Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1982 Sorglegasti dagur í sögu Man. Utd.: Flugslysið hræðilega í Munchen Fimmtudagurinn 6. febrúar 1958 cr án efa sorglcgasti dagur í sögu Manchester llnited. l'á lenti lið fé- lagsins í hræðilegu flugslysi í Munchen, er þaö var á leiðinni frá Kvrópuleik í Júgóslavíu. Liðið lék gegn Rauðu Stjörn- unni, og hafði sigrað með tveimur mörkum gegn einu á heimavelli. I Júgósiavíu sigraði United einnig, nú 3—2 og því 5—4 samanlagt. Síðan flugu leikmenn heim á leið, og varð vélin að koma við í Munch- en til að taka eldsneyti. Þar varð síðan hið hörmulega slys, en vélin ætlaði að hefja sig til flugs á ný. Tvær fyrstu tilraunir til flugtaks mistókust þar sem annar hreyfillinn gaf ekki næga oyku. í bókinni Saga Manchester United sem kom út hjá Bókhlöð- unni í fyrra, segir svo frá: Þriðja tilraunin til flugtaks var gerð á slaginu þrjú. Nær ómögu- legt var að sjá út um glugga vélar- innar vegna slyddu og snævar sem þyrlaðist upp af flugbrautinni. Skyndilega missti flugvélin ferð- ina. í stað þess að halda áfram ferð sinni upp á við þaut hún áfram, ók niður lendingarljós, og fór eina 230 metra áður en hún rakst á hús og þar fór vinstri vængurinn og stélið af. A innan við 15 sekúndum létu þeir Roger Byrne, Geoff Bent, Eddie Colman, Mark Jones, Liam Wheelan, Tommy Taylor og David Pegg lífið. Duncan Edwards lifði í 15 daga áður en hann lést á sjúkrahúsi í Miinchen. Aðrir sem létu lífið þennan dag voru ritari United, Walter Chrickmer, þjálfararnir Tom Curry og Bert Whalley, flugfreyj- an, umboðsmaður ferðaskrifstofu og aðdáandi félagsins. Aðstoðar- flugmaðurinn lést síðar. Atta blaðamenn létu lífið og nöfn þeirra eru skráð á minnisskjöld, sem hangir uppi í blaðamanna- stúkunni á Old Trafford. Matt Busby, Johnny Berry og einn blaðamaður til viðbótar slös- uðust lífshættulega. Blanchflower brákaði á sér handlegg og mjöðm og eiginkona ferðaskrifstofu- upprétt eftir atburðinn. mannsins, frú Miklos, gekk aldrei Hafi England orðið skelkað, »79» DAILY EXPRESS URVIVOR SAYS: THERE WASN’T TIME TO THINK. NO ONF JNITED crashes on take-off bmM «fun-«h, TW*4*r HE victoríou* Manchesler Unítcd football teem and top Bntith sportmg journalittt plungcd to dísattcr in th« airlincr ing th«m homc from Bclgradc today. Of 45 pcoplc aboard, uding a baby. 20 wer« killed. Many werc United officials and icrs. and t«v«n »cre pDurnaluts, mcluding Hcnry Rotc, of thc Th« i.thitt- »" tli»»k«lK«fi t ht'Hted ho-i I ( » h«d Cíllcd «1 t rahtel. A h««vy tnoudall <»«"cd « wri' ••»« «•**» wrb »h« 1450 000 Un.)*« »»«f •va'" * - ■ Wt rhc rwnway ««»»»♦« H.. I.C Th W " Jw »»tlm«c »»»• nnly 60*r. up wh«»i if nlu««« ÆL. 0 t« fh« «ro» .-ísPh. ' Í W • Brot af forsíðu breaka blaðsins Daily Express daginn eftir slysið óhugn- anlega. ríkti sorg í Manchesterborg. „Það má vel vera að áður fyrr hafi hug- ur og hjarta borgarbúa verið í kirkjunni, kastalanum eða jafnvel í kránni á horninu, en í dag leikur enginn vafi á því, að hann er hjá Manchester United," skrifaði Vin- cent Mulcrone. Karlmenn sáust skæla víða í borginni og skömmuðust sín ekki fyrir. Það var ekki auðvelt að verða sér úti um sorgarbindi í verslunum. Jarðarfarir dag eftir dag virtust vera hluti af ástand- inu. Fólkið var eins og í leiðslu. Vinsemd og góðmennska þess fólks í Miinchen, sem annaðist hina slösuðu og nánustu ættingja leikmannanna, var slík, að á ein- um mánuði jókst vinátta á milli Þjóðverja og Breta