Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ1982 Elo-skákstiginn: Friðrik kominn niöur fyrir 2500 Elo-stig KKIDKIK Olafsson er enn stiga- hæstur islenzkra skákmanna, en Elo-stigum hans hefur mjög fækkað að undanförnu. Ilann hefur nú 2495 Elo-stig og er í 99. sæti á lista yfir sterkustu skákmenn heims. Guð- mundur Sigurjónsson er í öðru sæti 2470 stig, og er í 166. sæti á lista yfir sterkustu skákmenn heims. Röð 20 efstu skákmanna ís- lenskra samkvæmt Elo—stiga er nú: Friðrik Ólafsson 2495, 2. Guð- mundur Sigurjónsson 2470, 3. Jón L. Arnason 2455, 4. Ingi R. Jó- hannsson 2430, 5. Helgi Ólafsson 2430, 6. Margeir Pétursson 2420, 7. Haukur Angantýsson 2415, 8. Ingvar Asmundsson 2415, 9. Jó- hann Hjartarson 2400, 10. Jón Kristinsson 2390, 11. Sævar Bjarnason 2380, 12. Elvar Guð- mundsson 2360, 13. Benóný Bene- diktsson 2355, 14. Björn Þor- steinsson 2330, 15. Jón Þor- steinsson 2320, 16. Jóhannes G. Jónsson 2315, 17. Karl Þorsteins 2310, 18. Gunnar Gunnarsson 2305, 19. Ásgeir Ásbjörnsson 2295, 20. Bragi Kristjánsson 2295. Skorað á ungl- inga að búa sig vel í tilkynningu, sem Morgunblað- inu hefur borist frá starfsfólki Utideildar Reykjavíkurborgar, eru unglingar hvattir til að búa sig vel í útilegur helgarinnar. Þar segir að reynslan hafi sýnt, að fólk sé misjafnlega vel búið til útilegu og sérstaklega eigi það vel við nú, að fólk búi sig vel, þar sem spáin sé ekki of góð. Níu Jijónustubifreið- ir FIB úti á vegum UM verslunarmannahelgina, 31. júlí—2. ágúst, veróa vegaþjónustu- bifreiðir FIB staðsettar sem hér seg- in Vegaþjónustubifreið FÍB 1: í Þrast- arlundi og á Þingvöllum Vegaþjónustubifreið FÍB 2: í Víði- gerði í Víðidal, V-Hún,. og nágr. Vegaþjónustubifreið FÍB 3: í Galta- læk og Þjórsárdal. Vegaþjónustubifreið FÍB 4: Bíla- verkst. Hofi í Öræfum. Jón Baldvinsson við bryggju í Reykjavík skömmu áður en skipið var dregið utan til Noregs. Ljósni. Mb|. K()K. „Náðum mjög góðum samn- ingum við Wichman" segir Ragnar Júlíusson „VIÐ náðum mjög góðum samn- ingum við Wichmann-verksmiðjurn- ar að mínu mati. Verksmiðjurnar ábyrgjast aðalvélina í Jóni Baldvins- syni í eitt ár eftir aö viðgerð líkur, en vélin, sem er tveggja ára, hefur verið meira og minna biluð frá upphafi," sagði Kagnar Júlíusson, stjórnar- 1.500 manns á tónleikum • • Oldutúnsskólakórsins „ÞAi> KR ekki oft, sem íslenzkur kór fær slíka aðsókn að tónleikum og Kór Oldutúnsskóla fékk á miðvikudags- kvöldið hér í Kanton," segir i skeyti, sem Morgunblaðinu hefur borizt frá kórnum, sem nú er í tónleikaferðalagi í Kína. „Hátt í 1.500 manns svo til fylltu hinn mikla sal „Leikhúss þjóð- anna“ hér og fögnuðu kórnum eftir hvert lag og að söngnum loknum." Síðan segir í skeytinu: „Móttökur allar hér í Kanton hafa verið ein- staklega þægilegar og elskulegar. Kórinn hefur farið víða, skoðað fjöl- margt og kynnzt mörgu, m.a. hinu fræga Kantonfæði. Óttast fólk að hér verði safnað kílóum, þrátt fyrir mikinn hita, sem er 36 gráður á hverjum degi. Kórinn kemur fram í útvarpi á fimmtudag og um kvöldið verða síð- ustu tónleikar kórsins hér í borg, en haldið til Peking á morgun." Steingrímur Sigurðsson með sýningu á Hótel Isafirði Fimmtugasta sýning Steingríms á sextán árum ísafirAi, 29. júlí. Ai) BYKJA að mála fjörutíu og eins árs og halda fimmtugustu málverka- sýninguna sextán árum síðar er sennilega ekki á margra færi. En Steingrimur Sigurðsson, listmálari, er kominn vestur til að halda fimmtug- ustu málverkasýningu sína hér á ísa- firði. Hann opnar á Hótel ísafirði, föstudaginn 30. júlí, kl. 13.30. Á sýningunni, sem stendur til mánu- dagskvölds, eru 26 myndir, flestar nýjar. Myndirnar eru málaðar ým- ist vestur við Djúp eða á götum Parísar, en