Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR 165. tbl. 69. árg. FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Indira Gandhi í Washington: Zimbabwe: Lítið gert úr lang- varandi ágrein- ingi við Bandaríkin NVa.shington. 29. júlí. AP. INDIRA GANDHI, forsætisráðherra Indlands, kom í dag í opinbera heim- sókn til Washington, hina fyrstu frá því síðla árs 1971. Viðræður hennar og Reagans Randaríkjaforseta eru sagðar hafa verið afar vinsamlegar og báðir aðilar lagt sig fram um að gera sem minnst úr langvarandi ágreiningi ríkjanna og vináttu stjórnar Gandhis við Sovétríkin. Mugabe sakar Nkomo um of- beldisaðgerðir Harare. Zimbabwe, 29. júlí. AP. MUGABE forsætisráðherra Zim- babwe réðst í dag harkalega að Nkomo, fyrrum samstarfsmanni sínum og ráðherra, og sakaði hann og flokk hans um að standa fyrir ofbeldisaðgerðum ætluðum til þess að grafa undan stjórnarfarinu í landinu og koma löglegri ríkis- stjórn frá. „Vinátta tveggja þjóða á ekki að koma í veg fyrir vináttu þeirra og annarra þjóða," sagði Gandhi í ávarpi í Hvíta húsinu í dag og Reagan sagði að stjórnir landanna hefðu „enduruppgötvað" hversu mikilvægar þær væru hvor ann- arri. Reagan lagði í ávarpi sínu einn- ig áherzlu á að báðar þjóðirnar óskuðu eftir friði og jafnvægi á Indlandshafi og óskuðu þess að hernáminu í Afganistan lyki. Greint var frá því í Washington í dag að náðst hefði samkomulag milli Indverja og Bandaríkja- manna varðandi notkun Indverja á bandarískum búnaði í kjarna- ofnum þeirra. Deilt hefur verið um mál þetta í mörg ár en nú mun fundin lausn, sem báðir aðilar geta sætt sig við, og byggist hún m.a. á því að úrgangsefnum úr orkuverunum verður ráðstafað undir alþjóðlegu eftirliti. Argentínumenn kaupa herþot- ur frá ísrael Buenos Aires, 29. júlí. AP. ARGENTÍNUSTJÓRN hefur fest kaup á 22 notuðum Mirage-herþot- um frá ísrael, að því er dagblað í Buenos Aires greinir frá í dag. Kaup þessi eru fyrstu meiri háttar vopna- kaup Argentínumanna eftir að þeir biðu ósigur i Falklandseyjastríðinu. Flugher Argentínu hefur ekki viljað staðfesta þessa fregn. Israelar keyptu umræddar Mirage-þotur frá Frakklandi seint á sjöunda áratugnum en þær hafa lítið verið notaðar undanfarið þar sem flugher ísraels hefur fengið nýrri vélar til umráða. Flugher Argentínu hafði yfir að ráða um 150 þotum áður en Falk- landseyjastríðið byrjaði en að sögn Breta misstu þeir 94 flugvél- ar í átökunum. Að sögn Argentínumanna sjálfra misstu þeir aðeins 20 herþotur í stríðinu. Suarez segir sig úr Miðflokkabandalaginu Madrid. 29. júlí. AP. ADOLFO SUAREZ, fyrrum forsætisráðherra Spánar, stofnaði í dag nýjan stjórnmálaflokk, lýðræðislega miðflokkinn. Hyggst hann bjóða fram til kosn- inganna, sem ráðgerðar eru í apríl á næsta ári. Suarez er af mörgum talinn hugmyndafræðingurinn á bak við lýðræði á Spáni í kjölfar nærri fjögurra áratuga einræðisstjórnar Francoista. Ekki er nema sólarhringur frá Lavilla formennskuna í hendur. því Suarez sagði sig úr stjórn- Lavilla er þingforseti á Spáni. málaflokki þeim sem hann stofn- aði 1977, miðflokkabandalaginu. Hann stokkaði upp í æðstu stöðum Hefur sá flokkur setið að völdum flokksins fyrr í þessari viku og það æ síðan. fyllti mælinn hjá Suarez. Astæðuna fyrir úrsögn sinni segir Suarez vera þá, að Leopoldo Calvo Sotelo, sem tók við af Suar- ez í embætti forsætisráðherra í febrúar í fyrra, hafi leitt flokkinn of mikið til hægri og þar af leið- andi hafi markmið flokksins verið höfð að engu. Suarez reyndi að komast aftur til formennsku í flokknum fyrir þremur vikum. Sotelo sagði þá af sér embætti og fékk Landelino Mugabe sakaði flokk Nkomos um að ala á lögleysu með því m.a. að standa að ráni sex er- lendra ferðamanna si. föstudag. Skoraði