Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ1982 15 Nýr kjúklingastaður í Breiðholti: Komið til móts við breytta lifnaðarhætti íslendinga segir Gunnlaugur V. Gunnlaugsson eigandi staðarins Nýr kjúklingaslaöur, Candís, hefur veriö opnaöur við Eddufell í Breiöholti, enn eitt dæmiö um þá auknu þjónustu sem er að koma í þessu íangstærsta íbúöarhverfi Íandsins. Eigendur staðarins eru hjónin Ragnhildur Jóhannsdóttir og Gunnlaugur V. Gunnlaugsson, en þau reka einnig söluturn undir sama nafni viö Eddufell og á Vest- urgötunni. Yfirmatreiöslumaöur í Candís er Jóhann Hólm, sem meö- al annars hefur kynnt sér mat- reiöslu á kjúklingum í Banda- ríkjunum. „Þessir kjúklingar hér eru bit- aðir niður og matreiddir eftir amerískri aðferð, en auk þess höfum við svo okkar sérstöku aðferð, okkar leyndarmál við matreiðsluna," sagði Gunnlaug- ur, er hann var spurður hvernig kjúklingarnir væru framreiddir. „Vélarnar sem hluta kjúkl- ingana niður eru frá bandaríska fyrirtækinu Henny Penny," sagði Gunnlaugur, „en það er stærsta fyrirtæki sinnar teg- undar og framleiðir vélar fyrir alla helstu kjúklingastaði vest- an hafs. Frá Bandaríkjunum fáum við einnig kartöflur og krydd til steikingarinnar. Hrá- efnið fáum við frá ísfugli, sem ég tel að reki fullkomnasta ali- fuglasláturhúsið hér á landi. Eftir að kjúklingarnir hafa ver- ið kryddaðir og undirbúnir fyrir steikinguna á sérstakan hátt, eru þeir „þrýstisteiktir" með sérstökum hætti, sem gerir þá mýkri og bragðmeiri en ella, þar sem ekkert af kraftinum í kjöt- inu tapast við þessa steikingar- aðferð. Það fer eftir því hvað mikið er að gera, hve langur tími líður frá steikingunni þar til viðskiptavinurinn fær sinn mat, en ofn heldur kjúklingun- um heitum á meðan. Þar halda þeir gæðum sínum óskertum í tvær klukkustundir, og við selj- um ekki kjúkling, sem hefur beðið lengur frá steikingu." Jóhann er spurður hvort gæði Gunnlaugur V. Gunnlaugsson (lengst t.v.) ásamt starfsfólki sínu í hinum nýja kjúklingastað, Candís við Eddufell. kjötsins hér á landi séu sam- bærileg við það sem best gerist erlendis. „Já, ég tel að svo sé, og meira að segja held ég að okkar kjúklingar séu betri en t.d. í Bandaríkjunum. Hér eru þeir Jóhann Hólm og aöstoöarmaður hans „þrýstisteikingu" við kjúklingana. í eldhúsi ('andís, þar sem beitt er (Ljósm: CuAjón Birgisson) nær því að vera raunverulegir kjúklingar, ekki aldir í verk- smiðjum með hormónagjöfum eins og þekkist víða úti. Eg hef bragðað kjúklinga víða um heim og fullyrði að við höfum hér samkeppnisfært kjöt á við það besta erlendis og vel það. Þá skiptir það einnig miklu máli hvernig maturinn er borinn fram og með hverju. Við hér er- um til dæmis eingöngu með „ekta“ kjúklingasósu, sem gerð er úr hjörtum, nýrum og öðrum innmat úr fuglinum, í stað þess að notast við pakkasósur." Og þessi staður hér, er hann ekki aðeins ein viðbótin á ofmettaðan markað veitinga- húsa í,Reykjavík? „Nei, svo er ekki, þetta er hrein viðbót við neysluna," sagði Gunnlaugur, „þar sem hér er eingöngu seldur matur til að taka út úr húsinu. Hingað kem- ur fólk sem vill borða heima hjá sér, án þess þó að þurfa að standa í matseldinni sjálft. Hingað kemur fólk sem vinnur úti, eða fólk sem vill breyta til, en ekki það sem hefur ætlað sér út að borða. Staðreyndin er sú að lifnaðarhættir fólks hafa gjörbreyst við það að bæði hjón vinna úti í stað þess að áður var það karlmaðurinn einn. Hér er því verið að koma til móts við breyttar lífsvenjur." Og fjölbreytnin, er hún nægi- leg með kjúklingum einum sam- an? „Það er greinilegt að kjúkl- inganeysla hér á landi er mjög að færast í vöxt,“ sagði Jóhann, „en auðvitað borða ekki allir kjúklinga í öll mál! En sé kjúkl- ingur á óskalistanum fæst hann hér, og síðan munum við innan skamms bæta pizzum á matseð- ilinn og eins fiskréttum. Þá verðum við eingöngu með fer- skan fisk, ekki frystan, þrýsti- steikjum hann eins og kjúkl- ingana, og þá á að vera kominn íslenskur fiskur eins og hann getur bestur orðið. Þar með er- um við komnir með fjölbreyti- legri matseðil, þótt aðsóknin hér frá því við opnuðum, bendi ekki til annars en kjúklingarnir einir dugi.“ regeptMa^v Ö6V1KIN ÍSLENSK TONLIST LETT LEIKIN OSVIKIN ISLENSK TONLIST _LETT LEIKIN OSVIKIN ISLENSK TONLIST LETT LEIKIN ÓSVIKIN ISLENSK TONyST LE Hljóm otur Árhi Johnsen I1.8.1, u>t«isi a lagvissu od hþómfðgru tónfalii. Það ber voul um gamansemi Magga Kjartans að hann velur plötunni nafnið oamkvæmt læknisráði, því ef mönnum lærist að hlusta á og meta góða tónlist þýðir það í raun minna álag á taugakerfi manna og jafnvel taugadeildir spitalanna. Upptaka Jónasar R Jðnssonar færir listamanninn að áheyrandanum þannig að maður I Jffur frekar á tilfinningunni að 1 Ma.wi a,‘J» við hljóðfæri sitt í en að s6tt 86 í ■ njjómplötur DAGBLAÐID & VlSIR. i MANUDAGUR 19. JULI 1982. ■ 1 ollu þessu plötuflóði sem dynur yfirl 1 þióðina er Samkvæmt læknisráði virki-1 ! leea skemmtUeg tilbreyting frá þeim | I frumsomdu tónUst sem hinar ýmsu hljómsveitir eru að senda frá sér þessa | daganaoemn“' Nýjar plötur Fyrir aUa þá sem finnst tilveran stressandi vil ég benda á að Sam- [kvæmt læknisráði stendur vel undir nafni sínu, þú slappar vel af við að hlusta á plötuna. T-jíll r;: ;7i >} ÍIN óSVIKIN ISLEN; .ETT IjEÍKIN OSWK MORGWB^— _ i Aiir.ARDAGUR 24. JÚLÍ 1982 hljómplata & kassetta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.