listamaðurinn er ný- kominn úr fimm landa Evrópuferð þar sem hann, auk þess að mála, hélt sýningu í London í tilefni þjóð- hátíðardagsins. í stuttu spjalli sagði Steingrím- ur, að hann hefði ákveðið það, eftir að hafa setið sextugsafmælisveislu vinar síns, Friðriks Bjarnasonar málarameistara, hér í vor, að halda fimmtugustu málverkasýningu sína á Isafirði, í því sérstæða andrúmslofti, sem umlykur Vest- firðinga. Hann hafði orð á því, að það hefði verið sér mikil lífsreynsla, þegar hann hélt síðast sýningu á Isafirði, en það var árið 1978. Hann hafði sett upp sýningu hjá pólitísk- um skoðanabræðrum sínum að Uppsölum á kjördegi, en fyrir ein- hvern misskilning var hann rekinn þaðan út með látum. Þá komu til pólitískir fjandmenn hans, með Jón Baldvin og Ingibjörgu Guðmunds- dóttur söngkonu í broddi fylkingar, og varð sýningin flutt hraðfari af Uppsölum á bókasafnið, þar sem hann fékk góða aðsókn. „En þó mér hafi sárnað þetta við mína ágætu skoðanabræður í Sjálfstæðisflokknum á sínum tíma, þá ætla ég þó að senda þeim boðs- kort á þessa sýningu," sagði Stein- grímur. Héðan heldur Steingrímur norð- ur í Trékyllisvík á Ströndum, þar sem hann ætlar að mála, skrifa og njóta einverunnar norður út við Is- hafsrönd. Úlfar Gísli Gunnarsson Sumartónleikar í Skálholts- kirkju fjórar næstu helgar — Arni Arinbjarnarson leikur um helgina llm verslunarmannahelgina hefj- ast „Sumartónleikar í Skálholts- kirkju". Verða tónleikar laugardag, sunnudag og mánudag kl. 15 og síð- an næstu þrjár helgar í ágúst á sama tíma. Að venju er mismunandi efn- isskrá um hverja helgi. Fyrstu tónleikahelgina (versl- unarmannahelgina) mun Árni Ar- inbjarnarson leika orgelverk eftir Sweelinck, Buxtehude og Bach. 7. og 8. ágúst flytja Halldór Vil- helmsson og Gústaf Jóhannesson nýja kirkjutónlist eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Helgina 14. og 15. ágúst verða flutt verk eftir Hafliða M. Hallgrímsson fyrir selló og sembal og mun Helga Ingólfsdóttir leika með tónskáld- inu. Síðustu tónleikahelgina sem er 21. og 22. ágúst mun Orthulf Prunner leika verk eftir Bach. Þess má geta að aðgangur að þessum tónleikum er ókeypis, og að nú getur fólk fengið bæði gist- ingu og fæði í húsnæði Lýðháskól- ans í Skálholti. Messað er í Skál- holtskirkju sunnudaga kl. 21. Önundur Björnsson Umsækjandi hlaut öll atkvæðin ATKV/EÐI voru talin í gær á Bisk- upsstofu í tvennum prestkosningum, sem fram fóru sl. helgi. í Glaumbæjarprestakalli í Skagafirði var einn umsækjandi, Gísli Gunnarsson cand theol. Á kjörskrá voru 274, atkvæði greiddu 203 og hlaut umsækjandi öll atkvæði. Kosningin er lögmæt. í Bjarnarnesprestakalli (Höfn, Hornafirði) í Skaftafellsprófast- dæmi voru tveir umsækjendur. Á kjörskrá voru 1.185, atkvæði greiddu 579. önundur Björnsson cand theol hlaut 495 atkvæði og Sigurður Arngrímsson cand theol 71 atkvæði. 13 seölar voru auðir. Kosningin er ekki lögmæt. formaður Bæjarútgerðar Reykjavík- ur, i samtali við Morgunblaðið, en hann kom til landsins i gerkvöldi ásamt Björgvin Guðmundssyni framkvæmdastjóra eftir viðræður við forráðamenn Wichmann-verk- smiðjanna i Noregi. Ragnar sagði, að tjónið, sem nú væri á vélinni, næði aðeins til eins strokks af sjö. Verksmiðjurnar hefðu samþykkt þá kröfu BÚR að fara yfir alla vélina og ætla þær að ljúka verkinu á fjórum vikum. Kvað Ragnar að Wichmann ætlaði að gera nokkrar endurbætur á vél- inni og að ábyrgjast alla vélina í eitt ár eftir að viðgerð líkur. Auk þess sem farið verður yfir alla vél- ina verður svartolíukerfið endur- bætt til þess að komst í veg fyrir frekari vandræði. Vegaþjónustubifreið FÍB 5: I Borg- arfirði. Vegaþjónustubifreið FÍB 6: Frá Ak- ureyri um