Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1982 Nýja forsetabifreiðin, Cadiliac Fleetwood Brougham. Á innfelldu mynd inni má sjá, hvernig bifreiðin lítur út að innan. M;ndir Mbl. ól.K.M. Ný forsetabifreið Forsetaembættið hefur keypt nýja bifreið fyrir forseta íslands. Bifreiðin er amerísk, af gerðinni ('adillac Fleetwood Brougham Sedan délegance, árgerð 1982. Bif- reiðin er 5,60 metrar á lengd, um 2 metrar á breidd og vegur um 2 tonn óhlaðin. Hún kom til landsins með m/s Arnarfelli i fyrradag og er í vörugeymslu Sambandsins við Holtagarða. Að sögn Bjarna Ólafssonar hjá Véladeild Sambandsins kem- ur bifreiðin til með að kosta ná- lægt 700 þúsund krónum kcmin hingað til lands, sem er það sem hver sá sem vill eignast svona bifreið þarf að borga fyrir hana, því forsetaembættið mun ekki fá niðurfellingu á aðflutningsgjöld- um af bifreiðum sínum. Skrifstofa forseta upplýsti, að hér væri um eðlilega endurnýjun á bifreiðum embættisins að ræða, en það hefur til sinna af- nota tvær bifreiðir. Verður önn- ur þeirra, 7 ára gömul Mercedes Benz bifreið, seld, vegna kaup- anna á nýju bifreiðinni, en venjulega er hver bifreið ekki lengur en 6 ár í eigu embættis- ins. Hin bifreið embættisins er af Buick gerð. „Þetta er aðför að Flugleiðum“ — segir Hannibal Valdimarsson um ákvörðun Steingríms Hermannssonar „ÉG er undrandi á þessari kenningu Ktcingríms Hermannssonar um nauðsyn á samkeppni. Ég hélt að við ættum í það harðri samkeppni út á við, að það þyrfti ekki við það að bæta,“ sagði Hannibal Valdimars- son, fyrrverandi samgönguráðherra, þegar hann var spurður um þá ákvörðun Kteingrims Hermannsson- ar að svipta Flugleiðir flugleyfunum til Amsterdam og Diisseldorf. Hannibal var samgönguráðherra þegar fyrst var hafist handa ura að reyna sameina Flugfélag íslands og Loftleiðir og vann hann mikið að sameiningu félaganna. „Ég er harmi lostinn yfir ákvörðun Steingríms. Mér finnst þetta vera aðför að Flugleiðum og því er ég bæði hryggur og reiður yfir þessum aðförum," sagði Hannibal Valdimarsson ennfrem- Verzlunarráð íslands er flutt inn í ný húsakynni, Hús verslunarinnar við Kringlumýrarbraut. Verzlunarráðið er fyrsti eignaraðilinn sem flytur inn i húsið, og er aðsetur þess á 7. hæð þess, en húsið er 14 hæða hátt, hæsta hús á íslandi. — Myndin er tekin á fundi framkvæmdastjórnar ráðsins i gær. Talið frá vinstri: Vilhjálmur Ingvarsson, framkvæmdastjóri ísbjarnarins hf., Jóhann J. Ólafsson stórkaupmaður, Árni Árnason framkvæmdastjóri Verzlunarráðs, Ragnar Halldórsson, forstjóri ísal, formaöur ráðsins, Hörður Kigurgestsson forstjóri, Kimskipafélags íslands hf., og Guðmundur Arnaldsson, hagfræðingur Verzlunarráðs. Á myndina vantar Eggert Hauksson, framkvæmdasstjóra Plastprents hf. Verzlunarráð flutt í Hús verslunarinnar „Afstaða mín er óbreytt“ — segir Halldór E. Sigurðsson fv. samgönguráðherra MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær sam- band við Halldór E. Kigurðsson, fyrrverandi samgönguráöherra, og spurði hvort hann væri sammála ákvörðun Kteingrims Hermannsson- ar um að svipta Flugleiðir flugleyf- um til Amsterdam og Diisseldorf. „Ég svara þessu ekki. Ég hef áður gert grein fyrir minni afstöðu í þessu máli og hún er óbreytt, því svara ég þessu ekki nú,“ sagði Halldór E. Kigurðsson. Það var í ráðherratíð Halldórs E. Sigurðssonar sem samgöngu- ráðherra, sem Flugfélag Islands og Loftleiðir voru sameinuð í Flugleiðir h.f. og þá lýsti Halldór E. Sigurðsson því yfir að samein- ingin væri til þess að styrkja ís- lenzkan flugrekstur. Markaðurinn væri ekki stærri en það, að hann þyldi ekki tvö flugfélög. Tekinn með 210 grömm af hassi NÍTJÁN ára piltur var handtekinn á Keflavíkurflugvelli á miðvikudags- kvöldið þegar hann reyndi að smygla 210 grömmum af hassi. Hann var að koma frá Amsterdam og vakti athygli tollþjóna. Við leit i handtösku fundust 210 grömm af hassi. Piltur þessi hefur ekki áður komið við sögu fíkniefnalögreglunnar, en hins vegar verið tengdur fíkniefnum. Hann hefur verið látinn laus, þar sem mál hans þykir að fullu upplýst. Andvirði fíkniefnanna á svörtum markaði nemur eitthvað um 40 þús- und krónum. Skreiðargámurinn var í Hamborg í fjóra mánuði ENN ER ekki Ijóst hvar meint mis- ferli með farmskírteini útgefin af Eimskipafélagi íslands vegna skreiðarsendinga til Nígeríu getur hafa átt sér stað. Eftir því, sem Morgunblaðiö hefur komizt næst, munu þeir islenzku aðilar, sem að þessum sendingum stóðu, ekki grun- aðir um misferli. