Morgunblaðið - 06.07.1982, Síða 36

Morgunblaðið - 06.07.1982, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1982 Einar Símonarson — Minningarorð Fæddur 19. maí 1921 Iláinn 12. de.sember 1981 Þann 18. des. 1981 var jarðsett- ur í Reykjavík hr. Einar Símon- arson, múrarameistari. Einar var fæddur að Hrúðurnesi í Leiru 19. maí 1921 ojj lést í Landspítalanum 12. des. 1981, eftir um eins árs bar- áttu við lunijnakrabba, sem sigr- aði að lokum. Einar var sonur hjónanna Símonar Guðmundsson- ar, er lést háaldraður fyrir fáum árum í Reykjavík, og Margrétar Gústafsdóttur, sem enn er á lífi. Alltaf var mjög gott samband milli Einars og foreldra hans og einnig systkina hans, sem eru Gústaf, búsettur í Kópavogi, Margrét, búsett í New York, Móna, búsett í Garði, og svo tveir hálfbræður, Guðmundur og Guð- jón Símonarsynir, búsettir á Sel- tjarnarnesi og í Reykjavík, einu eftirlifandi af 7 hálfsystkinum. Einar fluttist til Reykjavíkur þegar hann var 12 ára og byrjaði þá fljótt að vinna, sem títt var um unga drengi í þá daga. Hann stundaði ýmis störf framan af ævinni, bæði til sjós og lands. Árið 1946 lagði hann svo fyrir sig nám í múrsmíði hjá Gísla Þorleifssyni, múrarameistara í Reykjavík, og starfaði Einar að mestu leyti við múrverk eða störf tengd því til æviloka. T.d. var Einar brautryðj- andi í siípun á steyptum gólfum um leið og þau voru steypt, og rak í nokkur ár fyrirtækið Gólfslípun- in hf. í Reykjavík. Tryggan og góðan lífsförunaut eignaðist Einar er hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Jónínu V. Eiríksdóttur, árið 1942. Stofnuðu þau heimili sitt í Reykjavík og bjuggu þar lengst af. Þau eignuð- ust 5 börn, sem öll eru uppkomin. Elstur þeirra er Marel, búsettur í Keflavík, síðan Stefanía, búsett í Reykjavík, Margrét, búsett í Reykjavík, Hafdís, búsett í New York og Einar Valur, búsettur í Reykjavík. Mjög gott samband var á milli þeirra hjóna og barna þeirra. Ein- ar og Jóna áttu myndarlegt og gott heimili sem mörgum þótti gott heim að sækja. Einar var mikið fyrir útiveru og veiðiskap og fór því oft í vötn og ár víða um land með fjöskyldu sinni, eða öðr- um vinum. Einnig hafði hann gaman af að fara í sjóferðir á trillu út frá Reykjavík og gerði það oft þegar færi gafst. Tíu voru barnabörnin orðin, sem öll voru mjög hænd að afa sínum. Einar átti mjög létt méð að læra á hljóðfæri og náði lagi úr flestum hljóðfærum sem hann reyndi við eftir stutta viðureign, enda hafði hann gaman af að spila og syngja með fjölskyldu sinni eða öðrum vinum. Árið 1970 fluttust Einar og Jóna til Bandaríkjanna, ætluðu að prófa það í tvö til þrjú ár, en þeim líkaði báðum mjög vel að búa þar, svo árin urðu nær tólf. Einar vann þar við flísalagnir og var eftirsótt- ur í þeirri grein fyrir vandvirki og góða vinnu. Einar var einnig eftir- sóttur félagi af öllum sem kynnt- ust honum, því hann var dreng- lundaður, hjálpsamur og góður fé- lagi og því sjá nú margir með söknuði á bak góðum félaga og vini. Ekki þarf að efast um að eigin- kona Einars, móðir hans, börn, systkini og nánustu ættingjar, hafa átt um sárt að binda eftir að Einar dó og sumir enn að leita að þeirri fótfestu sem þeir höfðu fyrir. Við söknum öll Einars og kveðj- um hann með trega. M.E. Minning: Hans E. Johansen Aðfaranótt föstudagsins 25. júní sl. lést á Landspítalnum Hans E. Johansen, bifreiðarstóri, aðeins 49 ára að aldri. Hans var fæddur á Akureyri 7. mars 1933. Foreldrar hans voru þau Marta Jóhannsdóttir frá Ak- ureyri og Freidar Johansen frá Noregi. Hans heitinn ólst upp á Akur- eyri hjá móðurömmu sinni, Guð- nýju Guðjónsdóttur í 13 ár, en þá fluttu þau til Akraness og áttu þar heimili saman til ársins 1959. Hinn 31. des. 1959 kvæntist Hans eftirlifandi konu sinni Hrafnhildi Tómasdóttur. Saman eignuðust þau einn son, Örn, en Hrafnhildur átti auk hans dóttur, Guðrúnu, sem Hans ættleiddi. Á sínum^yngri árum stundaði Hans sjómennsku, en síðan starf- aði