Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1982 Einkalíf Trudeau HllDVirVfRSN^Söí ifjgmmms MfTli ÍJiHJAI miMi nnw Lítil bók um Hvalsey Erlendar bækur Björn Bjarnason Pierre Trudeau hefur verið for- sætisráðherra Kanada síðan 1968 ef frá eru taldir 272 dagar frá því í maílok 1979 fram í mars 1980. Nú þykir tekið að halla undan fæti fyrir honum og því er spáð að stjórn hans verði að hverfa frá vegna efnahagsörðugleika og þá muni Trudeau hætta forystu í flokki sínum. Þetta ætlaði hann raunar að gera eftir kosningaósig- urinn í maí 1979 og lagði mál þannig fyrir í flokki sínum, að hann skyldi draga sig í hlé um leið og menn hefðu fundið einhvern annan í sinn stað. Niðurstaðan varð sú að Frjálslyndi flokkurinn í Kanada fylkti liði að baki Trudeau og hann vann einn sinn besta kosningasigur að loknu stuttu stjórnartímabili Ihaldsflokksins 1980. Rn menn hafa ekki einvörðungu haft áhuga á Pierre Trudeau vegna stjórnmálaafskipta hans. Einkalíf forsætisráðherrans hefur verið mjög til umræðu og vakið heimsathygli fyrir tilstuðlan fyrrverandi konu hans, Margaret Trudeau. Þau giftust 1971, þegar hún var 22 ára og hann 51 árs en slitu samvistum í nóvember 1979 og áttu þá þrjá syni. Hefur Marg- aret Trudeau skrifað tvær bækur um einkalíf sitt og hjónaband með Pierre Trudeau. Fyrir þremur ár- um ritaði hún bókina Beyond Rea- son sem gefin var út af Iðunni 1980 og heitir á íslensku / hrein- skilni sagt Nú í ár var gefin út í Kanada bókin Consequences eða Afleiðingar og er hún framhald af fyrri bókinni að því leyti, að Marg- aret Trudeau lýsir því hvernig hún steig lokaskrefin til skilnaðar við mann sinn, reif sig upp úr „ljúfu lífi“ með leikurum og fólki sem sýnist hafa það að ævistarfi að skemmta sér og settist að í eigin húsi í Ottawa í sæmilegri sátt við sjálfa sig og aðra. Þessi bók er nú fáanleg í pappírskilju hér. í janúar 1975 átti sá sem þetta ritar þess kost að ferðast með ís- lensku forsætisráðherrahjónun- um, Ernu Finnsdóttur og Geir Hallgrímssyni, til Kanada. Lá leiðin fyrst til Winnipeg en síðan til Ottawa þar sem dvalist var tæpan sólarhring í boði Pierre Trudeau. Verður það mér ógleym- anlegt, þegar það gerðist við fámennan og óformlegan hádegis- verð forsætisráðherranna, að einn sona gestgjafans kom hlaupandi fáklæddur ofan af lofti í forsætisráðherrabústaðnum með barnfóstruna á hælunum. Var gestum skemmt við þennan ærsla- fulla eltingarleik. Margaret Tru- deau hélt á sama tíma hádegis- verðarboð fyrir Ernu Finnsdóttur í gestahúsi ríkisstjórnarinnar og síðan hittu forsætisráðherrafrún- ar menn sína í þinghúsinu, þar sem fylgst var með fundum í stutta stund. Er Margaret Trudeau glæsileg kona og lét í ljós áhuga á að sækja ísland heim. Hún kom þó ekki með Pierre Tru- deau, þegar hann hafði hér stutta viðdvöl í boði Geirs Hall- grímssonar í maí 1977. Samkvæmt bók Margaretar Trudeau var þá komið los á hjónaband hennar. Bókin Consequences er ekki merkileg, þótt margir kaupi hana vafalaust til að forvitnast um einkalíf þessa fræga fólks og ást- arævintýri höfundarins. Margaret Trudeau gefur oftar en einu sinni til kynna, að hún hafi ritað bækur sínar í því skyni að græða peninga svo að hún geti staðið á eigin fót- um. Henni liggur þungt orð til Pierre Trudeau, þegar hún minn- ist á smámunasemi hans í fjár- málum. Höfundurinn setur sér ekki háleitt mark og afraksturinn er í samræmi við það. Hvalse — kirkeplads og stor- mandsgárd af Joel Berglund. Udgivet af Qaqortoq kommune 1982. Á þessu ári minnast Grænlend- ingar þess, að 1000 ár eru talin liðin frá