Morgunblaðið - 13.07.1982, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.07.1982, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ1982 23 Sjð breytingar á liði Frakka: Pólverjar hrepptu þriðja sætið — Þrjú mörk á jafn mörgum mín. tryggðu þeim sigur yfir Frökkum PÓLVERJAR skoruðu þrjú mörk á jafn mörgum mínútum í leiknum við Frakka um 3. sætið í HM-keppninni á laugardag- inn, og sigruðu í leiknum með þremur mörkum gegn tveimur. Besti árangur þessara þjóða í HM-keppninni áður, var er þær náðu þriðja sæti, Pólverjar 1974 er þeir sigruðu Brasilíu og Frakkar 1958. Michel Hidalgo, þjálfari Frakka, gerði sjö breytingar á liði sínu frá því í leiknum við Pjóðverja í undanúrslitunum. Hann hvíldi nokkra af sínum bestu mönnum, þ.á m. Michel Platini. Aðeins tvær breytingar voru á pólska liðinu frá þvi í leiknum gegn Ítalíu, Bonjek kom inn aftur, eftir að hafa verið i leikbanni og Szarmach lék í stað Smolarek, sem nú var í banni. Þrátt fyrir að aðeins fjórir úr venjulegu byrjunarliði Frakka hæfu leikinn voru þeir sterkara liðið til að byrja með. Pólverjar fengu að vísu fyrsta marktæki- færið. Þeir hófu leikinn og Kupce- wicz átti skot í hliðarnetið eftir aðeins nokkrar sek. og án þess að nokkur Frakki hefði komið við boltann. En fljótlega tóku Frakkarnir við sér, og áttu þeir leikinn alveg fyrsta hálftímann. Bestu færi þeirra fengu Girard, sem skaut rétt framhjá, og Tigana, sem skaut föstu skoti frá vítateignum en markvörðurinn varði með því að slá knöttinn yfir slá. Þeir tóku síðan forystuna á 13. mín. Tigana sendi á Girard, og þrumuskot hans af 22 metra færi réð Mlynarczyk ekki við. Litlu munaði að Soler bætti marki við einni mín. síðar. Hann hafði betur í baráttu við tvo Pólverja, eftir að hafa fengið langa sendingu fram en skot hans fór rétt yfir. í næstu sókn Frakka varði markvörðurinn mjög vel gott skot Bellone úr aukaspyrnu. Eftir þetta urðu Pólverjarnir atkvæðameiri en áður og voru Frakkarnir nokkrum sinnum Pólland Frakkland 3:2 heppnir að fá ekki á sig mark. Castenada, sem nú lék í marki Frakka, bjargaði frá Kupcewicz, og strax á eftir gerði Boniek harða hríð að markinu, en Tresor tókst að bjarga frá eftir mikla pressu. Stuttu síðar áttu Pólverjar aft- ur dauðafæri. Szarmach breytti stefnu knattarins en Boniek skaut á markið og fór knötturinn í stöngina. Hrökk hann síðan aftur til Szarmach en hann náði ekki til boltans, sem lenti í örmum Cast- enada markvarðar. , Pólverjar komast yffir ffyrir hlé Á 44. mín. jafnaði Szarmach loksins. Hann skoraði með góðu Michel Hidalgo, þjálfari Frakka: „Allt of stutt á milli leikjanna" HIDALGO, þjálfari Frakka, neitaði því eftir leikinn, að hann hefði vcikt iið sitt viljandi fyrir leikinn. „Leikmenn mínir eru ekki í góðu ástandi. Þeir eru allir svo þreyttir, og jafnvel þótt við hefðum komist í úrslit, hefðu a.m.k. þrír ef ekki fjórir misst af þeim leik vegna meiðsla." „Við förum ekki vonsviknir frá Spáni,“ sagði Hidalgo. „Við höfum staðið okkur vel, átt margar góðar stundir og þá höfum við sýnt heiminum, hve góð frönsk knattspyrna er. En miðað við það, sem við sáum í dag, áttu Pólverjar skilið að vinna þriðja sætið. Þeir eru með gott lið, sem bera þarf virðingu fyrir." Hidalgo deildi á hve stutt- ur tími var á miili undanúr- slitanna og leiksins um þriðja sætið, aðeins 48 klst. „Þegar maður hefur verið svo nálægt því að komást í úrslitaleik- inn, er maður niðurdreginn. Þetta eru óviðunandi aðstæð- ur. Það ætti ekki að láta bjóða sér það að spila aðeins 48 klst. eftir mikilvægan leik.“ Antoní Pi*chnícz»k, þjélfaH Pótvwja: „Frábær árangur" POLSKI þjálfarinn, Antoni Piechn- iczek, neitaöi aö halda fréttamanna- fund eftir leikinn. „Það er alltof helv. heitt hér inni,“ sagði hann. En þegar hann var að fara burt frá leikvanginum náði blaðamað- ur að spjalla við hann. „Ég er mjög stoltur yfir því að við náðum þriðja sætinu, og ég lít á það sem frábæran árangur hjá þessu unga liði mínu. Mér fannst við leika mjög vel í kvöld.