Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚL11982 Svanhvit Gunnarsdóttir Margrét Auður Björnsdóttir el, besti vinur minn, hefði farist í flugslysi ásamt foreldrum sínum og Auði systur sinni. Það tók mig langan tíma að átta mig, svo ótrúlegt fannst mér, að Axel, þessi lífsglaði og káti vinur, væri ekki lengur meðal okkar. Kvöldinu áður eyddum við sam- an eins og við höfðum gert svo oft áður í sumar. Vorum á æfingu á Laugardalsvelli þar sem hann var alltaf hrókur alls fagnaðar. Þegar við spjölluðum saman í bílnum fyrir utan heimili hans aðfaranótt þriðjudags datt mér sist í hug að þetta væri í síðasta sinn sem ég liti hann augum. Seli, einsog við strákarnir í Garðabænum kölluðum hann, var alveg sérstakur persónuleiki, per- sónuleiki sem á engan sinn líka. Hann var svo vinmargur að ég hygg að það hafi verið stór hundr- aðshluti þjóðarinnar sem hefur vitað hver Seli var. I hópi naut Axel sín best, hann var alltaf mið- punkturinn og allir kepptust um að vera í nálægð hans. Menn kætt- ust þegar Axel birtist, framkoma hans var slík að hún smitaði út frá sér bæði ánægju og gleði. Við vinir Axels erum þakklátir fyrir að hafa kynnst honum. Areiðanlega heiðrum við minn- ingu hans mest og best með því að taka okkur hann til fyrirmyndar í að vera öðrum til gleði og ánægju. Við skulum halda áfram lífsstarfi hans, sem ekki er metið í háum stöðum og miklum launagreiðsl- um. Það lífsstarf var að vera ómetanlegur félagi og vera ánægjuvaki hvar sem hann kom. Við vinir hans munum geyma minningarnar um hann sem dýrar perlur. Þær perlur verða aldrei frá okkur teknar. Um leið og ég sendi Kristínu og Gunnari mínar innilegustu sam- úðarkveðjur vil ég þakka fyrir all- ar þær samverustundir sem ég hef átt með Axeli, sem voru í einu orði sagt stórkostlegar. Gunnar Kristjánsson Hvort sem Axel vinur okkar er örlagatrúar eða ekki, þá hafði hann oft orð á því að hann myndi deyja ungur. Ekkert okkar tók þetta mjög alvarlega enda í mikilli mótsögn við lífsgleði hans og glað- værð. Nú hafa þessi orð hans hins vegar ræst á hörmulegan hátt. Þessi frábæri félagi er farinn, ásamt indælum foreldrum sínum og systur. Það er oft sagt sem svo um látið fólk, að hinn látni hafi verið hvers Björn Magnússon Axel Magnús Björnsson manns hugljúfi. Þessi orð fá nú nýja og raunverulegri merkingu í hugum okkar, sem bárum gæfu til að þekkja Axel og njóta félags- skapar hans. Hann var mjög hreinskilinn og blátt áfram, en um leið innilegur og vildi öllum vel. Hann var endemum léttur og kát- ur og átti sérlega auðvelt með að koma fólki í gott skap. Einnig átti hann auðvelt með að kynnast fólki og vingast við það, enda er leitun að manni sem átti eins marga vini og Axel og sem var eins innilegur vinur þeirra allra. Fyrstu kynni okkar flestra af Axel voru í Verslunarskóla ís- lands. Þar hóf hann nám um haustið 1975, lauk verslunarprófi vorið 1977 og síðan stúdentsprófi vorið 1979. Öll árin í Versló tók Axel ríkan þátt í félagslífi skólans og var þar driffjöður í flestu sem hann tók þátt í . Hann var í íþróttaliðum skólans í fótbolta og handbolta enda mikill áhugamað- ur um allt sem sneri að íþróttum. Hann tók einnig til máls á flestum málfundum, skrifaði greinar í skólablaðið, tefldi skák og spilaði bridge. Þó hefur hann líklega eytt mestum tíma í leikrit og ýmis skemmtiatriði, enda hafði hann alltaf mikinn áhuga á leiklist. Hann kom fram á flestum skemmtikvöldum skólans og tók ríkan þátt í undirbúningi Nem- endamótanna. Oftast kom hann fram í fleiri en einu atriði og tók auk þess þátt í að semja mörg þeirra. Alls staðar var hann hrók- ur alls fagnaðar, enda geislaði hann af slíku fjöri og slíkri lífs- gleði að ekki var hægt annað en laðast að honum og gleðjast með honum. Eftir stúdentspróf skilja oft leiðir skólafélaga. Sumir fara í há- skólanám heima eða