Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ1982 23 Halldór Þorsteins son - Sjötugur Hann er sjötugur í dag, fæddur á Stöðvarfirði 23. júlí 1912, sonur Þorsteins Mýrmanns, bónda og kaupmanns þar, og konu hans, Guðríðar Guttormsdóttur prests Vigfússonar, valinkunnra og merkra heiðurshjóna. Halldór hefur lagt gjörva hönd á margt um dagana, svo eftir hef- ur verið tekið og hvergi sparað kraftana, drengur góður og sómi sinnar samtíðar. Á uppvaxtarár- um vann hann að hinum margvís- legu störfum, sem til falla í litlu sjávarplássi, þar sem nokkur ræktun og landbúnaður eru stund- uð jafnhliða fiskveiðum og þar til- heyrandi umsvifum. Hefur sú margþætta lífsreynsla reynst mörgum unglingunum giftudrjúg undirstaða manndóms og þroska, þó skólalærdómur, eins og nú tíðk- ast, væri ekki ýkja mikill, í mán- uðum og árum talinn. Um tvítugsaldur stundaði Hall- dór nám við Hvítárbakkaskólann og einnig við héraðsskólann í Reykholti, svo sem var úrræði margra ungmenna, er eigi hugðu á langskólanám, sem svo var kallað, eða höfðu aðstöðu til slíkra hluta. En vel má Halldór hafa nýtt þessa skólagöngu, því næstu fjögur árin er hann settur barnakennari í jafnmörgum fræðsluhéruðum, síð- ast í Þverárhlíð í Mýrarsýslu, og er mér persónulega kunnugt um, að hann leysti þau annars erfiðu verkefni, hvað aðstöðu snertir, með miklum ágætum, og það munu nemendur hans vera mér sammála um. En það átti þó ekki fyrir Halldóri að liggja, svo sem þeim er þetta ritar, að eyða allri ævinni við kennslustörf, því hann fluttist til Akraness, lauk þar iðnskólaprófi og starfaði um skeið sem vélvirki hjá þeim kunna athafnamanni Þorgeiri Jóseps- syni, sem þá var í blóma lífsins, þó nú sé nýlega áttræður. Var Hall- dór þar vel látinn, enda verkmað- ur góður og vel að sér í því fjöl- þætta fagi. Á Akranesi tók Halldór mikinn þátt í félagsmálum og starfaði mikið fyrir sinn flokk, sem ég ætla, að þá hafi heitið Sósíalista- flokkur, en i þeim málum áttum við mágar harla litla samleið, var enda ekki laust við nokkrar ýf- ingar um menn og málefni; en það er önnur saga, sem ekki verður rakin hér, skyggði enda ekki á vinsamleg fjölskyldutengsl. Eftir að Halldór flutti til Reykjavíkur hefur hann tekið sér margt fyrir hendur, svo sem versl- unarstörf ýmiss konar, bókband, myntsöfnun og gott bókasafn á hann og vel um gengið. Halldór er kvæntur Ruth Guð- mundsdóttur frá Helgavatni, listhneigðri ágætis konu, en synir þeirra eru Sigurður húsasmíða- meistari, starfsmaður hjá Reykja- víkurborg, og Birgir, kaupmaður í Reykjavík. Nú til dags þykja 70 ár ekki hár aldur á landi voru, og ætla ég að Elli kerling eigi enn langt í land að koma Halldóri á kné, eins og Þór forðum, enda hefur hann allt- af svo mikið fyrir stafni, og hefur reyndar alltaf haft, að hann gefur sér engan tíma til að eldast, og vonum við vinir hans og vanda- menn, að svo verði enn um langt skeið. Guðmundur Björnsson. Ótrúlegt en satt. Ekki er ég því óvanur í samskiptum við Halldór hinn, eins og við vinir hans köllum hann, að hann sé með hælana þar sem ég hef tærnar. Kemur það til af mörgu. I þetta skiptið er það útlitið sem blekkir mig. Lífsstíll hans er orsökin. Hann er og var sérstæður. Til dæmis það, þá minnist ég þess að hann sagðist ekki hafa efni á því að vinna eftir- vinnu vegna þess að lífið væri of stutt til þess að sinna slikum hé- góma. Skiljanlegt þeim er vissu, að hann var einn af höfuðpaurum þeirrar hugsjónar að fá átta stunda vinnudag lögleiddan. Ekki þykir mér það ólíkleg ástæða fyrir einni af fáum rúnum er rista and- lit félaga míns Halldórs eftir ára- langa baráttu þar um, að hún sé til komin fyrir þá