Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JTJLÍ 1982 3 40 Rússar á karfamiðimiim suðvestur af Reykjanesi NÚ ERU um 40 rússneskir tog- arar að karfaveiðum um 60 míl- ur utan 200 mílnanna suðvestur af Reykjanesi. Auk þessara tog- ara eru þarna nokkur rann- sókna- og móðurskip. Að sögn Landhelgisgæzl- unnar eru rússnesku togararn- ir, sem þarna eru að veiðum, stærri og nýrri en venjulega og virðast þeir afla mjög vel og hafa verið á þessum miðum svo vikum skiptir. Enn hafa engir íslenzkir útgerðarmenn sent skip sín á þessi mið, þar sem veiðar þessa karfastofns hafa ekki verið taldar arðbær- ar. Á þessari mynd Langhelg- isgæzlunnar má sjá tvo rússn- esku togaranna liggja við síður eins af móðurskipunum. Suðureyri: Reiðubúnir að annast milli- göngu um kaup á eldri íbúðum -segir formaður verkamannabústaðanefndar SVO SEM fram hefur komið í Mbl. komu fram óskir frá húseigendum, sem eru að flytjast frá Suðureyri, um að nefnd verkamannabústaða á staðnum kaupi hús þeirra. Mbl. sneri sér til Friðjóns Guðmunds- sonar, formanns nefndarinnar á Suðureyri við Súgandafjörð. Ilann vildi ekki tjá sig um málið, en vís- aði til samþykktar sem stjórnin gerði þann 10. júní síðastliðinn, en hún hljóðar svo: „Á fundi stjórnar verka- mannabústaða 9. þessa mánaðar var tekið fyrir bréf dagsett 14. maí 1982. Stjórnin vill benda á, að hennar hlutverk er að útvega þeim íbúðir í verkamannabústöð- um, sem að undangenginni könn- un hafa lýst vilja sínum til að kaupa slíkar íbúðir og uppfylla þau skilyrði, sem sett eru. Við höfum kannað að það munu vera fordæmi fyrir því, að húsnæð- ismálastjórn hafi samþykkt kaup á íbúðum til endursölu sem verkamannabústaði. Þó þarf við- komandi kaupandi að greiða 20% í stað 10% og sveitarfélagið sín 10%. Erum við reiðubúnir að reyna að annast milligöngu um kaup á eldri íbúðum, ef kaupandi er til staðar sem uppfyllir skil- yrði húsnæðismálastjórnar og hreppsnefnd samþykkir." Guðmundur Matthím- son organisti látinn Vandi togaraútgerðarinnar: „Hef mestar áhyggur af að aðgerðir dragist enn" segir Kristján Ragnarsson „MAÐUR heyrir sífellt um fleiri að- ila, sem eru að g-fast upp á rekstri sinna skipa og tölur Þjóðhagsstofn- unar endurspeglast líka í rekstrin- um. Núverandi ástand getur ekki varað mikið lengur. Nú er liðinn einn mánuður síðan lofað var að eitthvað yrði gert til þess að leysa rekstrarvandamál togaranna, en ekkert hefur enn gerst og af því hef ég miklar áhyggjur," sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landssam- bands ísl. útvegsmanna, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær um hina erfiðu rekstrarstöðu togara- flotans. „Það er brýn nauðsyn að lag- færa rekstargrundvöll togaranna og víst er það, að allir gera sér grein fyrir að sá grundvöllur hef- ur brostið. Forsendurnar, sem rekstrarskilyrðin eru miðuð við, eru ekki lengur fyrir hendi. Enn- fremur hefði ég talið, að þar sem rekstur togaranna tengist at- vinnulífinu í landi á margvíslegan hátt, að þá myndu menn reyna að skilja vandamálið betur og gera eitthvað. Það hefur ekki verið gert og rekstarvandi togaranna er Iát- inn tengjast almennum efnahags- aðgerðum. Aðgerðir hafa dregist of lengi og ég hef mestar áhyggjur af að málið eigi eftir að dragast enn, þó það megi ekki gerast, og tel ég það algjörar brigður miðað við það sem sagt hefur verið. Menn hafa haldið útgerð togaranna áfram í þeirri trú, að eitthvað verði gert og til þess að atvinnulíf í landi bresti ekki algjörlega,“ sagði Kristján Ragnarsson aðp lokum. Vandi