Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1982 BARA-Flokkurinn á fullu í Laugardalshöllinni. BARA-FLOKKURINN/ LIZT: KRAFTMINNA EN BÚAST MÁTTI VIÐ AÐ NORÐAN GAMMA/ 3: Gerbreyttur Montrose Þegar ég hlustaöi fyrst é nýjustu plötu Gamma, sam ber þaö frumlega heiti 3, hélt ég aö höfuðpaurinn Ronnia Montrose, sem var fyrir einum 7—8 érum ein skærasta gít- arstjarna Bandaríkjanna, haföi fariö öfugt framúr. Tónlistin kom mér svo gersamlega í opna skjöldu aö ég vissi sann- ast sagna ekki í hvorn fótinn átti aó stíga. Lengst af gekk ég meö þá flugu í maganum aö hér væri á feröinni efnilegur bárujárns- flokkur eöa a.m.k. rokkarar kátir, ekki hvaö síst eftir aö óg sá aö Denny Carmassi, sem lék m.a. í Montrose fyrir 8 árum, baröi húðirnar. En þaö var ekki aldeilis. Montrose karlinn hefur tekiö 180 gráöu beygju í þaö minnsta og útkoman er eftir sem áöur sptennandi. Hann hefur ekki falliö í sömu gryfjuna og allir þeir, sem voru á hans línu og fariö í iönaöarrokkiö heldur litiö almennilega í kringum sig og fylgst meö, m.a. hlustaö á enska tónlist í töluveröum mæli. Hljómborösleikur setur mik- inn svip sinn á Gamma 3 og hann er býsna vel af hendi leystur af hálfu Mitchell Froom, en Montrose lætur þó ekki skyggja á sjálfan sig og hæfi- leikana venju fremur. Á bak viö grímuna leynist alltaf gamll kreistingsrokkarinn. Platan fer þó fremur rugl- ingslega af staö og eiginlega ekki almennilega í gagn fyrr en á síöasta lagi fyrri hliöar. Eftir þaö er hún býsna skemmtileg og í lokin örlar dálítiö á gam- algrónum töktum þeirra félaga Carmassi og Montrose. Upphaf plötunnar kemur þó í veg fyrir aö hún fái almennilega heildar- einkunn, sem líkast til yröi ekki nema 2 stjörnur ef við notuöum slíkt og gæfum mest 5. — SSv. Meö fyrstu breiöskífu sinni hef- ur BARA-Flokkurinn frá Akureyri skipaö sér í hóp þriggja bestu hljómsveita landsins. Reyndar var þetta eitt af því sem var óumflýjanlegt eftir frumraun hljómsveitarinnar á plasti í fyrra. Platan Lizt er um margt þræl- skemmtileg, en samt átti ég von á ennþá meiri krafti frá þeim Akureyringum. Þaö tók mig langan tíma aö kyngja innihaldi plötunnar. Viö fyrstu hlustun leist mér ekkert á blikuna, en í hvert skipti sem plöt- unni var rennt undir nálina á nýjan leik óx henni ásmegin. Nú er svo komiö aö hún telst á þessum bæ standa Breyttum tímum Egósins fyllilega jafnfætis. Styrkleiki BARA-Flokksins er hve jafnir hljóöfæraleikarar þeir drengir eru, en þeir hafa líka innan sinna raöa söngvara, sem hefur al- gera sérstööu í íslenskum rokk- heimi, Ásgeir nokkurn Jónsson. Ekki aöeins er hann fantagóöur söngvari heldur er hann og aöal- textasmiöur flokksins og lætur sig ekki muna um aö semja bróöur- partinn af lögunum. Sá þeirra BARA-Flokks manna, sem mest kemur á óvart allra er hinn kornungi trymbill þeirra, Sig- fús Óttarsson. Bætist hér enn einn í hóp góöra íslenskra trommu- leikara. Honum viö hliö skila þelr bræöur Jón Arnar og Þór Freys- synir, Baldvin Sigurösson á bass- anum og að sjálfsögöu Ásgeir sínu lítt aöfinnanlegu. Sérstaklega er vert aö veita athygli kröftugu sam- spili trommu og bassa sem er gegnum gangandi á plötunni. Þá er hljómborösleikur Jóns Arnars fjölbreyttur og gítarleikur bróður- ins spillir ekki fyrir. Þaö er erfitt aö tína út einstök lög af plötunni, sem er ákaflega jafngóö. Hún er e.t.v. full flöt, þ.e. of lítill fjölbreytileiki á milli laga, en Ásgeir bætir þaö upp í textunum, sem oft á tíöum eru markvissir, þótt stafsetningin hafi farið úr böndunum á textablaöinu og text- inn í Wonderful Creation kemur ekki heim og saman viö þann, sem sunginn er á plötunni nema aö hluta til. Þaö kann aö vera svo að les- endum þyki fyrirsögnin á þessum dómi nokkuö villandi. Platan er í rauninni mjög sterk, en ég fer ekki ofan af þeirri skoöun, aö ég átti von á kraftmeira framlagi. E.t.v. hef óg veriö of kröfuharður eöa misreiknaö stefnu hljómsveitarinn- ar. Hver veit. Lizt er annars íslensk popplist í fyrsta gæðaflokki. TOTO/ IV: Fagmannlep viðbrögð, en engar nyjar hugmyndir Hefur áhuga á skriódreka Robert Halford, söngvari bárujárnssveitarinnar Judas Priest kveðst vera orðinn nokkuð þreyttur á aö þeysa