Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1982 Afvopnimarvíðræður og samning- ar um takmörkun vígbúnaðar Eftir Birgi Isl. Gunnarsson, alþm. Þegar sú staðreynd liggur fyrir, að afvopnunarþingi SÞ í New York fyrr í sumar lauk án teljandi árangurs, hljóta menn að velta fyrir sér, hver séu næstu skref á þessu sviði. Þá beinast augu manna að þeim sérviðræðum, sem eru í gangi um afvopnunarmál svo og þeim samningum, sem þegar hafa verið gerðir og frekari út- færslu þeirra. í þessari grein verð- ur gefið nokkurt yfirlit um þetta efni. Verður fyrst vikið að þeim helstu viðræðum, sem í gangi eru. 1. Afvopnunarnefnd Samein- uðu þjóðanna er nefnd 40 ríkja, sem starfar í Genf. Frá því 1978 hefur aðalverkefni hennar verið að hrinda í framkvæmd ýmsum þeim ályktunum, sem samkomu- lag varð um á fyrsta afvopnun- arþingi SÞ 1978. Árangur hefur enn lítill orðið. Meðal mála á dagskrá nefndarinnar má nefna: Bann við tilraunum með kjarn- orkuvopn, stöðvun kjarnorku- vopnakapphlaupsins, efnavopn og nýjar vopnategundir með sér- stökum eyðileggingarmætti. Sérviðræður 2. SALT OG START-viðræð- urnar. Þessar viðræður hafa ver- ið milli Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna. SALT-viðræðurnar leiddu til samkomulags um takmörkun langdrægra kjarn— orkuvopna og var það undirritað 1972. Frekari viðræður leiddu til SALT Il-samkomulagsihs árið 1979 um takmarkanir á lang- drægum eldflaugum svo og eld- flaugum, sem skotið er frá kaf- bátum. Sá samningur hefur hinsvegar ekki verið staðfestur. Carter Bandaríkjaforseti fór fram á það við þingið, að hann yrði ekki staðfestur eftir að Sov- étríkin réðust inn í Afghanistan og við það situr enn. Bandaríkin hafa að vísu nú fallist á að SALT Il-samkomulagið verði grund- völiur þeirra viðræðna,sem ný- lega hófust í Genf að frumkvæði Reagans Bandaríkjaforseta. Þær viðræður ganga undir nafninu START og er enn erfitt að segja fyrir um árangur þeirra. Meðaldræg kjarn- orkuvopn í Evrópu 3. Hinn 30. nóvember sl. hóf- ust í Genf viðræður Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna um með- aldræg kjarnavopn í Evrópu (INF). Tildrög þessara viðræðna eru þau, að Sovétríkin hafa nú um alllangt skeið gengið hart fram í því að setja niður SS-20 eldflaugar, en hver þeirra er með þrjá kjarnaodda, sem hver getur hæft sitt skotmark. Ein slík eldflaug er sett upp á viku hverri og er þeim flestum beint gegn skotmörkum í V-Evrópu. Slíkar eldflaugar munu nú vera um 315 talsins. Þessi mikli vopnabúnaður varð til þess að Atlantshafs- bandalagið ákvað í desember 1979, að koma fyrir á nokkrum Birgir fsl. Gunnarsson stöðum í V-Evrópu 108 pershing Il-eldflaugum og 460 stýriflaug- um, sem allar skyldu búnar kjarnaoddum, en jafnframt yrðu eldri flaugar fjarlægðar. Jafn- framt var ákveðið að Banda- ríkjamenn byðu Sovétmönnum til viðræðna um takmörkun á kjarnaflaugum í Evrópu. Það eru þessar viðræður, sem nú fara fram og erfitt er að segja fyrir um á þessu stigi, hver muni verða niðurstaða þeirra. Samdráttur herafla 4. Árið 1973 hófust í Vínar- borg viðræður fulltrúa Atlants- hafsbandalagsríkja og Varsjár- bandalagsríkja um samdrátt herafla í Mið-Evrópu. Lítið hef- ur gengið í þessum viðræðum m.a. vegna þess, hve erfitt hefur reynst að ná samkomulagi um raunverulegan herstyrk hvors aðila um sig á svæðinu. 