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins eru þau fyrirtæki, sem aðild eiga að málinu auk Eim- skipafélagsins, G. Albertsson, út- flutningsverzlun og vörumiðlun; Finmar Traders Ltd., Boulevard Victor Hugo, París og G.M. Iheaku Stores (Nig.) c.o., Nígeríu. G. Al- bertsson seldi útflytjandanum, Finmar Traders, skreið, sem flutt var út með Eimskipafélaginu til Hamborgar 5. ágúst 1981. Það, sem athygli manna beinist hvað mest að nú, er það að umræddur skreiðargámur kom til Hamborg- ar um það bil 10. ágúst, en var ekki sendur áleiðis til Nígeríu fyrr en 22. desember. Var gámurinn því í Hamborg í rúma fjóra mán- uði. Morgunblaðið hafði vegna þessa samband við Hörð Albertsson hjá G. Albertssyni og vildi hann ekki tjá sig um málið, en sagði fyrir- tæki sitt hafa selt Finmar Traders skreið, sem flutt hefði verið út með Eimskipafélaginu þann 5. ágúst 1981. Sagði hann fyrirtæki sitt vera með fullkomlega hreinan skjöld í þessu máli. Þá reyndi Morgunblaðið að ná sambandi við Finmar Traders, en fyrirtækið fannst ekki í uppgefnu heimilisfangi. Ekki reyndist held- ur unnt að ná sambandi við eig- anda fyrirtækisins, sem er Breti með ríkisfang á Bahamaeyjum. Algjört yfirvinnubann á kaupskipaflotanum Verkfall boðað 3. og 4. ágúst nk. HAMNINGANEFND yfirmanna á kaupskipum hefur afráðið að boða til algjörs yfirvinnuhanns yfirmanna á kaupskipaflotanum frá og með fimmtu- deginum 29. júlí nk. á svonefndu „heimahafnarsvæði" við Faxaflóa og auk þess á Grundartanga, á Akureyri, í Grindavík og Þorlákshöfn. Auk yfir- vinnuhannsins þá hefur verið boðað til verkfalls á kaupskipaflotanum í inn- lendum höfnum dagana 3. og 4. ágúst næstkomandi. Með algjöru yfirvinnubanni er átt við að ekki sé heimilt að vinna í og við kaupskip á tímabilinu frá klukk- an 17.00—8.00 og í hádeginu frá klukkan 12.00 til 13.00. Frá 14. júní sl. hefur verið í gildi yfirvinnubann við lestun og losun kaupskipa, en nú hefur verið afráðið að láta bannið einnig ná til allrar vinnu um borð í skipum, auk þess sem kaupskipum er ekki heimilað að láta úr höfn utan dagvinnutíma, að því er segir i fréttatilkynningu frá Farmanna- og fiskimannasambandi íslands. Kjarasamningur yfirmanna á far- skipum við skipafélögin rann út hinn 15. maí sl., líkt og samningar við flesta aðra launþega. Ákveðið var að samningaviðræður skyldu hefjast hinn 15. mars, og því lögðu yfirmenn á kaupskipum kröfur sínar fram seinni hluta mars og óskuðu við- ræðna við vinnuveitendur svo leiða mætti kjaradeilu þessara aðila til lykta hið bráðasta. Skriður komst ekki á viðræður fyrr en að gerðu samkomulagi ASÍ og VSÍ í byrjun júlí, segir ennfremur í fréttatilkynn- inguni. Radarskermurinn á Keflavíkurflugvelli: Tækid tengt til Reykjavíkur á næsta ári Skýrsla um málið tilbúin í dag „Ég kallaði flugmálastjóra og hans menn á minn fund i dag, og óskaði eftir skýrslu um þetta mál frá upphafi. Kkýrslan á að liggja fyrir á morgun, föstudag, og fyrr vil ég ekki tjá mig um þetta mál,“ sagði Ktein- grímur Hermannsson samgönguráð- herra i samtali við blaðamann Morg- unblaðsins í gærkveldi. Steingrímur var spurður álits á þeim ummælum Leifs Magnússonar í útvarpsþætti í gær, að vandamálið um notkun rad- arskerms á Keflavíkurflugvelli verði að leysa þegar nú fyrir helgi. „Þetta vandamál er eldra en seta mín í embætti samgönguráð- herra," sagði Steingrímur, „eða frá því í júní 1979. Þetta er vand- ræðamál sem verður að leysa sem fyrst, og það ber að harma að það skuli ekki þegar hafa gerst. En ég get bætt því við, að nú hefur tekist samkomulag við Al- þjóða flugmálastofnunina, um að hún greiði helming kostnaðar við tengingu við þennan skerm til Reykjavíkur, þannig að unnt á að vera að hafa full not af honum hér. Þetta er fyrirtæki upp á 900 þúsund dollara, sem við greiðum að hálfu á tíu árum. Ég stefni að því að þetta fari inn á fjárlög 1983, og að koma megi þessu tæki upp næsta vetur. Það breytir því þó auðvitað ekki að leysa verður þetta vandamál á Keflavíkur- flugvelli. En í framtíðinni verður tengingin til Reykjavíkur full- nægjandi, og við þurfum ekki á því að halda að komast að skerminum í Keflavík," sagði Steingrímur að lokum. INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.