Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1982 Veiðivötn á Landmannaafrétti Þegar hallar sumri, klakabönd vetrarins horfin og jörðin aftur orðin mild og hlý, opnast fjalla- slóðir landsins. Hin óbííðu nátt- úruöfl hafa þá dregið inn klærn- ar og gefið lífinu frið til að vaxa og dafna í yl sumars og sólar. Þá beinist straumur ferðafólksins til öræfanna og mönnum gefst tækifæri til að njóta þess besta, er þau hafa að bjóða. Nú skulum við slást í för með þessu fólki og heimsækja Veiði- vötn á Landmannaafrétti. Alls eru þau um 50 talsins, stór og smá og liggja á svæði, milli Snjóöldufjallgarðs að suðaustan og Vatnaalda að norðvestan. Allt fram að 1950 var fáförult við vötnin því Tungnaá og Þjórsá vörðu flestum leið þangað. Það ár fannst gott vað fyrir bíla á Tungnaá (Hófsvað) og má segja að þá hafi einangrun vatnanna verið rofin. En þegar Tungnaá var brúuð við Sigöldu árið 1968 skipti algjörlega um. Þá komust allir bílar inn á þetta torsótta svæði og með smá lagfæringu á vegaslóðum alla leið inn að Veiðivötnum ef ökumenn kunnu fótum sínum forráð og höguðu akstri með gát og fyrirhyggju. Það er einkum tvennt sem laðar menn til Veiðivatna. Annað er vonin um veiðina, en þau eru með fengsælustu fiskivötnum landsins, en hitt er hin sérstæða og stórkostlega náttúrufegurð sem þar er að finna og á varla sinn líka hérlendis. Sú sjón gleymist þeim seint, sem lítur þau á björtum sumardegi, þegar gróðurinn stendur í fullum blóma og allt iðar af lífi á láði, í legi og lofti. Og þannig blasa þau Einarsson við í hugskoti okkar, dagana, sem við dveljum þar. Ökuslóðin liggur að Tjald- vatni. Það er miðsvæðis og þar er sæluhús í eigu Ferðafélags ís- lands og Veiðifélags Land- manna. I þessu húsi er unnt að fá gistingu en einnig eru ágæt tjaldsvæði í grennd við húsið. Frá Tjaldvatni er stutt að fara til þeirra staða, sem áhugaverð- astir eru og þykja fegurstir við vötnin. Frá fornu fari hefur verið sæluhús við Tjaldvatn, því þar dvöldu „Vatnakarlarnir" áður fyrr þegar þeir stunduðu veiðina í vötnunum. Gamla sæluhúsið stendur enn og þar eru leifar af gömlum veiðibát, sem hefur nokkuð látið undan tímans tönn. Sumarið 1880 dvaldi maður er hét Arinbjörn Guðmundsson við Tjaldvatn ásamt konu sinni og var ætlun þeirra hjóna að setjast þar að. En möguleikarnir til lífsbjargar voru minni en þau hugðu, svo sveitungar þeirra sóttu þau um haustið og fluttu til byggða. Ymsar minjar frá búskaparsumri þeirra hjóna eru enn sýnilegar í grennd við sælu- húsið, þar á meðal tóttin af hreysi þeirra. Frá húsinu liggja margar skemmtilegar gönguleiðir. Má m.a. nefna leiðina umhverfis Fossvötnin. Þar eru fallegir foss- ar, sem setja einkennandi svip á umhverfið, hvanna- og mosa- gróðurinn á vatnsbökkunum og svo Fossvatnahraunið, sem sjálfsagt er að skoða. Einnig má nefna leiðina umhverfis Tjald- vatnið og.um Pyttlurnar svoköll- uðu. Þá er gengið um gígasvæðið vestan við Skálavatnið. Þar er fjöldi af hraunklepragígum, sem margir hverjir eru næstum kringlóttir að lögun með djúpri skál í miðju, mosagrónir og þaktir marglitu grjóti og gjalli. Við