Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ1982 afsláttur á notuðum bílum til mánaðarmóta Vegna mikillar sölu á nýjum bílum að undanförnu getum við boðið mikið úrval notaðra bíla á sérstökum sumarkjörum. í björtu og rúmgóðu húsnæði getur þú valið nákvæmlega þann bíl sem þig vantar og honum fylgir 6 mánaða ábyrgð. Opið er alla virka daga frá kl. 9-18 og laugardaga L Verið velkomin JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600 llnglingalandsliðið sem fer til Ítalíu í dag. Fremri röð frá vinstri: Guðmundur Sv. Hermannsson fyrirliði, Aðalsteinn Jörgensen. Aftari röð frá vinstri: Runólfur Pálsson, Sigurður Vilhjálmsson, Ægir Magnússon og Stefán Páls- son. EM yngri spilara í bridge að hefjast: ísland verður meðal nítján þátttökuþjóða Dagana 24. til 31. júlí verður 8. Evrópumót yngri spilara í bridge haldið í bænum Salsomaggiore á Ítalíu. Þessi mót hafa veriö reglu- lega annaðhvert ár siðan 1968 til skiptis við Evrópumót í opnum og kvennaflokki. Fyrst var aldurstak- markið 30 ár en það hefur farið lækkandi og er nú 25 ár. Island tók fyrst þátt í mótinu 1974 og hefur sent lið á mótin síð- an. íslensku liðin hafa venjulega endað í miðjum hópi þátttöku- þjóðanna en besti árangur er 6. sæti 1980. íslenska liðið er að þessu sinni skipað eftirtöldum spilurum: Guð- mundi Sv. Hermannssyni sem er jafnframt fyrirliði, Aðalsteini Jörgensen, Runólfi Pálssyni, Sig- urði Vilhjálmssyni, Stefáni Páls- syni og Ægi Magnússyni. Uganda: Sakar stjórnar- herinn um morð Nairóbí, 20. júlí. AP. PAUL Semogerere, leiðtogi stjórnar- andstöðunnar í Uganda, sakaði stjórnarherinn um morð á 18 óbreyttum borgurum í kjölfar úti- fundar í Mpigi-héraði fyrir 10 dög- um. Semogerere sagði í tilkynningu, sem birt var í Nairóbí í dag, að Edward Kabira, leiðtogi stjórnar- flokksins í Mpigi, hefði fyrirskip- að handtökur þegar fundarmenn hefðu gerst órólegir þegar til- kynnt hefði verið að Muwanga varaforseti kæmi ekki fram á fundinum. Sagði Semogerere, að lík 18- enninganna,.sem stjórnarher- menn hefðu leitt í burtu af fundin- um, hefðu síðar fundist í skógi. Krafðist hann opinberrar rann- sóknar á málinu. Guðmundur Rúnar Lúðvf ksson UFI IMUNUDUn ÉG LIFI OG ÞÉR MUNUÐ LIFA Lag og orö: C. Rúnar Lúðvíksson í HERJÓLFSDALNUM •s Lag og orö: C. Rúnar Lúðvíksson SÚRMJÓLK í HÁDEGINU OG CERIOS Á KVÖLDIN Lag og texti: Bjartmar cuölaugsson ÍSLENSKIR SJÓMENN Lag: C. Rúnar Lúðvíksson Ljóð: Einar Markan Dreifing r hljómplata - verð kr: 105

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.