5. Haustið 1980 hófst í Madrid ráðstefna um öryggismál og samvinnu ríkja í Evrópu og er hún haldin í framhaldi af örygg- ismálaráðstefnu Evrópu, sem haldin var í Helsinki á sínum tíma. Madrid-ráðstefnan á að meta hver gangur hefur orðið í framkvæmd sáttmála þess, sem undirritaður var í Helsinki. Ráðstefnan hefur gengið skrykkjótt og hefur Póllands- málið sett mikinn svip í hana. Nokkuð hefur þó miðað í sam- komulagsátt. Hér hafa verið raktar þær helstu viðræður, sem verið hafa í gangi um afvopnunarmál. Ýms- ar þessar samningatilrauna hafa staðið í langan tíma og lítið mið- að áfram. Samningar sem gerðir hafa verið Allt þetta starf hefur þó ekki verið til einskis, því að frá styrj- aidarlokum hafa verið gerðir á vegum SÞ samtals níu samning- ar um takmörkun vígbúnaðar. Samningar þessir eru mismun- andi mikilvægir, eins og eftirfa- randi upptalning bendir til. 1. Samningur um bann við stað- setningu vopna á Suðurheim- skautinu frá 1961. 2. Samningur um bann við til- raunum með kjarnorkuvopn í andrúmsloftinu, geimnum og neðansjávar frá 1963. 3. Samningur um meginreglur, sem ríki skulu hlíta í könnun- um og notkun geimsins, þ.á m. tunglsins og annarra stjarna. Þar er m.a. kveðið á um al- gjört bann við staðsetningu kjarnorkuvopna eða annarra gjöreyðingarvopna. Samning- urinn tók gildi 1967. 4. Samningur um að dreifa ekki kjarnorkuvopnum til fleiri þjóða frá 1970. 6. Samningar um bann við að koma fyrir kjarnorkuvopnum og öðrum gjöreyðingarvopnum á sjávarbotni og undir hafs- botni frá 1971. 7. Samningur um bann gegn til- raunum, framleiðslu og birgðasöfnun sýklavopna og eiturefnavopna og um eyði- Ieggingu þeirra. Tekinn í gildi 1975. 8. Samningar um að banna tækni, sem breytt getur um- hverfinu í hernaðarskyni eða í fjandsamlegum tilgangi. Tek- inn í gildi 1978. 9. Samningur um bann og tak- mörkun notkunar ákveðinna hefðbundinna vopna, sem talin eru sérstaklega ómannúðleg og háskaleg. Tekinn í gildi 1981. Þessi upptalning er að sjálf- sögðu mjög gróf, en sýnir að hægt er að ná árangri, ef vilji er fyrir hendi. Hitt er svo annað mál, hver aðstaða er til að fram- fylgja slíkum samningum og koma í veg fyrir að þeir verði brotnir. JAKOB V. HAFSTEIN — LAXVEIÐIHORFUR V: Hver er sannleikurinn um ryksuguveiðar Rússa á stór- um togurum með flotvörpu? Eru Kússar sekir um að drepa Atlantshafslaxinn í hinum geysistóru flotvörpum veiðiskipa sinna? Samstaf við þá gæti orðið ómet- anlegt til friðunar Atlantshafslax- inum. Getur það verið að þeir bæti gráu ofan á svart við úthafsvæði Færeyinga? Það varð mér mjög mikið fagnaðarefni er ég las í gær, mánudaginn 12. júlí, grein G. Bender undir fyrirsögninni, Á þögnin að ríkja áfram? I Dagblað- inu & Vísi talar þessi kunni lax- veiðimaður