Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR 159. tbl. 69. árg. FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Iranir segjast hafa eyði- skriðdreka Iraka Bandaríkjamanna lagt 380 Nikósíu, 22. júlí. AP. ÍKANSKA stjórnin greindi frá því í dag, að herir hennar væru komnir 22 kilómetra inn í írak og hefðu búið þar um sig. Hefðu 2 þúsund iraskir her- menn fallið og varnir íraka verið brotnar á bak aftur. Af hálfu íraks- stjórnar hafa þessar fréttir verið born- ar til baka og segja írakar að innrás- arliðið hafi verið „upprætt". í tilkynningu írönsku herstjórn- arinnar segir aö 380 íraskir skrið- drekar hafi verið eyðilagðir í inn- rásinni, þeirra á meðal 16 mjög fullkomnir skriðdrekar af sovézkri gerð. Mjög erfitt er að henda reiður á ástandinu í stríði írans og íraks þar sem stríðsaðilarnir senda frá sér mjög mismunandi yfirlýsingar og hvorugur leyfir erlendum frétta- mönnum að fylgjast með gangi stríðsins. Innrás írana nú, er önnur fram- rás þeirra inn í írak frá því þeir tóku frumkvæði í stríðinu fyrr í þessum mánuði og sneru við taflinu í þessu stríði, sem hófst fyrir tæp- um tveimur árum með innrás íraka í íran. íraskar herþotur gerðu í dag loft- árásir á tvær borgir í suðurhluta írans til að hefna fyrir loftárás ír- ana á olíuvinnslustöð i Bagdad í gær. París, W&shington, 22. júlí. AP. FRANSKA stjórnin tilkynnti f dag formlega að hún myndi virða að vett- ugi ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að beita þau fyrirtæki refsiaðgerðum, sem seldu búnað frá Bandaríkjunum í gasleiðsluna frá Síberíu. Skipaði franska stjórnin fyrirtæki einu i Frakklandi, sem hefur framleiöslu- lcyfi á bandarískum búnaði og hafði samið um sölu í leiðsluna, að halda sér við samninginn. Franska stjórnin hefur með þessu gengið lengra í máli þessu, en aðrar ríkisstjórnir í V-Evrópu, sem enn sem komið er hafa látið sér nægja að lýsa andstöðu við ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Helmut Schmidt, kanzlari V-Þýskalands, sem nú er staddur í Bandaríkjunum, sagðist í dag styðja ákvörðun Frakka og myndu reyna að fá Bandaríkjamenn ofan af fyrri ákvörðun sinni í málinu. Af hálfu Bandaríkjastjórnar var sagt í kjölfar tilkynningar Frakka, að sérfræðingar væru nú að kanna leiðir til að framfylgja banninu við sölu á bandariskum búnaði í leiðsl- una. Búast má við aukinni spennu í samskiptum helztu ríkja V-Evrópu og Bandarikjanna vegna þessa máls á næstunni. í tilkynningu frönsku stjórnar- innar segir að Frakkar „geti ekki fallizt á einhliða aðgerðir Banda- ríkjastjórnar sem tilkynntar voru 18. júní sl.“. Yassir Arafat flytur bænir í minningu fallinna félaga sinna við minnismerki um liðna pislarvotta í Vestur-Beirút í gær. (Símamynd AP) „Bretar hlusta ekki á annað en sprengingar“ London, 22. júlí. AP. „BRETAR hlusta ekki á annað en sprengingar," segir talsmaður írska lýðveldishersins, IRA, í viö- tali við vikurit í Belfast, sem taliö er hlynnt málstað lýðveldishers- Góðgæti bíð- ur særðu hestanna London, 22. júlí. AP. HESTURINN Sefton, sem var elztur þeirra klára sem urðu fyrir barðinu á írskum sprengivörgum i London fyrr i vikunni, er nú allur að hjarna við. Hann særðist á 38 stöðum á skrokknum, m.a. á auga, en opnaði í dag i fyrsta sinn augaö eftir árásina og gat þá virt fyrir sér þær krásir sem hestavinir í Bretlandi og aðrir að- dáendur hafa sent honum. Að sögn yfirdýralæknis kon- unglega riddaraliðsins, sem annast hefur Sefton og átta aðra hesta sem komust lífs af úr árásinni, hefur borizt mikið