Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ1982 Reykjavík — Akureyri: Styttir leiðina um 45 km að fara Grjótháls Á TÍMUM orkukreppu og benzín- sparnaðar vilja menn fara stytztu leiðína til þess að spara sem mest og eyða sem minnstu. Margir eru þeir, sem þurfa að leggja leið sína milli Norðurlands og Vesturlands um Holtavörðuheiði. Gjarnan er tekið til þess, hve langt er á milli höfuðstaða Norður- og Suðurlands. Með til- komu sumarvcgar yfir Grjótháls, milli l>verárhlíðar og Norðurárdals, þá er unnt að stytta leiðina um 45 km., sé farið um Dragháls, Hestháls, upp Bæjarsveit, yfir Hvítá hjá Kljá- foss og yfir í Þverárhlíð. Að sögn Elísar Jónssonar, rekstrarstjóra Vegagerðar ríkis- ins í Borgarnesi, þá hafa þeir verið að lappa upp á veginn yfir Grjót- háls undanfarið, svo hann er fær öllum minni bílum yfir sumartím- ann. Það var vegarslóði þarna yfir en núna er þetta vel fært. Er farið af Þverárhlíðarvegi brúna yfir Litlu-Þverá, þar sem stendur Grjót 525. Sá vegur ekinn inn und- ir bæinn Grjót og beygt þar af veginum upp á Grjótháls. Þar er skilti sem stendur á Hóll 525. Þá er ekinn vegurinn yfir Grjótháls, sem er um 6 km langur og komið á Norðurárdalsveg við Hafþórs- staði. Séu menn að koma að norð- an, þá beygja þeir af „eittvegin- um" hjá Króki í Norðurárdal, fara framhjá Hóli og beygja þar til vinstri hjá skilti Grjót 525. EIís sagði þessa leið vera fallega þar sem horft væri niður í Þver- árhlíðina eða Norðurárdalinn, sem ekki gæfist annars staðar tæki- færi til. Þessi stytting væri veru- leg, og því sjálfsagt fyrir menn að notfæra sér þessa leið. Menn styttu gjarnan leið sína um 30 km með því að fara Dragháls og Hestháls, en með því að fara upp Bæjarsveit yfir Hvítá hjá Kljá- fossi, og fara ekki yfir Norðurá hjá Haugum, heldur yfir Grjót- háls þá stytti það leiðina um 15 km svo þarna væru þá komnir 45 km samtals. Bátur frá Bátasmiðju Guðmundar á athafnasvæði Snarfara viA Elliðaárvog. I.jósm. Mbl. ()l. K. Magn. Bátasmiöja Guðmundar: Hraðskreiður handfærabátur HJÁ bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði hefur verið gerð ný út- færsla á bát, sem gerir það að verkum að hann er hraðskreiðari heldur en aðrir álika. Að sögn Guðmundar Lárus- sonar, er unnt að taka í hann eitt tonn af afla án þess að hann missi niður mikinn gang. Tómur gengur hann um 30 mílur en með tonnið, gengur hann um 26 míl- ur. Lengdin á Drífu er 6 metrar og er báturinn 2,66 rúmlestir. Er báturinn knúinn 136 hestafla vél frá „Vélar og Tæki". Er það BMV díselvél 439 kg. Sjálfur vegur báturinn með vél um 1.400 kg og fólksbíll getur dregið hann upp. Þessi bátur er allur úr trefja- plasti og hugsaður fyrir menn, sem eru á handfæraveiðum um kvöld og helgar. 4 menn geta set- ið í honum og tveir sofið. Kostar báturinn frá 60 þús. Skálholtshátíð á sunnudaginn — fyrsta vísitasía biskups hefst í Árnesprófasts- dæmi að hátíðinni lokinni SKÁLHOLTSHÁTÍÐ verður i sunnudag, 25. júli. Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, prédikar við hátíðarmessu, dr. Sigurður Páls- son, vígslubiskup, Sr. Sveinbjórn Svcmbjörn.sson, prófastur, og sr. Guðmundur Óli Ólafsson þjóna fyrir altari. Meðhjálpari er Björn Erlends- son. Jón Sigurðsson og Lárus Sveinsson leika á trompet, Jón H. Sigurbjörnsson á flautu og organ- leikari verður Haukur Guðlaugs- son. Skálholtskórinn syngur, söng- stjóri Glúmur Gylfason. Dr. Róbert S. Ottósson raddsetti eða hljómsetti alla þætti messunnar. Að lokinni Skálholtshátíð hefst —*"*í~T"~ 3 Árbók Akureyrar 1981 er komin út *~* fyrsta vísitasía Péturs Sigurgeirs- sonar í Arnesprófastsdæmi. Ferðir á Skálholtshátíð verða frá Umferðarmiðstöðinni klukkan 11 á sunnudag og til baka að aust- an klukkan 18. Kaffiveitingar verða í matsal skólans. Að lokinni messu verður sam- koma í kirkjunni, þar verður sam- leikur á flautu og orgel, kórsöng- ur, ritningarlestur og bæn, al- mennur söngur og Gísli Sigur- björnsson forstjóri mun flytja ræðu. Hjá Bókaforlagi Odds Björns- sonar er nýútkomin Árbók Akur- eyrar fyrir árið 1981 og er það annar árgangur bókarinnar. Árbók Akureyrar er 216 blað- síður og mikill fjöldi ljósmynda af flestum helstu atburðum á Akur- eyri árið 1981 er í bókinni, alls yfir eitt hundrað myndir. Ritstjóri bókarinnar er Guð- brandur Magnússon blaðamaður og segir hann m.a. í formála: „Með útgáfu Árbókar Akureyr- ar er Bókaforlag Odds Björnsson- ar að skrá sögu Akureyrar sam- tímans. Það hefur lengi staðið til að skrifa sögu Akureyrar fortíðar- innar, gerðar hafa verið ályktanir í bæjarstjórn, haldnar ráðstefnur „Titanic fórst einnig í íshafi" Eldurinn í skemmtiferðaskipinu Evrópu á dögunum stórmál í þýzkum blöðum í gær llamhorg, 22. júlí. ÞÝSKIR fjölmiðlar greindu í dag frá eldi um borð i stolti þýzka flot- ans, Evrópu, er skipið var statt 4,8 sjómílur undan strönd íslands fyrir nokkru, en frá þessu hefur verið sagt í fréttum hérlendis. í stærsta blaði Þý/.kalands, Bild, er óhappið aðalfrétt dagsins og þar er greint frá eldsvoðanum undir fyrir- sógninni: „Eldur og ringulreið um borð í draumaskipinu Evrópu." I Hamburger Abendblatt segir hins vegar skipstjórinn, Werner Boels, að hvorki farþegar, áhöfn né skipið sjálft hafi verið í hættu er eldur brauzt út við skammhlaup í aðal- raflögn skipsins. Vegna skammhlaupsins segir í Bild Zeitung, að tölvustýrt aðal- rafkerfi Evrópu hafi slökkt á sér, en ratsjá og loftskeytasam- band gekk fyrir neyðarafli. Bild segir svo frá atvikinu: „Skipstjóri Evrópu, Werner Boels (58), vakti 600 farþega skipsins með hátalarakerfinu: „Gjörið svo vel að klæðast og fara út á ganga skipsins. Eldur hefur gert vart við sig í vélar- rúmi. Vinsamlegast haldið ró ykkar." úti blés sex hnúta vindur yfir sex metra háum öldum Norður-Atlantshafsins. Hvorug skipsvélanna bærði á sér. Það var kyrrt en megnan þef brennds gúmmís lagði um ganga Evrópu. Nokkrir farþegar höfðu farið í björgunarvesti. Konur hrópuðu og skelfdir eiginmenn hlupu á eftir þeim. Margir höfðu farið í tvenn föt. Aðrir farþegar sátu niðurlútir hjá hálffrágengnum töskum sínum. Einn farþeganna fékk grát- kast og kona ein öskraði, að Tit- anic hefði