því Eiríkur rauði fann Grænland. Verða nú síðla sumars hátíðahöld á slóðum hinna nor- rænu landnema í Eystribyggð, Julianeháb, stærsta bæ þar um slóðir, og í Brattahlíð, Görðum og Hvalsey. Á þessum síðarnefndu stöðum má enn sjá merkar minjar frá hinni norrænu byggð, ekki sízt í Hvalsey, þar sem standa glæsi- legir steinveggir miðaldakirkj- unnar, mikilfengiegustu bygg- ingaleifar frá tíð norrænna manna á Grænlandi á miðöldum og þeim mun athyglisverðari fyrir okkur íslendinga fyrir það, að engar slíkar minjar er að finna hérlendis. íslendingar lögðu ekki til atlögu við steininn á miðöldum á sama hátt og nágrannar okkar og frændur í austri og vestri. í tilefni þessa afmælis er komin út lítil bók og lagleg um Hvalsey, eftir Joel Berglund safnvörð í Juli- aneháb (Qaqortoq), sem mér finnst full ástæða til að vekja at- hygli á hérlendis. Bókin eða bækl- HVALS 0 - kirkeplads og stormandsgárd Af JOELBERGLUND ingurinn er bæði til í danskri, enskri og grænlenzkri útgáfu, enda er þetta litla kver helzt ætlað ferðamönnum og öðrum, sem vilja kynnast þessum stað í fljótu bragði, eru kannske á leið þangað og geta þá lesið sér til á staðnum um minjar þær, sem þar er að sjá. Fjölbreytt afinælisrit Bókmenntir Erlendur Jónsson ELDUR ER f NORÐRI. Afmælisrit helgað Sigurði Þórarinssyni sjötug- um 8. janúar 1982. 462 bls. Sögufé- lag. Rvík, 1982. Þetta er mikið rit, hátt í fimm- tíu þættir um fræðileg efni og höf- undar jafnmargir. Mest eru þetta hugleiðingar um jarðfræðileg efni en hugvísindin eiga líka sína full- trúa í ritinu. Þarna kennir því margra grasa. Á fyrstu starfsárum Sigurðar Þórarinssonar voru jarðfræðingar hér svo fáir að telja mátti á fingr- um sér. Þeir urðu því allir þjóð- kunnir menn sem kallað er. Síðan hefur heldur betur fjölgað í stétt- inni eins og bók þessi ber með sér. Vafalaust er sú fjölgun að ein- hverju leyti til komin fyrir áhrif frá Sigurði og áhuga þeim sem honum hefur tekist að vekja á þessum fræðum. ísland er eld- fjallaland og í vitund margra er jarðfræðin sama og greining hrauna, eldgosa og gjóskulaga. Með því að ráða letur það sem eldgosin hafa aldirnar í gegnum skráð í jarðveginn fæst ekki að- eins vitneskja um tíðni og stærð eldgosa heldur einnig um sögu mannvistar í landinu. Þannig hafa þessi raunvísindi haft sín áhrif á sagnfræðina og fornleifafræðina og þau hvergi lítil. Og vitanlega hefur fleira en eldgos myndað jarðveginn. Frjógreining tveggja jarðvegs- sniða úr Hrafnkelsdal heitir ritgerð eftir Margréti Hallsdóttur. »Frjógreining er ein af mörgum rannsóknaraðferðum jarðfræð- innar sem fornleifafræðin hefur fengið til liðs við sig þegar rann- saka skal fornar mannvistarleif- ar,« segir Margrét. Frjógreining gefur einnig vísbending um lofts- lag á liðnum öldum. En hvaða áhrif hefur loftslagið haft á bú- setu í landinu? Því svarar Páll Bergþórsson í ritgerðinni Áhrif loftslags á búfjárfjölda og þjóðar- hag. Páll leiðir rök að því að veðr- áttan hafi haft ærin áhrif á af- komu þjóðarinnar á hverjum tíma. Eldgos verða hér með fimm ára fresti eða svo. Stórgos eru sem betur fer fátíð. Þau höfðu fyrrum í för með sér (og hefðu vafalaust enn þótt með öðrum hætti væri) margvíslegar afleiðingar. Guð- mundur Sigvaldason ritar hér um Öskjugosið 1875, »mesta gos, sem orðið hefur á íslandi siðan í Móðu- harðindum.* Svo miklum spjöllum olli það gos á jarðargróðri að talið er að það hafi ýtt undir margan bónda á Norð-Austurlandi að flytjast til Vesturheims. Én ekki var Öskjugosið neitt einsdæmi, síður en svo. Sigurður Björnsson ritar um Öræfajökulsgos á fjórt- ándu öld og nefnir þátt sinn: »Lifði engin kvik kind eftir.