Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1982 Á allsherjarfundi Madrid-ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu. Myndin er tekin, þegar fulltrúi íslands stjórnaði fundinum. Frá vinstri: Raymondo Peres Fernandes, framk vsmdastjóri ráðstefnunnar, Niels P. Sigurðsson, sendiherra í forsæti og Ólafur Egilsson, sendiherra. • • Oryggi og afVopnun eftir Niels P. Sigurðsson sendiherra Frá lokum síðari heimsstyrj- aldarinnar hafa orðið miklar breytingar á þróun og stöðu al- þjóðamála, en friður hefur ríkt í Evrópu þetta tímabil. í stríðslokin 1945 töldu sig- urvegararnir að varðveita mætti heimsfrið og öryggi með sameiginlegum ráðstöfunum í samræmi við meginreglur stofnskrár Sameinuðu þjóð- anna. Vonir þessar brugðust aigerlega, meðal annars vegna þess, að stórveldin fimm, sem í stofnskránni var veitt neitun- arvald í öryggisráðinu, gátu ekki komið sér saman um að- gerðir til framkvæmdar þeim skyldustörfum og völdum, sem stofnskráin lagði öryggisráð- inu á herðar. Beittu Rússar neitunarvaldinu óspart, eða á annað hundrað sinnum á fyrstu 20 starfsárum Samein- uðu þjóðanna. Deilan um sæti Kína í stofnuninni átti einnig sinn þátt í að veikja getu Sam- einuðu þjóðana til þess að ná settum markmiðum. Á árunum eftir heirns- styrjöldina síðari náði kcmm- únisminn töluverðri útbreiðslu í Evrópu. Leiðtogar Vestur- Evrópuríkja gerðu sér grein fyrir þeirri hættu, er þar var á ferðum fyrir lýðræðisstjórn- arfarið, sem Vesturveldin höfðu barist fyrir í stríðinu. Þátttaka Sovétríkjanna við hlið Vesturveldanna í styrjöld- inni virðist ekki hafa haft nein áhrif á afstöðu þeirra gagnvart lýðræði og framkvæmd þess. Utþenslustefna Sovétríkjanna í Evrópu og kalda stríðið héldust í hendur á þessum árum. Vestrænu ríkin gátu ekki haldið að sér höndum and- spænis þessum viðhorfum, og eftir nokkurn aðdraganda komu þau sér saman um Norður-Atlantshafs- samninginn 1949 til að geta sameiginlega staðið vörð um frelsi og öryggi þjóða sinna. Eftir stofnun NATO breyttu Sovétríkin fljótlega um stefnu og tóku smám saman upp eðli- legri samskipti við Vestur- Evrópuríkin en áður höfðu ver- ið. Kalda stríðið fjaraði út og ráðamönnum í Sovétríkjunum varð ljóst, að friðsamleg sam- búð við Vesturlönd var Sovét- ríkjunum og öðrum Austur- Evrópuríkjum til góðs. Sam- band austurs og vesturs fór því batnandi, slökunartímabilið hófst og draga fór úr spennu. Friður í Evrópu var og er forsenda fyrir bættum efnahag og lífsskilyrðum í álfunni. Bandaríkin komu banda- mönnum sínum í Evrópu til hjálpar í báðum heimsstyrjöld- unum, sem háðar hafa verið á þessari öld, og þátttaka Banda- ríkjanna í vörnum Evrópu á friðartímum er einmitt lykill- inn að varðveislu friðarins. Marshall-hjálpin átti mikinn þátt í efnahagslegri viðreisn Vestur-Evrópu, en Atlants- hafsbandalagið hefur tryggt öryggi Vesturlanda með sterk- um vörnum og jafnframt unnið markvisst að bættri sambúð austurs og vesturs. Nú eru liðin rúm 33 ár frá gerð Norður-Atlantshafssamn- ingsins. Á þessu tþimabili hef- ur oltið á ýmsu í alþjóðamál- um. Atlantshafsbandalagið hefur orðið að aðlaga sig breyttum aðstæðum, en um leið átt í nokkrum erfiðleikum innbyrðis, eins og t.d. þegar Frakkar hættu þátttöku í hinu sameiginlega varnarkerfi. Á undanförnum árum hafa Sovétríkin styrkt mjög aðstöðu sína á sviði kjarnorkuvopna. „Einhliða afvopnun NATO- ríkja er ekki raunhæf, því hún tryggir hvorki frið né ör- yggi. Varnarstyrkurinn gerir það hins vegar. Jafnvægi og friður hefur haldist í hendur í Evrópu vegna sambærilegs styrkleika NATO og Var- sjárbandaiagsins. Segja má, að bandalögin vegi salt, en detti annar aðilinn af saltinu er jafnvægisstöðunni lokið ii Þau hafa að mestu endurnýjað kjarnorkuvopnaeldflaugar sín- ar í Evrópu með fullkomnasta nútíma tæknibúnaði. Takist ekki samningar um niðurskurð þessara vopna munu Bandarík- in bráðlega koma fyrir stýris- eldflaugum í nokkrum Vestur- Evrópulöndum ásamt nýjum gerðum af meðaldrægum eld- flaugum, sem búnar eru kjarnorkuvopnum. Viðræður eru hafnar milli risaveldanna tveggja um takmörkun á með- al- og langdrægum kjarnorku- vopnaflaugum og eru afvopnunarmál mjög í sviðs- ljósinu þessa dagana. Friðar- göngur eru farnar og krafan um afvopnun er ofarlega á baugi ásamt óskum um, að vígbúnaðarkapphlaupinu verði hætt. Einhliða afvopnun NATO- ríkja er ekki raunhæf, því hún tryggir hvorki frið né öryggi. Varnarstyrkurinn gerir