erlendis, en aðrir fara út á vinnumarkaðinn. Axel virtist í fyrstu óráðinn um framtíð sína, og vann hann ýmis ólík störf fyrstu tvö árin. Áhuginn á leiklist blundaði þó alltaf með honum, og haustið 1981 hélt hann til New York þar sem hann stund- aði nám við leiklistarskóla síðast- liðinn vetur. Það var Axel líkt að hann lét það ekki aftra sér frá því að rækja vinskapinn þótt sjálfir Atlantsálar skildu hann frá vinum sínum. Meðan hann var vestan hafs, hélt hann stöðugu sambandi við okkur öll, bæði með því að skrifa ógrynni bréfa, og eins lét hann sig ekki muna um að hringja af og til. Þótt Axel hafi verið hlýtt til vina sinna, þótti honum ekki síður vænt um fjölskyldu sína. Það kom oft fram í máli hans að hann var mjög stoltur af foreldrum sínum og systkinum, og vildi allt fyrir þau gera. Ósjaldan fjölmenntu vinir Axels á heimili fjölskyldunn- ar að Faxatúni 5, Garðabæ, og var þá jafnan tekið opnum örmum af fjölskyldunni og tíkinni Týru. Þessi heimboð áttu drjúgan þátt í því að halda saman gamla Verslóhópnum eftir að leiðir skildu að Verslunarskólanum loknum. M.a. þess vegna er það stór og samheldinn hópur sem nú syrgir Axel og ástvini hans. Axel átti einnig stóran þátt í að skipu- leggja fjölmennar sumarferðir sem hópurinn hefur farið í undan- farin tvö sumur, og stóð til að fara eina slíka um síðustu helgi. Ferðirnar verða aldrei þær sömu án Axels og hópurinn verður aldrei sá sami án hans. Hins vegar er minningunni um Axel lítill greiði gerður með því, ef fráfall hans yrði til þess að þessi sam- heldni hópur tvístraðist, því Axel átti sjálfur svo stóran þátt í að halda honum saman. Missir okkar allra er mikill, þó er missir Gunnars og Kristínar systkina Axels og Auðar, mestur. Við vottum þeim, og öðrum að- standendum hinna látnu, dýpstu samúð í sorg þeirra. Vinir úr Versló Enn einn ungur maður hefur fallið í valinn. Að þessu sinni var það vinur minn, Axel Björnsson. Kynni mín af honum hófust um haustið 1978 er ég hóf nám í Versl- unarskóla Islands. Ég var að sjálfsögðu all smeykur við hina eldri nemendur og átti von á hinu versta. En það var nú öðru nær. Mér var tekið með kostum og kynjum eins og fullorðnum manni sæmdi og hið sama má segja um jafnaldra mína. Þetta varð til þess að maður eins og braust út úr skel og fór að taka virkan þátt í félags- lífi skólans. í dag bý ég enn að þessari ómetanlegu félagslegu hvatningu sem eistu bekkingarnir veittu mér í Versló ’78—’79. Þeim á ég því mikið að þakka. Sá sem einna mest bar á í þess- um hópi var Axel Björnsson, sí- kátur og síbrosandi. Hann átti vægast sagt ótrúlegu fylgi að fagna innan skólans og efa ég að vinsælli maður hafi fundist. Hann var jú góðum mannkostum búinn. Má þar nefna að hann var mælsk- ur mjög, ávallt reiðubúinn að hjálpa og ætíð í góðu skapi. Hvar sem hann kom, var hann miðdepill alls. Það sem ég hefi hér ritað kann að virðast mikið lof, en það er alls ekki of mikið, því Axel á þetta allt skilið og meira til. Hann var einn þeirra manna sem Nem- endafélag Verslunarskólans stendur í þakkarskuld við öðrum fremur, því fáir hafa lagt meira af mörkum til uppbyggingar hinu góða félagslífi en Axel. Hann hlaut enda heiðursskjal NFVÍ fyrir frábær félagsstörf. Axel var efnilegur leikari sem hefði getað náð langt hefðu örlögin ekki gripið í taumana. Það var ávallt mjög þægilegt að vera í nærveru Axels. Hann geisl- aði af gleði og var oft sem ljós í myrkrinu. Síðan um haustið 1978 hefur á milli okkar haldist ágætur vinskapur þó ekki höfum við hist jafn oft og þegar hann var í Versló. En það er skelfilegt að vinskapurinn skuli slitna á svo hryllilegan hátt. Axel var mikill persónuleiki og er fráfall hans afar sviplegt. Skyldmennum hans öllum og vin- um votta ég mína dýpstu samúð og vona ég að minningin um brosandi Axel Björnsson lifi sem lengst. Jón Ólafsson „ Autl