meira en á mörgum árum með hefðbundinni diplómatískri aðferð. í mörg ár á eftir var nóg fyrir United-aðdá- endur að segja til sín í Múnchen og þá voru gestrisninni fá tak- mörk sett. „Man atburðina eins og þeir hefðu gerst í gær“ MATT Busby, seinna sir Matt Busby, framkvæmdastjóri United var einn þeirra sem komst lífs af úr flugslysinu. Hann meiddist að vísu mjög illa, en náði sér eftir það. Hann er einn virtasti framkvæmda- stjóri í Englandi fyrr og síðar, og aðeins 10 árum eftir slysið, gerði hann United að Evrópumeisturum og var það í fyrsta skipti sem lið frá Englandi tryggði sér þann titil, og annað árið í röð sem Evrópu- bikarinn fór til Bretlands, þar sem Celtic hafði unnið hann árið áður. Var þetta að sjálfsögðu frábær árangur hjá Busby, og liðið er vann 1968 var skipað einhverjum frægustu og bestu einstaklingum sem uppi hafa verið á Englandi, svo sem George Best, Bobby Charlton og þá voru einnig í liðinu karlar eins og Nobby Stiles og Alex Stepney, svo einhverjir séu nefndir. Grípum nú niður í bókina Saga Manchester United, sem kom út hjá Bókhlöðunni í fyrra, í þýðingu Sigurðar Sverrissonar. Við birtum hér kafla þar sem Matt Busby segir frá slysinu í Munchen og framhaldinu hjá sér og United í knattspyrnunni. Hann segir: „Nú, meira en tveimur áratug- um eftir slysið í Múnchen, get ég enn rifjað upp atburðina þann 6. febrúar 1958, eins og þeir hefðu gerst í gær. Þessi dagur er sá sorglegasti í sögu Manchester United og reyndar í sögu enskrar knattspyrnu frá öndverðu. Slysið var slíkur harmleikur að um tíma var mér skitsama hvort ég lifði áfram eða dæi. Jafnvel, þeg- ar ég var á batavegi var ég svo harmi sleginn að ég óttaðist að tengsl mín við knattspyrnuna væru endanlega rofin þann 6. febrúar 1958. Það nægir að segja að þann dag missti Manchester United stórkostlegt lið á einni flugbrautanna í Munchen. Ég missti leikmenn mína, forráða- menn og blaðamenn, sem ég taldi til vina minna. Mín meiðsli voru þess eðlis, að ég rétt gat gert mér grein fyrir umhverfinu eftir að ég komst til meðvitund- ar. Ég lá á sjúkravagni og allt í kringum mig virtist vera fólk í sömu aðstöðu. A broti úr sekúndu heyrði ég rödd segja: „Þessi — og ég man vel hvaða nafn var nefnt — er látinn.“ Það var verið að tala um Frank Swift, fyrrum markvörð Manchester City og enska lands- liðsins, sem hafði gerst íþrótta- fréttaritari og var góður ferða- félagi mirm oft og iðulega. Ég minnist þess að heyra aðra rödd — ég held hún hafi verið eign Georgs Maurer, prófessors — húðskamma þann, sem vogað hafði sér að nefna orðið „látinn“. Ég hlýt síðan að hafa misst með- vitund aftur því það var ekki fyrr en nokkrum dögum síðar að ég vissi af umhverfi mínu á ný. Astand mitt var svo lélegt að ég rambaði enn á barmi gjárinnar milli lífs og dauða. Loks þegar ég gat farið að hugsa sæmilega skýrt á ný, gerði ég mér grein fyrir að ástandið var slæmt, en þar sem ég var leyndur staðreyndum fyrst eftir slysið var útilokað fyrir mig að gera mér grein fyrir hversu hroðalegt slysið hafði verið. Ég man eftir því að einn daginn kom einhver inn í sjúkrastofuna og minntist á að margir hefðu látist. Það var ekki fyrr en eiginkona mín, Jean, fékk að hitta mig að ég gat gert mér fulla grein fyrir því sem gerst hafði. Ég taldi upp leikmennina og hún ýmist kink- aði kolli eða hristi höfuðið eftir því sem við átti. Þannig vissi ég hverjir höfðu látist og hverjir lifað af. Ef ég hefði varið á batavegi voru þessi