« Sigurður segir meðal annars um gos þetta: »Gosið 1362 var stærra í sniðum en gosið sem spjó vikrinum yfir Jökuldal 1875 og auk þess nær byggð. Það virðist því í fljótu bragði liklegast, að gosið hafi eytt öllu lífi í Litlahéraði.« — Fyrr má nú vera. Svipað má ef til vill segja um flest ef ekki öll eldgos, að þau eyða, tortíma. Þvi miður hefur búsetan lagt þeim lið í eyðingunni — ef undan er skilin nokkur já- kvæð viðleitni á þessari öld að snúa vörn í sókn — og þá með hvorutveggja, grasrækt og skóg- rækt. Hákon Bjarnason ritar hér þátt sem hann nefnir Mælingar í árhringum trjáa. Hákon er einn þeirra manna sem geta skrifað svo um fræðileg málefni að allir skilja. Barátta hans fyrir aukinni skógrækt hefur því miður ekki breytt ásýnd landsins svo neinu nemi — ef undan eru skilin þétt- býlissvæði eins og Reykjavík. Reykvíkingar eiga honum mikið að þakka. En áhugaleysi íslend- inga á skógrækt er ekki Hákoni að kenna, svo mikið er víst. Aldrei opnar maður svo bók um íslenska jarðfræði að ekki sé minnst á ísöldina. Sé mælt á jarð- sögulegan kvarða er andartak eitt liðið frá því er henni lauk, en á ísöld var land að mestu hulið jökli. En hvernig var sá jökull, hversu þykkur var hann og hvaða rúnir risti hann í ásjónu landsins? Þeim spurningum svarar Guttormur Sigbjarnarson í ritgerðinni Alpa- jöklar og öldubrjótar. Guttormur Sigurður Þórarinsson segir í upphafi ritgerðarinnar að »á síðustu áratugum virðist sú skoðun njóta ört vaxandi fylgis, að ísland hafi verið þakið mjög þykk- um jökli, jafnvel 2.000—3.000 m, á undangengnum jökulskeiðum ...« Niðurstaða Guttorms er hins veg- ar sú að »á jökulskeiðum munu ávallt hafa verið margar jökul- miðjur á íslandi og jökulþykkt ekki miklu meiri en finnst í Vatnajökli í dag, víðast 200—800 m, en gæti hafa komist allt upp í 1000 m í djúpum dölum.« Skiljanlega snýr efni þessa rits mest að fortíðinni. Til undantekn- ingar telst að Valdimar Kristins- son ritar Hugleiðingar um mann- fjölda á íslandi og dreifingu hans. Valdimar getur þess að á tímabili hafi verið reiknað með að ísiend- ingar yrðu allt að fjögur hundruð þúsund um næstu aldamót. »Nú er talið að landsmenn verði varla fleiri en 270—280 þúsund um næstu aldamót, enda bætist brott- flutningur fólks við lága fæð- ingartíðni. Með sama áframhaldi er reyndar óvíst að Islendingar fari nokkru sinni að ráði yfir 300 þúsund og verði því alltaf meðal allra fámennustu þjóða, sem reyna að halda uppi sjálfstæðu, al- hliða þjóðfélagi.* Af hugleiðingu Valdimars má ráða að menn spái á hverjum tíma nokkurn veginn nákvæmlega út frá fjölgunartöl- um á líðandi stund. Slikt er eðli- legt. En hér má líka segja að kom- ið sé út á jaðar þeirra fræða sem mestan svip setja á rit þetta því búseta í landinu verður ekki fram- ar háð duttlungum íss og elds í líking við það sem gerðist fyrr á öldum. Fleiri þættir hafa áhrif á búsetuna og þá fyrst og fremst nýting þeirra auðlinda landsins sem síst eru háðar hitastigi og veðráttu, en það er önnur saga. Þó hér hafi einungis verið nefndir fáeinir kaflar þessarar bókar var ekki ætlunin að gera upp á milli ritgerða og höfunda heldur að gefa hugmynd um hversu fjölbreytt rit er hér á ferð- inni. Það er allt jafnlæsilegt, sýnir enda hvílík gróska er hér í fræð- um þessum. Erlendur Jónsson MYNDAVELAR ^ ^ fr ■ LANDSINS MESTA ///*/ ; URVAL 6 t G0Ð GREIÐSLUKJ0R J & ^ UUU ' LJOSMYNDAÞJONUSTAN S.F. LAUGAVEGI 178 REYKJAVÍK SIMI85811 mmJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.