Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ1982 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF — umsjón Sighvatur Blöndahl Svíþjóð: Vöruskiptajöfnuður verulega hagstæður Viðskiptajöfnuður hins vegar neikvæður Voruskiptajöfnuður Svía var hagstæður fyrstu fimm mánuð- ina á þessu ári um 2,4 millj- arða sænskra króna, en til samanburðar var vöru- skiptajöfnuðurinn hagstæður um liðlega 1,19 milljarða sænskra króna á sama tíma ár- ið 1981. Útflutningur jókst um 17% frá árinu á undan og var að verðmæti um 67,7 millj- arðar sænskra króna, en inn- flutningur jókst um 15% og var að verðmæti í kringum 65,3 milljarðar sænskra króna. Ef magn út- og innflutn- ings er skoðað kemur í ljós, að útflutningur Svía jókst á fimm fyrstu mánuðum árs- ins um 3%, en innflutningur- inn var nokkurn veginn sá sami og á sama tíma fyrir ári. Olíuvörur vega um 20% í heildarinnflutningi Svía fyrstu fimm mánuði ársins, en þetta hlutfall var liðlega 21% á sama tíma í fyrra. Þá má geta þess, að í magni dróst innflutningur á svart- olíu saman um 25% á um- ræddu tímabili. Viðskiptajöfnuður Svía var hins vegar óhagstæður um liðlega 3 milljarða sænskra króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, sam- anborið við 4,7 milljarða sænskra króna á sama tíma í fyrra. Allt árið í fyrra var viðskiptajöfnuður Svía óhagstæður um liðlega 11 milljarða sænskra króna. Rafmagnsveitur ríkisins: Rekstrarhalli ársins 1981 vard um 24 millj. RAFMAGNSVEITUR ríkisins unnu að nýbyggingum fyrir 217,1 milljón króna á árinu 1981 og er þaö um 49% aukning frá árinu á undan. Hins vegar er hliðstæð hækkun á árinu 1980 um 19,7%. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu fyrirtækisins fyrir árið 1981. Heildaraukning orkuöflunar eigin orkuvinnsku og aðkeyptr- ar, var 14,9%, en var 0,4% minnkun árið áður. Eigin orku- vinnsla, 201 GWh skiptist þann- ig, að 95 GWh eða 47,3% voru frá vatnsaflsvirkjunum, 23 GWh eða 11,4% frá varmaaflsstöðvum og 83 GWh eða 41,3% frá gufuaflstöð Kröflu. Raforkusala til eigin notenda í heildsölu og smásölu var 491 GWh en til bæjarveitna til endursölu 139 GWh. Þá var raf- orkusala til virkjana, þ.e. Anda- kílsárvirkjunar, Orkubús Vest- fjarða og Laxárvirkjunar á árinu 70 GWh. Heildarraforkusala á árinu var því 700 GWh, sem er 11,2% aukning frá árinu áður. Vegið meðalgildi söluverðs var 36,19 aur á kWh. I ársskýrslunni segir, að rekstrarhalli hafi verið 24 millj- ónir króna á árinu. Rekstrar- gjöld voru 317 milljónir króna, þar með taldar afskriftir, en tekjur hins vegar 293 milljónir króna, án stofnfjárframlaga, en þau voru á árinu 31 milljón króna. * JT Utvegsbanki Islands: Um 24,2 milljóna króna hagn- aður varð af rekstrinum 1981 Yerulega dró úr útlánum til sjávarútvegs Útlán til einstaklinga hækkuðu um 225,6% Eigið fé jókst um 91,8 milljónir króna ÞROUN útlána Útvegsbanka ís- lands var óvenjuleg miðað við fyrri ár, að því leyti, að mjög dró úr útlánum til sjávarútvegs, en því veldur tilflutningur á viðskiptum til annarra banka, segir m.a. í ársskýrslu Útvegsbanka íslands fyrir árið 1981. — í september sl. tók Lands- banki íslands við rekstri útibús Utvegsbankans á Seyðisfirði og á haustmánuðum fóru nokkur sjávarútvegsfyrirtæki úr við- skiptum við aðalbankann, Kefla- víkurútibú, ísafjarðarútibú og Akureyrarútibú. Heildarútlán Útvegsbankans hækkuðu um 45,2% á árinu, en útlán til sjávarútvegs hækkuðu aðeins um 13,6%. Heildarútlán innlánsstofnana jukust hins veg- ar um 76,1%. í árslok 1980 voru sjávarútvegslánin 