Morgunblaðið - 06.07.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.07.1982, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1982 165 laxar veiðst í Laxá í Aðaldal 1882 og síðan sögu skólans og gat þá meðal annars um þær um- bætur, sem gerðar hefðu verið nú upp á síðkastið. Bæri þar hæst hitaveitu, sem komin væri nú í öll hús staðarins, byggingu hesthúss og hlöðu við það sem áformuð væri ásamt endurbót- um á heimavistum og mötuneyti. Það væri því snúið vörn í sókn frá því sem verið hefði fyrir 2 árum þegar við lá, að skólinn hefði verið lagður niður. Núna gætu nemendur fengið fjöl- breyttar valgreinar, svo sem lax- eldi í samvinnu við Hólalax, hrossarækt og loðdýrarækt. Það væri því bjart fram undan. Þá talaði landbúnaðrráðherra, Pálmi Jónsson. Ræddi hann m.a. endurbæturnar undanfarið og þakkaði fjármálráðherra og fjárveitingavaldinu góðan skiln- ing á þörfum skólans. Gaf hann síðan skólanum hátíðarútgáfu af Skarðsbók. Þá töluðu einnig Jóhann Sal- berg, oddviti sýslunefndar Skagafjarðarsýslu, Magnús Jónsson, skólastjóri Bændaskól- ans á Hvanneyri, Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri, Ingi Tryggvason, formaður Stéttar- sambands bænda, Guðmundur Jónsson, fyrrverandi skólastjóri og Asgeir Bjarnason fyrir hönd eldri nemenda. Að lokum afhenti formaður skólanefndar og for- maður sundlaugarnefndar Gísli Pálsson, Jóni Bjarnarsyni, skóla- stjóra sundlaugina. Á milli atriða söng karlakórinn Heimir og einnig var sýning á hrossum búsins, sem Þorkell Bjarnason ráðunauður lýsti. í tilefni hátíðarinnar voru pósthús og minjagripasala starf- rækt í anddyri skólans og var sérstakur póststimpill notaður í tilefni dagsins. Þá er áformað að gefa út bók í haust; „Þættir úr sögu Bændaskólans á Hólum í 100 ár“, en í vetur gaf nemenda- félag skólans út rit í tilefni af- mælisins „Bústólpi". Þar voru útdrættir úr ritgerðum nemenda og jafnframt ritaði skólastjóri grein þar einnig. Fjölmenni mikið kom heim að Hólum í tilefni dagsins, jafnt gamlir nemendur sem yngri og Skagfirðingar, ásamt velunnur- um skólans. Var öllum gefinn kostur á því að skoða húsakost skólans og þær framkvæmdir, sem einna helzt hafa gerzt nú síðustu 2 árin. Að loknum hátíð- arhöldunum var öllum gestum Hólastaðar boðið í kaffisamsæti. Veiðin í Laxá í Aðaldal gengur sæmilega, að því er Mbl. fregn- aði í veiðihúsinu við ána í gær. Þá höfðu veiðst 165 laxar, flestir neðan Æðarfossa. Stærsti fiskurinn sem á land hefur kom- ið var 21 pund og 117 cm að lengd. Veiddist sá á Breiðunni og tók flugu. Francis nr. 8, rauðan. Þær flugur sem fengsælastar hafa veriö eru Laxá blue og Hairy Mary. í gær var veður sæmilegt við ána, skyjað, en í fyrradag rigndi við fögnuð veiði- manna. Lélegt í Laugardalsá Veiðin í Laugardalsá í Ögur- sveit í Isafjarðardjúpi hefur ver- ið léleg það sem af er. Um hádegi á sunnudag höfðu veiðst samtals 23 laxar og var sá stærsti 16,5 pund. Vatn er með meira móti í ánni og hún veiðileg, að sögn tíð- indamanns Mbl. en hins vegar lítið af