Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ1982 21 Trú og vísindi — Eftir Gunnar Tómasson Deilur háskólamanna og Einars l’álssonar um fræðilegar vinnuað- ferðir leiða hugann að brezkum hugsuði, sem ályktaði að enginn maður gæti náð vitrænu sambandi við annan í umræðu um fræðileg efni; menn gætu einungis borið saman bækur sínar og yrði síðan hver einstakur að taka sjálfstæða afstöðu eða gera skoðanir viðmæl- anda að sínum. Við heimspekideild Háskóla ís- lands, þar sem hugtökin „hugvís- indi“ og „raunvísindi" eru talin gjaldgeng, mun niðurstaða hins brezka hugsuðar væntanlega virð- ast með ólíkindum, eða eru „raunvísindi" ekki blákaldar stað- reyndir sem fávísir einir efa, og má ekki vísa niðurstöðum Einars Pálssonar á bug sem „óvísinda- legum“? Máli er þó ekki svona einfalt, og hefði Sókrates vart fallist á að- greiningu „hugvísinda" og „raun- vísinda", þar sem hann taldi sig vita það eitt, að hann vissi ekki neitt. Líkt hefði verið með Pascal, en hann taldi algjört þekkingar- leysi vera endamark allrar vit- rænnar þekkingarleitar. Haft er fyrir satt að vísindin efli alla dáð, og má því ekki ætla að hér hefðu þeir Sókrates og Pascal ályktað aulalega? Svo er þó ekki, því að baki niðurstöðu þeirra er sú hugmynd, að allt vit- rænt starf einstaklinga byggi á óvitrænum forsendum, en af því leiðir að fræðileg rökræða getur aldrei leitt til ótvíræðrar niður- stöðu. Forseti heimspekideildar Há- skóla íslands hefur lýst það ókost á málflutningi Einars Pálssonar varðandi hugmyndaheim ís- lenzkrar fornmenningar, að hon- um sjálfum hafi reynst það ókleift að ná „vitrænu sambandi" við þann síðarnefnda. Ef hér er fræðilega að orði komist, þá verður að álykta að forseti heimspekideildar hafi kollvarpað ofangreindum niður- stöðum Sókratesar og Pascals. Þá mun einnig liggja beint við að bannfæra kennslu flatarmáls- fræði við Háskóla íslands, en sú fræði byggir á óvitrænum hugtök- um punkts og línu. Loks ber að úthýsa nútíma eðlisfræði, en þriðji aulinn að nafni Albert Ein- stein staðhæfði að hún væri öll grundvölluð á óvitrænum for- sendum. „Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin," varð vini mínum Einari Pálssyni að orði, er við ræddum deilu hans og heimspekideildar Háskóla íslands um fræðilegar vinnuaðferðir. Ekki er það þó hans sök, að forseti heimspeki- deildar leitar „vitræns sambands" þar sem þess er ekki að vænta vitrænu eðli málsins samkvæmt. Að nefna „trúboð" í sambandi við ritverk Einars Pálssonar um ræt- ur íslenzkrar menningar skyldu þeir einnig varast, sem nefna eig- in trú „vísindi". Strand Ymis: Orsök slyss- ins ókunn Sjóprófum vegna strands togar- ans Ýmis lauk í bæjarþingi Hafn- arfjarðar á þriðjudag. I framhaldi rannsóknarinnar hefur verið ákveðið að fá sérfræðinga til að rannsaka stýrisbúnað skipsins, þ.e. þau sjálfvirku tengsl sem eiga að vera milli stýris og áttavita. Ekki liggur þó fyrir hvort rekja megi strandið til tækjabúnaðar, fremur en mistaka við stjórn. AUGLVSCNGASÍMINN ER: 22480 TUrgmblafcib un?óJ ípAMSTERDAM tx i% |1\; y/ km>o; V Innifalið: Flugfargjald, í bílaleigubíll með dtakmörkuðuiu | akstri, söluskattur (VAT) ög I' >1 h - fiviv iwvém ---- ■ t tk \ ---qq43,' w 6°oÍ \w'Jn20t' i5'5, . .**• n 32-5 ’ \wA°'ta9- \ \w- R 32.6. i-a 7„634,- \m.^-69 6' trygging. .j 1-11 ára er kr. 1.1 Yngri én 2ja ára greiða kr. 30( Gildistími 1. júlí - 27. ágúát. sL..kr.3.‘ ‘ - ■ v i&v5*' A A 943,' joi1 \p\w. t49 l \ ---------3.862. |vWa \n\w- 6,C\t2 n&1'- \—^^ Wtt. \^J o 930 ^x' 9 203,' *X’ 6434,' rj 703, \tt. '■ ^1- 6 694,' o'a83,' 6.6*73,‘ \tt- 3 540,' \*x’ 4 3*73’“ 6203, \*x' 6.039 \\tt- °' 3.4^ . i*x’ 4.24*7 r 3.0^’ e.78r7 \w- 3-963- ' AÍoA'Vít *®ii \w 9 A \ C' ^VtVÉ^ \ cf o 702, *x- 4 69*7 r *x' 6692,' *x- YX- 9 943, VLt- 3 943, 6 \4.9, \tt. z lYÍ- ,\tt. ;vy.yy I O 433, >x- aa99í 3.332,' \ voc- \\ Á 4a Ferðaskrtfstofan ÚTSÝN AUSTURSTRÆTI17 SÍMI; 26611 ■ííS 3 434, 4.439,' \*x: URVAL iVcx- 603, VIÐ AUSTURVÖLL SÍMI: 26900 FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.