Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1982 Laugavegurinn — miðstöð verslunar og viðskipta á Islandi Laugavegurinn í Reykjavík er langstærsta verslunargata lands- ins. Þar eru saman komnar verslan- ir í nánast öllum greinum verslunar og þjónustu, en undan eru skildar þær verslanir er selja stærstu hlut- ina, byggingavörur, bílasölur og fleira í þeim dúr. En við Laugaveg er miðstöð fataverslunar í landinu, að minnsta kosti ef Bankastræti og Austurstræti eru talin með, sem eru eins konar framhald Laugaveg- arins, eða öfugt eftir því hvernig á það er litið. Þá er við þessar götur miðstöð bankastarfseminnar í landinu, og allir helstu bankar eru staðsettir við línuna Laugavegur, Banka- stræti, Austurstræti. Þá eru fjöl- mörg matsöluhús og kaffistofur á þessum slóðum, bókabúðir, forn- bókaverslanir, lyfjabúðir, leik- fangaverslanir, búsáhaldaverslanir, bakarí og fleira og fleira. Þessi langa verslunarleið, frá Hlemmtorgi niður í Aðalstræti, er einstök í sinni röð á íslandi, en minnir ef til vill helst á Strikið í Kaupmannahöfn. Hér er þó aðeins lítill hluti göngugata, bílar fara víð- ast sínu fram, enda fjölmenni ekki eins mikið hér og í Höfn og veður- far rysjóttara. Þó eru margir þeirr- ar skoðunar að gera ætti Laugaveg að göngugötu. Þessi mikla verslun- aræð liggur mjög vel við samgöng- um gangandi fólks. Á öðrum endan- um er Hlemmur, miðstöð strætis- vagnasamgangna í bænum og á hin- um endanum er önnur stærsta miðstð almenningssamgangna í höfuðborginni, Lækjartorg. Eftir Arni JnnsKon í Kúnst i verslun sinni, en hann hefur verslað á Laugaveginum allt frá árinu 1953. Hreyfí mig ekki héðan — segir Arni Jónsson í Kúnst, sem hefur verslaö við Laugaveg í 29 ár „Já, ég er nú búinn að versla hér allt frá 1953, eða í tuttugu og níu ár, svo ég hef orðið vitni að ýmsum breytingum á þess- um tima,“ sagði Arni Jónsson í versluninni Kúnst er blaðamaður rakst þar inn í vik- unni. „Laugavegurinn hefur breyst geysi- mikið á þessum tíma,“ sagði Árni enn fremur, „til dæmis eni nær allir ibúarnir horfnir. Þegar ég var að byrja bjó hér fjöldi fólks, til dæmis í flestum ris- og kjallaraíbúðum, en nú eru fáir orðnir eftir. Þá hafa verslanirnar hér einnig breyst mikið. Einkum er áberandi hvað allar „þyngri" verslanir eru farnar héð- an, svo sem byggingavöru- og húsgagna- verslanir, en „léttari" verslanir komnar í staðinn. Hér fer til dæmis fram mest- ur hluti fataverslunar í landinu, hér eru skóbúðir, gjafavöruverslanir, gullsmiðir og úrsmiðir og fleira í þeim dúr. Það hefur ótvíræðan kost fyrir viðskiptavin- ina að hafa þetta með þessum hætti, því fólk vill ganga á milli og kynna sér verð og úrval áður en það kaupir. Þetta sama gerist einnig í öðrum greinum verslun- ar, til dæmis hópast byggingavöruversl- anir saman í öðrum götum, svo sem Skeifunni, Ármúla og víðar." Og verslun eins og þín, með gjafavör- ur, á hún ekki annars staðar heima en við Laugaveginn? „Nei, það held ég ekki, af fyrrnefnd- um ástæðum. Hér eru margar verslanir af þessu tagi, sem þó eru ekki með sömu vörur, og því kemur fólk og skoðar í mörgum búðum áður en keypt er. Marg- ar verslanir á sama stað eru því fólki til hjálpar. Svo er hitt líka að hér eru mjög góðar