Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ1982 Þessi glæsilegi bátur er til sölu Hann er 23ja feta meö 145 ha. Merkruser turbo- dísilvél. Tími á vél um 130 klst. Báturinn er allur teppaklæddur og bólstraöur aö innan. Svefnpláss fyrir fjóra. Eldavél og vaskur, hljómflutningstæki, tvaer talstöövar, dýptarmælir og fleira er í bátnum. Dráttarvagn á tveimur hásingum fylgir. Góö fjöl- skyldueign. Verö ca. 400 þúsund. Upplýsingar í síma 96-23669 og 96-24766. Árni V. Friðriksson, Tungusíöu 27, 600 Akureyri. Datsun 280C diesel 1980 Ljósbrúnn, eklnn 66 þús. Sjálf- skiptur, aflstýri, útvarp. Verö: 160 þús. TSíáamaílnadutinn szý-tettiffötu 12-18 Toyota Hiace árg. ’80 Lltur: blár, ekinn 81 þús. Hliöar- gluggar, útvarp. Verö kr. 120 þús. Skipti möguleg. voivo 245 D1 árg. 1978, gulur, ekinn 59 þús., útvarp, segulband, Verö 135 þús. VW Golf árg. 1981 Litur: gullsanseraöur, ekinn 19000, 2ja dyra. Verö kr. 120 þús. Daihatsu Charade Blár eklnn 29 þús. Verö 77 þús. A.M.C. Spieit Árg. 1980 4 cyl. Litur: grænn, ek- inn 12 þús, sjálfskiptur, aflstýri, útvarp, segulband. Verö kr. 140 þús. Citroen G.S. 1982 Beislitur, ekinn 11 þús. Verö 125 þús. Saab G.L.11981 Blár, ekinn 7 þús. Verö 165 þús. skipti, ath, á 100 þús ódýrari. Suzuki Van 1981 Litur: Hvítur. Ekinn 15 þús, snjó- dekk sumardekk, Verö kr. 60 þús. Vantrú á stjórnar- herrum Almonningur getur látið í Ijós vantrú á stjórnarherr- um með margvíslegu móti. f lýðræðisríkjum er unnt að losna undan oki óhtefra stjómenda með því að fella þá i kosningum. Þetta er ekki hægt í fátæktarríkjum kommúnismans, þar greiða menn atkvæði með fótun- um og flýja land gefist jM’im færi til þess. Utan kommúnistaríkjanna þar sem frelsi ríkir í viðskipt- um speglast vantrú al- mennings á stjórnarherr- unum oft í ráðstöfunum á fjármunum. I*eim ríkis- stjórnum vegnar vel sem geta virkjað framtak ein- staklinga til átaka, þannig að saman fari markmið stjórnarherra og almenn- ings og allir leggist á eitt i bjargfastri trú á það, að stefnt sé að réttu marki. I>ær ríkisstjórnir eru hins vegar á rangri ieið sem hafa hið gagnstæða í för með sér að ákvarðanir ein- staklinga um ráðstöfun á aflafé sínu miðist við það eitt að bjarga sér og sínum undan áfoilum vegna lé- legra ráðherra — ekki sé stefnt að neinu sameigin- legu markmiði. Sú ríkisstjórn sem nú situr er í þeirri aðstöðu að enginn treystir henni leng- ur. Þetta kemur fram í vax- andi erfiðleikum hennar við stjórn efnahagsmála. Hvar sem færi gefst reyna menn til dæmis að verða sér úti um gjaldeyri. I'að veit hvert mannsbarn, að íslenska krónan er rangt skráð og allir haga sér í samræmi við það nema ráöherrarnir. I»eir sitja á löngum fundum og ræða uppbætur og millifærslur. Á meðan ríkisstjórnin velt- Ásókn í gjaldeyri Gífurleg ásókn er í gjaldeyri núna og reyna menn aö ná sér í hann eftir öllum leiðum. Ásóknina má rekja til ummæla ráöherra um stöðu þjóðarbúsins og þess hve lengi það hefur dregist hjá ríkisstjórninni aö komast aö niöurstööu um ráöstafanir. Eins og kunnugt er „hagnast" aöeins einn aðili í landinu á viðskiptahallanum sem myndast vegna gjald- eyriseyöslunnar — ríkissjóöur, sem hefur allt sitt á þurru eins og venjulega. ir því fyrir sér, hvernig hún geti nýtt „tekjur" ríkis- sjóðs af viðskiptahallanum, evkst þessi halli jafnt og þétt vegna þess að gjald- eyrir er á útsölu um þessar mundir eins og margsinnis hefur verið ítrekað. Ásókn- in í hinn „ódýra“ gjaldeyri kemur fram í ýmsum myndum. Til dæmis reyna menn að verða sér út um farseðla vegna ferðalaga eins fljótt og kostur er og jafnvel fyrr en reglur mæla fyrir um til að geta leyst út ferðagjaldeyrinn, áður en hann snarhækkar. Þessi ásókn í gjaldeyri er ekkert annað en vantraust á ríkis- stjórnina. Til ráðherranna má rekja stóran hluta vandans, því aö ráðleysi þeirra skapar óeðlilega eft- irspurn. Boð og