Morgunblaðið - 06.07.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.07.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1982 47 Akraborg: Bæði skipin í sigl- ingum á milli Akra- ness og Reykjavíkur FYRSTU heilu vikuna sem nýja Akraborgin hefur gengið á milli Akraness og Reykjavíkur hefur hún flutt 2.300 til 2.400 farartæki og far- þega þeirra og aA auki hátt í 3.000 aðra farþega. Þrátt fyrir aö afkasta- geta nýja skipsins sé um 60% meiri en þess gamla varð fólk frá að hverfa á mestu annatímum helgar- innar. Að sögn Viðars Vésteinssonar, starfsmanns á skrifstofu Skalla- gríms hf. útgerðarfélags Akra- borgar, hefur verið ákveðið að taka eldri skipið í notkun á ný, samhliða því nýja, til að anna eft- irspurn á mestu annatímunum. Skipið er til sölu, það hefur nú verið tekið í slipp til botnhreins- unar og málunar, en verður að við- gerð lokinni notað þar til kaup- andi fæst. Á þessari mynd, sem Albert Kemp tók i Akraneshöfn, sést nýja Akraborgin vinstra megin og sú gamla hægra megin. Skipin verða innan tíðar bæði í siglingum á milli Akraness og Reykjavíkur. Eldur í mannlausu húsi ELDUR kom upp í húsi við Fífuhvamm í Kópavogi í fyrrinótt. Húsið hefur staðið mannlaust um nokkurt skeið og gjöreyðilagðist það i eldinum. Það var forskalað tvílyft timburhús. Húsið var alelda þegar slökkviliðið kom á staðinn og varð ekkert við eldinn ráðið. Eldsupptök eru ókunn, en grunur er um íkveikju af mannavöldum. Mynd Mbl. ÓI.K.M. Sovétmönnum boðnar kvikmyndirnar Land og synir og Útlaginn KVIKMYNDIRNAR Land og synir og lltlaginn, sem ísfilm framleiddi, eru eitt af því sem boðið var upp á í viðskiptasamningnum við Sovét- menn, sem undirritaður var á dögun- um. I samtali, sem Mbl. átti við Indriða G. Þorsteinsson, einn af eig- endum ísfilm kom fram, að það er að beiðni ísfilm, sem íslcnska við- skiptanefndin kom myndunum á framfæri við Sovétmenn, og stendur nú upp á þá, að svara því hvort þeir vilja myndirnar eða ekki. Hann sagði þá líta fram til þess að eiga viðskipti við Sovétríkin um þessa hluti, því þar sé mikill áhugi fyrir kvikmyndum frá fornu fari. Þá sagði Indriði, að Jón Her- mannsson, framkvæmdastjóri ís- film, væri nú á kvikmyndahátíð í Júgóslavíu, þar sem væri markað- ur fyrir kvikmyndir í löndum austan járntjalds, og hefði hann báðar þessar myndir fyrirtækisins meðferðis. Annars sagði Indriði að þeir þyrftu ekki að kvarta yfir viðtök- unum á þessum myndum, sem þær væru góðar. Þeir hefðu fengið meira fé fyrir Útlagann, en Land og synir hefði farið miklu víðar. Nú væri verið að reyna að semja við bandarískt fyrirtæki Crown International í Los Angeles í Bandaríkjunum um dreifingu myndanna í Bandaríkjunum og Kanada. Hvað næstu verkefni fyrirtæk- isins snerti, sagði Indriði, að engin ákvörðun hefði verið tekin um stórt verkefni. Næsta verkefni væri heimilidarmynd um Daniel Bruun, sem yrði unnin seinni part- inn í sumar. * Aætlunarflug Arnarflugs hafiö Á/ETLUNARFLUG Arnarflugs mílli landa hófst sl. sunnudag, þegar fyrsta ferðin var farin frá Keflavíkurflug- velli til Kloten-flugvallar í Ziirich í Sviss, en auk þess að fljúga áætlunarflug þangað mun félagið fljúga til Amstcrdam í Hollandi og Diisseldorf í Vestur-Þýzkalandi. Myndin var tekin við komu Boeing-720, þotu Arnarflugs, til Ziirirh á sunnudag, en á henni er áhöfn vélarinnar ásamt Gunnari Þorvaldssyni, framkvæmda- stjóra Arnarflugs, lengst t.h. á myndinni. —Símamynd AP. Þvotturinn þinn á aðeins skilið það besta ÞVOTTAVÉL — tekur allt að 9 kg. og tekur inn á sig heitt og kalt vatn. Stillanlegt vatnsmagn í samræmi við þvottinn hverju sinni. ÞURRKARI — tekur allt að 7 kg. af þurrum þvotti. Meðal þurrktími 60-70 mín. 3 mismunandi hitastillingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.