inn á sviðiö á Harley David- son-mótorhjóli í upphafi tón- leika eins og hann hefur gert um margra ára skeið. Hefur kappinn nú augastað á skriðdreka nokkrum til aö auka áhrifamáttinn enn frekar, en sú hugmynd verður tæpast langlíf þar sem dýrt er og óþjált aö auki aö ferðast um á skriðdreka. Þaö veröur aö segja þeim sex- menningum i Toto til hróss, aö tónlistin þeirra er næsta óaöfinn- anleg, a.m.k. séö frá tæknilegri og upptökulegri hlið. Frumleikan- um er hins vegar ekki fyrir aö fara. Lögin á þessari fjóróu plötu hljómsveitarinnar, sem ber ein- faldlega nafnió IV, eru þó ekki lakari en svo aö þau gera plötuna þá næstbestu á ferli hljómsveit- arinnar. Sú fyrsta er enn sú lang- besta. JOAN JETT AND THE BLACKHEARTS/ I LOVE ROCK ’N’ ROLL: Suzi Quatro níunda áratugarins er mætt Aö skella Joan Jett og svarthjörtunum hennar undir nálina er hreinlega eins og aó hoppa áratug og jafnvel enn betur aftur í tímann. Þaó þarf hreint ekki aó vera svo slæmt og Joan Jett sýnir fram á, aö hægt er aö leika gamla góöa rokkið og róliö og gera það lió- lega. I love rock’n'roll, en svo heitir fyrsta plata Jóhönnu þotu (laus- leg þýöing vægast sagt) er býsna góö skemmtun fyrir alla þá er gaman hafa aö rokki elns og þaö var fyrir áratug, eöa á gullárum T. Rex, Gary Glitter og jafnvel Slade. Joan Jett beitir sömu að- feröum og þá tíökuöust, einkum meö einföldum viölögum, sem lýöurinn getur kyrjaö meö af full- um krafti. Lögin á ILRNR eru hvert ööru hressara og sérstaklega er gam- an aö heyra útsetningu skvísunn- ar á Crimson and clover, sem skemmtileg mjög. Þá er ekki síö- ur gaman aö heyra gamalkunn- ugt „gítarsánd" og þá ekki síöur heyra bakraddir eins og þær tíökuöust hér áður fyrr, jafnvel allt að fyrir 25 árum. Sjálf kemst Joan Jett vel frá sínu. Hún er enginn snillingur á gítarinn, en kemst vel frá söng og leiðir hljómsveitina, sem ekki er aö heyra aö sé ýkja reynd, ör- ugglega. Utkoman er plata, sem er bara skrambi skemmtileg — miklu betri en plata Go Go’s, sem ætlaði aö æra alla af ham- ingju, sem ég aldrei skildi. Vel gert hjá Suzi Quatro níunda ára- tugarins. — SSv. Flest laganna á IV eru eftir heföbundinni bandarískrl formúlu og ætlaö aö ná til eyrna, sem allra allra flestra. Hvað er aö því? má eflaust spyrja. Þeir eru þó enn til staöar, sem halda f þá skoöun aö hljóðfærin séu einnig til þess aö skapa eitthvaö nýtt, en ekki bara hakka sömu lummurnar upp á nýtt, sí og æ. Þrátt fyrir þennan inngang, sem varla getur talist allt of jákvæöur er ekki hægt annaö en aö falla fyrlr sumum laganna, sem eru listilega vel flutt og sungin. Rosanna ber þar höfuö og heröar yfir aörar lagasmíöar plötunnar. Ekkert lag- anna fannst mér þó leiöinlegt aö hlusta á en nokkur þeirra eru alveg viö ystu mörk væmninnar. Síöari hliöin er heldur kraftmeiri en sú fyrri án þess nokkru sinni sé farið inn á þær slóöir, sem sköp- uöu Toto frægö og frama meö lög- um á borö viö „Hold the Line" og fleirum á þeirri línu. Platan veröur þó á allan hátt aö skoöast sem rós í hnappagat Toto. Hins vegar get ég ekki skiliö viö þessa plötu án þess aö minnast á óþolandi upp- talningar á „inner sleeve" fjölda bandarískra plata núoröiö. Þar er tiundaö á hvaöa hljóöfæri hver og einn leikur eins og almenning varöi nokkurn skapaðan hlut um slíkt. Á hinn bóginn er þetta ágætis aug- lýsing fyrir viökomandi fyrirtæki og vafalitiö hugsaö sem svo. — SSv. TVÆR STUTTAR SOG- UR AÐ ,.VESTAN" Meölímir Suöurrfkjarokksveit- arinnar Doc Holliday hafa aldailia fengið að kynnaat þvf hvernig þaö er aö vera á ferðalagi meö Ozzy Osbourne og hljómaveit hans. Hafa drengirnir í Doc Holli- day „hitað upp“ fyrir Ozzy undan- farnar vikur á tónleikaferöalagi hans um Bandaríkin. Einn meö- lima Doc Holliday skýrói svo frá í viötali vió tímarit, aó heilbrigöis- yfirvöldin kæmust í feitt ef þau mættu á tónleika. Mikiö af þvf fólki sem sækti tónleika Ozzy yrði hreiniega sett í sóttkvf. Steve Walsh hefur nú sant sklliö við Kansas-flokkinn eftir áralangt samstarf. Ekki hefur enn verið ráö- iö í stööu hans, en þaö fylgir sög- unni aö hann hafi skiliö við félag- ana í mesta bróöerni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.