sök hve langt er í það í dag að sú hugsjón náist. Halldór varð fyrstur manna er ég þekkti til að taka sér sumarfrí og það þótt orlofsfé væri ekki í umslaginu. Hann vissi sem var að menn keyptu ekki hamingju fyrir pen- inga. Hann hafði um það mörg og stór orð hve sjálfsagt þetta væri, og það svo að gárungar töldu til- gangslaust að taka af honum blóðprufu, þar kæmi ekkert nema loft. En Halldór brosir af hógværð í dag. Mannlífið sjálft er hans garður. Þar unir hann sér vel við að hlúa að smáblómum án þess að skerða styrk þeirra, er veita skjól. En þær plöntur er óheftar og á frjálsan hátt vilja þekja allan garðinn og í daglegu tali kallast arfi, beitir Halldór sterkum rök- um. Það er hans tröllamjöl. Ég er þakklátur fyrir kynnin í gegnum árin, heimilisvináttu á báða bóga. Svo elskuleg og skemmtileg eiginkona, já það dregur margur dám af sínum sessunaut. Það er nú það. Fyrir- gefðu útúrdúrinn, ég er að hugsa um hana Rut. Það er margs að minnast. Halldór virðir staðreyndir og vill nakinn sannleika. Hann stundar lækinn daglega, virðir fyrir sér og hugleiðir um leið allt um endurholdgun rifbeinsins fræga og brosir að, efniviðurinn hefur reynst betur en hann bjóst við. Æsingalaust ekur hann lífs- brautina og fyrir kemur að hann fari öfugu megin yfir blindhæð. Það hefur ekki sakað, og það er fjarri Halldóri að þakka sér það, en táknrænt fyrir okkur félaga hans, að það þykir eðlilegt með Halldór hinn. Þó gleði og kátína sé í kringum Halldór þá sækir hann mál sín af ótrúlegum þunga af manni sem er svo léttur á bárunni sem hann. Því segi ég um leið og ég býð þér gott kvöld. Haltu þessu áfram félagi Halldór. Hláturinn er heilsulind, sem við gömlu félag- arnir munum sækja í sameiginleg- ar minningar. . Halldór Backman í sólmánuði fyrir réttum tveim áratugum settum við Þórleifur heitinn Bjarnason saman kvæð- iskorn um vin okkar ágætan, sem fimmtugur varð um þær mundir, Halldór Þorsteinsson. Nú er snill- ingurinn Þórleifur farinn veg allr- ar veraldar, tregaður meira en títt er, svo að ekki verður kveðið að sinni. Halldór ætti það hins vegar margfaldlega skilið að um hann væri ort sjötugan, jafnvel heil drápa. — í streitusamfélagi vorra tíma, þar sem tískuvindar skekja og hrekja mannfólkið og sú er æðst hugsjón margra að verða stöðluð eftirmynd einhvers sem auglýsingamennskan hefur prakk- að upp á þá og þeir halda að sé „nútímalegt", fækkar með ári hverju þeim mönnum sem þora að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir, gefa sýndarmennskunni langt nef og binda bagga sína öðr- um hnútum en staurblind meðal- mennskan hvað sem „heimskan og heimurinn" segja. Einn slíkra er Halldór Þorsteinsson sem þó verð- ur að láta sér nægja órímaðan greinarstúf þessu sinni. Halldór Þorsteinsson er Aust- firðingur og skammast sín ekkert fyrir það. Á hinn bóginn dvelst hann nú löngum stundum norður í Skagafirði og virðist una þar hag sínum allvel enda svipar honum til góðra Skagfirðinga um frjáls- mannlegt fas og það glaðværa hispursleysi sem seint verður tengt minnimáttarkennd. Um langan aldur stóð heimili hans á Skipaskaga. Því verður kveðið fyrrum: „Arla moruuns, köld um kvöld kætli S4>rgum hrellda lýdi heims á torgum hálfa öld llalldór Horgarfjardarprýói." Og að liðnum tveim áratugum síðari aldarhelmings hans er enn kveðið: „Marga bleikju ber á land, býsl til leikja, hress og snarpur, lítur hreykinn heimsins stand llalldór Keykjastrandargarpur." Halldór Þorsteinsson er prýði- lega lesinn í íslenskum bókmennt- um og næmur á hvar feitt er á stykkinu. Einkum er hann vel heima í skáldskap nafna síns, Laxness. Fáa hef ég heyrt lesa betur upp úr verkum