Morgunblaðið - 06.07.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.07.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1982 Oritskoðaðar fréttir af Falklandseyjum: Bretar skutu eigin menn - Báðir aðilar stríðsfangar l/ondon. 5. júli. Al*. AÐ því er segir í breska blaðinu Observer sl. sunnudag, drápu breskir hermenn fimm af eigin mönnum og særðu a.m.k. níu í misgripum fvrir óvinahermenn í na'turbardögum i ný- afstöðnu stríði á Kalklandseyjum. Það er ekki fyrr en nú, eftir að átökunum er lokið, að blöðin eru farin að birta óritskoðaðar frá- satíriir af atburðunum á Falklands- eyjum o(í í frásögn blaðamanns Observer, Patrick Bishop, segir m.a. „Árásir á eigin menn voru harmleikur, sem alltaf var að endurtaka si« í Falklandseyja- stríðinu„ en fréttum af slíku var haldið leyndum fyrir tilstuðlan varnarmálaráðuneytisins, sem var á því að þser myndu hafa slæm áhrif á hut;arástandið heima fyrir." Bishop sagði ennfremur að það versta, sem hann hefði séð til Arg- entínumanna í stíðinu, hefði verið þetjar þeir skutu á einn úr áhöfn breskrar þyrlu, sem var að synda til lands með deyjandi flugmann þyrlunnar, nálægt höfninni í San Oarlos. Bishop sagði, að íbúar hefðu vaðið út í flæðarmálið til þess að draga mennina í land, með- an Argentínumenn létu kúlnahríð- ina dynja á þeim, án þess að hæfa neinn. Þessari frásögn var að sögn Bishops haldið leyndri til að hlífa tilfinningum ættingja flugmanns- ins, sem lést er í land var komið. Varnarmálaráðuneytið hefur al- farið neitað að tjá sig um óritskoð- aðar frásagnir blaðanna, þar til birt verði opinber skýrsla, sem Margaret Tatcher hefur fyrirskip- að að gerð verði um átökin. Báðir aöilar skutu fanga. „Við fengum óstaðfestar frettir af því að breskir hermenn styttu særðum Argentínumönnum aldur og að fangar Argentínumanna hlytu sömu örlög," skrifaði John Witherow, blaðamaður Lundúna- blaðsins Times. Hann sagði þó að BRKZKA freigátan HMS Antelope sekkur í Ajax-flóa, sem er inn af Falklandssundi, 24. maí. Mikill reykur stígur upp úr brcnnandi skipinu, sem laskaðist í loftárás Argentínumanna 23. maí. Skipið varð alelda og sökk daginn eftir árásina, þegar sprengja, sem sprengjusérfræðingar voru að reyna að gera óvirka, sprakk. Þyrla flotadcildarinnar svífur yfir sökkvandi skipinu. Birting myndarinnar var fyrst leyfð á mánudagsmorgun. Símamynd — Al*. þessar fréttir hefðu ekki fengist staðfestar af óháðum vitnum, en Bretar hefðu skotið særða stríðs- fanga „af mannúðarástæðum". Fréttaritarar Daily Express, Bob Mcgowan og Tom Smith, sögðu að breskur hermaður hefði tæmt skothylki í höfuðið á Argentínu- manni, sem fengið hafði skot í maga og „logaði af kvölum". „Þetta var ekki villimenska, heldur greiði eins hermanns við annan,“ sögðu þeir. Blaðamönnum Times og Express ber saman um að átt hafi sér stað atvik þar sem breskar herdeildir skutu hvor á aðra og Mcgowan seg- ir ennfremur að matarskömmtun Argentínumanna hafi verið ríf- legri en Breta og þeir hafi einnig verið betur fataðir. En hinu gagn- stæða hefur hingað til verið haldið fram í breskum fjölmiðlum. Fréttum „lekið“. í Financial Times segir Robert Fox að það hafi riðið eins og hol- skefla yfir yfirmenn herliðsins á staðnum þegar það var skyndilega komið í heimsfréttirnar að breskar hersveitir væru að setja sig í stell- ingar til að ráðast á Darwin. „Lengi má deila um það hvernig stóð á því að þessi frétt lak út“, skrifar Fox, „... en það hafði í för með sér að um nóttina sendu Arg- entínumenn mikinn liðsstyrk til svæðanna umhverfis Darwin og Goose Green og við lá að Bretar hættu við árásina". Á sama hátt segir blaðamaður Guardian, Gar- eth Parry, að fréttariturum hafi „verið ljúft" að skýra ekki frá ástæðum þess að