Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ1982 5 Greinargerð frá Flugleiðum: Einhliða ákvörðun ráðherra mun valda Flugleiðum verulegu tjóni Morgunblaðinu barst í gær eftir- farandi greinargerð frá Flugleiðum: „Vegna umræðna í fjölmiðlum um einhliða ákvörðun samgöngu- ráðherra að svipta Flugleiðir leyfi til áætlunarflugs til Amst- erdam og Diisseldorf, vilja Flug- leiðir taka fram eftirfarandi: 1. Samgönguráðherra færir þau rök fyrir ákvörðun sinni, að ekki hafi tekist samkomulag milli Arnarflugs og Flugleiða um skip- an flugs frá íslandi til annarra landa. Forsendur þeirra hug- mynda sem hafa komið fram um slíkt samkomulag hafa meðal annars verið þær, að Flugleiðir láti Arnarflugi í té ýmiss konar aðstöðu, þjónustu og þekkingu, sem þarf til framkvæmdar áætl- unarflugs Arnarflugs. Þar á með- al að starfsmenn frá Arnarflugi verði ráðnir til flugafgreiðslu- starfa á Keflavíkurflugvelli, en starfsmönnum Flugleiða verði fækkað að sama skapi. Flugleiðir geta að sjálfsögðu ekki fallist á að segja upp sínu fólki, sem þarna hefur starfað um langt árabil, til að rýma fyrir nýju starfsfólki Arnarflugs. Flugleiðir hafa á undanförnum árum keypt eða þróað ýmsar tölvuforskriftir vegna þarfa áætl- unarflugs. í tillögum að sam- komulagi var gert ráð fyrir að Flugleiðir „skuldbindi sig til að mæta þörf Arnarflugs fyrir auk- na þjónustu á þessu sviði vegna áætlunarflugs o.fl.“. Samkvæmt þessu eiga Flugleiðir að sam- þykkja að láta afskiptalaust áætlunarflug samkeppnisaðila, en jafnframt láta honum í té sérhæfða reynslu og þjónustu á verðlagi er miði við dreifingu fastakostnaðar. 2. Því er haldið fram að verð á flugferðum til Hollands, Þýska- lands og Sviss hafi verið „óeðli- lega lágt í sumar“, eins og fram- kvæmdastjóri Arnarflugs kemst að orði í viðtali við Tímann. í þessu sambandi er rétt að minna á, að Flugleiðir hafa jafnan kappkostað að gefa fólki kost á ferðum á eins hagkvæmum far- gjöldum og unnt er. Má þar nefna helgarferðir innanlands og utan sem í boði eru á vissum árstím- um. Þegar tækifæri hafa gefist hafa Flugleiðir jafnan gefið landsmönnum kost á ýmsum sér- tilboðum í einstakar ferðir til annarra landa. Fram til þessa hefur félagið ekki sætt ámæli fyrir að halda fargjöldum í lág- marki og nýta sérstök tilvik til enn frekari lækkunar í einstakar ferðir. Þetta fyrirkomulag hefur verið við lýði og breyttist ekki með tilkomu áætlunarflugs Arn- arflugs. Þegar tilmæli bárust frá samgönguráðuneytinu nú í sumar að fylgja fargjaldareglum strang- lega, lýstu Flugleiðir því þegar yfir, að félagið væri reiðubúið til slíks, enda myndi þá hið sama gilda um Arnarflug. Það kom hins vegar í ljós að Arnarflug var ekki reiðubúið að fara að boði ráðuneytisins. 3. í Morgunblaðinu 21. júlí er haft eftir samgönguráðherra að Flugleiðir hafi einokun á flugi til Skandinavíu og Bretlands. Þetta er alrangt. Um er að ræða gagn- kvæma samninga milli landanna um flugréttindi. Nægir að minna á, að SAS heldur nú uppi reglu- bundnu áætlunarflugi fjórum sinnum í viku milli íslands og Danmerkur. Önnur erlend flugfé- lög hafa haldið uppi áætlunar- flugi til og frá landinu um lengri eða skemmri tíma en síðan hætt því þar sem þetta flug þótti ekki arðþært. í linnulausum áróðri Arnarflugs gegn Flugleiðum hef- ur Flugleiðum verið stillt upp sem „einokunarstofnun". Sam- kvæmt þessu ætti þá einhliða ákvörðun samgönguráðherra um skiptingu flugleiða að falla undir „skipta einokun". 