Nóbels- skáldsins, að því sjálfu slepptu. Jafnan hefur ríkt góður skilningur milli þeirra Sumarhúsabónda og Halldórs og Kristsbóndinn á Rein er honum kunnari og nákomnari vinur en flest það sýndarfólk sem sprangar um stræti á tuttugustu öld. Halldór Þorsteinsson er „það sem kallað er á útlendu máli sósíalist” svo að vitnað sé til um- mæla annarrar þekktrar pærsónu, Péturs nokkurs Þríhross. Þó hefur mér löngum þótt á skorta að hann gerði sér nógsamlega glögga grein fyrir ofurveldi áfengisauðvaidsins og einkum og sér í lagi því, hvern- ig það notar leigða leppa sína til að móta viðhorf manna við þessu vímuefni. Ekki er þó alls örvænt um að með aldrinum öðlist hann skarpskyggni til að sjá gegnum blekkingavef Bakhúsþrælanna þótt fagurt mæli þeir í fláráðri fá- visku sinni og sjálfumglöðu hugs- unarleysi. „Strákar hafa stærsta lukku“, var löngum sagt. Og ekki veit ég hvernig nú væri komið fyrir Hall- dóri ef honum hefði ekki tekist ^ð krækja í hana Rut. Oft brýndum við Þórleifur það fyrir honum að vera haítvís við konur og fara eft- ir fyrirmælum Rutar í einu og öllu. Mér þykir ástæða til að ítreka þá lífsreglu enn í þeirri von að honum aukist siðferðisþroski á áttunda tugnum. Teldu þó kannski ýmsir aðdáendur hans að ekki væri á bætandi í þeim efnum. Það er gott að vera með Rut og Halldóri. Þau eiga þá greind sem gleður, þá hlýju sem vermir leng- ur en samfundir vara og hugarfar ómengað þeirri illgirni og öfund- sýki sem sagt er að eigi annars staðar rætur en á Austfjörðum og í Borgarfirði. Við hjónin þökkum þeim allar góðar stundir, biðjum um fleiri slíkar og þeim blessunar Guðs í bráð og lengd. Olafur Haukur Árnason EFÞAÐERFRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU ISUZU TR00PER Hiólhaf Heildarlengd Breídd Veqhæð Eigm þyngd Isuzu I MMC TrooperPajero Scout 26501 2350 43801 3920' 1650 1680 225 235 18001 1880 1290 1Í95 '77 Bronco Zuzuki| 4220 1770 193 1660 386á| 1755] 1460 2061 240 1900l 1700 1615 855“ Við viljum vekja athygli á þvi aö í samanburðartöflu þeirri sem fylgt hefur auglýsingu um Isuzu Trooper aö undanförnu eru þvi miður tvær skekkjur. önnur varðar hæð yfir vegi og hin heild- arlengd bílsins. Viö biöjumst hér með afsökunar á þessum mis- tökum og birtum jafnframt töfl- una leiörétta. TROOPER Orðið jeppi hefur frá fyrstu tíð merkt sterkbyggð bifreið með drifi á öllum hjólum sem hentar jafnt á vegi sem vegleysum og er einnig voldugt vinnutæki. Isuzu uppfyllir allar þessar kröfur og gerir enn betur því hann kemur til mótsvið kröfur nútímans um þægindi aksturseiginleika og orkusparnað. Isuzu Trooper er enginn hálf-jeppi. Það eina sem er hálft hjá Isuzu T rooper er verðið sem er aðeins helmingsverð sambærilegra vagna. Isuzu T rooper er: Aflmikill en neyslugrannur Harðger en þægilegur Sterkbyggður en léttur Isuzu Trooper hentar jafnt til flutninga á fólki sem far- angri. Isuzu Trooper má fá hvort heldur með bensín- eða diselvél. Sérgrein Isuzu bílaframleiðendanna er gerð pick-up bíla með drifi á öllum hjólum og einnig hönnun vöru- bifreiða og vinnuvéla. Við hönnun Isuzu Trooper hefur verið beitt allri þeirri reynslu og tækni sem hefur aflað Isuzu pick-up heims- frægöar og vinnuvélum og vörubifreiðum Isuzu alþjóð- legrar viðurkenningar. Því til viðbótar kemur svo glæsileiki búnaðar banda- rísku GM verksmiðjanna. Af því leiðir að Isuzu Trooper er í engu ábótavant hvort heldur sem voldugu vinnu- tæki eða veglegum ferðavagni. ■I Hringið og aflið upplýsinga, við greiðum símtalið. Trooper í tómstundum. ' Trooper til allra starfa. isuzu $ VÉIADEILD á o >• oonnn Armúla3 C 38900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.