Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ1982 13 Geymslurými á diskum SKÝRR 5.000 millj. stafir Á UNDANFÖRNUM missenim hef- ur Uekjabúnaður Skýrsluvéla ríkis- ins og Reykjavíkurborgar verið endurbættur verulega, enda hafa framfarir verið örar á sviði tölvu- mála. í síðasta fréttabréfi stofnunar- innar er gerð nokkur grein fyrir þessum breytingum og verður hér á eftir birtur kafli úr fréttabréfinu: SKÝRR vekja sérstaka athygli þeirra viðskiptamanna, sem nota þessa diska og sjá sjálfir um vinnslur, á þessari breytingu. Breyta þarf verkefnum, til að þau gangi á nýju diskana (3370-FBA) og eru menn beðnir að huga að því sem fyrst. Gataspjöldin hverfa Gataspjöld eru nú svo gott sem horfin úr sögunni hjá SKÝRR. Allt fram á þennan dag hafa menn þó getað fengið gataspjöld lesin hjá stofnuninni. En nú fer að lok- ast fyrir þennan möguleika, með því að spjaldalesarinn verður tek- inn úr notkun innan tíðar. Þetta ættu þeir að athuga, sem enn kunna að lúra á upplýsingum á gataspjöldum, sem þeir vilja varð- veita. Það fara að vera síðustu forvöð, að fá þær fluttar yfir á annan miðil. Eftirlitsmaður með sívinnslu Starfsmaður SKÝRR, Halldór Sigurðsson, hefur síðan 17. mars sl. haft eftirlit með sívinnsluþjón- ustu stofnunarinnar. Hlutverk hans er að fylgjast með því að sí- vinnslukerfið sé ávallt í eins góðu lagi og ástæður leyfa á hverjum tíma. Halldór sér um tengingar á nýjum tækjum hjá notendum, skýrslugerð um sívinnsluþjónust- una o.fl. Nýtt stjórnkerfi í apríl sl. var tekið í notkun nýtt stjórnkerfi hjá SKÝRR. Það heitir VM og er að svo stöddu einungis notað af starfsmönnum vinnslu- deildar. Þetta nýja kerfi auðveldar mjög uppsetningu og viðhald á stjórnhugbúnaði. Auðun Sæmundsson. Svo sem löngum áður, urðu miklar breytingar á vél- og hug- búnaði SKYRR á síðastliðnu ári. Á árinu var tekinn í notkun ný vélasamstæða af gerðinni IBM 4341, en önnur slík var fyrir (tekin í notkun 1980). Þannig hafa SKÝRR nú á að skipa tveimur mikilvirkum tölvum, sem hvor fyrir sig hefur 4 milljón stafa minni. Þá hafa geymslurými á diskum einnig aukist verulega. Komið hafa til sögunnar nýir diskar af gerðinni IBM 3370. Alls nemur geymslurými á diskum nú orðið liðlega 5.000 milljónum stafa. Á diskum SKÝRR rúmast þannig efni, sem svarar til allt að 740 símaskráa Póst- og símamála- stofnunarinnar, svo að eitthvað sé nefnt til viðmiðunar. Daglega eru keyrð í vinnsludeild 100—200 runuvinnsluverkefni og sívinnslufyrirspurnir eru á bilinu 60—80 þúsund á degi hverjum. Áætlaðar breytingar á vélbúnaði Á hausti komanda er von á nýju tæki fyrir símalínutengingar. Tækið er af gerðinni 3705 frá IBM og fylgir því nýr og bættur hug- búnaður (VTAM). Tæki þetta ger- ir SKÝRR kleift að fjölga símalín- um og tengjast fleiri sívinnslunot- endum en áður, auk þess sem auð- veldara verður að fylgjast með ástandi sívinnslunetsins og finna í því bilanir. Gert er ráð fyrir að þetta tæki verði komið í fulla notkun á fyrri hluta árs 1983. Von er á nýjum prentara næsta haust og hefur þá afkastageta SKÝRR, hvað útskriftir varðar, tvöfaldast á einu ári, eða úr allt að 2.000 línum á mínútu í allt að 4.000 línur á mínútu. Gert er ráð fyrir að allir segul- diskar af gerðinni IBM 3330 hverfi úr notkun á næstu 12 mánuðum. í Kaupmannahöf n FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI AUGLÝSINGASÍMINN ER; 22480 9U(SmliUhih Þú hef ur tvær ástæður til að hlæja að veðrinu. Solígnum iySolignum Archrtectural / limbertone Það er löng reynsla hérlendis á Solignum Architectural fúavarnarefnunum. Solignum Architectural verndar tréverkió þitt gegn vatni og veörun. Fæst 112 fallegum litum, sem gefa þekjandi áferö, — auóvelt I notkun og flagnar ekki af viónum. Fæst í 5 og 1 lítra dósum. Nú er komið á markaó hérlendis, Solignum Timbertone, sem er nýtt fúavarnarefni er gef- ur mjög fallega vióaráferö, þannig að æðar vióarins njóta sín mjög vel. Solignum Timber- tone veitir trausta vernd gegn veörun og út- fjólubláum geislum. Nýja Solignum Timbertone fúavarnarefnið þekur mun betur en flest önnur fúavarnarefni — hver fermeter veröur ódýrari. Fæst í sex fallegum litum I 5 og 1 lltra dósum. Solignum ................-—..iimiiimmnmnni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.