og ræktarunnandi um, að hann haldi að tími sé til þess kominn að leggja stöngina á hilluna þ.e. að hætta sportveiði á laxinum í íslensku ánum. Eðlilega varpar þessi glöggi nátturuskoðandi fram þessum spurningum. Hvers vegna minnkar veiðin svona sumar eftir sumar, hversvegna gera menn ekki neitt? Á þögnin að ríkja áfram uns árnar verða orðnar tómar? Hvers vegna gera yfirmenn veiðimála ekki neitt? Eru þeir ekki á launum við að leysa vandann. Svo virðist sem enginn vilji ræða þessi mál af ein- lægni og einbeitni nema þá helst Jakob V. Hafstein eldri. Þó svo að í laxveiðimannafélögunum sé fjöldinn allur af fróðum mönnum þá virðist enginn vilja segja neitt. Hvers vegna stingur enginn af þeim niður penna? Tíminn er vissulega löngu kominn, laxveiði- menn, leigjendur ánna eða áhrifa- menn í þjóðfélaginu! Veiðivonin tekur undir spurningu Jakobs V. Hafstein í Morgunblaðinu 2. júlí þar sem hann spyr hvers vegna eru íslenskir laxveiði og laxaræktun- armenn svo hljóðir um þennan þátt þessara mála. Er það kannski af þjónkum við fiskiræktaryfir- völdin eða af ótta við þá, sem völd- in hafa og beita þeim á stundum skefjalaust? Já það er sannarlega ekki að ófyrirsynju, að G. Bender spyr. Hvers vegna gera yfirmenn veiði- mála ekki neitt? Jú þeir hafa svo sannarlega gert margt og flestallt illt. Þór Guðjónsson og frændi hans og forstjóri í laxaræktun- armálum hafa leyft sér þá ósvinnu að gera því skóna að úthafsveiðar Færeyinga á laxinum valdi ekki minnkandi laxveiði í íslenkum ám heldur vorkuldarnir 1979. Vilja nú þessir vitringar sem allir virðast skíthræddir við nema við G. Bender, segja okkur hvenær linni afleiðing- unum frá vorkuldunum 1979? Þeim ber skylda til þess. Það er dæmalaust hvað hinir mörgu laxveiðiáhugamenn á Is- landi láta veiðimálastjóra bjóða sér uppá. Tökum bara Skúla á Laxa- lóni. Hvað meinar landbúnaðaráð- herra fyrr og síðar að líða nærveru þessa embættismanns. Síðar skal bent á mörg dæmi úr skráðu nefnd-. aráliti könnunarnefndar úthafs- veiða á laxi. Eg hef á tveim sl. árum ritað all- margar greinar í Morgunblaðið gegn úthafsveiðum Dana, Grænlcndinga og Færeyinga á Atlantshafslaxin- um. Og það hefur vissulega glatt mig hve margir hafa tekið mig tali og þakkað mér fyrir þá varnar- stöðu sem ég hefi tekið fyrir laxin í þessu alvarlega máli. En ég verð nú að játa að í þessum greinum mínum hefi ég enn ekki minnst á ýmis þau atriði, sem ef til vill eru framtíð Atlantshafslaxins einna hættulegust. Og skal nú að nokkru vikið að því í stórum dráttum. I. Veiða Rússar mikið af Atlantshafslaxi. Mönnum er kannske enn í fersku minni sá háværi orðrómur, sem um landið gekk fyrir nokkr- um árum, að hinn gífurlegi rúss- neski síldarfloti á „Rauða torginu" og þar um kring fyrir Austfjörð- um væri meginorsökin fyrir of- veiðinni á sumarsíldinni okkar, sem hvarf á 2. áratug. Nú líður varla sá dagur að menn ræða ekki við mig um að hinir geysistóru rússnesku flotvörputogarar sópi Atlantshafslaxinum inn í hinar ofboðslegu víðfeðmu flotvörpur