Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1982 Norrænt menningar- málasamstarf tíu ára Norræna húsið I Reykjavík. Eftir Hjálmar Ólafsson Kætur norræns samstarfs í menn- ingarmálum má rekja langt aftur í liðna tíma. I'ppruna þess er að leita í tengslum sem sköpuð voru að frum- kvæði einstaklinga og samtaka inn- an starfsgreina og áhugahópa. Hið opinbera menningarmálasamstarf milli ríkisstjórna Norðurlandaríkj- anna fimm hófst ekki fyrr en í lok fimmta áratugsins og um þessar mundir er þess minnst að tíu ár eru liðin frá því að samstarf hófst á grundvelli Norræna menningar- málasamningsins sem samþykktur var 1971. Með honum var fastri skipan komið á stjórn samstarfsins og fjárveitingu tii framkvæmda sem hafa gildi fyrir Norðurlönd i helstu greinum menningarmála. Norræni menningarmálasamn- ingurinn gekk í gildi 1. janúar 1972. Hann byggir á hefðum frá því samstarfi sem þróaðist á grundvelli svonefnds Helsingfors- sáttmála. Á sínum tíma var menn- ingarmálasáttmálinn sá milli- ríkjasamningur sem lengst gekk af þeim samningum sem Norður- landaríki áttu aðeild að. Markmið með samþykkt þess var að styrkja og auka menningarmálasamstarf í því skyni að þróa frekar hið nor- ræna menningarsamfélag og auka heildaráhrif af fjárveitingum ríkj- anna til menntamála, rannsókna og annarrar menningastarfsemi. Skipulag Opinbert norrænt samstarf er í stórum dráttum byggt upp eins og stjórnarkerfi hinna einstöku landa. Norræna ráðherranefndin er ákvörðunaraðili fyrir samstarf ríkisstjórnanna. Aðild að ráð- herranefndinni getur verið breyti- leg og fer það eftir þeim málum sem þar eru til meðferðar. Þegar fjallað er um samstarf á því sviði, sem menningarmálasáttmálinn fjallar um, sitja menningar- og menntamálaráðherrar í nefnd- inni. En þegar t.d. er fjallað um norrænt útvarps- og sjónvarps- samstarf sitja þar iðnaðar-, sam- göngu- og menningarmálaráð- herrarnir. Samþykktir gerðar í ráðherranefndinni eru bindandi fyrir ríkisstjórnir aðildarríkj- anna. Þau mál, sem tekin eru fyrir i ráðherranefndinni, eru undir- búin af háttsettum embættis- mönnum í hlutaðeigandi ráðu- neytum. Norræna menningarmálaskrif- stofan fer með framkvæmd og stjórnun á grundvelli norrænu menningarmálafjárlaganna (1982: 96 milljón da.kr.) og framkvæmd ákvarðana sem ráðherranefndin tekur. Menningarmálaskrifstofan er í Kaupmannahöfn og þar starfa um 40 manns. Skrifstofan annast einnig málefni Norræna menning- arsjóðsins. Starfsliðið kemur frá öllum Norðurlandaríkjunum. Það ríkisstjórnasamstarf, sem menn- ingarmálasamningurinn tekur ekki til, heyrir undir skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar í Ósló. Norðurlandaráðið. í því eru 78 þingmenn og ráðherrar. Þeir koma saman einu sinni á ári — venjulega í febrúar eða mars. Á milli þinga ráðsins fer forsætis- nefndin með málefni þess. Norð- urlandaráð ákveður ekki fjárveit- ingar til menningarmála en getur gert samþykktir sem móta starf- semina. Norræna menningarmálanefndin er þingmannanefnd sem einkum fjallar um verkefni innan ramma menningarmálasamningsins. Nefnd sem þessi hefur samráð við ráðherranefndina tvisvar á ári um fjárveitingar og önnur mikilvæg verkefni. Starfsemin Segja má að samstarfið í menn- ingarmálum hafi sérstöðu miðað við margt milliríkjasamstarf að því leyti að sýnilegur árangur birtist í fastri starfsemi á ýmsum sviðum. Yfirlit um það starf má fá með þvi að kynna sér föstu liðina á norrænu menningarmálafjárlög- unum. Hér getur verið um að ræða stofnun, en einnig getur föst starf- semi verið með óbundnari hætti. Einnig er hér um ýmsa sjóði að ræða. Um þessar mundir eru um 40 fastir liðir á menningarmála- fjárlögunum. Rannsóknir Rannsóknasviðið er yfirgrips- mikið um þessar mundir — hefur u.