einnig farist í íshafi. Eftir tvær klukkustundir réð áhöfnin niðurlögum eldsins. Skipstjórinn bauð gestum veit- ingar og hið 35.000 tonna skip hélt með 20% vélarafli til hafnar í Reykjavík þar sem viðgerð fór fram. Skipafélagið Hapag-Lloyd sendi flugvél með varahluti frá Bremen, 600 kíló af rafmagns- köplum og farþegar fengu tvo daga endurgreidda vegna við- gerðarinnar í Reykjavík." . - IJ og fundir, en ekkert orðið úr fram- kvæmdum." Og síðar segir hann: „Sumir halda því fram að til- gangslaust sé að rýna aftur í for- tíðina, það sem gildi hafi sé að hugsa fram á við. Þetta er mis- skilningur. Þekking á fortíðinni er okkur nauðsynleg til að við getum notfært okkur reynslu og þekk- ingu genginna kynslóða til fram- tíðaruppbyggingar. Þannig getur sagan hjálpað okkur." í Árbókinni eru fréttir sem tengjast Akureyri raktar í tíma- röð, en einnig eru í bókinni grein- ar um ýmis málefni sem hátt bar á árinu. Þar eru m.a. greinar um verkmenntaskóla, fjallað er um launadeilu fóstra við bæjaryfir- völd, greint er frá undirbúningi kvennaframboðsins, sagt frá biskupskosningu séra Péturs Sig- urgeirssonar og prestskosningum sem fylgdu í kjölfarið. í kafla um atvinnulífið er greint frá rekstri Slippstöðvarinnar, skýrsla um sjávarútvegsfyrirtæki í bænum, vikið er að verslunarmálum, iðn- aði og sérstök grein er um samvinnuhreyfinguna. í menningarkaflanum er t.d. sagt frá tilraun til útgáfu ópólitísks fréttablaðs, undirbúningi þess að stofna útibú Ríkisútvarpsins á Rínte OG iwkhi , tó\S ÁKS. ,imwocj vmwuvi 1981 Akureyri, taldar eru upp allar bækur sem út komu á Akureyri, leikdómur séra Bolla Gústavs- sonar í Laufási um Jómfrú Ragnheiði er þarna, yfirlit mynd- listasýninga og tónleika. Sérstak- ur kafli er um íþróttir þar sem vikið er að flestum greinum. Einnig eru greinar um hesta- mennsku, bridge og frímerkja- söfnun. Látinna Akureyringa er getið og fleira sem of langt mál yrði upp að telja. Þeir sem þess óska geta pantað Árbók Akureyrar frá Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri. FrélUIilkynning. Raðsmíðaáætlun ríkisstjórnar: Aðeins 5 sóttu um lán til smíða á 8 vertíðarskipum SV() VIRÐIST sem áhugi manna til að láta smíða ný skip innan- lands fari nú minnkandi, þar sem mjög fáir sóttu um að fá að láta smíða skip eftir raðsmíðaáætlun ríkisstjórnarinnar, en þau skip, sem áætlað er að smíða, eru á þriðja hundrað tonn að stœrð og eru hugsuð sem endurnýjun á vertíðarflotanum. Upphaflega hafði ríkisstjórn- in áætlað að 10 skip af þessari stærð yrðu smíðuð hjá íslenzk- um skipasmíðastöðvum á næstu tveimur árum, en stjórn Fisk- veiðasjóðs ákvað að binda lán- veitingar til nýsmíðinnar við 8 skip. Atti að lána til smíði fjög- urra skipa á þessu ári og 4 skipa á næsta ári. Snemma sumars var auglýst eftir lánsumsóknum og rann umsóknarfrestur út hinn 15. júlí síðastliðinn. Sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk í Fiskveiða- sjóði í gær, þá voru það aðeins 5 aðilar, sem sóttu um lán til smíði á þessum 8 skipum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.