59,6% af heildarútlánum bankans, en í árslok 1981 var hlutfallið 46,8%. Útlán til einstaklinga hækk- uðu mest á sl. ári, eða um 225,6% og eru nú 14,4% af heildarútlán- um bankans. Hafa ber það í huga, að Útvegsbankinn hafði gengið skemmst viðskiptabank- anna í þá átt að sinna þörfum einstaklinga. I árslok 1981 var hlutdeild lána til einstaklinga í heildarútlánum innlánsstofnana 21,7% en var síðasta áratuginn 19-21%. Innlán Útvegsbankans þróuð- ust á árinu 1981 eins og búizt var við, miðað við aðstæður. Heild- arinnlán jukust um 55,9%. Eins og áður er getið yfirtók Lands- bankinn útibú Útvegsbankans á Seyðisfirði en ennfremur má telja að nokkurt innlánsfé hafi farið úr bankanum við flutning á 600 500 viðskiptum sjávarútvegsfyrir- tækja úr Útvegsbankanum. Ef þessar fjármagnstilfærslur hefðu ekki komið til, hefðu inn- lán Útvegsbankans trúlega náð meðaltali innlánsstofnana í inn- lánsaukningu, sem var 73,4% á árinu 1981. Á undanförnum árum hefur Iausafjárstaða Útvegsbankans oft verið erfið, sérstaklega fyrri hluta ársins, í upphafi vertíðar. Með lausafjárstöðu er átt við sjóð, stöðu á viðskiptareikningi bankans í Seðlabanka og gjald- eyrisstöðu. Árið 1981 varð engin undantekning hvað þetta varðar og var lausafjárstaða bankans erfið fyrstu mánuði ársins. í maí 1981 gjörbreyttist staðan til hins betra þegar Seðlabankinn greiddi 50 milljónir inn á viðskiptareikning Útvegs- bankans í Seðlabanka. í ársbyrjun 1981 var lausa- fjárstaðan jákvæð um 7,4 millj- ónir króna, en í árslok var hún hins vegar jákvæð um 41,7 millj- ónir króna. Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt, að Útvegsbank- inn hefur tekið lán í erlendum bönkum og endurlánað ýmsum viðskiptamönnum sínum. Eink- Hlutfallsleg skiptíng útlána Útvegsbankans 31. 12. 1981. 400 300 200 100 OPINBERlR AOiL.AH •ÍAMGÖNGUff 1977 1978 evGGINGAH OG MANNVIHKJAGERD um hefur verið um að ræð lán til ýmis konar fjárfestingar. Slikar lántökur eru háðar leyfi stjórn- valda hverju sinni. Um síðustu áramót nam heild- arupphæð endurlánaðs erlends fjármagns 344 milljónum króna, en það er 27,2% af niðurstöðu- tölu efnahagsreikning. Samsvar- andi hlutfall frá árinu áður var 28,7%. Rúmlega 60% af endur- lánuðu erlendu lánsfé fer til sjávarútvegs, 19% til sam- gangna, um 16% til verzlunar og það sem eftir er dreifist á bæjar- og sveitarfélög, byggingarverk- taka og landbúnað. Hagnaður bankans á árinu 1981 nam 24,2 milljónum króna og er þá búið að afskrifa 2,3 milljónir króna af eignum hans. Af hagnaði ársins var 16,3 millj- ónum króna ráðstafað í vara- sjóð, 2,8 milljónum króna í hús- byggingarsjóð og 5,0 milljónum króna í eftirlaunasjóð starfs- manna. Bankinn greiddi um 7,5 milljónir króna í skatt af gjald- eyrisverzlun. Eigið fé jókst um 91,8 milljón- ir króna. Er þar með talið lán frá Seðlabankanum að fjárhæð 50 milljónir króna, sem ríkissjóður sér um að endurgreiða á 12 árum samkvæmt sérstakri lagaheim- ild. Ennfremur er meðtalið endur- mat fasteigna og búnaðar 22,5 milljónir króna, auk hagnaðar ársins. Miðað við niðurstöðutölu efnahagsreiknings nemur eigin fjárhlutfallið 10,3% í árslok 1981. Bankastjórar Útvegsbankans eru þeir Ármann Jakobsson, Bjarni Guðbjörnsson og Jónas G. Rafnar, en aðstoðarbanka- stjórar eru þeir Ólafur Helgason og Reynir Jónasson. í bankaráði sitja þeir Albert Guðmundsson, formaður, Alexander Stefáns- son, varaformaður, Arnbjörn Kristinsson, ritari, Garðar Sig- urðsson og Guðmundur Karls- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.