Skálavatn eru einnig merkj- anlegar leifar af gömlum rústum sem benda til athafnasemi veiði- manna á þessum slóðum fyrr á tímum. Við Slýdrátt þykir mörg- um einna fegurst við Veiðivötn. Þar fellur smá kvísl úr Tjald- vatni niður lága, aflíðandi, al- gróna brekku og út í Langavatn. I kvíslinni eru smáhólmar og hvönnin grær á hökkunum. I brekkunni sunnan við kvíslina er haganlega lagaður steinn, sem kallaður hefur verið Dverga- steinn. Af hæðunum fyrir austan og sunnan sæluhúsið er mjög víð- sýnt og þaðan fæst gott yfirlit yfir vatnasvæðið. Þessar hæðir eru gömul eyktamörk og nefnist sú eystri Miðmorgunsalda en sú syðri Hádegisalda. Þar er hringsjá, sem Ferðafélag íslands lét gera árið 1973 og gefur hún glöggar upplýsingar um afstöðu og örnefni. En svæðið umhverfis Veiði- vötnin er stórt og tæki mikinn tíma að ferðast um það allt fót- gangandi. Þá grípum við til bíls- ins. En varlega ættu menn að treysta eins drifs bílum til þeirra ferða nema fyllstu að- gæslu sé gætt og allar aðstæður á varhugaverðum stöðum kann- aðar vel áður en lagt er í torfær- una. Fyrst á dagskránni er hinn svonefndi Vatnahringur. Það er hringvegur um vatnasvæðið um 20 km langur. Af honum sjást öll stærstu og fegurstu vötnin sunn- an Tjaldvatns. Þá er að aka að Tröllinu, en það er klettadrang- ur mikill, sem stendur við Tungnaá austan við skarðið milli Snjóöldu og Snjóöldufjallgarðs- ins. Undan Tröllinu breiðir áin mjög úr sér og þar riðu Skaftár- tungnamenn yfir hana þegar þeir fóru til veiða í vötnunum. En vaðið var illfært sökum sand- bleytu. Frá Tröllinu er kjörið að ganga á Snjóöldu. Hún er í 930 m hæð og þaðan er mikið ogfagurt útsýni m.a. yfir allt vatnasvæð- ið. Margir ganga frá Tröllinu inn með ánni til að skoða hreysið, en það eru minjar um mannabú- staði sem fundust um miðja öld- ina, undir klettavegg á vestur- bakka Tungnaár. Ástæðan fyrir dvöl manna á þessum stað hefur valdið nokkrum heilabrotum, og ýmsar tilgátur komið fram, en niðurstaða ekki fengist enn. Hér læt ég staðar numið. Af nógu er að taka en lengd grein- arinnar er takmörkum háð. En tilgangur minn er aðeins einn. Að vekja athygli á þessum fagra og einna sérkennilegasta stað ís- lenskra óbyggða og hvetja menn til þess, ef aðstæður leyfa, að leggja lykkju á leið sína, heim- sækja Veiðivötn og staldra þar við um stund. Þeim stundum verður vel varið. Eftir Steinar Guö- mundsson Ekki hafði ég hugsað mér að gera neyslu áfengis að umræðu- efni í þessum pistlum mínum, heidur var tilgangurinn sá, að reyna að draga fram í dagsljósið eitthvað er varpað gæti ljósi á þá meinloku, sem felst í því, að flokka drykkjuskap til sjúkdóma og þá ofurskiljanlegu staðreynd, að kröftug og lífsglöð ungmenni telja ofdrykkjuvarnir ekki vera sitt mál. Drykkjuskapur leiðir til hrörnunar og hrörnun til sjúk- dóma — þess vegna er nú verið að klína sjúkdómsstimpli á uppátækið. Drykkjuskapur leiðir líka til félagslegs öngþveitis, en félagslegt öngþveiti til annarl- egrar framkomu og ábyrgðar- leysis, samanber ölvun við akst- ur, sem vissulega má kalla sjúk- legt uppátæki, enda flokkast það