Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ1982 Úlfar Guöjónsson í verslun sinni. „Salan jókst um fleiri þúsund prósent og það munaði aðeins örfáum metrum.“ „Þetta er enginn Hafnarfjarðarbrandariu Rætt viö Úifar Guöjónsson í Happy-húsgögnum, Reykjavíkurvegi 64 Á Reykjavíkurvegi 64 er verslunin Happy-húsgögn til húsa. Þar ræður ríkjum Úlfar Guðjónsson. Hann hef- ur verslað með Happy-húsgögn, sem er norsk framleiðsía, í ein 20 ár. Áður smíðaði hann húsgögnin hér heima, eða þangað til tollar á inn- fluttum húsgögnum fóru að lækka og þau fóru að streyma inn í landið. Þá var ekkert vit í því lengur að smíða hlutina heima. Miklu betra að fá þau í heilu lagi til landsins. Svo Úlfar lagði niður smíðaverkstæðið sitt í Hafnarfirðinum, þar sem hann hafði einnig verslun. Ekki þó á Reykjavíkurvegi 64 heldur númer 78, sem er ekki alveg eins mikið í alfaraleið. Það var ekki fyrr en hann kom á númer 64 að hann fór aö selja almennilega. Meira um það seinna. „Salt í manni blóðið“ Úlfar er Vestmannaeyingur og fór þar af leiðandi á sjó þegar hann var ungur. „Það var salt í manni blóðið. Það gerir ágjöfin yf- ir eyjarnar. Fer beint í æð,“ segir hann. Einhvern tíma var hann á varðskipunum en svo kom árið 1952 og þá urðu svolítil kaflaskipti í lífi hans. Þá datt honum í hug að fara að læra húsgagnabólstrun til að hafa eitthvað að gera þegar hann hætti á sjónum. Hann lærði hjá Guðmundi í Víði Laugavegi 166, þvi fræga húsi. Allt var þetta í kvöidskóla. Svo byrjaði Úlfar með sitt eigið fyrirtæki. Það var í kjallaranum þar sem Osta; og smjörsalan er nú til húsa. Úlfar Guðmundsson hf., smástækkaði og innan tíðar var það komið í Ár- múla 20 í 120 fermetra húsnæði. „Það þótti mér hrikaleg stækkun." — Byggði hús RLR — Síðan flutti hann starfsemina í Kópavoginn. Flutti í Auðbrekku 63 í 1000 fermetra trésmíðaverk- stæði og þar var verslun líka. Frá því hann byrjaði í bransanum fyrir alvöru hafði hann verið með Happy-húsgögn frá Noregi. í Auð- brekku var hann með mest í vinnu 32 til 36 menn. Svo var húsnæðið selt en Úlfar byggði á lóðinni við hliðina, númer 61. Þar er nú Rannsóknarlögregla ríkisins til húsa því Úlfar sem vegna heilsu- brests varð að hætta um tíma með fyrirtæki sitt, seldi ríkinu húsið. í tvö ár fengust ekki Happy-hús- gögn á Islandi, þangað til Úlfar keypti Reykjavíkurveg númer 78. Það var árið 1977 og þar var hann kominn í fullan gang aftur með trésmíðaverkstæði og verslun. En það var of seint. Hann var búinn að missa af vagninum því inn- flutningur húsgagna var þá í al- gleymingi og enginn möguleiki var fyrir Úlfar að keppa við verð hinna innfluttu húsgagna. „Ég reyndi lengi að þreyja þorrann á góuna. Ég átti alltaf von á að það yrði gert átak í þessum efnum. Það hefur ekki komið ennþá." Reykjavíkurvegur 78 var heppi- legt húsnæði fyrir verkstæði en óheppilegt fyrir verslun svo Úlfar varð að finna annan stað fyrir verslun sína þegar hann hafði lok- að verkstæðinu. Því keypti hann Húsgagnaverslun Hafnarfjarðar á Reykjavíkurvegi 64 þar sem hann er nú til húsa og selur Happy- húsgögnin rétt eins og hann hefur gert frá ’62. — Fleiri þúsund % söluaukning — „Það var gífurlegur munur á þessum fáu metrum frá Reykja- víkurvegi 78 til 64 hvað sölu snerti. Ég taldi mig alltaf vera á afskaplega góðum stað en eftir að ég kom hingað sé ég hvað ég var mikið útúr. Það var algjör bylting aö flytja. Fólkið, sem kom í versl- unina til mín sagði: Já, Happy- húsgögn. Þið voruð þarna uppfrá. Ég nennti bara ekki þangað. Salan jókst um fleiri þúsund prósent og það munar ekki nema örfáum metrum. Ótrúlegir hlutir. Menn eru að tala um staðsetningar, hvað þær séu þýðingarmiklar og það er hvert orð satt hjá þeim. Það skipt- ir miklu máli hvar verslunin er staðsett. Ég var alveg lokaður fyrir þessu. Gat bara ekki trúað því og ég ætlast ekki til að aðrir geri það. Þeir verða bara að reyna það.