það hins vegar. Jafnvægi og friður hefur haldist í Evrópu vegna sambærilegs styrkleika NATO og Varsjárbandalagsins. Segja má, að bandalögin vegi salt, en detti annar aðilinn af saltinu er jafnvægisstöðunni lokið. Hin hliðin á jafnvægi í varn- arstyrk er von um samkomulag um afvopnun og vopnaeftirlit, sem byggist á gagnkvæmum niðurskurði kjarnorkuvopna, herliðs og hefðþundins vopna- búnaðar undir alþjóðaeftirliti. Rætt hefur verið um þann möguleika að „frysta“ núver- andi birgðir kjarnorkuvopna risaveldanna, en vafasamt er talið, að slík „frysting" sé í raun og veru framkvæmanleg eða stuðli að gagnkvæmri af- vopnun í Evrópu. Viðræður um gagnkvæman samdrátt venjulegs herafla (MBFR) í Mið-Evrópu hafa nú staðið í Vínarborg í tæp 10 ár, án þess að samkomulag hafi tekist. Sú hugmynd hefur og séð dagsins ljós, að gera beri griðarsáttmála milli NATO og V ar sj ár bandalagsr íkj a. I Madrid hafa undanfarið farið fram umræður um fram- kvæmd ákvæða lokasamþykkt- ar ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu og um lausn þeirra verkefna og vandamála, sem hún fjallar um. Eru þar m.a. til umræðu tillögur um, að ákveðið verði að halda afvopnunarráðstefnu Evrópu, er fjalli fyrst um ráðstafanir til að efla traust og eyða tortryggni milli þátt- tökuríkja Helsinki-samþykkt- arinnar og síðar um afvopnun almennt. Nýlokið er sérstöku allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna um afvopnun, án þess að sam- komulag tækist um frekari að- gerðir í afvopnunarmálum. Þetta var annað allsherjar- þingið um afvopnunarmál, en auk þess hefur starfað á vegum Sameinuðu þjóðanna sérstök afvopnunarnefnd í Genf í fjölda ára án teljandi árang- urs. Þar sem ekki hefur náðst neinn markverður árangur í hinum ýmsu viðræðum um af- vopnunarmál á undanförnum árum hafa framfarir á sviði vísinda og tækni gert vígbún- aðarkapphlaupið að ógnun við mannkynið. Bækistöðvar í geimnum og gervihnettir hlaðnir kjarnorkusprengjum eru á næsta leiti. Afvopnun er því mál málanna í dag og mikilvægasta úrlausnarefnið í alþjóðaviðræðum. Að margra dómi mun af- vopnunarráðstefna Evrópu, haldin á vegum þátttökuríkja Helsinki-samþykktarinnar, vera einna líklegasti vettvang- urinn til þess að ná einhverjum raunhæfum árangri á sviði af- vopnunar. Afvopnunarmál eru mjög flókin og verða hvorki leyst á einfaldan né skjótan hátt, en viðræður risaveldanna um takmörkun meðaldrægra og langdrægra kjarnorkuvopna eru spor í rétta átt. Jafnvel smávægilegur árangur í þeim viðræðum yrði mjög mikils virði og yki líkurnar á, að kom- ið verði á afvopnun og vopna- eftirliti. Þar til samkomulag næst milli austurs og vesturs um al- gera afvopnun og varanlegan frið, þurfa varnir Atlants- hafsbandalagsins að vera nægilega sterkar til þess að geta staðist hvers kyns vopn- aða árás, en NATO er varnarbandalag og mundi sam- kvæmt því aldrei beita neins konar vopnum að fyrra bragði. Yfirlýsingar Sovétmanna og Kínverja um að beita ekki kjarnorkuvopnum að fyrra bragði eru mjög mikilvægar. Samningaumleitanir um afvopnunarmál er þýðingar- mesta verkefni núverandi kyn- slóðar. Nauðsynlegt er, að allar þjóðir heims gerist aðilar að samningum frá 1. júlí 1968 um bann við útbreiðslu kjarnorku- vopna og framfylgi honum bókstaflega, því að stórveldin munu aldrei semja um afvopn- un, ef hönd getur selt kjarnorkuvopn hendi. Takist að finna viðeigandi og varan- lega lausn allra þessara vanda- mála um afvopnun og vopna- eftirlit munu afkomendur okkar eiga möguleika á að njóta friðar og öryggis án þess að eiga á hættu að þurfa að óttast hörmungar nútíma styrjalda. Einnig verður þá hægit að verja auknum fjár- munum til uppbyggingar at- vinnuvega og útrýmingar eymdar og vesaldóms í heimin- um. Þegar von um afvopnun er látin í ljós verður ekki hjá því komist að hafa í huga hið al- varlega ástand alþjóðamála, sem nú ríkir. Nægir að nefna ástandið í Mið-Austurlöndum, þar sem árásaraðgerðir, styrj- aldir og friðrof eru daglegir viðburðir. Taka verður tillit til þess, að stórveldin hafa hags- muna að gæta í öllum heims- hlutum og gefa verður gaum að vandamálum þriðja heimsins, því að Norðurálfan getur ekki til lengdar búið við velmegun á sama tíma og suðurheimshlut- inn býr við fátækt, sult og sjúkdóma. Þegar allt kemur til alls er friðurinn í raun ódeilan- legur, enda nær áhrifasvið risaveldanna nú yfir víða ver- öld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.