undantekningarlaust til alkóhól- isma. Mér finnst vera skömm að því, og ámælisvert, að þeir sem staðnir eru- að ölvun við akstur skuli ekki vera skikkaðir til að sækja námskeið um alkóhólisma áður en þeir öðlast ökuréttindi á ný. Þarna er af þvermóðsku, rataskap eða kæruleysi verið að sniðganga mikilvægt tækifæri til ofdrykkjuvarna. Það nærekki nokkurri átt að nýta ekki betur en gert er alla þá þekkingu og reynslu sem hinn fjölmenni hóp- ur íslensks ofdrykkjuvarnarliðs hefir aflað sér, og að gefa ekki viiluráfandi vínneytanda tæki- færi til að fræðast um eðli villu sinnar svo forðast megi endur- tekningar, og verður að flokkast undir hámark sinnuleysis. Skipulögð andleg, líkamleg eða félagsleg hrörnun og fyrir- litning á sambýlisháttum sem afleiðirig ofdrykkju er á ábyrgð drykkjumannsins. Að létta af honum þessari ábyrgð er snöggt- um verra heldur en að gefa hon- um vel útilátið kjaftshögg — og sparka í hann í þokkabót. Það á að hjálpa manninum til að losa sig út úr öngþveitinu, en aldrei létta af honum ábyrgðinni. Menn þola áfengi misjafnlega vel. Sumir þola lítið, eða verða fljótt ringlaðir eða veikir, eða átta sig á hvað er að gerast áður en dómgreind þeirra ruglast að ráði. Þeir gæta sín og verða varkárir í umgengni við áfengi. Þessir menn verða oft að sætta sig við að vera kallaðir hænu- hausar, eða heyglar, af þeim sem meira þykjast mega sín í sölum Bakkusar. En hænuhausarnir sleppa við alkóhólisma, hinir þreyta drykkjuna áfram, þeir taka áhættuna og storka henni. ur fyrir því, að hann er farinn að kvelja sjálfan sig og níðast á þeim sem honum þykir vænst um, eða því sem hann ber virð- ingu fyrir, er alkóhólismi kom- inn á skrið. Að afloknu fylliríi krumpast hann undan athöfnum sínum og enn meir undan því sem hann e.t.v. hefur gert en veit ekki hvort hann hefur gert, vegna tilheyrandi minnisglapa. En þetta ástand viðurkennir hann ekki fyrr en hann er búinn að gera viðeigandi tilraunir sér til réttlætingar. Hann lokar það HUGLEIÐINGAR UM OFDRYKKJUVARNIR Sá sem mikið þolir stendur ver að vígi. Hann getur drukkið meira og lengur heldur en hinn og því truflað eðlilegt líffæra- starf sitt mun meira og mun lengur. Efnahagurinn stendur ver undir mikilli drykkju heldur en lítilli og réttlætingar hljóta því að verða nærtækar. En rétt- lætingar og skreytni er sá mótor sem drífur drykkjuskap yfir í öngþveitið, sem mynda alkóhól- isma. Hraustur maður getur storkað drykkjuskap lengi ef aðrir hjálpa honum til að halda fé- lagslegum aðstæðum í sæmilegu lagi. Þar reynir mest á maka eða samstarfsmenn. Hann getur göslað þetta í 10—15 ár án þess að kikna. Og oft mun lengur. En gefist hann ekki upp er hann dæmdur til að láta í minni pok- ann um síðir. Vandræði sem rakin verða til drykkjuskapar eru aðallega tvenns konar. Annars vegar þau, sem leggjast á aðstandendur drykkjumannsins, fjölskyldu hans og vini. Þau fela í sér ógnun, vonbrigði og öryggisleysi. III. grein Hins vegar eru þau, sem snúa að sálarlífi sjálfs ofneytandans, sálarlífi mannsins sem drykkj- una þreytir. Fyllibyttunni þykir e.t.v. hátt flogið þegar ég tala um