“ — Breiðholtið drjúgt — Og salan núna. Hvernig hefur hún verið? „Hún var léleg á meðan enginn vissi hvort yrði verkfall eða ekki, en það er komið meira líf í þetta núna. Við seljum alltaf mest seinni hluta mánaðarins þó ætla mætti að sala væri best í byrjun mánaðar. En það er eins og fólk þurfi að velta kaupunum fyrir sér í lengri tima. Við seljum geysi- mikið til Reykjavíkur og suður með sjó. Svo er Breiðholtið drjúgt. Það eru ekki bara Hafnfirðingar, sem versla hérna. Þetta er enginn Hafnarfjarðarbrandari, þessi verslun." Á íslenski húsgagnaiðnaðurinn sér viðreisnar von? „Ég held hann eigi eftir að fara upp á við aftur, já. Lifi alla vega lengi í trúnni um það. Ég hef verið í þessu í ein 30 ár og hef alltaf tilhneigingu til að vona það besta. En til að húsgagnaiðnaðurinn ís- lenski verði eitthvað aftur verður að gera stórátak. Það er náttúru- lega fjárskortur, sem mest háir framleiðendunum, stofnkostnaður er stóra vandamálið og ég er sam- mála þeim um það, að þeir eiga ekki að vera neinar afætur á þjóð- félaginu." — í botni Þrándheimsfjarðar — Erlendu húsgagnafyrirtækin hafa menn sem ekkert gera annað en finna út hvað fer best í fólk á hverjum tíma. Það eru hönnuðir. Það var gífurlegur kostur fyrir mig þegar ég gat valið úr það sem féll fólki í geð hér og þeir sendu mér efni frá Noregi og ég fram- leiddi aðeins hluti, sem seldust vel. Ég náði sambandi við þá í Noregi 1962. Ég fór í þeim eina tilgangi til Noregs að finna þar eitthvað fyrir mig að framleiða, helst hvíldarstóla. í Stafangri rakst ég á einn slíkan, sem fram- leiddur var norður í Þrándheims- firði. Þar inni í botni fjarðarins eru Happy-húsgögnin upprunnin. Ég hafði samband við þá því ég vildi framleiða svona stóla á ís- Reynistaður í Vestmannaeyjum: Fólk vill vandaðar vörur og það innlenda sækir á Allt er breytingum undirorpið, en sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Einn af hinum ungu verzl- unarmönnum landsins er Geir á Reynistað, sem fyrir réttu ári opnaöi Húsgagnaverzlunina Reyni- stað í Vestmannaeyjum ásamt systursyni sínum Aðalsteini Jóna- tanssyni, en jafnframt reka þeir bólstrun í sama húsi. Það var minnst á epiið og eikina vegna þess að Geir er kenndur við bernskuheimili sitt, Reynistað við Lautina hjá Vesturvegi í Eyjum, en það hús var rifið fyrir nokkrum árum. Þeir félagar skírðu hina nýju verzlun hins vegar Reynistað og nú er von á nýjum Reynistað i Lautinni, þvi þeir hyggja á bygg- ingu 500—600 m2 verzlunarhús- næðis þar væntanlega fyrir ára- mót. Við röbbuðum við þá félaga um verzlunarstarfið. Þeir höfðu ekki stundað verzlunarstörf á einn eða annan hátt fyrir utan það að vera með bólstrun. Þeir kváðust því hafa rennt svolítið blint í sjóinn, en reksturinn hefði gengið mun betur en þeir áttu von á í upphafi og full þörf virtist vera fyrir slíka verzlun í Eyjum, en nýlega hætti Trausti Marinósson rekstri húsgagna- verzlunar og síðan hafa Tré- smíðavinnustofa Þorvaldar og Einars einnig opnað húsgagna- deild og innréttingabúðin Hagi undir stjórn Óla Gránz. Þeir félagar sögðu að fólk gerði miklar kröfur og vildi um- fram allt vönduð húsgögn, það vildi fremur gæðin þótt einhver munur væri á verði. Þeir kváðu það skemmtilega þróun að inn- lend húsgögn væru í mörgum til- fellum orðin vandaðri en þau erlendu af dýrustu gerð. Nefndu þeir sem dæmi innlent og erlent sófasett, það erlenda var hol- lenskt, og voru þau á svipuðu verði, en það íslenzka sem var frá Víði, var mun vandaðra. Reynistaður er með húsgögn frá allmörgum aðilum, eða 13 tals- ins, bæði innlendum og erlend- um og að auki eru þeir sjálfir með nokkurn innflutning á vör- um. Mest selja þeir sófasett og hillusamstæður. Þeir kváðu viðskiptavinina vera fólk á öllum aldri, ýmist fólk sem væri að kaupa sér hús- gögn í fyrsta sinn svo nokkru næmi og einnig væri mikið um það að fólk væri að endurnýja og fá sér eitthvað vandaöra jafnvel þótt það gamla hefði svo sem staðið fyllilega fyrir sínu. En nú liggur sem sé fyrir hjá þeim Geir og Alla að byggja verzlunarhúsnæði í Lautinni, 500—600 fermetra á einni hæð þar sem þeir hafa jafnvel hug á að leigja lítinn hluta af verzlun- inni út og svo hafa þeir bólstrun- ina í bakhöndinni. Geir Sigurlásson og Aöalsteinn Jónatansson. Séð yfir hluta af verzluninni Reynistað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.