Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.07.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ1982 37 ^E^akaNdP SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI 1) lf Ingjaldur Tómasson skrifar: „Oft hefi ég hugsað um það, hvort skrif mín hafi haft nokkur áhrif til bóta gegn hinni óhugn- anlegu sósíal- eða ríkisrekstrar- áráttu sem nú tröllríður þjóðfélagi okkar og snertir bæði andlega og efnalega afkomu fólks. Það hættu- legasta er, að Framsóknarflokkur- inn virðist styðja þessa óheilla- þróun óskiptur að mestu. Og það er ekki uppörvandi, að fjölmargir er kalla sig sjálfstæðismenn, virð- ast eiga örðugt með að losa sig úr ríkisrekstrarneti kommúnista. Ég hefi oft unnið við og kynnst opinberum atvinnurekstri og orðið vitni að óstjórn og bruðli opin- berra fyrirtækja, enda flest rekin með bullandi tapi. Stjórnendum, nefndum og ráðum er hlaðið upp eins og í fjöldaframleiðslu og of fáir virðast láta sér til hugar koma að þetta sé ekki í stakasta lagi. Ég vil nú af alvöru minna á það, sem öllum einlægum sjálfstæðis- mönnum er eflaust fullljóst, að nú eftir stórsigur flokksins hefir mik- ill ótti gripið um sig i röðum vinstrisinna og þeir munu einskis svífast til að halda völdum út kjörtmabilið. Tvennt er nú þegar komið í ljós, sem sannar þetta: „Var það ekki hálföfugt aö setja viðskiptabann í Argentinu, þótt þeir her- næmu þessar eyjar, sem þeir áttu einu sinni og eru við bæjardyr þeirra, en telja sjálfsagt að sækjast eftir því meiri viðskiptum við Rússa sem þeir brjóta fleiri lönd undir járnhæl sinn?“ Kópavogssamn- ingur hinn nýi Allir vinstri flokkarnir í nokkrum stórum kjördæmum, hafa ásamt kvenkommum, skriðið í eina sæng, þrátt fyrir sigur sjálfstæðismanna á sömu stöðum. Og svo er það „Kópavogssamningur hinn nýi“ eða laumusamningurinn við Rússa, svívirðilegt helsi, sem kommúnistar eru nú að reyna að smeygja um háls þjóðarinnar. Og hvernig stóð á því að Ólafi og Tómasi snerist svo skyndilega hugur? Var þeim kannski bent á rússneska herbáknið eins og Trampe gerði forðum er hann benti lítilsigldum hikmönnum á danska herflotann? Það ætti að vera flestum aug- ljóst, að hinn nýi Rússasamningur á að verða upphaf stóraukinna viðskipta á mörgum sviðum. Allir öryggis hringt í hann Guð- mund Axelsson, sem var fram- reiðslukennari hér við skólann í níu ár. Og við slógum á þráðinn til Guðmundar, en hann starfar um þessar mundir á Hótel Reynihlíð við Mývatn: — Mér var á sínum tíma kennt að saltið ætti að hafa í stauknum með eina gatinu og piparinn í stauknum með mörgu götun- um, og þannig hef ég kennt þetta alla mína kennaratíð. Þetta hefur stoð í því að pipar- inn er fíngerðari en saltið og dreifist verr og þarf því að sáldra honum. Svo er það líka nausynlegra að hann dreifist vel yfir það sem krydda skal. Ekki man ég eftir að hafa lesið um þetta á bókum, hvorki inn- lendum né erlendum, en minn- ist þess, að fyrir nokkrum ár- um síðan sá ég gamalt vandað silfursett, sem var alveg lokað. Á botni stauksins með eina gatinu stóð S en P á botni hins. — og stórsigur Sjálfstæðis- flokksins vita nú að ríkisstjórnin er búin að koma þjóðinni í mikla efnahags- kreppu. Vegna verðbólgu og óstjórnar erum við að verða undir á flestum mörkuðum heims. Lík- legt er, að stjórnin hafi talið sam- ninginn einu leiðina til að bjarga sínu skinni enn um stund. Nú er stjórnin, með orkuráð- herra í fararbroddi, búin að sam- þykkja á Alþingi að virkja, ekki eina heldur þrjár stórvirkjanir. Ekki er annað að sjá en sumarið líði án framkvæmda, enda hringl- ar víst tómlega í ríkisskjóðunni um þessar mundir. Stefna orku- ráðherra er sem fyrr að leggja ál- verið niður, af því að það dælir stöðugt stórtekjum í þjóðarbúið, en fá í staðinn málmblendiver, sem nær öruggt er, að rekið verður með stórfelldum halla, sem enginn annar en þjóðin sjálf verður að