hann hjá bandaríska hernum á Keflavíkurflugvelli við flugvirkj- un í 10 ár og lærði til þeirra starfa á vegum þeirra í San Fransisco. Mín kynni af Hans E. Johansen hófust árið 1963, er hann kom til starfa hjá BM Vallá hf., en þar starfaði hann óslitið til dauða- dags. Hans var ákaflega vel met- inn starfsfélagi, ljúfur og dag- farsprúður maður, sem gott var að vinna með. Er hans nú sárt saknað af öllum hans starfsfélögum sem nú sjá af góðum vini og starfsfé- laga. I störfum sínum fyrir BM Vallá hafði Hans mikinn metnað fyrir hönd fyrirtækisins og vildi ávallt veg þess sem mestan. Hann hafði glöggan skilning á því að tengsl bifreiðarstjóra fyrirtækisins við viðskiptavinina voru einn mikil- vægasti liðurinn í því að skapa fyrirtækinu gott álit. Á þeim lið- lega tuttugu árum sem við störf- uðum saman hef ég mörgum sinn- um á hverju ári orðið var við það hversu mikill „fyrirtækismaður" Hans heitinn var. Því framkoma hans og hjálpsemi við við- skiptavini var svo einstök að fjöl- margir þeirra fundu hjá sér sér- staka hvöt til þess að geta þess sérstaklega hversu hjálpsamur og þægilegur starfsmaður hann væri. Fyrirtækið hefur frá upphafi átt góðum starfsmönnum á að skipa og oft erfitt að greina þar á milli, en á því leikur enginn vafi að Hans heitinn var einn af allra bestu starfsmönnum fyrirtækisins og skilur nú eftir sig sérstakt skarð sem erfitt verður að fylla. Við samstarfsmenn hans hjá BM Vallá, minnumst nú á þessari stundu óvenju góðs og hæfileika- mikils drengs sem gott var að eiga stundir með. Drengs, sem ávallt sá björtu hliðarnar á tilverunni og lét aldrei bugast, ekki heldur nú síðustu árin þegar hann barðist harðri baráttu við að reyna að yf- irvinna krabbameinið sem að lok- um dró hann til dauða. Við sendum allir eiginkonu hans, börnum og móðurömmu hans og öðrum ættingjum, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Víglundur Þorsteinsson íslendingar sýna í Feneyjum ENN á ný hafa Norðurlöndin með sér samvinnu á bíennalnum í Fen- eyjum. Að þessu sinni eru þáttak- endur sex, tveir frá íslandi og einn frá hverju hinna landanna. fslenska sýningin verður í aðalsýningarskál- anum á svæðinu, Danmörk á sinn eigin skála og Noregur, Svíþjóð og Finnland skipta með sér Skandina- víska skálanum. Samvinna Norðurlandanna komst í fast horf árið 1962, þegar Skandinavíski skálinn var vígður, en að byggingu hans stóðu Finn- land, Noregur og Svíþjóð. Sama ár var stofnuð Norræna bíennal- nefndin og er Danmörk einnig að- ili að henni. Frá 1978 hefur íslandi einnig verið boðin þátttaka í bí- ennalnum. Skandinavíski skálinn var hannaður af Sverre Fehn og er eins og áður kom fram 20 ára gamall, en danski skálinn er eldri. Þrátt fyrir ólíkan byggingarstíl mynda skálarnir heild og bjóða upp á marga möguleika við upp- setningu sýninga. Á hinn bóginn er það mjög vandasamt verk að raða ólíkum sýningum saman þannig að þær myndi órofa heild og því hefur sýningarsvæðinu ver- ið skipt á marga mismunandi vegu á fyrri bíennölum. Ekkert sameiginlegt þema hef- ur verið ákveðið fyrir bíennalinn 1982. Því bjóða Norðurlöndin upp á fimm sýningar eftir sex ólíka listamenn. Listamennirnir eru að þessu sinni þeir Jón Gunnar Árna- son og Kristján Guðmundsson frá íslandi, málarinn Juhana Blomstedt frá Finnlandi, Ulrik Samuelson frá Svíþjóð, Eva Sör- ensen myndhöggvari frá Dan- mörku, Synnove Anker Aurdal textíllistamaður frá Noregi. Þótt gjarnan sé litið á Norður- löndin sem eitt menningarsvæði, er auðvitað margt ólíkt með þjóð- ufium. Stundum getur verið meiri ástæða til að leggja áherslu á þennan mun en að undirstrika það sem líkt er. Og ekki er rétt að láta ytri umbúnað sýningar stjórna því, hvers konar list er tekin til sýningar — heldur skal reynt að laga sýningarsvæðið að þeim verk- um sem ástæða þykir til að sýna. Fréttatilkynning frá Norrænu listamiðstöðinni í Sveaborg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.