Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ1982 Hólmfríður Zoéga — Minningarorð Fædd 5. maí 1894 Dáin 8. júlí 1982 í dag er til moldar borin Hólmfríður Geirsdóttir Zoega, ekkja Geirs G. Zoega, fyrrverandi vegamálastjóra, en hún andaöist 8. þ.m. eftir að hafa átt við lang- varandi heilsuleysi að stríða. Hún var fædd á Vesturgötu 7 í Reykjavík, 5. maí 1894, og voru foreldrar hennar Geir Jóhannes- son Zoéga útgerðarmaður og seinni kona hans Helga Jónsdóttir frá Ármóti í Flóa. Systkini Hólmfríðar voru Kristjana, Guð- rún og Geir, en auk þess átti hún hálfsystur af fyrra hjónabandi Geirs, Kristjönu. Á heimili þeirra ólust og upp frændur þeirra, Geir T. Zoéga, síðar rektor og Helgi Zoéga kaupmaður. Geir var um langt skeið einn mesti athafnamaður bæjarins, gerði út fiski- og kaupskip og rak verslun, auk þess sem hann greiddi götu erlendra ferðamanna um landið. Börn hans voru því alin upp við umsvif og annríki, sem reyndist þeim gott vegarnesti á lífsleiöinni. Kristjana giftist John Fenger kaupmanni. Guðrún Magnúsi Jochumssyni póstmeist- ara, Geir kvæntist Halldóru Ólafsdóttur, en hálfsystirin Kristjana giftist Þorsteini Thor- steinssyni kaupmanni. Bróðirinn Geir tók við mestum umsvifum af föður sínum látnum og lifir nú einn þeirra systkina. Hólmfríður bjó sig undir hlutskipti sitt með göngu í Kvennaskólanum í Reykjavík og námi í hannyrðum og matreiðslu í Damörku. Þann 18. nóvember 1916 gekk hún að eiga Geir G. Zoéga frænda sinn, en hann varð vega- málastjóri árið 1917 og gegndi því starfi til 1956, auk fjölda trúnað- ar- og stjórnarstarfa. Hann lést 4. janúar 1959. Þau hjónin reistu sér stórt og veglegt hús að Túngötu 20 í Reykjavík og bjuggu þar meðan Geir lifði. Þau voru þó búin að gera ráðstafanir til að eignast nýtt heimili við Laugarásveg, en Geir dó áður en það var tilbúiö, en skömmu • eftir hans dag flutti Hólmfríður þangað og bjó þar meðan henni entist heilsa til. Heimili þeirra hjóna á Túngötu var eitt hið myndarlegasta í bæn- um og búskapurinn í samræmi við það, enda Zoéga-fjölskyldan stór og samheldin og þau hjón vin- mörg. Á því heimili sómdi Hólmfríður sér vel og reyndist fyrirmyndar húsmóðir. Var þar oft erilsamt enda starf Geirs ekki unnið á vanalegum vinnutíma einum. Framan af var og Vegamála- skrifstofan til húsa á Túngötu 20, en það jók á eril og gestakomur. Kom sér vel að Hólmfríður var létt i lund og átti auðvelt með að laga sig að þeim brag sem fylgdi störfum Geirs. Þrátt fyrir annríki gat hún oft komið því við að ferðast með manni sínum þegar hann lagði land undir fót og gilti þá einu hvort fara þurfti á hestum, meðan ekki var akfært, eða akandi síðar meir. Hafði hún mikið yndi af þessum ferðum, sem voru henni kærkomið tækifæri til að kynnast landi og þjóð. Þau hjónin eignuðust sex börn, sem eru: Helga sem dó úr berklum 15 ára gömul, Bryndís tvíbura- systir hennar, forstöðukona Drafnarborgar, Geir Agnar fram- kvæmdastjóri ísaga hf., kvæntur Kristínu Nathanelsdóttur, Gunn- ar löggiltur endurskoðandi kvænt- ur Hebbu Herbertsdóttur, Áslaug, sem starfar hjá borgarfógeta gift Gunnlaugi Pálssyni arkitekt og Ingileif Sigríður kennari, ekkja Jóns Magnússonar skrifstofu- stjóra. Öll lifa börnin móður sina nema Helga og fylgja henni til grafar í dag ásamt mökum og börnum. Ég átti þess kost að kynnast Hólmfríði, bæði vegna tengsla minna við fjölskyldu hennar, en ekki síður hins að þegar ég hóf störf hjá Vegagerðinni 1946 var ekki