greiða. Það er tæpast mögulegt að þessi blessaður ráðherra sé með réttu ráði. Jú, en hann er haldinn sósíaláráttu og það kemur svona út í framkvæmd. Segja má, að Hjörleifur hafi seilst um hurð til lokunnar, þegar hann fór að maklía við Japani um hjálp í virkjunarmálum. Ekki er ólíklegt að sósíal-vinirnir Rússar hafi litið það óhýru auga og ráð- herrann fengið bágt fyrir. Það er sannarlega uggvænlegt, þegar ís- lensk stjórnvöld, atvinnurekend- ur, stórbændur og Samband ís- lenskra samvinnufélaga, heimta að ganga í eina viðskiptasæng með þeirri þjóð, sem hefir gert sig bera að einhverjum mestu glæpaverk- um sögunnar. Svo mikið hefir ver- ið skrifað um þetta, að litlu er við að bæta. Daglega má segja, að ný rússn- esk „afrek“ komi í Ijós: Vitað er nú að fjöldi fanga vinnur þrælavinnu við hina umdeildu Síberíugas- leiðslu. Þar vinna líka nýlendu- þrælar Rússa frá Víetnam. Það upplýstist nýlega að af hin- um mikla flóttamannafjölda frá Rússlandi hafi aðeins Korchnoi- fjölskyldan fengið að sameinast. Það er þó gleðileg sólarglæta í sósíal-myrkrinu hér, en það náðist fram fyrir ákveðni og festu íslend- ings. Enn ein sönnun um nauðsyn þess að standa beri uppréttur og órhæddur gegn mannréttinda- brotum Rússa. Þeir hafa t.d. margbrotið mannréttindastefnu- skrá Sameinuðu þjóðanna og Helsinkisáttmálann. Var það ekki hálföfugt að setja viðskiptabann á Argentínu, þótt þeir hernæmu þessar eyjar, sem þeir áttu einu sinni og eru við bæjardyr þeirra, en telja sjálfsagt að sækjast eftir því meiri viðskiptum við Rússa sem þeir brjóta fleiri lönd undir járnhæl sinn? Augljóst er, að mikil ábyrgð hvílir á forustuliði sigurvegar- anna í síðustu kosningum. Við óbreyttir liðsmenn verðum að vona að ekkert feilskot eigi sér stað, svo að sigurgangan haldi stöðugt áfram. Abyrgur maður talaði nýlega í útvarpsþættinum Um daginn og veginn. Hann full- yrti, að hinn nýi borgarstjórnar- meirihluti hefði farið mjög skyn- samlega af stað. Og það var vitur- legt að sleppa öllum sigurhrópum. Mjög vel líst mér á lóðasvæðið við Grafarvog. Þar er meiri veðursæld en á Rauðavatnssvæðinu. Hvort hefir hin mikilvirka orkusparnað- arnefnd gefið því gaum?“ GÆTUM TUNGUNNAR Rétt er að segja: Ég hlakka til, þú hlakkar til, drengurinn hlakkar til, stúlkan hlakkar til, við hlökkum til, þið hlakk- ið til, þau hlakka til. (Ath.: ég hlakka eins og ég hlæ.) Utbúum heila lambaskrokka á grilliö Sæll ersa sem gerir Okkar Skráð verö verö Nauta T-bone steik 95,00 118,00 Nauta-grillsteik 64,00 72,00 Nauta-bógsteik 64,00 72,00 Nauta-snitzel 183,00 215,00 Nauta-gullach 148,00 169,00 Nauta Roast-beef 159,00 185,00 Nautahakk 10 kg. 79,00 115,00 Nautahamborgari 8,00 10,40 Nautabuffsteik 165,00 186,00 Nauta Turn-bauti 215,00 244,00 Lambagrillsneiöar 79,00 Lambaframhryggur í B-A 69,00 Lambageiri 97,50 115,00 Lambaherrasteik 79,00 88,00 Lambarif marineruö 28,00 37,00 ÞAÐ BEZTA A GRILLIÐ Svínalundir Svínakótelettur 244,00 174,00 289,00 199,00 ABENDING: Svo stórar steikur sem hér er sagt frá er ekki hægt aö steikja á venjulegu garögrílli heldur miklu frekar á hlóöum sem búa má til utan dyra viö hús sín, eins og þaö sem sést á meöfylgjand! mynd. Ef geyma á lambakjötiö eitthvaö eftir steikingu veröur aö halda því heitu i ofni, því miövolgt glóöarsteikt kjöt er ekki sérlega spennandl. Glóöarsteikt kjöt veröur alltaf aö vera vel heitt. GÓD MATARKAUP — SÉRTILBOÐ Nýtt hvalkjöt 27,00 Lambalifur 29,00 Ódýra baconiö 75,00 Nýr lax 1/1 99,00 Lax í sneiöum 138,00 Rúllupylsa 40,00 Kjötbúðingur 46, Heimalöguö lifrarkæfa 68, Kindahakk 38, Folaldahakk 36, Kálfakótelettur 46, Kálfahryggir 38, OPIÐ Á FÖSTUDÖGUM TIL KL. 7 OPIÐ í HÁDEGINU LOKAÐ í SUMAR Á LAUGARDÖGUM Oft er gott að eiga Hauk í horni KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 1. s. 86511 ssssss

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.