Alþýðublaðið - 11.09.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.09.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Xoli kbnnnpr. Auglýsin um ljós á bifreiðum og reiðhjólum. Á bifreiðum og reiðhjólum, sem ekið er um lög- sagnarumdæmi Reykjavíkur, skulu ljós tendruð ekki síðar en hér segir: Frá 16. september til 19. september kl. 7V4 — 20. — _ 23- —■ — 7 — 24. — — 28. '— — 63/4 — 29 — — 2. október — 6V2 — 3- október — 6. — — 6^4 — 7- — — 10. — —- 6 — 11. — — IS. — ■ — 53/4 — 16. — — 19. — —, 572 — 20. — — 24. — — 574 — 25. — — 28. — — 5 — 29. — — 1. nóvember — 43/4 — 2. nóverhber — 6. — — 472 — 7- — — 11, — — 474 — 12. — — 16. — — 4 — 17- — — 21. — — 33/4 — 22. — — 27. — — 3V2 — 28. — — 5- deæmber — 3?/4 — 6. desember — 3i- - — ,,— 3 Akvæði þessi < eru sett samkvæmt 46. og 55. gr. reglusamþyktar fyrir Reykjavík, og hér með birt til leiðbeiningar og eftirbreytni öllum :: þeim, sem hlut eiga að máli. :: Lögreglustjórinn í Reykjavík, 8. september 1920. Jón Hermannsson, Eftir Upton Sinclair. Fjórða bók: Erfðaskrá Kola konungs. (Frh.). »Þetta get eg gefið yður“, sagði Edward og vék til hliðar til þess að komast íram hjá þúst- unni, sem varði honum veginn. En þústan færði sig um set — og það með undraverðum hraða. „Þakka fyrir, góði herra. Eg skal segja krökkunum, að góður maður hafi gefið mér peningana. Eg læt þau skrifa bréf. Jeg tvær telpur í skóla, skrifa góð bréf eins og amerískir krakkar —“ „Þarf ekki“, sagði Edward og vék sér enn vjð, „látum nú þetta gott heita*. En frú Zamboni elti. „Þær skulu skrifa, góði herra. Þær góðar stelpurl Seg mér nafn- ið —" „Þess þarf ekki. Eg þarf að flýta mér —“ „Segið mér nafnið, góði Herral Hvaða nafn?" „Eg heiti — Smith. Edward Smith*. „Þér góður maður, herra Smith, mér líst vel á yður — laglegur maður". Og þetta hræðilega skrýmsli teygði fram aðra krumluna, eins og það ætlaði að klappa Edward á kinnina eða kitla hann undir hökunni — hann vissi ebki hvort var. Hann vék sér undan, eins og hér væri á ferðinni skrattinn sjálfur, en hún kom á eftir, á- kveðin í því að láta hann ekki lausan. Hann vissi, að útlending- arnir höfðu einkennilega siðu. Hann hörfaði aftur á bak og leit i kringum sig, hann óttaðist að einhver sæi til þeirra. En kerlingin varð enn þá meira óðamála. „Einhvern tíman hitti eg kannske „penan" mann eins og yður, herra Edward Smith, þá eg ekki ekkja lengur. Kann- ske þér vilduð sjálfur giftast lag- legri slavneskri konu, margra barna móður, sem læra að skrifa, ha?“ „Nei, nei", sagði Edward snar- lega og stökk út undan sér. Það stökk hefði átt að bjarga honum, en honum til mestu undr- unar stökk kerlingin líka, hún greip með krumlunum undir hand- legg hans og kleip hann illilega. Því næst skundaði þessi. kerling- arskrugga niður götuna og heyrð- ust í henni slcríkjur — sem vel hefðu getað verið grátekki von- svikinnar ekkju á slavneslru eða hvaða máli sem var. Edward stóð steini loslinn og glápti mállaus á eftir verunni, sem fjarlægðist óðum. Þetta var merkilegt! Skyldi hún vera vit- laus! Ja, hvað gat annað að henni gengið? Eins og Jessie Arthur hafði Edward heyrt, að þessir útlendingar væru siðgæðislausir. En það, hvernig hún ldeip hann að skilnaði — það var þó sann- arlega ekki líkt því, að húa væri að gefa honum undir fótinn. Það hlaut að vera reiðimerki. Hún hataði hann þá, jafnvel þó hann hefði gefið henni peninga! Þetta var sýnilega merki um stéttahat- ur það, sem maður rekst á með- al lægri stéttannal Nýkomin fataefni, frakkaefni og kvenkápuefni. — Efni tekin til sauma. Guðsteínrt Eyjólfsson, Laugaveg 32 B. Alþbl. er blað allrar alþýðul Ritstjóri og abyrgðarmaðnr _______Ólafur Friðriksson Prentsmiöjan Gutenberg,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.