nægilega stórt húsnæði í Arnarhvoli fyrir allt starfsliðið og var þá komið upp vinnuaðstöðu fyrir okkur Helga Árnason verk- fræðing á Túngötu 20. Reyndist Hólmfríður okkur afburða vel og leit á okkur sem heimamenn með- an við unnum þar. Drukkum við jafnan með henni síðdegiskaffið í stofu hennar í besta yfirlæti og hræddur er ég um að kaffitímarn- ir hafi stundum verið lengri en Iög og reglur gera ráð fyrir. Hólmfríð- ur var ræðin og fróð, hafði lesið mikið og lagði að okkur Helga að lesa þær bækur, sem henni þótti mikið til koma. Erum við Helgi í þakkarskuld við hana, en vinátta sú sem þarna var stofnað til entist meðan Hólmfríður lifði. Eftir því sem aldurinn færðist yfir Hólmfríði, hrakaði heilsu hennar og lífið varð henni æ erfið- ara. Kom þá í Ijós, sem oft áður, að börnin eru dýrmætasta eignin. Önnuðust þau hana af mikilli kostgæfni meðan hún gat verið heima og þá fyrst og fremst Ás- laug og fjölskylda hennar sem bjuggu í næsta nágrenni Hólm- fríðar. Við Bryndís kveðjum nú Hólmfríði i hinsta sinn og sendum bróður hennar og börnum samúð- arkveðjur. Snæbjörn Jónasson Æskuminningarnar rifjast upp við andlát frú Hólmfríðar Zoéga. Ég var víst ekki nema 10 eða 11 ára þegar ég sá hana fyrst. Tví- burarnir Helga og Bryndís, elstu börnin hennar urðu kunningjar mínir á götunni. Þær voru best klæddu telpurnar í nágrenninu og báru handavinnu mömmu sinnar utaná sér.Ég bað þær að lána mér annan vöflusaumaða sirskjólinn sinn handa mömmu minni að sauma eftir. Þegar ég kom að sækja hann vildi Hólmfríður endi- lega lána mér heklaða kápu líka og brosandi fékk hún mér þetta og bað mig að koma sem fyrst aftur að leika mér með stelpunum. Seinna urðum við tvíburarnir bekkjarsystur í gagnfræðaskóla. Húsið í Túngötu 20 var með stærstu og glæsilegustu húsum í Reykjavík, garðurinn stór með trjám og blómaskrúði, en gríð- armikið rifs umkringdi hann og gaf í aðra hönd tugi kílóa af rifs- berjum. Hænsnin í horninu á bak við húsið. Heimilið var jafnglæsi- legt, og oft var þar tekið á móti þjóðhöfðingjum og öðru fyrirfólki. En það var líka tekið á móti krökkum í Túngötu 20 og þau virt- ust aldrei vera fyrir. Hólmfríður átti það sammerkt með systrum sinum, Kristjönu Fenger og Guð- rúnu Zoéga að hafa einstakt um- burðarlyndi gagnvart börnum og unglingum. Þær báru í bætifláka fyrir unglinga og höfðu alltaf eitthvað gott að segja um þá, skildu þá og vernduðu ef einhver hafði hlaupið í gönur. Og þó þær væru stundum kallaðar íhalds- samar, voru þær afar oft miklu víðsýnni en við hin í þeim efnum. Ég held að Hólmfríður hafi verið á undan sínum tíma að mörgu leyti. Hún hugsaði rnikið um hollt og gott viðurværi, meira en þá tíðk- aðist, en ekki bara handa börnum sinum og heimilisfólki, heldur líka öllum þeim börnum og unglingum sem komu til hennar og þáðu góð- gerðir, og eru margar slíkar veisl- ur eftir leikfimi í gömlu kaþólsku kirkjunni ógleymanlegar. Þá hjónin urðu fyrir þeirri sorg að missa elstu dóttur sína, Helgu, annan tvíburann, 15 ára gamla, árið 1932. Sumarið sem hún lá banaleguna var ég hjá henni dag- lega; ég held ég hafi prjónað og heklað utanum öll herðatré sem til voru heima hjá mér og víðar, þetta sumar. Helga dó um haustið rétt áðuren við hin áttum að byrja í skólanum, hún var fyrirmynd allra og alltaf dúxinn í bekknum. Eftir þennan reynslutima varð ég nákomnari Hólmfríði en gengur og gerist um mömmur og vinkon- ur, og kynntist mörgum bestu kostum hennar. Hún var