samgöngur, strætisvagna- miðstöðvar við hvorn enda götunnar, og einir 18 strætisvagnar fara hér um á klukkustund og talið er að gangandi fólk á hverjum klukkutíma skipti þremur til fjórum þúsundum á góðum degi. Við Laugaveginn er mikið um að vera og eðlilegt að þar sé margt fólk. Nei, ég vil ekki breyta götunni í göngugötu. Það er ekki hægt að bera okkur saman við Strikið í Kaupmannahöfn, þótt við gjarna vildum, bæði erum við of fá og of norðarlega á hnettinum til þess að það sé hægt. Það á að varðveita Laugaveg- inn sem verslunargötu, það er vaxandi skilningur á því hjá borgaryfirvöldum, en gatan myndi deyja ef hún yrði göngugata," sagði Árni að lokum. Það er ekkert fararsnið á okkur — segir Brynjólfur Björnsson í Brynju á Laugavegi, sem starfrækt hefur verió frá 1919 „Þessi verslun hefur verið starfrækt allt frá árinu 1919, en þar af hefur faðir minn, Björn Guðmundsson, rekið hana í þrjátíu ár,“ sagði Brynjólfur H. Björnsson, versl- unarstjóri í byggingavöruversluninni Brynju á Laugavegi 29, í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins, nú í vikunni. „Því er ekki að leyna að hér hefur margt breyst á þeim tíma sem verslunin hefur verið hér á Laugaveginum," sagði Brynjólfur enn- fremur. „í upphafi er þetta byggingavöru- vcrslun í útjaðri bæjarins, en núna verslum við með minni áhöld og tæki til bygginga- vinnu í miðborginni. Þróunin hefur orðið sú, að við höfum hætt að versla með stærri hluti til hús- bygginga, ef undan eru skildar trésmíða- vélar, sem þá eru oftast seldar án þess að þær komi endilega hér inn í búðina. En Brynja er enn byggingavöruverslun, þar sem einkum er leitast við að sinna þörfum gangandi vegfarenda um Lauga- veginn, þeim er hér starfa og þeim er búa í nágrenninu. Hér eru á boðstólum alls kyns vörur til bygginga og viðgerða, verkfæri, naglar, skrúfur og allt sem nöfnum tjáir að nefna." Og þið hafið ekki í hyggju að færa ykkur um set? „Nei, ég býst ekki við að við gerum það, þó vitaskuld hafi sá möguleiki verið ræddur. En við kunnum vel við okkur hér. Laugavegurinn er helsta verslun- argata landsins og hér er líf og fjör, ys og þys, og okkur fellur það vel. Já, það er rétt, að umferðin er mikil hér, og nauð- synlegt er að bæta úr bílastæðaskortin- um, til dæmis með skipulagningu auðra lóða til þess eða byggingu bílageymslu- húsa. En ég er ekki hlynntur því að Laugavegi verið lokað fyrir bílaumferð. Til þess er gatan of löng, og veðráttan hér of rysjótt. Það var reynt um tíma að takmarka hér af bílastæði, og það leiddi þegar í stað til minnkandi verslunar. En við verðum hér vafalaust áfram, hver sem þróunin verður. Það kemur að því að farið verður að byggja upp gömlu húsin í miðbænum í auknum mæli, og þá verður aftur aukin þörf fyrir verslun eins og Brynju. Þá erum við líka að byggja á lóð okkar frá Laugavegi niður að Hverfisgötu, svo ýmislegt er á döf- inni. Hér er að vísu mikið af tískuvöru- verslunum eins og er, en það getur allt breyst aftur. Það er ekkert fararsnið á okkur," sagði Brynjólfur að lokum. Feðgarnir Brynjólfur Björnsson og Björn Guðmundsson í versluninni Brynju, sem eitt sinn var í útjaðri bæjarins en er nú í miðborginni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.