tíðindi til þess að hefta bata minn um stund. Ég gat alls ekki meðtekið þessar staðreyndir og ég var reiðubúinn að gefa upp á bátinn baráttuna um áframhaldandi líf. Þegar ég húgsaði um knattspyrnuna reyndi ég að sannfæra sjálfan mig um að það væri enginn veg- ur fyrir mig að hefja nýjan feril innan hennar. Ég hafði upplifað nóg og vildi ekki verða hluti hennar á ný. í ljósi þess sem ég hafði upp- lifað virtist ekki vera nein leið út úr vandanum. Þegar ég svo komst að því að komið hefði gat á annað lungað var ég enn á ný reiðubúinn að segja skilið við líf- ið. Ég hafði ekki lengur áhuga á að vera hluti af þessu sjónarspili lengur. Ég hafði legið þama með pípur ofan i magann, ég hafði kvalist mikið, ég hafði séð menn deyja svo að segja við fætur mína og þegar mér var sagt frá lunganu, hvíslaði ég: „Þetta hljóta að vera endalokin.“ Það var eiginkona mín, Jean, sem aldrei vék frá rúminu minu, sem hlúði að lífsviljanum í huga mér — viljanum til að halda áfram. Aidrei lét hún efasemdirnar, sem hljóta að hafa þotið í gegn- um huga hennar, ná tökum á sér og einn daginn hvíslaði hún hlý- lega að mér: „Matt, ég veit að strákarnir sem dóu hefðu allir viljað að þú héldir áfram.“ Ég man að þessi orð hennar greipt- uBt í huga mér og urðu mér að leiðarljósi. Fyrstu viðbrögð mín voru að reyna að gleyma þessum orðum, en ég gat það ekki hversu mikið sem ég reyndi. Sem ég lá þarna í heila þrjá mánuði alls — fór sú hugmynd að skjóta rótum að ég gæti e.t.v. eftir allt saman tekið við stjórninni á Old Trafford á nýjan leik. Hlutirnir gengu hægt fyrir sig, rétt eins og bati minn, en lokadaginn á sjúkrahúsinu kom prófessorinn til mín og sagði: „Komdu þér nú út og fáðu þér hreint loft.“ Ég haltraði um á hækjum. Ég hafði ekki áhuga á að tala við fólk hvað þá heldur að standa augliti til auglitis við það. Heim- urinn gekk sinn vanagang og prófessor Maurer, sá sem átti stærstan þáttinn í að halda líf- inu í mér, hafði gert allt sem í hans valdi stóð til að létta undir með mér. Ég fór því að ráðum hans og tók mér frí í sex vikur. Það kom að þeim degi að ég varð að snúa aftur til Old Traf- ford. Hugsunin fylgdi mér eins og draugur, en ef ég ætti að fara eftir því sem Jean sagði yrði ég að fara aftur til Manchester. Þegar ég loks kom heim á ný hafði United-liðið — fullt af nýj- um mannskap — tryggt sér sæti i úrslitum bikarkeppninnar. Ég heimsótti strákana þar sem þeir voru í æfingabúðum í Blackpool. Mér var ráðlagt að fara ekki á Wembley, en ég fór nú samt. Engu að síður var það Jimmy — og réttilega svo þó ég hefði verið alheill — sem leiddi liðið út á völlinn. Ég sneri þvi aftur til knatt- spyrnunnar þó svo það tæki mig meginhluta næstu tveggja ára að manna mig upp í að stíga upp í flugvél á nýjan leik. Það var eitt álagið. í næstu tvð ár ferð- aðist United-liðið alltaf með járnbrautarlestum eða skipum þegar það fór utan. Hins vegar var ófært að halda þessum ferðamáta áfram til eilífðarnóns — það var ekki sanngjarnt gagn- vart félaginu eða ieikmönnum. Án þess að láta nokkurn mann vita ákvað ég að reyna sjálfan mig og ásamt Louis Edward heitnum, sem komið hafði inn í stjórn félagsins eftir slysið, fór ég um borð í flugvél til Rotter- dam frá Ringway. Þetta var ekki nema klukku- stundar flug en þrátt fyrir nokkra koníakssnapsa tókst mér ekki að róa mig niður. Það var engu betra á heimleiðinni en mér hafði þó tekist að yfirvinna mesta óttann. Ég held að það sé rétt að minnast á samúðina, sem