Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ1982 11 fyrri hluta efnisskrárinnar. Á síð- ari hluta var að finna yngri tón- verk. Hið fyrra eru kaflar úr verki Jóns Leifs, Eddu Oratorium, Ár var alda, Sær og Jörð og sungu þar einsöng Jón Þorsteinsson, tenór, sem nú starfar í Amsterdam og var sérstaklega fenginn til að taka þátt í þessari söngför og Kristinn Sigmundsson. Síðara verkið eftir hlé var eftir F. Poulenc, Gloria. Söng þar einsöng Nancy Argenta, sópransöngkona frá Kanada, nú búsett í Englandi og var fengin til að taka þátt í þessum flutningi. Konsertmeistari var Rut Ingólfs- dóttir. Á Malaga-flugvelli tóku frétta- menn og ljósmyndarar á móti tónlistarfólkinu og þegar það hafði verið myndað í bak og fyrir, vegabréfin skoðuð og farangurinn athugaður, var haldið í rútur, sem biðu á flugvellinum. Það voru þrjár 50 manna rútur, sem leigðar höfðu verið undir fólkið í þessa fimm daga sem tónleikaferðalagið stóð yfir. Fararstjórarnir voru líka þrír sem biðu fólksins á Malaga-flugvelli, þau Þórhildur Roldan, Sigurdór Sigurdórsson og Pétur Jónasson en þeim til aðstoð- ar voru Sigrún Gissurardóttir, Sigurlaug Lövdahl og Æsa Sigur- jónsdóttir. Kaldasti dagur í mánuð Með aðstoð fararstjóranna gekk það eins og í sögu að skrá liðið inn á hótelin, en gist var á alls sex hótelum á Torremolinos ferða- mannastaðr um kunna rétt við Malaga. Feitt var í veðri fannst okkur Is'.endingunum, 26 gráðu hiti. Saf.ði Sigurdór fararstjóri í rútunn’, sem við blaðamennirnir lenturi í, að þetta væri kaldasti dagu’- í mánuð. Undanfarið hefði veriö 38 til 40 stiga hiti svo það var bara nokkuð svalt þegar við le.itum. Vegna heimsmeistarakeppninn- ar margfrægu í fótbolta sem hald- in var á Spáni og nú er nýlokið með sigri ítala, er árið 1982 talið algert metár á Spáni hvað varðar ferðamannafjölda. Er talið að um 45 milljónir ferðamanna komi til Spánar í ár. íbúar Spánar eru 38 milljónir talsins. I sæmilegu með- alári sækja Spán heim um 40 milljónir ferðamanna og gefa þeir alls 37 prósent gjaldeyris sem Spánn aflar sér á ári. Hljómsveitin dvaldi á hótel Alay í Benalmadena Costa en kórnum var dreift á E1 Remo, Castillo de Santa Clara, Timor Sol, Aloha Puerto Sol og Resitur Barracuda, öll á Torremolinos. Við frá Morgunblaðinu vorum settir inn á hótel La Nogalera, stundum kallað „Lagó með hlerann". Eftir að hafa komið sér fyrir á Kristinn Sigmundsson syngur í verki Jóns Leifs Ár var alda í Marbella. Kristinn fékk mjög góöa dóma á Spáni. hótelunum fékk hljómsveitarfólk- ið sér að borða og skoðaði sig síð- an um á Torremolinos eða gerði bara það sem það vildi. Verslanir á Spáni eru opnar til 21.00 á kvöld- in og er mikið prúttað, sérstaklega í minni búðunum. Getur ferða- maðurinn oftlega komið verðinu á vörunni talsvert niður enda er kannski gert ráð fyrir því, þegar ákveðið er verð á vörunni. Einn af yngri meðlimum hljómsveitarinn- ar keypti sér einhvern forláta hlut í einni af hundruðum ef ekki þús- undum smáverslana Torremolin- os. Honum þótti verðið heldur Aheyrendur þyrptust að Nancy Argenta aó tónleikunum lokn- um og báóu um eiginhandaráritanir, sem voru fúslega veittar. Malaga hátt fyrir stykkið eða um 5.000 pesetar svo hann prúttaði heil- lengi við verslunareigandann eða þangað til hann hafði komið verð- inu niður í 2.500 peseta. Þóttist hann heldur betur ánægður með kaupin þangað til hann rak augun í nákvæmlega sama hlut í verslun ekki langt frá, á 1.500 peseta. Ein- hverjar