Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ1982 15 Aftur eykst atvinnuleysi í Bretlandi lyondon, 20. júlí. AP. Atvinnuleysingjum fjölgaöi um tæp 130 þúsund í Bret- landi í júlímánuöi, og er fjöldi þeirra þar í landi 2.979.000. Flestir töldust brezkir atvinnuleysingjar tæp 3,1 milljón í janúar sl. Atvinnuleysið er stærsta efnahagsvandamálið sem stjórn Margaret Thatcher á við að stríða, og talsmaður Verka- mannaflokksins í atvinnumál- um veittist að Thatcher og sagði, að atvinnuleysið væri „mannlegur harmleikur". Ástæðan fyrir fjölguninni í júlí er fyrst og fremst sú, að þá bættust við tæp 77 þúsund ungl- inga er luku skólanámi í júní og ekki tókst að verða sér út um vinnu fyrir skólaslit. Á Norður-írlandi töldust 120.852 atvinnuleysingjar í júlí- byrjun, og hafa aldrei verið jafn margir, en það jafngildir að 21% vinnufærra séu án atvinnu. Ekkert hérað á Bretlandi á við jafn mikla örðugleika að etja og N-írland. James Prior, Irlands- málaráðherra brezku stjórnar- innar, er nú staddur í Banda- ríkjunum til þess að reyna að fá bandaríska aðila til að fjárfesta í iðnverkefnum í N-írlandi. Atvinnuleysi er meira í Bret- landi en helztu iðnríkjum heims. í Bandaríkjunum er atvinnuleysi 9,5%, í Japan 2,4%, á Italíu 10,3%, í Frakk- landi 10,8% og 7,5% í V-Þýzka- landi. AFHVERJU? Fjöörunin er slaglöng og mjúk, og sjálfstæö á öllum hjólum, sem gerir bílinn einstaklega rásfastan og þýöan á slæmum vegum. Mjög hátt er undir lægsta punkt og mismunadrifið er læst, þannig aö hann er óvenju duglegur I ófærö. Þrautreynd, aflmikil 1971 cc. vél með hemi sprengirými, meöaleyösla aöeins 8.91 pr. 100 km. Sæti og búnaöur í sérflokki, þannig aö einstaklega vel fer um farþega og ökumann. POK0I505DI nmiFinn^H KRÖFUHARÐA ÍSLENDNGA Peugeot bjóöa nú fyrstir allra á fslandi 6 ára ryðvarnar- ábyrgð á allar gerðir bíla sem þeir framleiða. Til að hindra ryðmyndun þá fara bílarnir í gegnum 10 þrepa meðferð á mismunandi framleiðslustigum Peugeot bjóöa einir bflaframleiöenda 6 ára ryövarnarábyrgö. Nú er rétti timinn til aö festa kaup á nýjum Peugeot 505 vegna þess að verðið hefur aldrei verið lægra, vegna lágrar gengisskráningar franska frankans. HAFRAFELL VAGNHÖFÐA7o 85-2-11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.