sprengjur Argentínumanna sprungu ekki á tímabili vegna galla í útbúnaði. „En okkur til mestu skelfingar var frá þessu skýrt í smáatriðum í London og daginn eftir voru Arg- entínumenn búnir að lagfæra gall- ana í sprengjunum." Mcowan og Fox segja einnig að árásin á landgönguskipið Sir Galahad hafi verið „eins og að skjóta kalkúna" fyrir óvininn. Þar eð ekkert hafi verið aðhafst til þess að taka t gagnið Rapier-eldflaugar, sem áttu að verja skipið fyrir árásum, fyrstu fimm klukkutímana eftir að skipið var komið til Bluff Cove. Þetta var daginn fyrir árásina á Port Stanley og varðmenn á Sir Galahad sátu og horfðu á kvik- myndir um borð, vitandi af argent- ínskri njósnastöö í næsta ná- grenni. Blaðamönnum ber saman um að hægt hefði verið að komast hjá árásinni á Sir Galahad, en hún kostaði 50 mannslíf og var það mesta mannfall á einum degi, sem Bretar urðu fyrir. Yfirmaður breska her- aflans segist hafa verið með „þriöju deildar lið“ Yfirmaður alls breska heraflans á Falklandseyjum, „Sandy" Wood- ward, sagði í dag, að sigurinn hefði orðið mun auðveldari hefði hann haft yfir að ráða venjulegu flug- móðurskipi á borð við Ark Royal. En það var einmitt eitt þeirra skipa, sem komin voru í brotajárn rétt aður en stríðið hófst í kjölfar niðurskurðar á flotanum.Wood- ward notaði líkingamá! úr fót- boltaheiminum þegar hann sagði m.a. við fréttamenn:„Það liggur í augum uppi að ef maður á í höggi við þriðjudeildar lið, er sigurinn auðunninn ef teflt er fram fyrstu- deildar liði á móti. Woodward sagði að frá Ark Royal hefði verið hægt að senda orrustuþotur á borð við Phantom og Buccaner, sem hafa meira flug- og burðarþol en Harrier, einu þoturnar sem hægt var að nota á flugmóðurskipunum Hermes og Invinceble. Frá Ark Royal hefði lika verið hægt að senda á loft Gannet-flugvélar, búnar radarútbúnaði, sem hefði greint orrustuþoturnar sem grönd- \iðu sjö breskum skipum. Síðasti argentínski fangahópur- inn, um 600 manns, mun nú vera á leið frá Falklandseyjum, að sögn breska varnarmálaráðuneytisins. Sagt var að um 35 manns yrðu þó eftir til að hreinsa jarðsprengju- svæði í sjálfboðavinnu. Fangarnir 600 eru mestmegnis yfirmenn í argentínska hernum og sá mögu- leiki var ekki útiiokaður í tilkynn- ingunni að þeir yrðu fluttir til Bretlands. Engin ákvörðun hefur enn verið tckin um það hvað gert verður við fleiri tonn vopna, sem Bretar náðu af argentínsku hersveitunum. Hart deilt á yfirmenn Argentínuhers heimafyrir. Helstu dagblöð í Buenos Aires birtu í dag viðtöl við ýmsa áhrifa- menn, þar sem hart er deilt á yfir- menn hersins. M.a. segir Ernesto Sabato, einn þekktasti rithöfundur S-Ameríku að „Falklandseyja- stríðið væri afleiðing hugdettu" og „... sýndi að yfirmenn herafla okkar eru ekki einu sinni færir um að eiga í stríði". Sabato sagði að endurreisa yrði lýðræði í landinu hið fyrsta og að „ný stjórnvöld yrðu að hafa hug- rekki til að láta hina seku gjalda fyrir mistök sín.“ De la Madrid í kosningabaráttunni. Mubarak boðið á fund í Bagdad Kiiró, 5. julí. AP. HOSNI Mubarak, forseti Kgypta- lands, þá i dag boð um að sitja fund hlutlausra ríkja, sem fram mun fara í Bagdad í írak i september nk., og er litið á það sem mikilvægt skref í átt til sátta milli Kgypta og annarra Araba- rikja. Það var Saddam Hussein, forseti Iraks, sem átti frumkvæðið að því að bjóða Mubarak til fundarins en Hussein mun þá taka við forystu fyrir samtökum hlutlausra ríkja. írakar hafa lengi þótt hvað róttæk- astir í Arabaheiminum og mestir andstæðingar ísraela og af þeim sökum ekki síst er litið á þetta boð sem tilraun til sátta við Egypta, sem hafa verið óalandi og óferjandi í augum annarra Araba síðan þeir gerðu friðarsamninga við ísraela. Sautján