togaraútgerðarinnar: Unnið að þessu næstu daga og yfir helgina -segir Steingrímur Hermannsson „ÞETTA hafa verið gagnlegir fund- ir og mér sýnist þetta vera að nálg- ast, við höfum skipst á skoðunum og það verður unnið að þessu næstu daga og yfir helgina," sagði Steingrimur Hermannsson sjávar- útvegsráðherra í samtali við Morg- unblaðið, en hann var spurður um hvað liði ákvarðanatöku varðandi GIJDMUNDUR Eggert Matthías- son, fyrrum organisti í Kópavogi, lézt á VifiLsstöðum þann 17. þessa mánaðar, 73 ára að aldri. Guðmundur fæddist í Grímsey 26. febrúar 1909 og var sonur hjónanna Matthíasar Eggertsson- ar, prests þar, og Guðnýjar Guð- mundsdóttur, en þau hjón eignuð- ust alls 14 börn. Guðmundur ólst upp í Grímsey, en lauk síðan stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri. Eftir það stundaði hann tónlistarnám í 6 ár í Þýzkalandi. Guðmundur var síðan tónlist- arkennari við Kennaraskóla ís- lands en kenndi auk þess tungu- mál, aðallega þýzku. Þá var hann organisti í Kópavogi um áratuga skeið. Eftirlifandi kona Guðmundar er Helga Jónsdóttir frá Möðruvöllum í Hörgárdal, en foreldrar hennar voru Jón Eggertsson og María Sig- urðardóttir frá Dagverðareyri. Helga hefur starfað við kennslu og skrifstofustörf. Þau Helga og Guðmundur eign- uðust fjórar dætur og eru þær Guðný, konsertmeistari í Sinfón- íuhljómsveit Islands; María, hjúkrunarfræðingur og tónlistar- kennari í Osló; Rannveig, húsmóð- ir og félagsmálafulltrúi á ísafirði, og Björg, húsmóðir og snyrtifræð- ingur á Patreksfirði. Veðriö: vanda útgcrðarinnar. Steingrímur sagði að annar funduryrði í ráðherranefndinni á föstudag og þá yrðu málin frekar rædd. Varðandi tillögur um stöðvun loðnuveiða, sagði Steingrímur að ríkisstjórnin hefði samþykkt á fundi sínum í gær tillögu Jan Mayen-nefndarinnar og viðræðu- nefndarinnar við Efnahags- bandalagið um stöðvun loðnu- veiðanna. Urkoma sunnan lands og vestan — en bjart og hlýtt fyrir norðan og austan LANDSMKNN geta búizt við áfram- haldandi suðvestanátt um allt land í Neskaupstaður: Flugvöllurinn lokaður vegna framkvæmda FLUGVÖLLURINN í Nes- kaupstað hefur verið lokaður síðan 13. júlí vegna viðgerða. Vegna þessara framkvæmda hefur öllum farþegum verið ekið til og frá Egilsstöðum í veg fyrir flug þaðan. Verið er að keyra burðarlagi ofan í völlinn, sem síðan verður valtaður og að lokum verður keyrt hörðu slitlagi ofan á hann. Vonast er til að flug- brautin, sem er 1.200 metra löng, verði tilbúin til flugum- ferðar í næstu viku. Verk- stjóri er Vilhelm Júlíusson, en verkið er að mestu unnið af Steypusölunni hf. BurAarlagi keyrt í flugvöllinn á NeskaupstaA. I.jósmtnd J.C.K. dag oj> næstu daga að sögn Veðurstof- unnar. Þessari átt fylgir dumbungur og úrkoma suðvestanlands, en hlýindi norðanlands og austan. Magnús Jónsson, vedurfræðingur, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að heitast yrði væntanlega á Austurlahdi, en víða fyrir norðan og austan var mjög heitt í gær. Sagði hann að mestur hiti i gær hefði ver- ið í Vopnafirði, 26 gráður, 25 gráður a Akureyri og 24 á Kambanesi í. mynni Berufjarðar. Sagði Magnús, að hitabreytingar hefðu verið mjög orar á þessum slóðum og sem dæmi mætti taka, að á Kambanesi hefði hitinn klukkan 9 í gærmorgun verið 8 gráður, en um hádegið hefði hann verið kominn upp í 16 og síðar um daginn í 24 gráður. Sagði hann að hitastig sunnan og vestan lands hefði í gær verið 10 til 14 gráður og mætti búast við svipuðu hitastigi áfram um allt land í dag og næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.