Morgunblaðið - 06.07.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.07.1982, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JULI 1982 34____________________ Tómas Arnason, viðskiptaráðherra: „Mikil tíðindi og góð“ — sagði Bjarni Benediktsson um mjög stóran viðskiptasamning við Sovétríkin árið 1953 — „Vil ekki byggja utanríkisverzlun okkar á pólitískri hentistefnu“ Þetta sagði Morgunblaðið í Foryrstugrein 6. ágúst 1953, þegar blaðið var að verja viðskiptasamninga milli Sov- étríkjanna og Islands, sem Bjarni Benediktsson hafði for- göngu um að gerðir væru. Laugardaginn 1. ágúst 1953 var undirritaður í Moskvu viðskiptasamningur milli ís- lands og Ráðstjórnarríkjanna til tveggja ára. Samkvæmt hon- um keyptu Sovétríkin mikið magn sjávarafurða, en íslend- ingar olíu, kornvörur og bygg- ingarefni. Bjarni Benediktsson, þáver- andi utanríkisráðherra flutti ræðu í útvarpinu daginn eftir samningsgerðina og sagði m.a. „Þetta eru mikil tíðindi og góð, því að engin þjóð er jafnháð utanríkisverzlun um afkomu sína og við Islendingar. Með samningum þeim, sem nú hafa náðst, hefir verið seldur Va freðfiskframleiðslu landsins á þessu ári og svipaður hluti af væntanlegri framleiðslu næsta árs. Einnig hefir selzt 'h hluti af áætluðu saltsíldarmagni Norð- ur- og Austurlands í sumar, og að minnsta kosti helmingur af væntanlegu saltsíldarmagni Suð-Vesturlands í sumar og haust og verulegt magn af freð- síld þaðan. I staðinn fyrir þessar afurðir fáum við nauðsynjavör- ur svo sem brennsluolíur, benz- ín, kornvörur, sement og járn- vörur. Mega þetta teljast hag- stæð skipti. Með samningum þessum fæst ekki aðeins aukinn útflutningur heldur einnig sú trygging, sem er í því að selja framleiðslu okkar til sem flestra landa. Það hefur ætíð verið skoðun mín, sem ég hefi marglýst og stöðugt fylgt í framkvæmd, að fyrir land, sem hefur jafn einhæfa framleiðslu og ísland sé nauð- synlegt að tryggja markaði sem víðast, svo að það verði engum einum aðilja um of háð í við- skiptum. Mikið hefur áunnizt í þá átt hin síðari ár og er bezta sönnun þess sú staðreynd að íslenzk tog- araútgerð hefur ekki þurft að stöðvast, þrátt fyrir lokun brezka markaðsins, sem hefði verið henni reiðarslag fyrir nokkrum árum.“ Þetta sagði Bjarni Bene- diktsson um þá nýju stefnu árið 1953 að taka upp stórfelld við- skipti við Sovétríkin. Bjarni var vitur maður og afstaða hans stingur mjög í stúf við þá af- stöðu Morgunblaðsins nú að vilja torvelda sem mest við- skipti við Sovétríkin. Pólitísk hentistefna Morgunblaðsins Nú vill Morgunblaðið versla sem minnst við Sovét og rang- túlkar og skrökvar upp innihaldi samnings um efnahags- samvinnu, sem undirritaður var sl. föstudag. En 6. ágúst 1953 sagði Morg- unblaðið í forystugrein: „Bjarni Benediktsson og Ólaf- ur Thors, sem farið hafa með utanríkismál Islendinga síðan lýðveldi var stofnsett hér á landi hafa fylgt hinni frjálslyndu og hagnýtu stefnu í viðskiptamál- um. Þeir hafa ekki viljað byggja utanríkisverzlun okkar á pólit- ískri hentistefnu. Þeim hefur aldrei dottið í hug að viðskipta- vinir okkar ættu að fá sannfær- ingu íslenzku þjóðarinnar í kaupbæti með afurðum hennar. Þess vegna hafa þeir ekki viljað neita samvinnu við hinar vest- rænu lýðræðisþjóðir, enda þótt Rússar hafi ekki viljað kaupa afurði okkar.