Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1982 l>að er oft ys og þys í kringum Turn- inn eins og sjá má. Ljósm. (iuðmundur SigfÚHHon. Sumar verzlanir þróast þannig að þær verða sterkur þáttur, einskonar persónuleiki, í mannlífi þess staðar sem þær þjóna og einmitt þannig er Tótaturn í Vcstmannaeyjum, sem verður 60 ára á þcssu ári og hefur ávallt gengið undir nafninu Turninn eða Tótaturn eftir núverandi eig- anda sem hefur átt vcrzlunina í 30 ár. Verzlunina sagði ég, en það er ekki fyllilega réttnefni, því Tótaturn er allt í senn, verzlun og veitinga- stofa, miðstöð fyrir upplýsingar úr kviku athafnalífsins og lengst af hcf- ur Turninn verið fast ankeri á þurru við höfnina í Kyjum, ankeri sem ótrúlcga margir höfðu taugar til. I'angað koma kynlegir kvistir og allra kristilegustu menn, og það er alltaf eitthvað fyrir alla, annaðhvort í hillunum eða í mannlífsspjallinu. Turninn var stofnaður af Þor- láki Sverrissyni árið 1922 í einu herbergi í húsinu Vinaminni og þar var Turninn starfræktur í nokkur ár. Næst lá það fyrir Turn- inum að eignast þak yfir höfuðið í nýbyggingu fyrir framan Mandal við Strandveg og þar stóð Turninn alllengi, eða þar til hann var fyrir framþróun fiskvinnslunnar og var brotinn niður og færður eilítið Og alltaf stendur Turninn Um sextíu ára sjoppu í Eyjum austur á bóginn. Það voru þeir Rútur Snorrason og Ólafur Er- lendsson sem áttu Turninn frá 1942 er Þorlákur lézt og þar til 1952 er Tóti, Þórarinn Þorsteins- son, keypti Turninn. Það var árið 1958 sem bærinn byggði nýjan Turn í stað þess gamla sem varð að rífa vegna skipulags og sá nýi færðist um það bil hundrað metra nær sólarupprásinni og leit dags- ins ljós fyrir sunnan Fiskiðjuna við Strandveg. Það ágætishús fór hins vegar undir hraun í eldgosinu 1973 og nákvæmlega ári síðar tók Tóti aftur upp þráðinn í Turninum og þá til húsa í Drífanda. Þar var hann til 1979 er hann ásamt Har- aldi syni sínum festi kaup á hús- næði fyrir Turninn í Veiguhúsinu við Bárugötu 1 á horninu við Strandveg. Þannig hefur Turninn aldrei flutzt út úr þröngum hring á þessum sextíu árum, sem hann hefur starfað, en þess má geta, að á þessu tímabili hefur 31 smá- vöruverzlun í ætt við Turninn haf- ið starfsemi og ýmist lognast útaf eða hreinlega farið á hausinn. En alitaf stendur Turninn. Eina frávikið frá Turnsnafninu er Tótaturn, bæði vegna þess að Tóti er slíkur persónuleiki að það er rismikið að tengja nafnið nafni hans og einnig vegna þess að ann- ar „turn“ er í Eyjum, Blaðaturn- inn, og Tótaturn kom af sjálfu sér af vörum fólksins til aðgreiningar. Saga Turnsins er mannlífssaga og er full ástæða til þess að halda slíkum afla til haga, en í stuttri grein um merkilega sjoppu er varla hægt að gera meira en gefa í skyn. Fyrst framan af var Turninn aðallega spjallstaður. Það var lítið hugsað um verzlun af þeim sem þangað vöndu komur sínar. Tóti hefur til dæmis sagt mér að fyrstu árin sem hann stóð í þessu hafi það aðallega verið spjallkallar sem komu til þess að ræða málin, spá í satt og logið. Það voru til dæmis kallar eins og Valdi í Valla- nesi, hæglátur maður, spengilegur með sérstætt fas og meinhæðinn í rólegheitunum. Oft var feykilegt fjör í Turninum þegar þessir karl- ar létu vaða á súðum og það var ekki hávaðinn sem gilti heldur hnyttnin í gamanseminni. Stund- um minnti Turninn fremur á leiksvið en verzlun eða sjoppu og sögurnar voru fljótar að komast á kreik og breytast eftir þörfum. Prakkaraskapur hefur ailtaf verið fylgja mannlífsþáttarins í sögu Turnsins og síðustu 30 árin hefur það verið Tóti sem hefur verið í hlutverki kyndarans og Halli er nú kominn með allgóða æfingu þannig að hann er rýmilega efni- legur. i Ég minntist á Valda í Vallanesi og hér er ein saga af honum í Turninum. Það var þannig að Valdi hafði ráðið sig motorista hjá Sverri í Stafholti á vélbátinn Pipp, sem Sverrir var með í útgerð. Aður en langt um leið, leizt Valda þó ekk- ert á þetta og tók sig til og sagði upp plássinu og líkaði Sverri