Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ1982 31 hann varð að hætta sem bygg- ingameistari enda útlit fyrir að hann ætti ekki langa lífdaga. Starf hans seinustu árin var í sínu fyrirtæki Spónn hf., en þrátt fyrir að hann gengi ekki heill til skógar mætti hann til vinnu og gaf ekkert eftir þar tii fyrir um ári að kraftarnir voru farnir að dvína svo mikið að vinnuna þoldi hann ekki. Ingi var mikill hugsuður og at- hafnamaður, skapgóður en þó ákveðinn í skoðunum. Félagslynd- ur og naut þess að vera innan um fólk. Seinasta heimsókn hans til mín var á afmæli mínu 7. júní að hann kom í sumarbústað okkar hjóna því þótt heilsan væri farin að hraka vildi hann ekki missa af því. Ingi gerðist félagi í Oddfellow- reglunni 11.5. 1956 og gegndi þar mörgum embættum svo og var hann í stjórn St. Skúli fógeti. Hann var einnig meðlimur í Oddfellowbúðunum Petrus. Fundasókn Inga var umtöluð því varla kom það fyrir að hann vantaði nema þegar veikindi hans hömluðu. Það er mikill missir fyrir Siggu systur og fjöiskyldu þeirra að Ingi skuli nú vera horfinn en trú henn- ar á framhaldslíf mun hjálpa henni til að komast yfir þá sorg sem fráfall hans skilur eftir. Fráfall hans kom engum að óvörum þar sem hann hafði þjáðst af illkynjuðum sjúkdómi sem hel- tekið hafði allan líkamann í nokk- ur ár en vilji hans til að lifa mun hafa hjálpað til að hann fékk þó að vera svona lengi á meðal okkar. Fjölskyldutengslin okkar eru sterk og söknum við öll Inga því í nærveru hans leið öllum vel. Hann var hrókur alls fagnaðar, ræðinn, viðmótsþýður, mikil per- sóna og góður vinur. Eg þakka fyrir að hann skyldi tengjast fjölskyldunni og munu minningarnar um hann varðveit- ast. Með þessum orðum kveð ég góð- an vin og Oddfellowbróður að sinni og bið góðan Guð að styrkja Siggu systur og fjölskyldu hennar. Gunnar Ásgeirsson Saknaöarkveðja um vin minn og Oddfellowbróður Ingimar Haralds- son. Öll vitum við að einhverntíma eigum við að yfirgefa þennan jarð- neska heim, en það er nú svo að alltaf kemur okkur það á óvart þegar við heyrum lát góðs vinar. Ingimar Haraldsson, Fýlshólum 11, lést að morgni 12. þessa mán- aðar eftir langvarandi veikindi. Ingimar bar sjúkdóm sinn hljóður og kvartaði ekki þó oft væri ástæða til, eðli hans og skapgerð var ekki þannig að kvarta eða 'þyngja öðrum heldur beið hann rólegur og prúður þess er verða vildi og vonin um bata var alltaf ofarlega og ráðgerði hann um ýmsar lagfæringar er mætti prýða garðinn, því blómelskur var hann. Ég kynntist Ingimar fyrir ellefu árum og fann ég fljótt að þar var maður heill og góður. Alltaf var hann boðinn og búinn að hjálpa öðrum. Fyrir nokkrum árum þurfti ég að byggja hús og reynd- ist mjög erfitt að fá nokkurn mann og húsið þurfti að komast upp með hraði. Ingimar heyrði um vandræði mín og sendi hann mér nokkra úrvalssmiði svo húsið . komst upp á nokkrum dögum. Ingimar var húsasmíðameistari að iðn og hafði jafnan marga menn í vinnu og sóttust smiðir eftir að fá vinnu hjá konum, svo gott orð hafði hann fyrir ljúf- mennsku og þægilegheit. Fann ég fljótt þegar smiðirnir komu aust- ur í Hveragerði að byggja fyrir mig að þeir voru hjá góðum hús- bónda þar sem Ingimar var. Þegar fólk er komið á þennan aidur, en við Ingimar vorum jafn- aldrar, 65 ára, þá býst maður við eða vonast eftir að eiga nokkur ár eftir í rólegheitum eftir að vera búinn að vinna mikið og langan vinnudag, en enginn veit hvenær „kallið" kemur, þú í dag og ég á morgun, svona er iífið og enginn getur ráðið nokkru þar um. Ingimar var sérlega mikið snyrtimenni og hafði hann búið konu sinni frú Sigríði Ásgeirsdótt- ur mjög fallegt heimili er hann hafði að mestu byggt sjálfur, allt var vandað og vel frágengið og frú Sigríður svo aftur búið húsið fag- urlega að innan. Þarna undu þau sér vel og glöddust þegar börn og barnabörn komu tii afa og ömmu og nutu þess að hugsa til ellinnar í fögru umhverfi. Það sem mér fannst einkenna Ingimar mest var hans einstæða hlýja, góðsemi og heiðarleiki. Gott var að koma á heimili þeirra hjóna og fá kaffisopa og rabba saman smástund. Það hlýjar manni að hugsa til góðs fólks og vel ég telja Ingimar með betri mönnum er ég hefi kynnst. Veit ég að vel verðúr tekið á móti Ingimar á æðri stöðum að lokinni jarðvist hans. Blessuð sé minning Ingimars. Við hjónin sendum eiginkonu og börnum okkar innilegustu samúð- arkveðju. Sigríður og Paul V. Michelsen. Kveðja til afa. Okkur langar með nokkrum orð- um að kveðja elskulegan afa okkar. Orð verða fátækleg á slíkri stundu, þar sem við höfum ekki fyllilega áttað okkur á, að hann sé farinn frá okkur. Við gerðum okkur vissa grein fyrir hversu al-. varlega veikur hann var, en þar sem hann var ætíð glaður og lét ekki á neinu bera við okkur börn- in, var von okkar sú, að við fengj- um að hafa hann lengur hjá okkur. Minningarnar eru svo margar og góðar og við munum varðveita þær vel með ömmu í Fýlshólum. Við vonum öll, að við höfum fengið í arf eitthvað af hinum mörgu góðu eiginleikum hans, svo sem góða skapgerð og vandvirkni á ail- an hátt. Við fimm sem erum kom- in til þroska, munum eftir beztu getu fræða litlu stúlkurnar tvær um afa okkar. I fæstum orðum getum við þó ætíð sagt, að ekkert illt fyndist hér í heimi, ef allir væru eins og hann var. Með þessari litlu bæn kveðjum við svo elsku afa með beztu þökk- um fyrir allt. „Nú legg ég augun aftur, ó, (>uð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt.“ (llr þýzku — Sveinbjörn Egilsson). BanMbttm FRAMKÖLLUN MEÐHRAÐI! NIJ APGREIÐUM VIÐ ALLAR LITFILMUR ÚR FRAMKÖLLQN DAGINN EFTIR AÐ ÞÆR BERAST OKKUR HANS PETERSEN HF TRYGGÐU GÆÐIN -TAKTÁ KODAK 3reg: 10046 ■ Litir: rautt/blýgrátt eða kopar/blýgrátt, blátt Verð: 384.50 Teg:10038 ^ Litir: blátt-svart-hvítt Verð: 348.50 Teg:10023 Litir: hvítt-svart verð: 329.60.- Teg:10042 Litir: svart/platin svart/kopar' platin Verð: 348.50 Stærðir: 36-41 , Skóverslun Þorðar Peturssonar Kirkjustræti 8. sími 14181-Laugavegi 95, sími 13570.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.