Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 23
 MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 28. JÚLÍ1982 55 &LVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Glöð eins og börn - þrátt fyrir mörgu árin og gráu hárin S.E. skrifar: „Velvakandi Eg get ekki látið hjá líða leng- ur, svo oft sem það hefur komið í huga minn, að færa séra Frank M. Halldórssyni hjartans bestu þakkir fyrir allt sem hann hefur gert fyrir okkur aldraða fólkið í Nessókn. Á hverjum laugardegi vetrarlangt hefur hann samveru- stundir með okkur og hef ég oft undrast hugkvæmni hans við að finna alltaf eitthvað nýtt okkur til ánægju. Oft hefur hann farið með okkur í lengri eða skemmri ferðalög og sýnt okkur ýmsa staði sem við hefðum annara að líkindum aldrei séð. Nú síðast fórum við ásamt séra Frank í fjögurra daga ferð norð- ur í land, þar sem hann sýndi okkur merka staði og fjölda kirkna. Við vorum rúmlega 30 sem tókum þátt í þessari ferð, og Kratar og framsóknarmenn: Ganga beygðir til undirskriftar - í utanríkisnefnd „Þór" skrifar: „Sovétríkin hafa verið í hinni pólitísku umræðu hér á landi að undanförnu. Morgunblaðið birti sl. laugardag skeleggt viðtal við Albert Guðmundsson alþing- ismann, en sama dag segir Þórar- inn ritstjóri í Tímanum að afstaða þingflokks Sjálfstæðisflokksins sé „áras Geirsliðins á Gunnar Thor- oddsen" ... Allir sem til þekkja vita um það traust sem Albert hefur borið til Ólafs sem utanrík- isráðherra a.m.k. fram til þessa. Eins mun öllum í fersku minni að Albert var einn þeirra þingmanna sem stuðlaði að því að núv. ríkis- stjórn yrði starfhæf með þvi að heita því að verja hana vantrausti. Heldur Tímaritstjórinn að ástæð- unnar fyrir þessari afstöðu Al- berts sé að leita hjá Geir Hall- grímssyni og þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins í stjórnarand- stöðu? Afstaða kratans til þessa máls í utanríkisnefnd var mannleg en ekki stórmannleg. Engur er líkara en Bendikt Gröndal og aðrir krat- ar, séu að þakka utanríkisráð- herra fyrir embætti Benedikts, sem nú verður ambassador í Sví- þjóð; þar getur hann orðið þýð- ingarmikill tengiliður milli krata hér heima og ríkra skoðana- bræðra í Svíþjóð. í afstöðu Benedikts kemur fram þakklæti og hollusta við núver- andi (og fyrrverandi) húsbónda. Saman ganga þeir kratar og framsóknarmenn í utanríkisnefnd beygðir til undirskriftar því sið- ferðis og manngæskuvottorði sem þeir hafa nú gefið ráðamönnum Sovétríkjanna. I herbúðum Vilmundar ríkir mikill fögnuður yfir hinum nýja samvinnusamningi við Sovétríkin. Eða er þessi fögnuður meðfram af því að Vilmundur losnar við Bene- dikt úr prófkjörsslagnum?" Séra Fnuik M. HmlWónwon. hygg ég að hún verði okkur ógleymanleg. Andinn á meðal okkar var eins og í góðri fjðl- skyldu, og við vorum glöð eins og börn þrátt fyrir mörgu árin og gráu hárin. Við gistum á fyrsta flokks hótelum og allur viður- gjörningur var þar eftir. Jóna Hansen sá, af miklum skörungs- skap, um vistir milli aðalmáltíða og passaði að okkur vantaði ekki neitt. Hún sagði okkur margt sem ég mundi ekki treysta mér til að endursegja enda ekki mein- ingin. Henni færi ég bestu þakk- ir. Bílstjórinn okkar í ferðinni, Axel, er frá Akureyri og vildi hann allt fyrir okkur gera. Hon- um sendi ég innilegar kveðjur. Mestar þakkir fær séra Frank fyrir Guðsorðið sem hann flytur okkur í kirkju sinni, hreint og ómengað, eins og það er í Biblí- unni. Ég veit að ég tala fyrir munn okkar allra þegar ég segi: Hafðu hjartans þökk. Guð blessi þig og starf þitt, séra Frank." Pffl Pffl fffl j LlLj LLi jJÍJtí Jf' f 1" 1 I C3-TT1 J rm,,gffl ttLt;'-ttEtf,ji| tiii ¦JJLl tJLd JLj ^•rfJ=y»LLk Eg þekki einn sem aldrei gleymir mér Guðrún Guðmundsdóttir frá Melgerði, sem var vistmaður á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, en er látin fyrir nokkru, sendi okkur eftirfarandi kvæði til birtingar skömmu fyrir andlát sitt: Kveðja til þeirra allra aumustu á Grund Ég þekki einn sem aldrei gleymir mér og allar mínar syndir með mér ber. Hann er það ljós, er ljósa fegurst skín og lætur dofna synda sporin mín. Hann kallar enn, hann kallaði í gær og kall hans enn til margra sálna nær. Hann breiðir friðarfaðm sinn móti þér, þar finnur þú að besta skjólið er. Og þú sem grætur gengin ævispor, þú gleðst af því, að til er andlegt vor. Þú flýtir þér í faðminn lausnarans og finnur þar er besta skjól hvers manns. Guð blessi hvern sem biður fyrir mér og blessun Hans minn lífsins styrkur er. Guð blessi hverja bænarinnar stund. Guð blessi þá sem eru og verða á Grund. ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM "DTir^CTT Tl DKUblU! MYNDASÖGURNAR KOMAÁtMORGUN Vik uskammtw af skellihlátri & S1G6A V/öGA £ -Í/LVERAU EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.