Arabaríki slitu stjórn- málasambandi við Egypta eftir hina sögufrægu för Sadats heitins til Jerúsalem og hafa síðan aðeins þrjár þjóðir, sem mæla á arabísku, Súdanir, Ómanbúar og Sómalir, haft opinbert samband við þá. Bak við tjöldin hefur þó verið unnið að sáttum og hafa það einkum verið Jórdanir og Marokkómenn, sem þar hafa átt hlut að máli. De la Madrid næsti forseti Mexíkóbúa Mexikó-borg, 5. júlí. Al*. MIGUEL de la Madrid Ilurtado, frambjóðandi stjórnarflokksins í Mex- ikó, sigraði með yfirburðum í forseta- kosningunum, sem fram fóru í landinu um helgina, að því er innanríkisráðu- neytið tilkynnti í dag. Endanlegri taln- ingu er að vísu ekki lokið en þó Ijóst hver úrslitin verða. Frambjóðendur stjórnarandstöðunnar bera ekki brigð- ur á niðurstöðuna en kvarta þó undan ofbeldisverkum við nokkra kjörstaði. „Við getum tilkynnt, að Miguel de la Madrid hefur svo mikið fylgi um- fram aðra frambjóðendur, að ljóst er, að hann hefur unnið með yfir- burðum," sagði í tilkynningu inn- anríkisráðuneytisins en eftir emb- ættismönnum er haft, að tölurnar berist seint og því fullsnemmt að spá um hlutfallstölur frambjóðenda. Talsmenn stjórnarandstöðunnar hafa kvartað undan ofbeldisverkum á nokkrum kjörstöðum en segja þó, að þar hafi verið um einangruð fyrirbæri að ræða og engin ástæða til að vefengja kosningarnar. „Þess- ar kosningar voru enginn skrípa- leikur," sagði frambjóðandi stjórn- arandstöðuflokks sósíalista, Carlos Sanchez Cardenes, „heldur mikil- vægt skref í átt til meira lýðræðis." Nýi forsetinn mun leysa af hólmi Jose Lopez Portillo og sitja eitt kjörtímabil, sex ár, en landslög leyfa ekki endurkjör. Stjórnarflokk- urinn, Byltingarflokkurinn, hefur ekki tapað kosningum allt frá stofn- un hans, 1929, og Lopez Portillo var t.d. sjálfkjörinn í forsetakosningun- um 1976 því að stjórnarandstöðunni þótti ekki taka því að leggja í þann kostnað sem kosningum fylgir. Þrátt fyrir mikið fylgi stjórnar- flokksins er honum kennt að nokkru um ástandið í landinu en þar er nú um 60% verðbólga, fallandi gengi gjaldmiðilsins, gífurlegt atvinnu- leysi og spilling sögð mikil. Ráða- menn hafa verið að gera sér vonir um að allt að 75% atkvæðisbærra Kalirorníu, 5. júlí. Al’. GEIMSKUTLAN Kólumbía lenti í gær hcilu og höldnu eftir fjórða og síðasta könnunarleiðangurinn sem henni var ætlaður og mikið var um dýrðir vegna lendingarinnar þar sem hún bar upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, hinn 206. i röðinni. Ferð geimskutlunnar gekk sam- kvæmt áætlun og hún stóðst þau próf sem henni voru ætluð. Hún er því tilbúin í næsta leiðangur, sem mun verða í október eða nóvembe.r þar sem fjórir geimfarar munu verða um borð og koma fyrir tveim- ur gervihnöttum, ætluðum til fjar- skipta á braut um jörðu. manna greiddu atkvæði í forseta- kosningunum en í fylkisstjórakosn- ingunum í fyrra var þátttakan sums staðar ekki nema 10%. Miguel de la Madrid Hurtado er hagfræðingur að mennt, útskrifað- ist frá Harvard-háskóla í Banda- ríkjunum, og er 47 ára að aldri. Hann hefur lýst því yfir, að engra breytinga sé að vænta á utanríkis- stefnu Mexikó. Hálf milljón manna fylgdist með lendingu geimskutlunnar í gær, en það var Reagan forseti og kona hans sem gengu til geimfaranna, Ken Mattingly og Henry Hartsfield, að henni lokinni og óskuðu þeim til hamingju með árangurinn fyrir hönd bandarísku þjóðarinnar sem hefur fylgst með ferðinni af miklum áhuga. Henry Hartsfield, annar geimfar- anna, sem var 16 ár að undirbúa sig fyrir þessa ferð sagði: „Allir vilja fá svar við spurningunni hvort ferðin var þess virði að bíða eftir öll þessi ár. Hún var það svo sannarlega." Ferð Kólombíu gekk að óskum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.