bönn Ríkisstjórnin veit ekki enn, hvaða ráðstafanir hún ætlar að gera. Innan henn- ar er ekki samstaöa um nein úrræði. Eitt er víst, að meiri líkur eru til þess nú en nokkurn tíma á undan- förnum tveimur áratugum, að stjórnarherrarnir grípi til boða og banna í formi innflutningshafta, strangr- ar gjaldeyrisskömmtunar og leyfaveitinga. Slíkir stjórnarhættir eru ær og kýr framsóknarmanna og hvergi í veröldinni hafa kommúnistar verið andvíg- ir auknu íhlutunarvaldi ríkisins í stórt og smátL Formaður Framsóknar- fiokksins, Steingrimur Hermannsson, hefur hvað eftir annað sýnt það og sannað, að honum blöskra engin embættisverk sem byggja á því að treysta fyrirgreiðsluvald ráðherra. Nú síöast hefur hann farið i hring í fiugmálunum með því að afnema þá sam- keppni, sem hann taldi sjálfsagða og eðlilega fyrir nokkrum mánuóum. Framsóknarmenn líta á stjórnmál með það eitt í huga, aö þeir geti notað að- stööuna sem umboð frá kjósendum veitir til að hygla samherjum. Fram- sóknarfiokkurinn er i raun hinn pólitiski armur SÍS og allt starf flokksins miðar að því að veita SÍS alla hugsanlega og óhugsanlega fyrirgreiðslu. SÍS er þó allt- af „stikkfrí", alsaklaust og eins og utan við þjóðfélagið þegar rætt er við forráöa- menn þess um stjórnmál og tengslin við Framsókn- arflokkinn á opinberum vettvangi — við þær að- stæður skreppur þetta volduga fyrirtæki saman og breytist í einskonar góð- geröarstofnun fyrir fólkið i landinu. Sjái framsóknarmenn tvo möguleika í einhverju máli: 1) að leysa það með þvi að veita einstaklingn- um meira svigrúm; 2) að leysa það með því að auka fyrirgreiðsluvald misvit- urra stjórnmálamanna eða embættismanna, þá velja þeir ávallt síðari kostinn. Úr öllum áttum Sagt er, að þá vegni blöðum vel, þegar þau eru gagnrýnd úr öllum áttum. Nú hafa nokkrir kratar sagt Morgunblaðinu strið á hendur, fyrir utan venju- legar tituprjónastungur framsóknarmanna og alla- balla. Hannes Hólmsteinn Gissurarson sér einnig ástæðu til að finna að efnisvali blaösins í Velvak- anda. Flughátíð á Akureyri FLUGÁHUGAFÉLÖGIN á Akureyri efna til flughátíðar á Akureyrar- flugvelli næstkomandi laugardag, 24. júlí. Verður þar samtímis haldin flugrainjasýning, flugmódelsýning svo og flugsýning, þar sem allar greinar flugsins eiga sína fulltrúa. Hefst hátíðin kl. 14. Á flugminjasýningunni verða m.a. sýnd tvö elztu flugtæki lands- ins, Ognin, eina flugvélin sem hönnuð hefur verið og smíðuð hér á landi, og Klemmurinn svokall- aði, sem var flogið mikið hér á landi á fjórða og fimmta áratugn- um. Einnig verða þarna ýmsir munir er tengjast flugsögu lands- manna. Eitt flugskýli á Akureyrarflug- velli verður undirlagt undir flug- módelsýninguna, þar sem kennir margra grasa. Á flugsýningunni sjálfri, sem hefst kl. 14.30, verður tæpra þriggja tíma dagskrá, þar sem sýnt verður listflug, svifdrekaflug, fallhlífastökk, svifflug, gýrókopta- flug, módelflug, vélflug og þyrlu- flug. Auk alls þessa verður boðið upp á flugkaffi í Sjallanum frá kl. 12 á hádegi og um kvöldið verður hald- in flugveizla, þar sem boðið verður upp á flugseðil kvöldsins. Strætisvagnar Akureyrar ganga á sérstakri leið frá Iðnskólanum, Glerárstöð og Sjallanum á hálf- tíma fresti fram á flugvöll frá kl. 13. Þá verður flughappdrættismið- um dreift úr lofti yfir Þórs-velli, KA-velli og Sana-velli kl. 11. Vinningar eru flugmódel og útsýn- isflug. Verða vinningar dregnir út á hálftíma fresti frá kl. 13 á laug- ardaginn. VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK Þl' AIT.LVSIR l M AI.I.T I.AND ÞECAR I'l Al'tí- I.YSIR I MORtíl''NBLADINf GÓÐUR o ÓDÝR - LIPUR - SÆLL - AFBRAGÐ ARnARHOLL Hvíldarstaður í hádegi höll að kveldi Velkomin SÝNISHORN ÚR MATSEÐLI Rjómalöguð bleikjusúpa Salat Grillsteiktur karfi í karrýlegi með brauðhleif Verð kr. 80,- S É o

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.