þ.b. 20 fasta liði á fjárlögunum. Hverjir þeir eru kann að virðast nokkuð tilviljanakennt — og í rauninni er það svo. Margir eiga sögulega rætur, en viss meginskil- yrði þarf að uppfylla til þess að komast á fjárlögin. Þar gæti verið um að ræða afar dýrar rannsóknir eða rannsóknir sem vantar ein- hvers konar miðstöð fyrir. Af þeim ástæðum er NORDITA t.d. rekin, en það er stofnun fyrir fræðilega kjarneðlisfræði með að- setri í Kaupmannahöfn. Hug- myndin er sú að hafa tengilið milli alþjóðlegrar og norrænar kjarn- eðlisfræði einhvers staðar á Norð- urlöndum. Af svipuðum ástæðum er rekin í Ósló norræn stofnun sem fjallar um hafréttarmál. Stundum eru forsendur sam- starfsins þær, að einhvers staðar á Norðurlöndum eru gögn eða að- stæður sem ekki er annars staðar að finna. Þetta er ein af ástæðun- um fyrir því að Norðurlandaríkin reka sameiginlega stofnun í Reykjavík sem fæst við eldfjalla- rannsóknir. Eitt meginmarkmið norræns samstarfs í rannsóknum er við- leitni til að efla tengsl þeirra sem fást við rannsóknir í þessum lönd- um. í því skyni hafa verið haldin samnorræn námskeið fyrir rann- sóknafólk, venjulega u.þ.b. 20 á ári. Einnig hefur ráðherranefndin í tilraunaskyni stofnað til rann- sóknastyrkja sem gera sérfræð- ingum við rannsóknir kleift að starfa við rannsóknastofnun á Norðurlöndum utan heimalands síns í 2—12 mánuði. Aukið rannsókna- samstarf í skýrslu frá Norrænu ráðherra- nefndinni (0get nordisk forskn- ingssamarbejde) kemur fram að heildarfjárveiting til rannsókna- og þróunarstarfs er u.þ.b. 150 milljónir da.kr. árið 1980. Af þeirri upphæð eru um 30 milljónir á menningarfjárlögunum. Þetta virðist vera stórfé en getur naum- ast talist vera það, því að samtals nema fjárveitingar ríkisins til rannsókna- og þróunarstarfs inn- an landanna hvers um sig rúmlega 12 milljörðum da.kr. Það þýðir að einungis er varið rúmlega 1% til norrænna samstarfsverkefna á þessu sviði. I þessu sambandi er vert að hafa í huga að í ljós hefur komið að skilgreiningar og val á megin viðfangsefnunum i rann- sóknunum er í meginatriðum á sama veg og á Norðurlöndum. Með hliðsjón af efni skýrslunn- ar hefur Ráðherranefndin sam- þykkt tillögu um stofnun ráðgef- andi rannsóknarráðs fyrir ríkis- stjórnirnar, sem geti átt þátt í að skapa yfirsýn og auka samvirkni þeirra krafta sem beitt er að rann- sóknum. Tillagan verur tekin fyrir í Norðurlandaráði í mars. Menntamál Samkvæmt ákvæðum menning- armálasamningsins á samstarf á sviði menntamála að taka bæði til markmiða skólastarfsins, náms- efnis og kennslugagna, uppbygg- ingar skólakerfisins og þróunar skólastarfs. Sérstaklega skal að því stefnt að efla kennslu í máli frændþjóðanna og fræðslu um menningu þeirra og samfélags- hætti. í fyrstu var áhersla lögð á það í samstarfinu í menntamálum að útfæra sameiginlega meginstefnu, koma á gagnkvæmri viðurkenn- ingu á prófum og miklu púðri var eytt í sókn til meira samræmis á hvers konar námskeiðum á Norð- urlöndum. Próf sem í einu Norður- landaríki er viðurkennt til inn- göngu í ákveðið nám veitir sams konar rétt í þeim öllum. Náms- menn frá Norðurlöndum eiga sama rétt til narfistyrkja og heimamenn meðan á námi stend- ur. Á seinni árum hefur verið lögð áhersla á norrænt samstarf í rannsókna- og þróunarstarfi í skólamálum. Innan grunnskólans er t.d. í gangi svonefnt Bergen- prósjekt: fylgst er með nemenda- hópi í hverju landi um árabil í því skyni að afla sem víðtækastra heimilda um meðferð barna með námsörðugleika, einkum lestrar- og skriftarörðugleika, fyrstu skólaárin. Nokkurn veginn sama snið verð- ur notað fyir verkefni varðandi nám á framhaldsskólastigi og tengsl þess við atvinnulífið. Komið verður á tengslum milli sveitarfé- laga sem gera tilraunir og skiptast þau síðan á upplýsingum um þá reynslu sem fæst og bera þær saman við athuganir á öðrum til- raunum sem eru komnar í