Morgunblaðið - 06.07.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.07.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ1982 35 Reykjanesfólkvangur Nú eru liðin tæp sjö ár frá því að niu sveitarfélög á Reykjanesskaga tóku saman höndum um að stofna fólkvang á Reykjanesi. Megin- markmiðið með stofnun hans var að tryggja sem best rétt almennings til að njóta þeirrar náttúru, sem svæðið hefur upp á að bjóða, án þess þó að umhverfið bíði tjón af. Jafnframt eru i gildandi reglugerð ákvæði um skipulagða efnistöku, en víða hafa myndast Ijót sár af þeim sökum. Sér- stök stjórn skipuð fulltrúum sveitar- félaganna fer með málefni fólk- vangsins. A þeim tíma sem liðinn er frá því að fólkvangurinn var stofnað- ur hefur ýmislegt verið að gerast og margt áunnist, þó það hafi oft á tíðum ekki farið hátt. Er þar helst að telja: 1. Upplýsingabæklingur. í vetur gaf stjórn fólkvangsins út upplýs- ingabækling um svæðið, sem hef- ur m.a. að geyma upplýsingar um náttúrufar, sögu og helstu göngu- leiðir. Einnig er í bæklingnum kort með ýmsum skýringum og ábendingum. Bæklingi þessum hefur verið dreift ókeypis. 2. Merkingar. Á síöasta ári voru reistar þrjár vörður við aksturs- leiðirnar inn í fólkvanginn, en í þeim eru upplýsingaskilti sem varða friðunina. Þá hafa verið sett upp tréskilti við upphaf helstu gönguleiða. Hjálparsveit skáta í „MAÐUR og maskína" heitir dúk- ristumappa, sem Guðmundur Ár- mann Sigurjónsson, listmálari á Ak- ureyri hefur gefið út í 100 tölusettum og árituðum eintökum. Alls eru fimm dúkristur í hverri möppu, þrykktar í tveimur litum og eiga það sameiginlegt, að sýna fólk að vinnu í Skinnadeild Sam- bandsverksmiðjanna á Akureyri. Guðmundur Ármann vann myndirnar þannig, að hann fór á Blindravinafélag íslands hef- ur verið arfleitt að öllum eigum Sölva Kristjáns Sigurgeirssonar, en hann andaðist hinn II. október 1981 að Elliheimilinu Grund, að því er segir í frétta- tilkynningu frá Blindravinafé- laginu. Kristján, eins og hann var jafnan kallaður, var Snæfell- ingur að uppruna, fæddur 17. janúar 1897 og átti heima fram á 5. tug ævi sinnar á Hafnarfirði tók að sér þessar merkingar nú í vor. 3. Landnotkun. Viðkomandi sveitarfélög gengust fyrir því á síðasta ári að koma á banni við lausagöngu hrossa innan fólk- vangsins og hefur þeirri ákvörðun verið framfylgt eins og kostur er. í undirbúningi eru nú beitarþols- rannsóknir, sem gefa munu til kynna ástand og þol gróðurs. I vetur gaf Náttúruverndarráð út fjölritið: „Eldstöðvar á Reykja- nesskaga“ þar sem m.a. er úttekt á efnistökumálum á skaganum ásamt tillögum um áframhaldandi nýtingu og friðun. Hefur verið reynt að fylgja þessu eftir innan fólkvangsins sem kostur er. 4. Vegagerð. Á síðastliðnu ári var opnuð ný leið um fólkvanginn, sem fær er öllum bílum. Liggur hún vestan Sveifluháls, frá Vatnsskarði um Móhálsadal og Vigdísarvelli, og niður á þjóðveg- inn við Latfjall. Jafnframt mun hin nýja hringleið frá Bláfjöllum og niður að Hafnarfirði liggja inn- an fólkvangsins. Er það von fólk- vangsstjórnar að báðar þessar leiðir verði til þess að örva áhuga almennings á að kynnast fólk- vanginum og um leið að stuðla að bættri umgengni. 