Mugabe á ábyrgari menn í flokki Nkomos að beita sér fyrir því að fólkinu verði þegar sleppt. Hótaði Mugabe því að mjög harkalegum aðgerðum yrði beitt af hálfu ríkisstjórnar- innar á næstunni til að vinna bug á moldvörpustarfsemi af því tagi sem flokkur Nkomos hefði staðið fyrir. Indira Gandhi forsætisráðherra Indverja og Reagan Bandaríkjaforseti á gangi við Hvíta húsið í gær. (Sim«mynd AP) Líbanon: Palestínuskæruliðar tilbúnir til brottfarar Beirút, Jiddah, 29. júlí. AP. YFIRSTJÓRN Frelsissamtaka Pal- estínu, PLO, hefur tekið ákvörðun um að fara frá Beirút í Líbanon með höfuðstöðvar sínar og skæruliða- Sendiherrafrúr í hungurverkfalli — Eiginkonur þriggja arabískra sendi- herra í Washington ásamt konum nokkurra annarra stjórnarerindreka frá Arabalöndunum komu sér fyrir framan við Hvíta húsið í gær og hófu hungurverkfall. Konurnar eru að mótmæla þvi að ísraelar hafa lokað fyrir vatn og rafmagn í Vestur-Beirút. Segjast konurnar ætla að hafast fyrir matarlausar á grasflötinni við Hvíta húsið þar til vatn og rafmagni verður aftur hleypt á. (Simamynd AP) sveitir, aö því er ('hadli Klibi, fram- kvæmdastjóri Arababandalagsins, greindi frá í Jiddah í Saudi-Arabíu i dag. Að sögn Klibis munu PLO- menn hverfa frá Beirút jafnskjótt og gengið hefur verið frá vissum trygg- ingum, m.a. varðandi öryggi palest- inskra flóttamanna i Líbanon. Klibi lét ekki uppskátt hvert skæruliðarn- ir myndu halda. Upplýsingar Klibis komu í kjölfar fundar ráðherranefndar Arababandalagsins í Jiddah. Á fundinum sameinuðust ráðherr- arnir og fulltrúi PLO um sex at- riða áætlun til að binda enda á ástandið í Beirút. I áætluninni er m.a. gert ráð fyrir áframhaldandi vopnahléi í Beirút og alþjóðlegum friðarsveitum til að halda uppi ör- yggisgæzlu í borginni. Að sögn heimildarmanna á fundinum í Jiddah eiga enn eftir að fara fram ýmsar viðræður í höfuðborgum arabalandanna áður en gengið verður frá því hvar skæruliðar PLO koma sér fyrir. Vopnahléð í Beirút var í dag að mestu leyti virt og Philip Habib, hinn sérlegi sendimaður Banda- ríkjastjórnar og sáttasemjari í deilunni, átti fundi með forseta Líbanons og forsætisráðherra. Frakkland og Egyptaland lögðu í dag fram tillögu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem hvatt er til varanlegs vopnahlés í Líbanon og að samið verði um sjálfsákvörðunarrétt Palestínu- manna í viðræðum við PLO. Ekki er gert ráð fyrir að tillaga þessi fái víðtækan stuðning eins og hún er orðuð. M.a. telja ýmsir heimild- armenn hjá Sameinuðu þjóðunum að Bandaríkjamenn kunni að beita neitunarvaldi sínu gegn tillög- unni. Reagan Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi, að Bandaríkjastjórn gæti hugsað sér að eiga viðræður við fulltrúa PLO ef samtökin viðurkenndu til- verurétt Israelsríkis og féllu frá því yfirlýsta markmiði sínu að af- má Israel af landakortinu. íranir reyna að loka að- flutnin^s- leiðum Iraka Nikósíu, 29. júlí. AP. ÍRANSSTJORN greindi frá því i dag að hersveitir hennar hefðu í nótt sótt fram í áttina að þjóðveg- inum milli Ragdad og hafnarborg- arinnar Basra í Suður-írak og væri tilgangurinn með framrásinni sá að loka aðflutningsleiðum íraka. Af hálfu íraka var þessari frétt vís- að á bug og sagt að öllum árásum írana hafi verið hrundið. I tilkynningu írönsku her- stjórnarinnar sagði að sveitir „íslömsku byltingarinnar hafi frelsað 150 ferkílómetra svæði í Irak og hreinsað íraskan óþverra af svæðinu.“ Hafi fjöldi íraka fallið og 60 skriðdrekar og hervagnar verið eyðilagðir. I frétt hinnar opinberu frétta- stofu í írak segir á hinn bóginn að íraksher hafi gert gagnárás með aðstoð þyrla og tekist að stöðva framrásina á öllum víg- stöðvum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.