er í solum. Æviskeid runnid. Ilorfin sól bak vid höf og lönd. Síóuslu kveAjur, síöustu þakkir, reika hljódar á heljarströnd." Síðari hluta þriðjudagsins 20. júlí, var sú ákvörðun tekin af fjöl- skyldunni Faxatúni 5, Garðabæ, að skreppa með flugvél austur á Egilsstaði. Það má með sanni segja, að enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Tildrög ferðarinnar voru þau, að kunningi fjölskyldunnar þurfti að taka flugvél á leigu. Það sýnir vel samheldnina og kraftinn, sem bjó ávallt með þessum einstaklingum, að af stað var farið og það með skömmum fyrirvara. Endalok þeirrar ferðar eru öllum kunn. Það var árið 1973, að óvænt sköpuðust kynni milli okkar Auð- ar. Að vísu hafði ég lítillega kom- ist í kynni við Auði áður, er hún hitti systkini sín, sem voru skóla- félagar mínir í menntaskóla. Um haustið hóf Auður nám í námunda við okkur og bestu vinkonur sínar, í Verslunarskóla íslands, eftir að hafa lokið barna- og gagnfræða- skóla í Garðabæ. Að loknu stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð jólin 1978, lauk hún tveimur árum í hjúkrunarfræðum við Háskóla íslands. Eftir því sem ég kynntist Auði og félögum hennar úr Garðabæ betur, urðu eiginleikar hennar mér betur ljósir. Hjálpsemi, traust og vingjarnleiki nýttist henni vel innan fjölskyldunnar, við hjúkrunarstörf, í skátafélag- inu Vífli, sem og í vina og kunn- ingjahópi. Hlýja og liðlegheit for- eldra hennar styrktu hana sem miðpunkt í áætlunum „bíllausa hópsins", hvort sem áfangastaður- inn var heimsókn, ferðalag eða skemmtistaður. Enda var það svo, að þegar við komum að heimsækja Auði, vorum við þegar orðin gestir fjölskyldunnar. Auður eignaðist ótal félaga og kunningja, enda geislandi af lífi, glettni og ánægju. Hjá Auði var rík tilhneiging að kynnast margbreytilegum starfssviðum og viðhorfum og bar þar hæst hjúkrun og sjómennska. Annars væri hægt að segja mikið meira um Auði og persónuleika hennar en hér er gert. Siíkur mannkostur var hún. En sterkustu vinarböndin bundust með Auði og þremur æskuvinkonum hennar, bönd, sem voru svo sterk, að dauð- inn einn náði að rjúfa þau. Auður og hennar fólk gafst ekki upp þó að á móti blési. Það er því bjarg- föst sannfæring mín, að þau verði aðstandendum huggun, ljós og styrkur í minningunni. Ég óska eftirlifandi systkinum, Gunnari og Kristínu, mökum þeirra og börnum og öllum öðrum aðstandendum blessunar um alla framtíð. Mér finnst að við fráfall þessa elskulega fólks, Auðar, Axels, Svanhvítar og Björns, hafi heim- urinn minnkað. Sigurgeir Halldórsson Það er erfitt að þurfa að skrifa minningargrein um látinn skóla- félaga og vin ekki síst þegar hann var aðeins 23 ára gamall. En slys- in gera ekki boð á undan sér. Við sem vorum bekkjarfélagar Axels í 3 og 4—A í Versló eigum um hann góðar minningar sem ekki gleymast. Hann var einn þeirra sem smita út frá sér með fjöri og lífsgleði og átti stóran þátt í að efla samstöðuna í bekkn- um og gera okkur skólavistina ánægjulega og skemmtilega. Við minnumst Axels fyrir margra hluta sakir. Hann var þó fyrst og fremst frábær félagi og IryKKur vinur. Auk þess var hann búinn þeim fágæta eiginleika að geta skemmt öðrum án þess að það væri á kostnað annarra. Hann naut því fádæma vinsælda meðal skólafélaga sinna. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að lýsa því helsta sem Axel tók sér fyrir hendur, það gera ör- ugglega aðrir hér á þessum síðum. Þessi fáu orð þjóna fyrst og fremst þeim tilgangi að vera kveðjuorð. Við sem komum heim til Axels minnumst einnig foreldra hans. Það var leitun að elskulegra og skemmtilegra fólki. Það er ábyggilegt að mörg okkar átta sig ekki fyllilega á því að Axel er ekki lengur í okkar hópi og það er öruggt að okkur mun finnast mikið vanta næst þegar við komum saman í nafni gamla bekkjarins. Hann lét sig aldrei vanta. við vottum eftirlifandi systkin- um Axels og ættingum, okkar innilegustu samúð. 