Morgunblaðið - 13.07.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.07.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ1982 MIKIÐ tjón varð í eldsvoða í Garða- bæ á sunnudagsmorgun þegar þrjár verksmiðjur, þakpappaverksmiðja og plastverksmiðja Þakpappaverk- smiðjunnar hf. og Þakpappaverk- smiðja Silfurtúns hf., i Garöabæ brunnu til kaldra kola. Það var um kl. 5.45 á sunnu- dagsmorgun að tilkynning barst um að eldur væri kominn upp í Goða- túni 2 í Garðabæ. Slökkviliðið í Hafnarfirði fór strax á staðinn og kallaði auk þess á hjálp frá Slökkvi- liðinu í Reykjavík. Þegar slökkvi- liðið kom á vettvang voru verk- smiðjuhúsin, sem eru þrjú, alelda og mikið eldhaf var. Erfitt var að eiga við eldinn þar sem inni í hús- unum voru afar eldfim efni og erfið viðureignar. Sprengingar kváðu við, það kraumaði í asfalti og eldurinn gaus jafnharðan upp aftur. Slökkvi- starf gekk þó eins hægt var að bú- Mikið tjón varð í eldsvoða í Garðabæ á sunnudagsmorgun, þegar þrjár verksmiðjur brunnu til kaldra kola. Slökkviliðsmönnum tókst að verja timburhúsið sem er til hægri á myndinni. Ljósm. Kmilís b. Bjórnsdittir Milljóna tjón í eldsvoða í Garðabæ ast við og tókst að verja nærliggj- andi hús að mestu. Birgðastöð Málningarverksmiðjunnar Sjafnar var á tímabili í hættu, en þar er stór málningarlager sem er eldmat- ur mikill. Eldsupptök eru ókunn en eru í rannsókn. Eldurinn mun hafa kom- ið fyrst upp í þakpappaverksmiðju Silfurtúns hf. Tjón er ekki full- kannað, en ljóst er að mikið eigna- tjón hefur orðið. Þrjár byggingar eyðilögðust alveg og er brunabóta- mat þeirra 3.594.000 kr. Ekki er Ijóst verðmæti innbús, véla, hráefn- is og birgða en það er mikið, eigandi Þakpappaverksmiðjunnar hf. var t.d. nýbúinn að taka heim stóra pöntun af hráefni. Næstu hús, Póst- ur og sími og timburhús sem í var rakarastofa, blómabúð og fl., skemmdust nokkuð af vatni og reyk. Frá slökkvistarfinu Ljósm. Mbi. Guðjón Slökkviliðsmönnum gekk illa að eiga við hin eldfimu efni sem voru í húsunurn. . Ljósm. Mbl. Guójón Hjólreiðaferðinni til stuðnings íslensk- um iðnaði lokið... ing lék létt lög og Davíö Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík, og Pálmi Gíslason, formaður UMFÍ, fluttu ávörp. Ferðin í kringum landið hófst á Lækjartorgi 25. júní og hefur því staðið yfir í 17 daga. Lestin hefur lagt að baki 3.181 kílómetra, 3.000 manns hafa hjólað á þessum þremur hjólum og a.m.k. jafnmargir hafa hjólað með og lagt hönd á plóginn við skipulag og framkvæmd ferðarinnar. Pálmi Gíslason, formaður UMFÍ, sem var með í ferð- inni, sagði að ferðin hefði heppnast mjög vel, margir hefðu komið að máli við sig og lýst yfir ánægju með þetta framtak hjá UMFÍ. Að hvetja fólk til að velja ís- lenzkt hefði sýnt sig að væri verðugt verkefni að fást við. Pálmi sagði að engin vanda- mál eða óhöpp hefðu komið uppá í allri ferðinni, þrátt fyrir oft á tíðum erfiðar leið- ir. Hjólreiðaferð Ungmenna- félags íslands, undir kjörorð- inu „Eflum íslenzkt", lauk á sunnudag. Eftir að hafa hjólað frá Félagsgarði í Kjós þann daginn, kom hjólreiðalestin á Lækjartorg kl. 2. Þar var hjól- reiðaferðinni slitið með dagskrá að viðstöddu fjöl- menni. Hljómsveitin Upplyft- Nokkrir forystumenn í l ngmenna- sambandi Kjalarnesþings á leið úr Kópavogi niður á Lækjartorg þar sem hringferð i kringum landið lokaðist. Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík, flutti ávarp þegar hjól- reiðaferðinni var slitið á Lækjar- torgi. Kjósm. Kmilía B. Bjornsdótlir 3000 manns o hjóluðu sam- tals 3181 km !*«■■«> ■*■■■»*•«•■■■«•••'•■ ■■■■■■••■■•■•■■•■■■■■■■••■■•«••••■* • • • •■••*■■■■■-«■■«■••■■•••■••■■■ •■■••■•»« •-••• • ■ ■■•••••«••'•

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.