“ Ég er sammála þeim Bjarna Benediktssyni og Ólafi Thors að vilja ekki byggja utanríkisversl- un okkar á pólitískri henti- stefnu. Nú blandar Morgunblað- ið saman utanríkisverslun ís- lendinga og pólitískri hentist- efnu innanlands. Fleiri samningar við Sovétríkin Árið 1961 gerði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins samning við Sovétríkin um menningar-, vísinda og tæknisamvinnu. Árið 1968, þegar innrás Sov- étríkjanna í Tékkóslóvakíu stóð sem hæst, stóð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins í samn- ingum við Sovétmenn um við- skipti. Arið 1977 gerði Matthías Bjarnason, þáverandi sjávarút- vegsráðherra Sjálfstæðisflokks- ins, samning við Sovétríkin um vísinda- og tæknisamvinnu og Tómas Árnason samráð á sviði sjávarútvegs og rannsókna á lifandi auðæfum hafsins. Samkvæmt þeim sam- ningi er ákveðið: „Til að vinna að markmiðum þessa samnings skulu samningsaðilar setja á fót samstarfsnefnd. Eftir að samn- ingur þessi hefur gengið í gildi mun hvor aðili um sig tilnefna fulltrúa og varafulltrúa í nefnd þessa og tilkynna hinum aðilan- um nöfn þeirra. Stefnt skal að því, að nefndin komi saman eigi sjaldnar en einu sinni á ári.“ í formála samningsins er formleg viðurkenning Sovétríkjanna á 200 mílna útfærslu landhelginn- ar, en sú afstaða þeirra lá raun- ar alltaf fyrir. Ennfremur segir, að þeir Matthías og ískov f.h. ríkisstjórnanna skuli hafa að leiðarljósi að efla og styrkja vin- áttutengsl milli íslands og So- vétríkjanna. Árið 1977 fór Geir Hall- grímsson, forsætisráðherra í opinbera heimsókn til Sovét- ríkjanna. Er það eini íslenski forsætisráðherrann, sem það hefir gert bæði fyrr og síðar. Núverandi samningur Samningurinn milli Sovét- ríkjanna og íslands um efna- hagssamvinnu, sem Morgun- blaðið gagnrýnir nú, felur alls ekki í sér frekari skuldbindingar en hinir eldri samningar. Norðurlandaþjóðirnar og margar fleiri þjóðir V-Evrópu hafa gert efnahagssamvinnu- samninga, sem ganga miklu lengra en þessi samningur. Efni samningsins fjallar almennt um efnahagssamvinnu og um að skapa skilyrði fyrir þróun slíkr- ar samvinnu. Samningurinn er raunverulega viðbót við við- skiptasamning landanna, sem hugsanlega viðbót við viðskipta- samning landanna, sem hugs- anlega gæti opnað leið fyrir meiri viðskipti og treyst þau viðskipti sem fyrir eru. Hvers vegna er samningurinn gerður? Frá því Bjarni Benediktsson og þáverandi ríkisstjórn beitti sér fyrir viðskiptum við Sov- étríkin hafa allar ríkisstjórnir og allir ráðherrar sem hafa fjallað um þessi mál verið sam- mála um, að viðskiptin við Sov- étríkin væru æskileg og hefðu mikla þýðingu fyrir íslenskt at- vinnulíf. Með samningunum er verið að tryggja áframhald þessara viðskipta. Árið 1980 var gerður við- skiptasamningur við Sovétríkin til 5 ára. Samkvæmt þeim samn- ingi hafa viðskipti gengið vel. Sala saltsíldar til Sovétríkjanna hefir þrefaldast og var 150 þús. tunnur á sl. ári. Sala á frystum fiskflökum, einkum karfaflök- um, hefir tvöfaldast. Sala á lag- meti hefir aukist, en ekki að sama skapi sala á ullarvörum og málningu. Þessi viðskipti viljum við tryggja áfram og höfum komist á þá skoðun að hætta væri á að meðan við einir flestra þjóða í Vestur-Evrópu, þ.