sálarlíf í þessu sambandi. Hraustur fulli- kall segist bara hrista sig og fara svo í vinnuna og svo sé allt í lagi. Hann kíkir kannski í veskið sitt til að gá að því hvernig hann hafi skemmt sér, því sé það tómt þá hlýtur hann að hafa skemmt sér vel — en auðvitað man hann ekki nema slitrur af því sem gerðist. Þessi náungi er ekki alkóhól- isti — hann er bara drykkju- maður. Á alkóhólisma bólar ekki fyrr en afleiðingar drykkju- skapar fara að særa manninn allverulega og í brjósti hans vaknar einlæg þrá til að breyta um stefnu. Þegar maðurinn finn- inni í leynihólfi og setur kæru- leysið á vakt. Feluleikurinn hefst. En í þeim feluleik eru menn misjafnlega glúrnir. Sum- ir halda honum gangandi það sem eftir er æfinnar, aðrir yfir- bugast af kvíða og vonleysi. Venjulega tekur þetta a.m.k. 10—15 ár hjá karli, en mun skemmri tíma hjá konu — 3—5 ár. Giskað er á, að þarna megi marka muninn á fínleika sálar- lífs karlsins og konunnar. Fyllibyttan kemur hinsvegar hvítþvegin út úr hverju fylliríi og trúir því sjálf, að nú hafi hún aldeilis hreinsað blóðið. Á áhyggjunum bólar ekki og eftir- sjá mun síður. Jafnvel skelþunn- ur brúkar maðurinn kjaft. Mór- all er ekki til. Af þessu má ráða, að alkóhól- ismi er ekki bundinn brennivín- inu heldur skaphöfn og þreki mannsins. En þegar þrek dvínar getur svo farið að þrjóska setjist í sæti þess og þegar sjóndeild- arhringur eðlilegs hugarflugs þrengist, samlagast blinda þrjóskunni. Á milli þess sem hann er fullur er alkóhólistinn til í að láta vorkenna sér, og nýt- ur þess í laumi, en drykkjumað- urinn afþakkar allt vorkunnar- væl. Við gerum okkur ekki nægj- anlega ljóst, að með hægfara, en stöðugum misþyrmingum ofbýð- ur drykkjumaður sjálfum sér á mörgum sviðum, enda er erfitt að drekka. Og þegar í óefni er komið er erfitt að dylja drykkj- una. Og það er hreinasta púl að skila fullum afköstum á vinnu- markaði meira og minna las- burða eftir sí-endurtekinn drykkjuskap — t.d. fasta helgar- drykkju. En þetta lætur margur maðurinn sig hafa árum eða jafnvel áratugum saman. Og það grátlega er, að með þessum skrípaleik finnst honum að hann sé að sýna að hann sé meiri mað- ur. Við andlátið er honum vor- kunn. Hann gerði sitt besta. En sjúkdómur er þetta ekki þótt ástandið megi teljast sjúk- legt. Að kalla drykkjuskap sjúk- dóm er að láta fyllibyttuna vinna í lotteríinu áður en dregið er. Ut á vinninginn getur hann svo bæði drukkið og réttlætt sinn drykkjuskap og snúið sak- leysingunum í kring um sig. Lát- ið þá þegja þegar hann er ófull- ur, en leyft þeim að skammast þegar hann er fullur. En, vel á minnst, skammir skipta töluverðu máli í lífi drykkjumannsins. Sé hann skammaður þá finnst honum sem hann hafi gert upp við þann sem skammaðist. En sé hann ekki skammaður þá vantar eitthvað — fylleríið er búið, en sjálfsvorkunnahrinunni er ekki lokið. Ef við viljum hjálpa fylli- byttunni til að ljúka hverjum þætti í sjálfsvorkunnarveröld hennar þá skulum við bara skamma hana. í næsta pistli verður siðgæð- isvitundinni gerð einhver skil. St.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.