laxi samanvið. Fiestir laxarnir hafa tekið maðk, en þrír hafa ginið við flugu. Þær flugur sem afla hafa gefið eru: Kol- skeggur, Skröggur og Sweep. Grímsá að glæðast Heldur er veiðin að glæðast í Grímsá í Borgarfirði, en í gær höfðu um 70 laxar veiðst þar. Veiðin í Grímsá hófst 19. júní. Stærsti fiskurinn vó 16 pund og fékkst hann á maðk. Veðrið hefur verið þurrt og áin því með minna móti og sagði við- mælandi blaðsins í veiðihúsinu að „Matlorca-veður" hafi verið þar að undanförnu Nú eru útlendingar að veiðum í Grímsá og verður svo út júlí. — ój. Frá sundlaugarvígslunni. Hólaskóli hundrað ára: Sundlaug vígð við há- tíðarhöldin á Hólum Á sunnudaginn, var haldið upp á 100 ára afmæli Hólaskóla. Hófst afmælishátíðin klukkan 11 fyrir hádegi með því, að ný sundlaug var vígð, en hún var gjöf frá göml- um nemendum og velunnurum skólans. Sigurður Guðmundsson vígslu- biskup i Hólastifti flutti vígslu- ræðu og hr. Pétur Sigurgeirsson biskup blessaði viðstadda og laug- ina. Þvi næst stungu nemendur frá því i vetur sér til sunds, ásamt börnum heimamanna. Laugin er 16% metrar að lengd, með bún- ingsaðstöðu, gufubaði og setpotti. Kl. 13.30 var gengið til kirkju. Þar þjónuðu fyrir altari Sigurð- ur Guðmundsson vígslubiskup og staðarprestur Sighvatur Em- ilsson, en hr. Pétur Sigurgeirs- son biskup predikaði. Sagði hann m.a. í ræðu sinni, að gott sam- starf hefði verið með kirkju og skóla í þessa öld sem skólinn hefði starfað, og kvaðst vona að svo yrði enn um ókomin ár. Því næst var gengið út á útih- átíðarsvæðið fyrir neðan kirkj- una. Fyrst flutti forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, ávarp. Því næst talaði skólstjórinn Jón Bjarnason. Rakti hann aðdrag- anda að stofnun Hólaskóla árið Jarðborinn Jötunn; nú er lokið við að bora fyrstu holuna. Gísli Pálsson formaður sundlaugarnefndar afhendir Jóni Bjarnasyni skólastjóra sundlaugina. Krafla: 2150 m djúpri holu SAMTÖK hcrstöðvaandstæðinga stóðu fyrir útifundi á Miklatúni á laugar- dag og stóð samkoman frá kl. 14 til 17. Ræður voru fluttar og skemmtikraftar komu fram. Fundarefnið er barátta gegn kjarnorkuvopnum. Meðfylgjandi mynd var tekin á fundin- um og var hann fámennur, eins og sjá má. Ljósm. Mbl. Guðjón. í LIÐINNI viku var lokið við að bora fyrstu holuna, sem boruð veró- ur við Kröflu í sumar. Holan er 2.150 metra djúp og stóð borun yfir i um einn og hálfan mánuð. í síðustu viku var unnið við að fóðra holuna. „Nokkurt hrun var í holunni, sem útaf fyrir sig er ekki óeðlilegt og gekk vel að ráða við það,“ sagði Gunnar Ingi Gunnarsson, staðar- tæknifræðingur í samtali við Mbl. „Nú er verið að flytja Jötun og hefst stefnuborun í fyrsta sinn á Islandi væntanlega á morgun (þriðjudag). Við munum bora beint niður fyrstu 250 metrana en beygjum þá. Stefnuborun er vel þekkt erlendis, en hefur aldrei verið reynd hér á landi," sagði Gunnar Ingi. Mynd Mbl. (iubjón. Fámennur fundur á Miklatúni Eru þeir að fá 'ann ? Lokið við borun á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.