3. og 4.—A í Vl (75—77). 41 í dag er til moldar borinn. vinur okkar ásamt foreldrum og systur, og langar okkur að minnast hans með nokkrum orðum. Kynni okkar af Axel hófust er sonur okkar og hann urðu skólafélagar aðeins sex ára gamlir. Þá strax myndaðist sú vinátta og elska okkar hjónanna til þessa unga pilts, sem aldrei hefur fallið nokkur skuggi á. Þess vegna hefur okkur ætíð þótt hann eins og einn af okkur. Svo sam- rýndir urður þeir vinirnir strax í upphafi að leiðir þeirra hafa ekki skilið nema í smátima er sonur okkar fór til sjós í nokkra mánuði og er Axel heitinn stundaði nám erlendis í eitt misseri. Eftir skóla- göngu hér í heimabæ sínum, héldu þeir báðir í framhaldsnám og sett- ust í Verslunarskólann, útskrifuð- ust þaðan saman vorið 1979. Það sumar tóku þeir að sér vinnu sam- an, og sýnir það best hve traust voru vinaböndin. Axel heitinn átti alveg sérstakt skap, alltaf léttur og kátur í lund, og átti því mjög gott með að eignast vini og kunn- ingja. Hjartahlýju og hjálpsemi átti hann í ríkum mæli og var fljótur til að rétta hjálparhönd, hvenær sem hann gat komið því við. Sýndi það sig best er við hjón- in stóðum í flutningum, því þá kom hann í sonarstað. Eins vitum við að hann var fljótur til hjálpar er erfiðleikar. steðjuðu að hjá ein- hverjum honum kunnugum. Nú að lokum viljum við hjónin þakka honum og fjölskyldu hans sam- fylgdina og alla þá hlýju og hjartagæsku sem þau ávallt sýndu okkur. Systkinum hans og fjöl- skyldum þeirra sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að veita þeim styrk á þessari sorgarstund. Jón og Dedda. Þriðjudagskvöldið 20. júlí sl. var himinninn grár og alskýjaður. — Þessi dimma, — þessi drungi, — gat aðeins vakið trega. — Ég leit á klukkuna, — hún var átta. — Ég ákvað að hringja í Axel í von um, að hann yrði fær um að lífga upp á tilveruna. — En það svaraði eng- inn. — Enginn heima? — Það var vissulega óvanalegt hjá þessari fjölskyldu. — Eirðarlaus horfði ég út um gluggann, en himininn var jafn óráðinn og áður, — hann gaf ekkert svar. — Það var ekki fyrr en morguninn eftir að svarið kom. — Ég gekk inn á skrifstofu syfjað- ur og sljór og beint að kaffikönn- unni, hún var tóm. — Ég leit ásak- andi á símastúlkuna: „Hvað, er ekkert kaffi til?“ — „Ertu að meina þetta, ertu að hugsa um kaffi núna?“ svaraði hún hneyksl- uð. „Veistu ekki að síminn hefur gengið til þín í allan morgun, — hann Axel, vinur þinn, er dáinn.“ — Hún rétti mér Morgunblaðið. — Þarna var þá svarið komið. — Ég þóttist vinna það sem eftir var dagsins, en í raun varð mér ekkert úr verki, því hugur minn var dof- inn og úr mér allur máttur. — Síð- an hafa dagarnir dragnast áfram, — en mynd Axels hefur fyllt hug- ann. Við Axel vorum saman í barna- skóla og gagnfræðaskóla. — Kunningjahópurinn var stór, sem bast tryggðaböndum á þessum ár- um. — En eins og gengur völdu menn sér brautir samkvæmt því, sem hugur þeirra stóð til. — En þótt hóurinn tvístraðist í hina ýmsu skóla, brustu ei þau bönd, sem bundin höfðu verið. — Axel hélt alltaf sambandi, — jafnvel þótt heimsálfur skildu á milli. Ég minnist þess sl. vetur, þegar Axel hringdi í mig til Edinborgar frá New York: „Ja, bara svona til að kjafta," eins og hann sagði. — Eða þá, að síminn hringdi frá Los Angeles, þá var Axel þar. — Hann var alltaf hress, og hafði einhvern veginn alveg sérstakt lag á því að lyfta manni upp úr hversdagsleik- anum. Þegar ég hugsa um hann, þá minnist ég hans brosandi. — Þó var eins og maður skynjaði al- vöruna á bak við bros hans. — Það var eins og hann slæi hughreyst- andi, en létt á öxl manns og vildi um leið segja: „Haltu áfram vinur ótrauður, — vertu ekki blauður." Slíkir menn skilja aðeins gott eftir SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.