“ Landslið Póllands sem náði þriðja sæti í keppninni á Spáni. Liðið kom verulega á óvart með góðum árangri, þar sem leikmenn náðu ekki að æfa saman sem skildi fyrir keppnina. vinstri fótar skoti, sem lenti í stöng, og þeyttist þaðan í netið. Á síðustu mín. hálfleiksins skoruðu Pólverjar aftur, er Majewski skallaði í markið eftir horn- spyrnu. Castenada náði boltanum ekki þegar hann kom fyrir markið og Pólverjinn átti ekki í erfiðleik- um með að skora. Strax á fyrstu mín. síðari hálf- leiksins skoruðu Pólverjar þriðja mark sitt í leiknum og var Kupce- wicz þar að verki. Var það úr aukaspyrnu af löngu færi, skotið lenti alveg út við stöng án þess að markmaðurinn næði því. Eftir markið fóru Frakkarnir aftur í gang og pressuðu að marki Pólverja. Soler misnotaði gott færi, Larios átti þrumuskot rétt yfir markið, en besta færið fékk Belloni á 57. mín. er markvörður- inn bjargaði meistaralega frá hon- um. Góð færi á báða bóga Castenada varði vel' skalla frá Szarmach frá vítapunkti, og Lato var nálægt því að skora stuttu síð- ar en boltinn fór rétt framhjá stönginni. Tigana, sem átti frá- bæran leik á miðjunni hjá Frökk- um, skaut naumlega framhjá frá vítateigslínunni og rétt á eftir varði pólski markmaðurinn mjög vel frá Girard. Couriol skallaði hátt yfir pólska markið eftir góða sendingu Amor- os á 73. mín. en einni mín. seinna fór hann betur að ráði sínu er hon- um tókst að minnka muninn fyrir Frakka. Tigana átti þá langa sendingu á Couriol og hann sendi knöttinn ör- ugglega framhjá markmanninum. Sjö mín. fyrir leikslok skipti Hidalgo Didier Six inn á fyrir Tig- ana. Six breytti leik liðsins, þó ekki nóg til að knýja fram sigur, en Frakkar voru samt einu sinni nálægt því að jafna. Bakvörðurinn Amoros óð þá upp vinstri kantinn og skaut á markið af 25 m færi. Markvörðurinn hafði greinilega pkki búist við skoti, en náði þó að slá boltann yfir á síðustu stundu. Var það síðasta færi leiksins, og stóðu því Pólverjar uppi sem sig- urvegarar er Antonio da Silva Garrido, dómari frá Portúgal, flautaði til leiksloka. Þeir jöfnuðu þar með sinn besta árangur í HM frá upphafi, þriðja sæti 1974 eins og fram kom í upphafi. Frakkar urðu að gera sér fjórða sætið að góðu, en geta þó unað glaðir við sitt því fáir spáðu þeim svo góðu gengi í keppninni og raun ber vitni. En ef á keppnina er litið í heild má segja að þeir hafi átt enn meira skilið. Álit margra er að þeir hafi leikið næstskemmti- legustu knattspyrnuna í keppn- inni, á eftir Brasilíumönnum, og miklir klaufar voru þeir að tapa fyrir V-Þjóðverjum í undanúrslit- unum, svo mikið er víst. En hvað um það, Frakkar fara ekki óánægðir frá Spáni, og sagði Hidalgo þjálfari þeirra, að þeir hefðu átt mjög góðar stundir og hefðu sýnt heiminum hve góð frönsk knattspyrna væri. Þrátt fyrir breytinguna á liðinu léku Frakkarnir mjög svipað og þeir höfðu gert í keppninni, stutt nett spil þeirra kom Pólverjum oft í vanda, en Pólverjarnir voru sterkari ef á heildina er litið. Verður að telja árangur Pólverja í keppninni frábæran miðað við að- stæður. Vegna ástandsins í Pól- landi gat liðið ekki æft saman sem skildi áður en haldið var til Spán- ar en engu að síður hafa þeir náð svona langt. Liðin voru þannig skipuð í leiknum: Pólland: Mlynarczyk, Dziuba, Janas, Zmuda, Majewski, Matysik (Wojcicki á 46. mín.), Kupcewicz. Buncol, Lato, Szarm- ach, Boniek. í'rakkland: Casten- ada, Amoros, Mahut, Tresor, Janc- ion (Lopez á 64. mín.), Tigana (Six á 83. mín.), Girard, Larios, Cour- iol, Soler, Bellone. 25.000 áhorfendur voru á leikn- um, sem var leikinn í 28 gráðu hita í Alicante. • Pólverjinn snjalli, Gregorz Lato, sem hér liggur meiddur á vellinum, lék mjög vel með landsliöinu i HM-keppninni á Spáni. Lið hans náöi þriöja sæti í keppninni og jafnaði þar meö sinn besta árangur frá upphafi, þriöja sætiö í kcppninni í Þýskalandi 1974. Lato er einn af fáum leikmönnum í heiminum sem náð hafa því takmarki aö leika 100 landsleiki, en því náöi hann ásamt ítalanum Dono Zoff á Spáni. 'Ri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.