svona sögur gengu manna á milli á meðan á ferðinni stóð og verða ekki seldar dýrari en þær voru keyptar. Annars tók fólk það yfirleitt rólega þetta fyrsta kvöld á Spáni, enda erfiðir dagar fram- undan. Daginn eftir, á föstudegi, áttu að vera tónleikar í dómkirkjunni í Malaga. Því var tekið rólega fram til hádegis, en um klukkan 16.00 var lagt af stað til borgarinnar. Fólk hafði verið varað við að vera of lengi úti í sólinni fyrstu dægrin til að afstýra sólbruna og veikind- um vegna loftslagsbreytingarinn- ar. Ekki þótti ráðlegt að hafa loftræstinguna á nema stutt i einu og aldrei um nætur vegna hættu á ofkælingu. Einhverjir fengu þó snert af kvefi og eymsli í hálsi en ekkert mjög alvarlegt. Ráðlagt var að drekka mineralvatn og hreinan ávaxtasafa við þorsta fremur en bjór og gosdrykki og helst að borða léttan mat þá daga sem söngferðalagið stóð, til að vera í toppformi. Á leiðinni til Malaga, sagði Sig- urdór fararstjórinn í okkar rútu, frá Malagaborg. Þar búa um hálf milljón íbúa og er borgarinnar fyrst getið um 800 árum fyrir Krist. Það er á tímum Fönikíu manna, en þeir stóðu að uppbygg- ingu borgarinnar. Þá var hún mik- il hafnar- og verslunarborg enda stutt þaðan til Gíbraltarsunds og stóð borgin mjög vel við sigling- um. Malaga er ein af elstu borgum Spánar en blómatími hennar var á árunum 711 til 1492 þegar Márar réðu þar ríkjum. Er fræg baráttan um borgina milli Mára og herja Isabellu og Ferdinands árið 1480 þegar Márarnir vörðust hetjulega gegn ofurefli liðs Spánverja í lengri tíma, þar til Isabella skip- aði svo fyrir að lokað skyldi öllum leiðum að borginni og einangra hana. En Márarnir gáfust ekki upp fyrr en allt matarkyns var uppurið í borginni, þar með talið hundar, kettir og rottur. Þá loks hættu þeir að berjast en Isabella, þekkt fyrir harðræði sitt útrýmdi hverjum íbúa borgarinnar og er talið að borgin hafi aldrei borið sitt barr eftir þennan bardaga. Þó að Malaga sé nú aðallega ferðamannabær er mikið flutt þaðan út af ólifum og ólífuolíum enda er Spánn stærsta ólífurækt- arland í heimi. Gegnir ólifan sama hlutverki og kartaflan í matargerð Spánverja. Pablo Picasso er fæddur í Mal- aga en hann fluttist þaðan ungur til Barcelona og síðan til Frakk- lands þar sem hann bjó mesta sína ævi. Malagabúar reistu Picasso minnisvarða í borginni fyrir tæpu ári. Voru ekki alíir jafnánægðir með það því mörgum þótti Picasso hafa talað af lítilsvirðingu um Spán og Spánverja og voru reiðir út í hann fyrir bragðið. Var skrif- að á styttuna nóttina eftir að hún var afhjúpuð, „Okkur líkar þetta ekki“. Svo var það nú fyrir stuttu að styttan var sprengd í loft upp og er talið að þessir „reiðu" hafi verið þar að verki. „Sú einhenta“ Það var komið til dómkirkjunn- ar í Malaga rétt fyrir kl ikkan fimm og þá var haldin þar sam- æfing og raddböndin liðkuð. Dómkirkjan er gríðarlega stór og fallég eftir því. Hún var tvær aldir í byggingu, byggð í barrok-stíl. Smíði hennar hófst 1508 og henni lauk ekki fyrr en 1728. í kór kirkj- Hléá milli verka. Sjá bls. 22. Ingólfur Guðbrandsson stjórnandi og Nancy Argenta sópransöngkona eftir tónleikana í Mal- aga. „Þaó, sem var athyglisveróast og stórkostlegast é efnisskrénni var Gloria, F. Poulencs, og var söngur kanadíska einsöngvarans Nancy Argenta, óaófinnanlegur og flutningur verksins í heild sinni mjög góður,“ sagói gagnrýnandi Sur, stærsta blaös Malaga eftir tónleikana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.