Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ1982 Ámi Árnason, framkvKmdastjóri Verslunarriðs íslands, í nýju húsakynnun- um. Verslunarráðið flutti starfsemi sína á sjöundu hæð hússins þann tólfta júlí síðastliðinn. sinn leigt út. Þrettánda hæðin verður leigð út. Á efstu hæð húss- ins er svokallað penthús. Þar er að líta eitt fegursta útsýni yfir Reykjavík og nágrenni. Aðspurður sagði Þorvarður að penthúsið yrði ekki leigt út, heldur hafi eignarað- ilar hússins hugsað sér að nota það undir fundahöld og móttökur. Þetta hentar ekki undir veitinga- rekstur vegna þrengsla, en óneit- anlega hefði verið gaman, að snæða þar góða máltíð og njóta þessa stórkostlega útsýnis um leið. Hvað um það, í Kringlumýrinni er nú risið Hús verslunarinnar, veg- legt húsnæði fyrir blómlegan verslunarrekstur, eins konar hjarta verslunarinnar í landinu. —S.G. betur með allri sætanýtingu," sagði Andri. Þórarinn sagði, að þetta sparaði rúmlega áttatíu prósent af þeim símhringingum sem þurftu að eiga sér stað á milli landshlutanna áð- ur, en nú þyrfti aðeins að greiða fast afnotagjald fyrir „tölvulínu". „Þá var öllum ferðaskrifstofunum boðið að tengja skerma inná kerf- ið hjá okkur, þannig að þær gætu bókað vissan farþegafjölda beint inn hjá okkur, en það eru aðeins þrjár sem hafa nýtt sér þennan möguleika til þessa, Úrval, Sam- vinnuferðir og Ferðaskrifstofa ríkisins. Það skal þó tekið fram, að ferðaskrifstofurnar geta ekki kall- að fram hjá sér aðrar upplýsingar en þær, sem þær hafa sjálfar bók- að,“ sagði Þórarinn. Er blaðamaður spurði. hvort þetta bókanakerfi væri það full- komið að það hefði aldrei gert þeim neinn grikk, horfðu þeir á hvorn annan og urðu dulítið íbyggnir á svip, en sögðu að það hefði þjónað þeim vel í alla staði. „Ef eitthvað fer úrskeiðis er yfir- leitt hægt að kenna mannlegum mistökum um, en við höfum mjög traust starfsfólk, sem er vandað og vandvirkt í starfi" sagði Andri. Einhvers staðar heyrðist pískrað „miðvikudagurinn". Er nánar var spurt, kom í ljós, að einn miðviku- dagurinn hafði brugðið sér út úr tölvunni, þannig að þeir sem höfðu bókað þann daginn voru hvergi skráðir, er til kastanna kom. Þetta olli svolitlum vandræðum þegar fólk streymdi að, sem enginn kannaðist við, en eins og í ævin- týrum oftast, fór allt saman vel að lokum. í afgreiðslu innanlandsflugsins starfa tuttugu og sjö manns, en í dag nota Flugleiðir fimm flugvél- ar í innanlandsflugið, fjórar Fokk- er Friendship-skrúfuþotur og eina Twin Otter. Forsalan er í tjaldi viö Útvegsbankann og í Hummel-búðunum viö Laugaveg og Ármúla. Þar eru einnig fáanlegir límmiðar og áprentaðir bolir. frægasta félags- liö í heimi kemur til landsins meö Flugleiöum eftir helgina og leika gegn Val miðvikudaginn 4. ágúst á Laugardalsvelli og gegn KA á Ak- ureyri 5. ágúst. Kapparnir gista á Hótel Loftleið- um frá þriöjudegj til laugardags. Leikmennirnir sem koma eru: Gary Bailey, John Gidman, Martin Buxhan, Arthur Albiston, Ray Wilkins, Ashley Grimes, Mike Duxbury, Gary Birtles, Norman Whitesi- de, Steve Pears, Kevin Moran, Gordon Mc- Queen, Peter Bodak, Bryan Robson, Arnold Muhren, Lou Macari og Frank Stapleton, auk þess má búast viö 2 aukastjörnum sem til- kynnt veröur síðar. Þaö dettur engum heil- brigðum manni í hug aö láta þennan einstæöa at- burö fram hjá sér fara. Ótrúlegt en satt Stórliðið HLJOMBÆR HUOM'HEIMIUS'SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 öö PIOIMŒŒR - S.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.