Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ1982 11 Laugavegi, Bankastræti og niður í Lækjargötu ganga hvorki meira né minna en átján strætisvagnar á klukkustund hverri. Þá er umferð einkabíla tiltölulega greið. Hún get- ur þó orðið tafsöm á annatímum og oft er erfitt að finna bílastæði. Um- ferð gangandi vegfarenda um Laugaveg er gífurleg. Áætlað hefur verið að á góðum degi fari þar um milli þrjú og fjögur þúsund manns á hverri klukkustund. Enginn veit hve peningaveltan á dag er á leið- inni frá Hlemmi til enda Austur- strætis, en þar fara milljónir króna um hendur manna daglega. Verslunargatan Laugavegur, miðstöð verslunar á Islandi, er við- fangsefni þessarar síðu um verslun- armannahelgina. Heimsóttir verða nokkrir aðilar sem starfa við Laugaveginn og reka þar fyrirtæki. Þeir sem heimsóttir voru, voru með- al annars spurðir álits á því hvernig væri að starfa á þessum stað, hvort þeir vildu fara annað, hver væri munurinn á því að versla við Lauga- veg og úti í íbúðahverfunum, hvort gatan ætti að verða göngugata og svo framvegis. Viðtölin fara hér á eftir. María Rós Leifsdóttir við vinnu sína í Hljóðfærahúsinu við Laugaveg. Gott að vinna hér, en vildi ekki búa við Laugaveginn! — segir María Rós Leifsdóttir í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur „Ég er búinn að vinna hér f ein tólf ár, og fellur ágætlega að vinna við Laugaveginn, hér er mikið um að vera og meira líf en úti í íbúðarhverfunum," sagði María Rós Leifs- dóttir, aðstoðarverslunarstjóri hjá Hljóð- færahúsi Reykjavíkur á Laugavegi 103, er blaðamaður hitti hana að máli. „Eg hef að vísu ekki starfað í öðrum verslunum en þessari," sagði María Rós, „en það hlýtur að vera allt öðru vísi á öðrum stöðum í borginni, Laugavegur, Bankastræti og Aust- urstræti hafa það mikla sérstöðu.“ Er erillinn og umferðarþunginn ekki of mikill? „Jú, það kemur fyrir að manni finnst þetta heldur mikið," sagði María Rós, „einkum á föstudögum. Þá eru líka vandamál að fá bílastæði hér, ekki síst hjá þeim semm vinna við Laugaveginn. Á einhvern hátt finnst mér að tryggja þurfi rétt þeirra sem hér vinna til bílastæða í grennd við vinnustaðinn. Þá fyndist mér einnig vel athugandi að gera Laugaveginn að göngugötu, svo fremi sem umferðar- mál og bílastæðamál leystust. Bíla- geymsluhús kæmi til greina, ef pláss finnst." Hefur gatan mikið breyst síðan þú byrjaðir að vinna hér? „Já, eins og allt annað hefur breyst á þessum tólf árum. En breytingarnar hafa verið bæði af hinu góða og til hins verra eins og gengur. Meðal þess sem ég tek eftir er að stærri sérverslanir eru horfnar að mestu, svo sem húsgagnaverslanir, en fataverslanir hafa sprottið upp. Öðru er erfiðara að gera sér grein fyrir, til dæmis hvort íbúm við götuna hefur fjölgað eða fækkað. En alla vega býr margt fólk hér í nágrenninu við okkur, á Hverfisgötu, Grettisgötu, Njálsgötu og víðar. Nei, ég bý ekki hér nálægt, ég er í Kópavogi. Hvort ég vildi búa við Laugaveg? Nei, varla, ekki nema honum yrði breytt í göngugötu!" Á verslun við svona götu nokkra fasta viðskiptavini, er þetta ekki alltaf nýtt og nýtt fólk sem hér kemur inn? „Jú, það er mikið af nýju fólki, en þó eigum við stóran hóp fastra viðskipta- vina. Við seljum hér hljómplötur, nótna- bækur og minni hljóðfæri, Linguaphone- tungumálanámskeið og fleira, og hér kemur oft sama fólkið ár eftir ár.“ Skrimtum á sérstöðunni — segir Hilmar H. Svavarsson í Kjötverslun Tómasar „Það má segja að verslunin hér skrimti á sérstöðunni, bæði á þeim vörum sem við bjóðum uppá og á staðsetningunni hér við Laugaveginn," sagði Hilmar H. Svavars- son, kaupmaður í Kjötverslun Tómasar Jónssonar á Laugavegi 2, er okkur bar þar að garði. Hilmar sagði „kaupmanninn á horninu" tvímælalaust eiga í vök að verj- ast í Reykjavik í dag, vegna stóru markað- anna sem svo víða væru komnir. „En við höfum reynt að svara þessari samkeppni með því að hafa hér ýmisiegt á boðstólum sem ekki fæst hvar sem er, svo sem svart- fuglsegg, gamlan, reyktan rauömaga, Mý- vatnssilung og fleira. Hingað kemur því margt fólk sem er að leita að einhverju sérstöku, auk þeirra sem eru að leita að „venjulegum" vörum. Mikill hluti viðskiptavina okkar er fólk sem hér kemur daglega, á að giska helmingur, hinn helmingurinn er fólk sem hér á leið um, eða er í leit að því sem við bjóðum sérstaklega." Kjötverslun Tómasar er ein elsta verslun í Reykjavík, stofnuð 1906, og er Hilmar hinn fimmti í röð eigenda versl- unarinnar. Hvaða skoðun skyldi eigandi einnar elstu verslunar við Laugaveginn hafa á því að gera götuna að göngugötu einvörðungu? „Ég hef ekkert á móti því,“ sagði Hilmar, „en það er augljóst að þá verður um leið að leysa umferðar- og bílastæðavandamálin hér, ekki er hægt að loka svona mikilli umferðaræð án þess að eitthvað komi í staðinn. Ég get til dæmis vel hugsað mér að bíla- geymsluhús í eða við miðbæinn leysi hluta þessa vanda. En það er alveg ljóst, að umferðin hér er orðin mjög þung, of mikil til að hægt sé að kalla hana þægi- lega.“ Og að lokum, almennt um hvernig er að vera kaupmaður í dag? „Það er bæði gott og slæmt," sagði Hilmar. „Þetta er erfitt og kostar mikla vinnu. En við leggjum okkur fram um að veita fólki góða þjónustu og því fylgir mikil ánægja þegar vel tekst til og fólk er ánægt með það sem við seljum og með þá þjónustu sem við veitum.“ Cfr jju • i i **»<»_« i i Hilmar H. Svavarsson iiafl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.