sínar. Nýverið hafa verið gerðir sérstakir efnahagsviðskiptasamn- ingar við Rússa. Skyldi nokkuð hafa borið á góma úthafsveiðar þeirra á laxi í því sambandi. Fróð- legt væri að fá fréttir af því. Mér er vel kunnugt um að Rússar eru áhugasamir og slyngir sportlax- veiðimenn með stöng og bágt á ég að trúa þvi að þeir vilji verða þátttak- endur í því að eyðileggja íslensku laxveiðiárnar. En þessi orðrómur og söguburður er að mínu mati orðinn svo magnaður að nauðsynlegt Jakob V. Hafstein, lögfræðingur er að Rússar leggi spilin á borðið í þessum efnum og gefi áreiðanleg- ar upplýsingar. II. Flotvarpan við Grænland Sú var tíðin að íslensku botn- vörpungarnir sóttu mjög á fiski- miðin við Grænland og veiddu þá aðallega með hinni svonefndu flotvörpu. Á síðasliðnu ári skipaði landbúnaðaráherra, Pálmi Jóns- son, nefnd þriggja manna til að kanna hlutdeild íslensku laxa- stofnanna í laxveiðunum á norð- austanverðu Atlantshafi. Eitt af því fyrsta sem nefnd þessi ákvað að gera, var að skrifa 178 aflaskip- stjórum bréf og biðja þá að lát nefndinni í té reynslu sína og vitn- eskju um ferðir laxanna um úthafið út frá ströndum fsland og við önnur lönd. Nefndin varð — því miður að kyngja þeirri leiðinlegu staðreynd að fá ekki eitt einasta svar frá þessum 178 islensku skipstjórnar- og afla- mönnum. Nú hafa atvikin hinsvegar hag- að því svo til að persónulega hefi ég kynnst nokkrum mönnum bæði há- setum og skipstjórnarmönnum, sem látið hafa mér í té merkilegar upp- lýsingar og vitneskju í þessu sam- Mér er vel kunnugt um að Rússar eru áhuga- samir og slyngir sport- laxveiðimenn með stöng og bágt á ég að trúa því að þeir vilji verða þátt- takendur í því að eyði- leggja íslensku laxveiði- árnar. En þessi orðróm- ur og söguburður er að mínu mati orðinn svo magnaður að nauðsyn- legt er að Rússar leggi spilin á borðið í þessum efnum og gefi áreiðan- legar upplýsingar. bandi. Ég hefi ætíð haldið því fram að laxinn væri félagslyndur torfu- fiskur, sjógönguseiðin ganga oft á tíðum í þéttum torfum út úr árós- unum. Og halda sæmilega saman lengst af í ætis- og þroskaleit. Lax- inn kemur til baka í árósana í þétt- um torfum. Og það sem m.a. styður þessa skoðun mína er að ég hefi oft á góðviðrisnóttum séð og fylgst með laxatorfunum í vatnsborðinu í Hval- firði og reyndar víða, og það er ævintýralegt að sjá hvernig for- ystulaxarnir, vanalega stórlaxar taka og ráða stefnunni í árósana. Þetta sannar einnig að laxinn er fyrst og fremst uppsjávarfiskur, sem t.d. mjög sjaldan fæst í botn- vörpu, en hinsvegar eigi ósjaldan í síldarnætur og flotvörpur þ.e. hann er torfufiskur. íslenskur afla- skipstjóri sagði mér eftirfarandi: Á árunum, sem við vorum við veiðar með flotvörpu kom ósjaldan fyrir að við fengjum töluvert af laxi í vörpuna. Miklu sjaldnar skeði slíkt hér heima við strendur íslands. Man ég vel að einu sinni fengum við um 300 stórlaxa með þorskinum í einu hali og í annað skipti að mig minnir um 250 laxa. Eftirtekt vakti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.