á m. allra Norðurlanda, viljum ekki gera efnahagssamvinnusamning gæti það torveldað viðskipti við Sov- étríkin. Svoéskir embættis- menn, sem annast viðskipti við Vesturlönd halda því fram, að það myndi gera þeim léttara fyrir innan sovéska kerfisins að fá fjárveitingar fyrir kaupum á íslenskum vörum, ef svona sam- ningur væri gerður. Samningur- inn er sem sagt gerður til að greiða fyrir sölu íslenskra sjáv- arvara, sem erfitt er að selja annars staðar, en til Sovétríkj- anna. Árið 1981 nam útflutning- ur til Sovétríkjanna 6,2% af heildarútflutningi íslendinga. Þetta hlutfall var 18,4% árið 1955 og 10,6% árið 1975. Álit útflutn- ingssamtaka í yfirlýsingu, sem fulltrúar Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, Síldarútvegsnefndar, Sjávarafurðadeildar SÍS, Norð- urstjörnunnar hf., Álafoss hf., Iðnaðardeildar Sambandsins og o.fl. gáfu út 27. júní sl. segir að þeir hafi setið fundi, þar sem viðskiptasamvinnusamningur- inn við Sovétríkin var til um- ræðu. Telja þeir að í uppkastinu sé ekki að finna skuldbindingar, sem íþyngjandi séu fyrir íslend- inga. Telja þeir samninginn mjög í samræmi við þá sam- ninga um efnahagssamvinnu, sem hinar Norðurlandaþjóðirn- ar og flest Vestur-Evrópuríki hafa gert við Sovétríkin og eng- um áhyggjum hafa valdið. Þá telja þeir að samkvæmt satnn- ingnum sé það á valdi íslend- inga sjálfra, hversu langt þeir vilja ganga í samningum við Sovétríkin. Það er og mat þessara aðila að samningurinn rauni auð- velda og treysta viðskipti okkar við Sovétríkin og mæla því ein- dregið með því að hann verði gerð- ur. Röksemdur Morgun- blaðsins hraktar Samkvæmt samningnum þurfa íslendingar ekki að hlýta neinum utanstefnum, nema þeir sjálfir samþykki. Enginn sér- stök samstarfsnefnd er sett á fót samkvæmt samningnum. Samning sem þennan þarf ekki að leggja fyrir Alþingi skv. 21. gr. stjórnarskrárinnar. Þar með eru röksemdir Morgun- blaðsins gegn þessum samningi hraktar og eftir standa raka- lausir og þröngsýnir stjórnmálamenn, sem virðast ekki vera í tengslum við at- vinnulífið í landinu og þarfir þess. Árásir Morg- unblaðsins á Þórhall Asgeirsson Þó kastar fyrst tólfunum, þeg- ar Morgunblaðið ræðst með fólsku á Þórhall Ásgeirsson, ráðuneytisstjóra Þórhallur er óvenju dugmikill og hæfur em- bættismaður. Hann leggur sig allan í starf sitt og engin fyrir- höfn er of mikil. Hann býr yfir mikilli reynslu í alþjóðavið- skiptum eftir 35 ára starf. Allir útflytjendur, sem með honum hafa starfað, eru sammála um dugnað hans og hæfni. Þórhall- ur er í fremstu röð embætt- ismanna og hefur unnið landi sínu með miklum ágætum. Það kemur því úr hörðustu átt, þeg- ar að honum er vegið eins og Morgunblaðið hefir gert. Viðskipti og stjórnmál Við Ólafur Jóhannesson og ríkisstjórnin í heild berum fulla ábyrgð á gerð efnahagssam- vinnusamningsins. Við erum þeirrar skoðunar, að ekki eigi að blanda saman viðskiptum og stjórnmálum eins og Morgun- blaðið gerir. I utanríkismálum viljum við vestræna samvinnu, en að við- skipti fari eftir því sem hentar íslenskum atvinnuvegum og þjóðarhagsmunum. 