5. Landvarsla. Sl. sumar var komiðá tímabundinni landvörslu í fólkvanginum, til eftirlits með efnistöku, lausagöngu hrossa og vinnustaðinn og teiknaði fólkið við vinnu sína. Síðan vann hann teikningarnar í dúk, þ.e.a.s. hverja mynd í tvo dúka og voru þær síðan þrykktar hjá Valprent á Akureyri. Hlífðarkápa möppunnar er hinsvegar silkiþrykkt hjá Teikni- stofunni Stíll á Akureyri, en Guð- mundur er annar aðstandenda þeirrar teiknistofu og nýstofnaðs gallerís, sem ber sama nafn, og rekið er í húsakynnum teiknistof- unnar. Snæfellsnesi, en fluttist þaðan til Keflavíkur. Þar kvæntist hann Sólveigu Jónsdóttur, sem lézt fyrir rúmum 26 árum. Þau hjón voru barnlaus. Frá árinu 1980 var Kristján vistmaður á Elliheimilinu Grund, enda var hann þá orðinn blindur. Kristján stundaði sjó- mennsku framan af ævi og var hress og heilsugóður allt til æviloka. Arfurinn nam um 100 þúsund krónum. almennri umgengni. Stendur til að hafa á svipað fyrirkomulag með vörslu í sumar, en æskilegt hefði verið að auka hana að mun. Slíkt leyfir fjárhagur hins vegar ekki að þessu sinni. Þó ýmislegt hafi áunnist á því sjö ára tímabili, sem liðin eru frá stofnun fólkvangsins, er því miður ekki hægt að segja að allir hlutir séu í stakasta lagi. Mikil sár myndast árlega vegna aksturs utan vega um viðkvæm gróður- lendi og upplýsingaskilti eru brot- in niður. Jafnframt hefur ekki tekist nægilega vel að koma á skipulagi í efnistöku, eins og ætl- unin var í upphafi og nauðsynlegt er að bæta að mun aðstöðu þeirra fjölmörgu ferðamanna sem heim- sækja þetta svæði árlega. Má í því sambandi t.d. nefna Krýsuvík. Fáar höfuðborgir geta státað af því að hafa rétt við bæjardyrnar REYKJANES FÓLKVANGUR jafn fjölbreytilegt náttúrufar eins og finnst í Reykjanesfólkvangi og er leitt til þess að vita að honum skuli ekki vera meiri sómi sýndur. Það er því eindregin ósk stjórnar Reykjanesfóikvangs að almenn- ingur gefi sér tíma til að heim- sækja svæðið og kynnast því, þannig að sá áhugi vakni, sem nauðsynlegur er til að gengið verði um landið með þeirri virðingu sem því er samboðið. Fréttatilkynning. <x ALFA-LAVAL VAiniA SKIPtVR LANDSSMIÐJAN vekur athygli á /ALFA-LAVAL varmaskiptum til notkun- ar vid upphitun á vatni til neyslu og fyrir miöstöðv- arkerfi. ALFA-LAVAL er sænsk gæðavara. Um það eru allir sammála sem reynt hafa. r ^ Helstu kosti ALFA-LAVAL varmaskipta teljum vió vera: X Þeir eru virkir og einfaldir X Plöturnar úr ryðfríu stáli semtærast ekkivióöll venjuleg skilyrði X Hreinsun auóveld X Þrýstiþol mikið X Breytingarauðveldar X Þeir taka lltið pláss X Nýtingin mjög góð _______________________j LANDSSMIÐJAN hefur einkaumboð fyrir ALFA- LAVAL á íslandi. og get- ur vottað um aö áratuga löng reynsla á hitaveitu- svæðum um allt land hefur sannað ágæti þessara varmaskipta. Viö veitum allar tækni- legar upplýsingar, svo og hvers konar upplýs- ingar aðrar um ALFA- LAVAL varmaskiptana. LANDSSMIIUAN ^20-6-80 AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÖTAHF 7 f Upplýsingar i sima 35408 SIEMENS Einvala lið: Siemens- heimilistækin Úrval v-þýskra SIEMENS-heimilistækja þar sem hvert tæki leggur þér líö við heimilisstörfin. Öll tæki á heimiliö frá sama aðila er trygging þín fyrir góðri þjónustu og samræmdu útliti. SMITH & NORLAND HF. NÓATÚNt 4. SÍMI 28300. Mynd úr möppunni, Maður og maskína. „Maður og maskína“ dúkristur frá Akureyri Blindravinafé- lagið arfleitt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.