það illa. Skömmu seinna hittust þeir kumpánar í Turninum hjá Tóta og tók Sverrir þegar að gera grín að Valda fyrir lágkúruna að segja upp, án þess að fara í einn einasta róður. Það mallaði rólega í Valda að venju, unz hann segir ofurró- lega: „Fiskaði báturinn mikið í vetur?" „Sjö og hálft tonn,“ svaraði Sverrir um hæl. „Það hafa hlotið að vera gull- fiskar,“ sagði þá Valdi að bragði og Sverrir var gjörsamlega orð- laus yfir háðinu í sambandi við þennan litla afla. Sem dæmi um það, hvernig Tóti var oft kyndarinn í góðum sögum sem spruttu fram í turnspjallinu, má rifja upp eina góða, en það var oft með ólíkindum hvað Tóti var fljótur að taka við sér, ef einhver gaf upp boltann. Einu sinni var Addi Baldvins að koma úr Ellirey ásamt öðrum Ell- ireyingum. Þetta var um haust og hann vatt sér inn í Turninn, sem þá stóð við Kuða gegnt Fisk- iðjunni. Þeir höfðu verið að ná í rolluskjáturnar út í ey í norðan garra. Fullfermi var í Turninum af spjallköllunum gömlu og góðu og Tóti spurði að sjálfsögðu hvernig hefði gengið. „Það gekk nú bara vel,“ svaraði Addi, „en við náðum ekki hestin- um.“ (Það má skjóta því hér inn, að hestar hafa aldrei verið fluttir í úteyjar Vestmannaeyja). Tóti grípur gæsina og svarar um hæl yfir gapundrandi köllunum: „Já, mér datt það í hug, því þó að þið hafið komist með folaldið í gegn- um gatið í vor þá hefur skepnan náttúrulega vaxið í sumar og þá hefur gatið verið of lítið." „Já, það var nú einmitt vandinn í þessu öllu, gatið var of lítið," svaraði Addi og spann nú upp þann þráð að rollukallarnir í Ell- irey hefðu verið svo snarfullir þeg- ar þeir fóru með rollurnar út um vorið, að þeir hefðu tekið folald í misgripum fyrir rollu." Hvarf Addi síðan á braut, en mikið spjall upphófst meðal kall- anna um hestinn í Ellirey og þau mistök að flytja þangað folald í misgripum fyrir kind. Fannst sumum að landinn hjá rollubænd- um mætti vera eitthvað þynnri en raun bar vitni og vildu sumir ólmir og uppvægir kæra málið fyrir dýraverndunarfélaginu. Þannig varð uppspuninn um hestinn og gatið, sem ekkert var, að stórkostlegu vandamáli sem menn deildu um i marga daga og það lífgaði upp á lífið og tilveruna í Turnspjallinu, þótt enginn vildi síðan kannast við að hafa trúað sögunni þegar öll kurl komu til grafar. Einu sinni kom Tóti því á kreik í framhaldi af einhverju spjalli að það væri verið að fara af stað með minkarækt á Heimaey, en svo óhönduglega hefði viljað til að tveir minkar hefðu sloppið út á Eiðinu, þar sem minkum hefði verið smyglað á land og nú lægi dauður fugl eins og hráviði um all- an Heimaklett. Út úr þessu varð mikið fjaðrafok og mörgum hitn- aði í hamsi. Þá var það eitt sinn að Dódó kom inn í Turninn á miðri vertíð í febrúar og spyr Tóta grafalvarleg- ur, hvort hann eigi ekki ennþá svartfuglsegg til sölu. í Turninum var þá slatti af vertíðarmönnum úr Landeyjum og undan Eyjafjöll- unum. Tóti svarar drýgindalega um hæl, að hann eigi nú afgang, en það sé svo lítið að hann ætli að selja það í hádeginu baka til, vin- um og kunningjum, sem vilji ekki af þessu lostæti missa. í hádeginu mættu síðan allir sveitamennirnir og vildu kaupa egg. Urðu þeir snarvitlausir og blótuðu Tóta í sand og ösku þegar hann sagði þeim að engin egg væru til og sögðust þeir heimta sín egg og engar refjar. Voru sveitamennirn- ir svo ákveðnir í að láta ekki ganga á sinn rétt, að lá við handa- lögmálum og enginn þeirra lét sér detta í hug að trúa orði af því sem Tóti sagði í sambandi við varp- tíma svartfuglsins í maílok. Var þetta líklega í eina skiptið sem upp úr sauð í Turninum vegna gamanseminnar og prakkara- skapsins í frásagnarlistinni. Tóti afgreiðir tvo góða, Guðna Páls og Gauja Hjörleifs, og það leynir sér ekki sannleiksástin í sogusvipnum hjá Ellireyingnum, en Gauji tilheyrir þeim hluta veraldarinnar. Halli og Tóti og ein með öllu eins og Turninn hefur boðið upp á í áratugi. Ljósm. Hljnur. Ljmm. Óli Pélur. Grein: Arni Johnsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.