Norðurland. Vegaþjónustubifreið FÍB 7: Frá Höfn í Hornafirði að Skaftafelli. Vegaþjónustubifreið FÍB 8: Frá Vík í Mýrdal að Klaustri og austur um. Vegaþjónustubifreið FÍB 9: Frá Eg- ilsstöðum um Austfirði. Aðstoðarbeiðnum er hægt að koma á framfæri á eftirfarandi máta: FÍB 1 um veitingaskálana í Þrastarlundi og Hótel Valhöll á Þingvöllum og um rás 19 á CB-stöðv- um. FÍB 2 um Bifreiðaverkstæðið Víðigerði sem opið er allar helgar. FÍB 3 um rás 19 á CB-stöðvum. FIB 4 um bifreiðaverkstæðið á Hofi í ör- æfum, og á rás 19 á CB-stöðvum eða um Fagurhólsmýri. FÍB 5 um veit- ingaskálann á Hvítárbökkum og rás 19 á CB-stöðvum. FÍB 6 um rás 19 á CB-stöðvum. FÍB 7 um rás 19 á CB-stöðvum. FÍB 8 um rás 19 á CB-stöðvum. Athygli skal vakin á því að mikill fjöldi bíla er útbúninn með CB-tal- stöðvum og skal þeim er óska aðstoð- ar bent á að stöðva slíka bíla og biðja ökumenn þeirra að koma skila- boðum áleiðis til vegaþjónustubíl- anna. Bíla sem útbúnir eru með talstöðvum má auðveldlega þekkja úr á talstöðvaloftnetum þeirra. Þeim sem óska aðstoðar skal bent á að gefa upp númer bifreiðar og staðsetningu, auk þess hvort menn eru félagar í FÍB, en þeir ganga fyrir með þjónustu. Þá skal bent á að nauðsynlegt er að fá staðfest hvort vegaþjónustubifreið fæst á staðinn, því slíkar beiðnir verða látnar sitja fyrir. Vegaþjónusta FÍB vill benda öku- mönnum á að hafa með sér viftu- reimar af réttri stærð, varahjól- barða og helstu varahluti í kveikju. Verzlunarmannahelgin: Umferðarráð og lögreglan með upplýsingamiðstöð AÐ VENJU starfrækja Umferðarráð og lögreglan um allt land upplýs- ingamiðstöð um helgina. Verður þar safnað upplýsingum um hina ýmsu þætti umferðarinnar, og öðru sem ætla má að geti orðið ferðafólki að gagni. Má þar nefna ástand vega, veður, hvar vegaþjónustubílar FÍB eru staddir hverju sinni og umferð á hinum ýmsu stöðum. I síma 27666 verður reynt að miðla upplýsingum eftir því sem tök eru á, en búast má við tals- verðu álagi á þann síma og er fólk beðið um að hafa það í huga. Upplýsingamiðstöðin verður starfrækt sem hér segir: Föstudaginn 30. júlí kl. 13.00—22.00, laugardaginn 31. júlí kl. 09.00—22.00, sunnudaginn 1. ágúst kl. 13.00—18.00, mánudag- inn 2. ágúst kl. 10.00—23.00. í frétt frá Umferðarráði segir: Þessa sömu daga verður beint útvarp frá upplýsingamiðstöðinni og munu þau Birna G. Bjarnleifs- dóttir og Gunnar Kári Magnússon annast útsendingar. Fólk sem hef- ur útvarp í bíl sínum, er hvatt til að hlusta á þessa útvarpspistla, því aldrei er að vita, nema þar komi eitthvað það fram, sem gæti orðið ferðafólki til glöggvunar og fróðleiks. Um verslunarmannahelgina má búast við mikilli umferð um allt land og eru því vegfarendur hvatt- ir til sérstakrar árvekni, tillits- semi og varkárni um þessa mestu ferðahelgi ársins. Án þess að ætla að hafa áhrif á hvert fólk ferðast má minna á að langt ferðalag er ekki í öllum tilfellum nauðsyn. Fallegir staðir og góð tjaldaðstaða er oft rétt við bæjardyr fólks, og því ástæöulaust að leita langt yfir skammt. Um leið og Umferðarráð óskar öllum landsmönnum góðrar ferðar hvort heldur þeir ferðast stutt eða langt, minnir það góðfúslega á að gott skap og gagnkvæm tillitssemi gerir góða ferð betri, og notkun bílbelta getur haft örlagarík áhrif á ánægju ferðalags. Valtýr sýnir í Þrastarlundi SÝNING á verkum Valtýs Pét- urssonar stendur nú yfir í Þrast- arlundi. Á sýningunni eru 28 olíu- málverk, öll ný. Ber mest á mynd- um frá höfuðborginni, en einnig eru þar landslagsmálverk. Sýning á verkum Valtýs er orðinn árlegur viðburður í Þrastarlundi, þar sem þetta er 9. árið í röð, sem hann sýnir þar. Sýningunni lýkur þann 9. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.