Morgunblaðið - 06.07.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.07.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1982 41 fólk í fréttum Dervisar dansa á Greenwood Road í London. Eins og aö standa á fjallstoppi innan um lerkitré og kalda strauma + Dervisar eru félagar í múham- eösku bræöralagi, þeir eru einna lík- astir munkum. Þeir reyna að komast í persónulegt samband við Guö og ein aðalaöferð þeirra til þess er eins- konar sveifludans. í þessum dansi ef dans skal kalla snúa þeir sér í hringi eins hratt og þeir geta i takt viö trúarlega arabíska tónlist um leið og þeir endurtaka Allah i sífellu. Þeir halda lófunum beint út, hægri lófinn snýr upp og sá vinstri niður. Þessi múhameðstrúarsérflokkur er nú tekinn að breiðast út í Eng- landi. Á Greenwood Road í Lon- don má oft sjá hópa af dervisum að hringsnúast. Þeir eru innfædd- ir Bretar sem hafa snúist til múh- ameðstrúar. Þeir kalla sig Muri- du’l-Haqq sem á íslensku útleggst víst „sannleiksnemarnir", og þeir eru fylgjendur Sheikh Abdullah Sirr-Dan al-Jamal sem áður hét John Ross. Þeir hafa allir tekið sér arabísk nöfn, en þeir halda áfram að nota hin venjulegu ensku nöfn sín í daglegu lífi. En andstætt við það sem tíðkast í múham- eðstrúarlöndunum leyfa þeir kon- um aðgang að hópnum, og eru nú um fjórðungur af hópnum konur. Nuri Karim, öðru nafni Judy, er ein af þeim. Hún starfar sem líf- fræðingur í Wimbledon. Hún segir að fólk eigi erfitt með að trúa því að hún hafi snúist til múham- eðstrúar, „það eiga allir von á því að ég fari að ganga með blæju“. Judy gengur ekki með blæju en að öðru leyti klæðir hún sig i sam- ræmi við hinar ströngu reglur múhameðstrúarinnar. Judy segir að hún taki þátt í snúningsdansin- um vegna þess að það geri hana jákvæða og rói hana á taugum, snúningsdansinn sé eins og að standa á fjallstoppi innan um lerkitré og kalda strauma. Judy, öðru nafni Nuri Karim. Betty Vac- ani hættir + Hin 73 ára gamla Betty Vac- ani hefur verið danskennari ensku konungsfjölskyldunnar um 53 ára skeið. Hún kenndi Elísabetu drottningu og Mar- gréti systur hennar og börnum þeirra dans. Betty Vacani er nú að hætta störfum og þetta verður síðasta árið sem skóli hennar, Vacani- dansskólinn í London, starfar. Betty Vacani segist ekki munu leiðast þó að hún dragi sig í hlé því líf hennar sé ríkt af minning- um. Og hún á nóg af minningum um kóngafjölskylduna. Hún seg- Betty Vacani lifir i heimi konung- legra endurminninga. ir að Edward prins hafi alla tíð verið ákaflega óhlýðinn, þegar hún hafi sagt honum að setjast hafi hann staðið upp og öfugt. Karl prins segir hún að hafi ver- ið allt öðruvísi, hann hafi alltaf haft hugann við dansinn. Betty segist hafa byrjað að kenna Elísabetu drottningu dans þegar hún hafi verið aðeins 4ra ára gömul og hafi hún verið ljúft og námsfúst barn, en Margrét systir hennar hafi verið ennþá liðugri. Betty Vacani segir að Anna prinsessa hafi staðið sig mjög vel í dansinum og hafi hún m.a.s. tekið 1. stigs próf í ballett. Samt segir Betty Vacani að það sé aðeins einn af hinum konung- legu nemendum sínum sem hafi mikla hæfileika á þessu sviði og það sé Frances, dóttir Margrétar prinsessu og Snowdons lávarðar. Segir Betty að Frances hafi möguleika á að verða mikil og fræg dansmey. Við berurn það bezta á borð Komdu þegar pú hefur góðan tíma, því hjá okkur er margt að sjá ÞU ÞARFT EKKI AÐ FARA ANNAÐ Ll“í HÚSCACNAHÖLLIN BILOSHÖFOA 20 110 REVKJAVtK « >141190 og >1410 Li\l>SIUOM.ST\ okkar pakkar og Modlr hvorl ■ land aam ar. I aima 91-81410 farftu upplyalngar um varft, gaafti og afborgunarkjftr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.