum samstarf Allur vopnaburður og vígbúnað- ur er raunar fjarlægur okkur ís- lendingum og kjarnorkuvopnin fjarlægust allra vopna og við vilj- um þau ekki í landi okkar. En úr- sögn íslands úr Atlantshafs- bandalaginu eða einhliða uppsögn varnarsamningsins við Bandarík- in er nú til þess fallin að auka ófriðarlíkur en ekki draga úr þeim. I þessu efni verður okkur Sjálfstæðismönnum ekki hnikað. Við fórnum ekki friðarkerfi og friðarhreyfingu Atlantshafs- bandalagsins fyrir öryggisleysi og aukna ófriðarhættu. Við Sjálfstæðismenn bjóðum öllum friðarsinnum samstarf á þessum grundvelli. í hálfa öld hefur Sjálfstæðis- flokkurinn haft úrslitaáhrif á utanríkisstefnu íslenzku þjóðar- innar. Fyrst sem ákveðnasti bar- áttuflokkurinn fyrir fullu sjálf- stæði og stofnun lýðveldis á ís- landi og síðar sem öflugasti málsvari samvinnu íslendinga með öðrum vestrænum þjóðum beggja vegna Atlantshafs. Þessi utanríkisstefna hefur tryggt okkur Islendingum frið eins og öðrum vestrænum þjóðum. Um þá stefnu hljóta allir sannir friðar- sinnar að fylkja sér, yngri sem eldri. Við skulum, ágætu samferða- menn, sameiginlega vinna að því að íslendingar megi áfram skrifa sögu sína frjálsir og í friði við guð og menn. Steinþór Gestsson, alþm. og Þórir Lárumon, formaður Varðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.