gang. Á sviði menntamála getur einn- ig verið um að ræða sameiginlegt átak við afmörkuð verkefni. Sem dæmi má nefna að Ráðherra- nefndin hefur látið hefja tilraun með norrænt framhaldssnám fyrir starfsfólk, sem annast þá sem eru bæði blindir og heyrnar- lausir. Þeir eru nokkur hundruð á Norðurlöndum og starfslið því fremur fámennt. Fram að þessu hefur það orðið að sækja sér fram- haldsmenntun til Hollands eða Bandaríkjanna. Kennsla í grannmálum Einn mikilvægasti þátturinn í menningarmálasamstarfinu er öflugt átak til að efla skilning á norrænum tungumálum. Skólinn gegnir mikilvægu hlutverki við að miðla þekkingu á tungu og menn- ingu frændþjóðanna. Norræna ráðherranefndin samþykkti árið 1980 ályktun til ríkis- og sveitar- stjórna um að efla kennsluna í grannmálunum. Stefnan er sú að börnin kynnist grannmálunum þegar á þremur fyrstu skólaárun- um. Ályktun Ráðherranefndar- innar gildir fyrir þau landssvæði sem þegar hafa ákvæði um grunn- málakennslu í hámskrám, þ.e. Danmörk, Noreg, Svíþjóð og sænskumælandi hluta Finnlands. Nýlega var stofnað í Helsing- fors mál- og upplýsingamiðstöð til að vinna að þróun gagnkvæms málskilnings. í samráði við finnsk skólayfirvöld er þessari miðstöð ætlað að efla kennslu í tungumál- um hinna Norðurlandaþjóðanna og fræðslu um menningu þeirra og samfélagshætti. Stofnunirtni er einnig ætlað að veita þekkingu á finnskri tungu, menningu og samfélagi til hinna Norðurlandaríkj anna. Almennt menning- arsamstarf Hið almenna menningarsam- starf spannar vítt svið. Sam- kvæmt ákvæðum menningarmála- samningsins varðar það bæði markmið í almennri menningar- pólitík, inntak hennar og aðferðir og ennfremur menningarstofnanir og samtök og fjárhagslegar for- sendur starfseminnar. Samstarfið á að taka til gagnkvæmra heim- sókna og samskipta og skipta á efni milli Norðurlandaríkjanna á sviði lista og annarrar menning- arstarfsemi svo sem hjá, bóka- söfnum, minjasöfnum og almenn- um söfnum; útvarpi, sjónvarpi og í kvikmyndagerð. Undir samstarf á þessu sviði heyrir m.a. rekstur Norræna húss- ins í Reykjavík. Það gegnir því hlutverki að vera tengiliður milli Islands og annarra Norðurlanda- ríkja, vera farvegur fyrir norræna menningarstrauma á íslandi og veita slíkum straumum frá íslandi til annarra Norðurlandaþjóða. Norræna húsið rekur umfangs- mikla starfsemi, m.a. bókasafn, sýningar og ýmiss konar kynningu og annast samband við lista- og fræðimenn sem koma fram í söl- um hússins. Menningarmálaskrifstofan hef- ur annast ýmsan undirbúning og framkvæmdir vegna smíði Nor- ræna hussins í Þórshöfn á Fær- eyjum, en það áð gegna hlutverki sem menningarlegur tengiliður milli Færeyja og annarra Norður- landaríkja og reka starfsemi svip- aða þeirri sem Norræna húsið í Reykjavík hefur með höndum. Ætlunin er að starfsemi þess hefj- ist í haust. Ennfremur hefur verið komið upp Samastofnun í Kauto- keino í Norður-Noregi sem hefur það verkefni að bjóða Sömum á Norðurlöndum þjónustu á sviði menningar-, félags- og efnahags- mála og réttarfarslegum efnum. Af öðrum almennum menning- arstofnunum má nefna Norrænu listamiðstöðina í Sveaborg, eyju utan við Helsinki í Finnlandi. Hún annast sýningar og miðlun mynd- listar. Nýlokið er við að koma þar fyrir fimm gestavinnustofum sem verða til afnota fyrir norræna listamenn sem vilja starfa og dvelja í Sveaborg um skeið. Kvikmyndir, leikhús, tónlist, bókmenntir í sambandi við kvikmyndir, leikhús og tónlist er til skipulegt norrænt samstarf sem nýtur styrkja á norrænu menningar- málafjárlögunum. Fast nám- skeiðahald er fyrir starfslið sem vinnur að kvikmyndagerð og við sjónvarp á Norðurlöndum. Fé er veitt til norrænna gestaleikja og undirbúnings og framkvæmda við Norræna húsið í Þórshöfn í Færeyjum í byggingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.