4. Samgönguráðherra hefur í fjölmiðlum orðið tíðrætt um „milljóna styrk“ ríkisins til Flugleiða. Því er rétt að undir- strika, að hér er um að ræða tímabundna aðstoð vegna Norður-Atlantshafsflugsins m.a. í formi niðurfellingar lendingar- gjalda vegna þessa flugs. Þessu flugi er haldið fjárhagslega að- skildu í samræmi við samþykkt Alþingis og kemur því Evrópu- flugi Flugleiða ekki við. Enda hefur ekki verið sótt um neina styrki eða aðstoð vegna áætlun- arflugsins til Evrópulanda. 5. Framkvæmdastjóri Arnar- flugs segir í viðtali við Morgun- blaðið, að Alþingi sé búið að ákveða að tvö félög annist milli- landaflug. Hið rétta er að Alþingi hefur ekki tekið neina ákvörðun um millilandaflug tveggja félaga og því síður ákveðið neitt um áætlunarflug Arnarflugs milli landa. 6. Samþykki aðalfunda Flugfé- lags íslands og Loftleiða árið 1973 fyrir stofnun Flugleiða byggist meðal annars á yfirlýs- ingum stjórnvalda þess efnis að félaginu yrði, af hálfu íslands, falin framkvæmd áætlunarflugs á millilandaleiðum. Á grundvelli gefinna yfirlýsinga og leyfa stjórnvalda hafa Flugleiðir tekið á sig gífurlegar fjárfestingar í bættum og fullkomnari tækja- kosti (Boeing 727-200-þotan) til að tryggja betur fullnægjandi þjónustu á millilandaleiðum. Við- unandi lágmarksnýting er for- senda fyrir því, að unnt sé að halda slíkum tækjum áfram í þjónustu landsmanna. Ennfremur vilja Flugleiðir taka fram, að félagið hefur starf- rækt söluskrifstofur í Amsterd- am og Dusseldorf um langt ára- bil. Núverandi Amsterdam-flug, sem hófst vorið 1981, var ákveðið og tilkynnt stjórnvöldum áður en Iscargo, og síðar Arnarflug, ákváðu slíkt flug. Flugleiðir hafa um langt árabil varið miklum fjárupphæðum í ís- landsauglýsingar í Hollandi, og ómaklegt að slík grunnfjárfesting skuli með valdþoði færð öðru fyrirtæki. Þegar er komið í ljós, að sú einhliða ákvörðun ráðherra að bola Flugleiðum frá Amster- dam og Dússeldorf, mun valda fé- laginu verulegu tjóni þá mánuði sem eftir eru þar til ákvörðun ráðherra tekur gildi." Ferðamenn vilja fá farseðla sína fyrr „ÞAÐ ER greinileg pressa frá fólki, ad fá farseðlana fyrr og það er búið að vera þannig í nokkurn tíma,“ sagði Örn Stein- sen hjá Ferðaskrifstofunni Út- sýn, þegar Morgunblaðið hafði samband við hann og spurði hvort eitthvaö bæri á að íslensk- ir ferðamenn á leið til útlanda sæktust eftir að fá farseðla sína fyrr en áður hefði verið, til þcss að geta fyrr tekið út þann gjald- eyri sem leyfilegt er að hafa með sér, vegna hræðslunnar við gengisfellingu. „En það hefur ekki verið hægt að sinna því sérstaklega, vegna þess mikla álags, sem er á fólkinu," sagði Örn ennfrem- ur. Hjá ferðaskrifstofunni Ur- val fengum við þær upplýs- ingar að eitthvað bæri á þessu í sambandi við sólarlanda- ferðirnar, en ekki væri hægt að merkja það þegar áætlun- arflugið ætti í hlut. Hún er komin! nýja sólóplatan hans Björgvins Besta og vandaðasta plata hans til þessa Einnig fáanleg á kassettu FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 - LAUGAVEGI 24 SÍM118670 - AUSTURVERI SÍMI 33360 HEILDSÖLUDREIFING SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.