finna mátti um allt iandið eftir slysið í Miinchen. Ég verð að viðurkenna aö ég var ekki í jafnvægi til að leiða hugann að slíku fyrst á eft- ir, en hef síðan gert mér grein fyrir því að á þeim tíma var til fólk sem fannst Manchester Un- ited vera vorkennt einum of mik- ið. Ég get að sjálfsögðu aðeins dæmt fyrir sjálfan mig og get sagt það að ég lenti aldrei í þess- ari samúðarbylgju, sem skall á landinu og ég sá aldrei að félagið hagnaðist á henni. Um leið og ég var tekinn við aftur komst að- eins eitt að í huga mér — að byggja upp liðið á ný. Þó svo Un- ited hefði komist á Wembley og hafnað í 2. sæti í 1. deildinni ári síðar, gerði ég mér grein fyrir því að geta liðsins var ekki sam- svarandi mikil. Það yrði að leggja hart að sér til að ná okkar fyrri getu. Fólk hefur verið mér svo vin- samlegt og sagt að ég hafi verið jafnsterkur í því að meðhöndla fólk og í stjórnun knattspyrnufé- lags. Sumir hafa jafnvel haldið því fram að ég væri betri í al- menningsteng8lum en í knatt- spyrnunni. Það eina, sem ég get sagt, er að ég stefndi aldrei að því að verða einhver sérfræðing- ur í almenningstengslum — markmið mitt var að byggja upp gott lið. Ég gerði mér hins vegar grein fyrir því að aðrir — þar á meðal blaðamenn — voru hluti af velgengninni og umgekkst þá þar af leiðandi með virðingu. Ég reyndi eðlilega að ná sem bestri samvinnu við alla aðila án þess að kasta hugsjónum félags- ins fyrir róða. Það komu tímar þegar biöðin vildu fá að vita um einstaka hluti og ef ég gat hjálp- að þeim þá gerði ég það. Það komu líka tímar þegar ég áleit ég þyrfti að haida hlífiskildi yfir félaginu. Ef einhver stillti mér upp við vegg og kom með spurn- ingu, sem útilokað var annað en að svara, gerði ég það án þess að reyna að leiða viðkomandi á villigötur. Ég laug aldrei að blaðamönnum. Eftir Múnchen-slysið komst aðeins eitt að í huga mér: að endurreisa Manchester United. Ég leitaði hjálpar hjá góðum mönnum þegar ég taldi ástæðu til slíks og á meðal þeirra, sem voru mér ákaflega vinsamlegir, voru t.d. Santiago Bernabeu, for- seti Real Madrid. Rétt eina flug- ferðina flaug ég af stað til Madr- id til þess að eiga viðræður við Bernabeu. Ég áleit það nauð- synlegt að halda nafni Man- chester United á lofti. Ég spurði Bernabeu hvort hann væri reiðu- búinn að láta Real Madrid leika gegn okkur á Old Trafford í vin- áttuleik. Ég var heiðarlegur gagnvart honum og sagði: „Við eigum enga peninga og ég skil vel ef þú neit- ar okkur. Ég veit að Real getur farið fram á stórar fjárupphæðir fyrir einn leik erlendis.“ For- maðurinn velti málinu fyrir sér um stund og féllst síðan á að leika við okkur gegn því að við greiddum öll útgjöld Real. Hann stóð við sitt. Þetta atvik var tveimur árum eftir slysið og við áttum enn erf- itt uppdráttar og ég gleymi aldrei þeim velvilja sem Real sýndi okkur. Rétt eins og ég gleymi ekki öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug á þessum árum. Ég vil að endingu bæta því við frásögn mína um atburðina í Miinchen að ég hef ekki reynt að mikla sjálfan mig á einn eða annan hátt og reynt að gera einskonar dýrling úr sjálfum mér. Slysið átti sér stað — og milljón sinnum hef ég óskað þess að svo hefði aldrei orðið. Þessi atburður er óaðskiljanlegur frá ferli mínum sem framkvæmda- stjóri Manchester United. Það má ekki gleyma því og ég hef aðeins sagt frá hlutunum eins og þeir í rauninni gerðust."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.