5. júlí 1982. Tómas Árnason. Athugasemd ritstj.: Samningur um efnahagsamvinnu en EKKI viðskipti Telji Tómas Árnason, við- skiptaráðherra, sér sóma af því að misnota nöfn hinna látnu ieiðtoga sjálfstæðismanna Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar, getur Morgunblaðið ekki bjargað sæmd ráðherrans. Hinu skal harðlega mótmælt, að með því að höfða til gerða Ólafs Thors, Bjarna Benediktssonar, Matthí- asar Bjarnasonar og Geirs Hall- grímssonar sé unnt að rökstyðja „nauðsyn" samningsins um efna- hagssamvinnu við Sovétríkin, sem frá var gengið fyrir tilstilli þeirra framsóknarráðherranna Tómasar Árnasonar og Ólafs Jó- hannessonar. Lágkúra viðskiptaráðherra er dæmafá. Rök hans eru haldlaus. Það hefur verið samið við Sov- étríkin um viðskipti (1953), menningar-, vísinda- og tækni- samvinnu (1961) og vísinda- og tæknisamvinnu á sviði sjávar- útvegs (1977). Fyrir þessari samningsgerð á sínum tíma stóðu stjórnmálamenn, sem gátu fært sjálfstæð og sannfærandi rök fyrir máli sínu, menn sem ekki sköpuðu . trúnaðarbrest gagnvart þjóðinni. Viðskipta- ráðherra Tómas Árnason sýnist ekki finna annað ráð betra í vandræðum sínum en klína sér á sjálfstæðismenn lífs og liðna. Hvergi vottar fyrir því, að hann túlki, hvað í hinum nýja samn- ingi felst. Að þessu leyti er Ólaf- ur Jóhannesson heiðarlegri og af orðum hans og sovéska aðstoð- arráðherrans um efni samn- ingsins má ráða, að Morgunblað- ið hefur hvorki „rangtúlkað" né „skrökvað" um efni hins nýgerða samnings. Það gera hins vegar þeir, sem segja að „utanstefnu- ákvæði" samningsins (5. gr.) hafi að geyma ákvæði um „samþykki" íslendinga við því, að þeir verði að koma til fundar við fulltrúa Kremlverja „hvenær sem það telst nausynlegt". Þeim mönnum ferst ekki að tala um „rangtúlk- un“ Morgunblaðsins á efni þessa samnings, sem reyna að telja mönnum trú um, að hann sé viðskiptamál. Hann er um efna- hagssamvinnu. í ágúst 1968 var undirrituð bókun um viðskipti íslands og Sovétríkjanna á grundvelli samningsins frá 1953, án þeirrar bókunar hefði við- skiptaþráðurinn slitnað. Ekkert slíkt var í húfi nú enda verið að semja um annað en viðskipti. Það er meira en rangtúlkun að bera þetta tvennt saman, það er fölsun. Hinn nýi samningur felur ekki í sér „frekari skuldbindingar" heldur nýjar skuldbindingar. Það er kjarni málsins, sem viðskipta- ráðherra sýnist ekki átta sig á, enda staðið að málum í sam- ræmi við það af hans hálfu. Eins og ráðuneytisstjóri við- skiptaráðuneytisins flaggar viðskiptaráðherra „yfirlýsingu" einstaklinga er starfa hjá út- flutningsfyrirtækjum, sem eiga mikið undir Sovétviðskiptum, til að réttlæta samninginn um efnahagssamvinnu og skýra efni hans. Hvað ætla þessir aðilar að láta framsóknarmenn draga sig langt? Hvaða áhrif hefur hinn nýi- samningur á sölu þessara fyrirtækja til Sovétríkjanna? Þeir, sem líta á samninginn um efnahagssamvinnu sem við- skiptasamning, vilja ekki skýra rétt og satt frá. Það eru þeir, sem rugla saman pólitík og viðskiptum. Slíkum mönnum er síst treystandi fyrir samningum við Sovétríkin, eins og hin nýja samningsgerð sannar best.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.