magn af sykurmolum, gulrót- um, eplum og öðru góðgæti frá dýravinum nær og fjær. Einnig hafa borizt peningar ætlaðir til kaupa á góðmeti handa hestun- um. ins. Að sögn bresku lögreglunnar Scotland Yard, bendir margt til þess að ný herferð sprengjutil- ræða sé i undirbúningi á vegum IRA. Leynilögreglumenn frá Scot- land Yard settu í dag á svið at- burðinn í Hyde Park á þriðju- dag, og lögðu eins bíl á sama stað í garðinum og þar var þá með sprengju innanborðs. Von- ast lögreglan til þess að myndir af bílnum á þessum stað muni auðvelda vitnum að átta sig á því sem fyrir augu bar. Lögregl- an hefur þegar fengið vitneskju um manninn, sem lagði bílnum í garðinum hálfri klukkustund áður en sprengjan sprakk. Er hans nú ákaft leitað. Sjötíu og tveir borgarar hafa látið lífið í sprengjutilræðum IRA í Bretlandi síðastliðin tíu ár, en atburðurinn á þriðjudag var hinn fyrsti sinnar tegundar í átta mánuði. Riddaraliðsmenn minntust í dag félaga sinna sem létu lífið í Hyde Park. Var athöfnin hljóð- lát og hátíðleg haldin í Hyde Park. Tugir áhorfenda fylgdust með athöfninni, þeirra á meðal Nicola Daly, ekkja eins riddara- liðanna sem létu lífið. Hún og maður hennar höfðu verið í hjónabandi í fjórar vikur þegar hann féll frá. Risaskipið Hercules sekkur Á myndinni sést risaolíuskipið Hercules hverfa í djúpið skammt undan suðurhluta Brazilíu I gær. Skip þetta varð fyrir loftárás Arg- entínumanna langt undan strönd- um Falklandseyja, á meðan stríðið um eyjarnar geisaði, þótt það hafi verið skráð í Líberíu og verið á siglingu utan við hernaðarsvæðið. Eigendur skipsins sáu þann kost vænstan að sökkva skipinu eftir að Ijóst varð að ekki mundi takast að gera óvirka sprengju, sem festist í vélarrúmi skipsins. (Stalmjnd Ap, Gasleiðslan frá Síberíu: Frakkar skeyta ekki um hótanir sínum í Jerúsalem í morgum þar sem fjallað var um horfur á sam- komulagi um brottflutning PLO- skæruliðanna frá Beirút. í tilkynningu Sýrlandshers seg- ir að þotur ísraelsmanna hafi gert árásir á stöðvar hersins í Bekaa- dalnum og með því stefnt í voða sáttastarfi Habibs. Sýrlendingar segjast hafa tekið hraustlega á móti árásarmönnunum. Habib, hinn sérlegi sendimaður Bandaríkjastjórnar í deilunni, kom í dag í óvænta heimsókn til Damaskus til viðræðna við sýr- lenska ráðamenn. Var sagt í Dam- askus að viðræðurnar væru mjög „aðkallandi og mikilvægar". Egypzka stjórnin fordæmdi árásir ísraelsmanna í dag og sama er að segja um önnur Arabaríki svo og sovézku stjórnina. Habib kominn til Sýrlands Jerúsalem, Beirút, Damaskus, 22. júlí. AP. ÍSRAELSKAR orrustuþotur og skriðdrekar gerðu í dag harðar árás- ir á stöðvar sýrlenzkra hermanna og palestínskra skæruliða í austurhluta Líbanons og í Beirút. Eru bardag- arnir i dag þeir hörðustu sem orðið hafa í mánuð. ísraelsmenn segjast hafa gert árásirnar í dag til að hefna fyrir það að Sýrlendingar og Palestínu- menn hafi 75 sinnum brotið vopnahléð milli aðila á undanförn- um tveimur vikum. Segja ísra- elsmenn að árásirnar hafi verið „takmörkuð aðgerð" og ekki ætl- aðar til að hindra samningavið- leitni Habibs, sendimanns Banda- ríkjastjórnar. Meðal skotmarka ísraelska flughersins í dag voru aðalstöðvar Frelsissamtaka Palestínu, PLO, í vesturhluta Beirút. Skæruliðar beittu Ioftvarnaeldflaugum sínum gegn vélunum en fréttamenn í borginni telja að engin eldflaug hafi hæft. ísraelska stjórnin ákvað árás- irnar í dag á sérstökum aukafundi Hörðustu bardagar í Líbanon í mánuð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.