æðrulaus og bjartsýn, glaðleg og ákaflega bóngóð. Ég gleymi aldrei hvað ég varð hissa þegar Bryndís, þá nýkomin heim til landsins frá fóstrunámi, og var að útbúa eitt fyrsta barna- heimilið í Reykjavík á vegum Sumargjafar. Hún fór í kjallarann heim hjá sér og tók saman bók- staflega allt sem þar var I geymslu, of lítil rúm systkinanna, dýnur húsgögn og fatnað og sagði bara við mömmu sína: þetta vantar á barnaheimilið. „Jæja góða,“ sagði mamma hennar, og það var kallað í vörubíl að flytja góssið. Hólmfríður Zoéga var í senn virðuleg og alþýðleg kona, hafði fallegt bros og einstaklega unglegt og frísklegt andlit, og hún hélt því útliti frammá elliár. Ég þakka henni í huganum ógleymanlegar stundir frá æskuárunum og oft síðan. Blessuð sé minning hennar. Auður Sveinsdóttir + Eiginkona mín og móöir okkar, ANNA ASLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR, Drópuhlíö 47, lézt í Landspítalanum aö kvöldi 20. þ.m. Árni Guömundsson og börn. + Ástkær eiginmaöur minn, faöir, sonur okkar og bróöir, JÓN ÞRÖSTUR HLÍÐBERG, lést af slysförum 20. júlí sl. Arndís Björg Sméradóttir, Smári Jónsson, Unnur Magnúsdóttir, Haukur Hlíöberg og systkiní hins látna. + Konan mín, móöir og dóttir okkar, LÍNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR, Furugrund 58, andaöist í Landspitalanum 16. júlí. Jaröarförin fer fram frá Kópa- vogskirkju mánudaginn 26. júlí kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. Óttar Geirsson, Hrafn Óttarsson, Hjördís Guömundsdóttir, Magnús Sörensen. + Orö fá ekki lýst þakklæti okkar til allra, sem styrktu okkur og studdu viö fráfall RAGNHEIDAR ARADÓTTUR. Guö blessi ykkur. Siguröur Þ. Guömundsson, Erna Aradóttir og Böövar Jónasson. + Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför ÞÓRHALLS ÞORGEIRSSONAR, Miótúni 18, Selfossi. Svafa Björnsdóttir, Höröur Þórhallsson, Halldóra Katrín Guöjónsdóttir, Erla Þórhallsdóttir, Ástráöur Ólafsson og barnabörn. + Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, BJARTMARS BALDVINSSONAR, Sandhólum, Tjörnesi. Guðný Sigvaldadóttir, Baldur Bjartmarsson, Kristín Kristjánsdóttir, Sigrún Bjartmarsdóttir, Sigurjón Ingimarsson, Margrét Bjartmarsdóttir, Sveínn Egilsson, og barnabörn. + Viö, börn HELGU KRISTJÁNSDÓTTUR, þökkum af alhug hluttekningu og samúö, sem allir sýndu okkur viö andlát og útför hennar. Ástríöur Guömundsdóttir, Hólmfríóur Guömundsdóttir, Siguröur Þ. Guömundsson, Gylfi Guömundsson, Þorbjörg Guömundsdóttir, Gerður G. Bjarklind. Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát feög- anna SIGUROAR GUOMUNDSSONAR OG GUÐMUNDAR SIGURÐSSONAR frá Kolsstööum, Hvítársíðu. Sérstakar þakkir færum viö sveitungum þeirra. Ingigeröur, Jakob, Siguröur, Margrét, Oddný, Jón, Bergur, Jónína, Ragnheióur, Þorkell, Þorbjörg, Siguröur, Eygló, Ásgeir, Erla. + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför manns- ins míns, fööur, tengdafööur og afa, AXELS KRISTJÁNS EYJÓLFSSONAR málara, Leifsgötu 23. Sérstakar þakkir færum viö læknum og starfsfólki Landakotsspít- ala, deild 1-A. Sigríöur Bryndís Jónsdóttir, Eyrún Jóna Axelsdóttir, Birgir Símonsson og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda hluttekningu og vinarhug vegna fráfalls SUMARLIÐA SIGMUNDSSONAR, Borgarnesi. Guðríöur Halldórsdóttir, Sigfús Sumarliöason, Helga Guömarsdóttir, Gísli Sumarlióason, Elsa Arnbergsdóttir, Aöalsteinn Björnsson, Margrát Helgadóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.