Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1982 Sigurveig Asvalds- dóttir — Minning Fædd 4. ágúst 1925 Dáin 23. júlí 1982 Hún var húsmóðir í sveit. Hvað segir þessi nafngift þeim er les hana? Vissuiega einum fátt en öðrum margt. Við sem frá bernsku höfum þekkt þessa konu, húsmóð- ur í sveit, vitum að á bak við nafngiftina býr verðleikakrafa til hennar til þess að gegna stóru og fjölþættu hlutverki: Hún þarf að vera sérlega kunn- áttusöm og fjöivís um matargerð, jafnvel þótt tímar séu mjög breyttir, og hafa haga hönd til þjónustubragða. Hún þarf að kunna að fara vel með þá fjármuni sem búið aflar, en fara þó sjaldan eða aldrei gegnum hendur hennar. Hún þarf að geta deilt ljúfu geði við allt sitt heimafólk, eldra og yngra, jafnt vandamenn og vanda- lausa, geta verið bæði sálfræðing- ur þess og sálusorgari þegar með þarf og leiöbeinandi við nám og störf. Og hún má aldrei æðrast því hjá henni vilja heimilismenn finna öryggi og frið. í dag eru Mývetningar að kveðja konu af þessari gerð, Sigurveigu Ásvaldsdóttur húsfreyju á Gaut- iöndum. Sigurveig var fædd 4. ágúst 1925 að Einarsstöðum í Reykjadal þar sem foreldrar hennar dvöldu fyrstu hjúskaparár sín. Þeir voru Sigríður Jónsdóttir frá Auðnum í Laxárdal, sem býr nú að Ökrum í Reykjadal, og Ás- valdur Þorbergsson frá Litlu- Laugum, sem löngu er látinn. Sigurveig andaðist á Sjúkrahúsi Húsavíkur, eftir alllanga van- heilsu, aðfaranótt 23. júlí síðast- liðinn og var þannig á burtu kvödd löngu fyrir aldur fram. Hún var elst af níu systkinum sem bárust Aþena, Grikklandi, 28. júlí. AP. GRIKKLAND og Kúba hafa staðfest að nýju ákvörðun um að skiptast á sendiherrum. Þetta var ákveðið í við- ræðum milli hins kúbanska utanrík- isráðherra, Isidore Malmierca og grískra embættismanna sem fram fara um þessar mundir, er haft eftir talsmanni stjórnarinnar í gærkvöld. Andreas Papandreou, forsætis- ráðherra jafnaðarmannastjórnar- innar grísku hefur þegar samþykkt frumvarp um grískt sendiráð í Havana. fremur örl á hendur. Hún mun því snemma hafa verið kölluð til um- hyggju og ábyrgðar um annarra hag. Ég held af okkar viðkynn- ingu, að sú kvaðning hafi runnið henni í merg og blóð og verið hennar einkunn æ síðan. Skólaganga Sigurveigar var ekki löng eða margbrotin enda áttu unglingar fjórða áratugarins — kreppuáranna — ekki margra kosta völ, síst elsta stúlka af stór- um barnahóp. Hún lauk barna- skólanámi og var síðar einn vetur í húsmæðraskólanum að Laugum. Hún stundaði ýmsa vinnu bæði nær og fjær átthögunum. Og í skóla lífsins, þar sem langskóla- menntun og sérhæfing eru ekki einhlít til úrlausna, lærðist henni að treysta á brjóstvitið. Hún var farsæl kona í orðum og gerðum. Árið 1962 giftist Sigurveig frænda mínum, Sigurgeir Péturs- syni á Gautlöndum i Mývatns- sveit. Þangað á ég leið á hverju sumri í sumarleyfi mínu, og þar kynntist ég henni sem húsmóður í sveit. Áður höfðum við þekkst lauslega. Þau Sigurveig og Sigurgeir áttu ekki börn en sjaldan eða aldrei var barnlaus bær þeirra þegar ég kom þar. Trúað gæti ég því, að mörg þau börn er þar dvöldu hugsi enn „heim“ til Sivu og Sigurgeirs. Nú hefur hún verið kölluð frá sínu góða og farsæla hlutverki. Um þann harm, sem kveðinn er að vinum og vandamönnum og umfram allt eftirlifandi eigin- manni við fráfall hennar, hæfir ekki að hafa mörg orð. En skrifað stendur: „Hlutskipti allra manna er að missa, mest um vert er þó að hafa átt.“ Ásgerður Jónsdóttir Talsmaðurinn nefndi ekki frekar hvenær frumvarpið myndi hljóta afgreiðslu eða hvenær hið nýja sendiráð yrði opnað. Stjórn jafnaðarmanna í Grikk- landi er mikið í mun að breiða út marghliða utanríkisstefnu og hefur í hyggju að setja upp ný sendiráð í nokkrum löndum Afríku og róm- önsku Ameríku, samkvæmt heim- ildum frá grískum stjórnarerind- rekum. Sigurveig Ásvaldsdóttir, eða Siva eins og hún var alltaf kölluð af vinum og vandamönnum, lést í Húsavíkursjúkrahúsi sl. föstudag. Hún dó af völdum krabbameins sem hafði stöðugt sótt á heilsu hennar í heilt ár eða meira. Þessi sjúkdómur er hreinasti vargur meðal sjúkdóma, og þrátt fyrir herdeild sérfræðinga sem berjast við að vinna bug á honum gengur sáralítið. Hin geysilega tækni og þekking nútímans hafa þarna brugðist eða ekki getað á unnið, svo djúpt er á þessu meini. Þótt ýmis ráð séu að vísu tiltæk nú til að hamla gegn framrás hans, þá leggur hann enn að velli fólk á besta aldri í hrönnum, jafnvel fleiri en nokkur annar djúkdómur. Það sleppur varla nokkur fjöl- skylda við böl hans. Sigurveig var dóttir hjónanna Sigríðar Jónsdóttur frá Auðnum og Ásvaldar Þorbergssonar frá Litlulaugum. Þau hófu búskap sinn á Einarsstöðum í Reykjadal, S-Þing., árið 1925 og það ár fædd- ist Siva, elst 9 systkina. Strax árið 1926 fluttist fjölskyldan í Breiðu- mýri og bjó þar í 18 ár í Þinghús- inu, en frá 1944 hefur hún búið á Ökrum í Reykjadal. Á Breiðumýri ólst Siva upp. Þar var margbýli og eins konar miðstöð sveitarinnar, læknissetur, símstöð, samkomu- hús o.s.frv. Þar í áhyggjuleysi ár- anna fyrir stríð mótaðist Siva við starf og leik og komu þá fljótt fram þeir eiginleikar, sem ætíð síðan fylgdu henni, glaðlyndi, hreinlyndi og trygglyndi. Það varð hennar gæfa, er hún sumar eitt gerðist kaupakona hjá systur sinni Hildi og manni henn- ar Böðvari á Gautlöndum. Þar kynntist hún Sigurgeir Péturs- syni, sem bjó félagsbúi á Gaut- löndum með bræðrum sínum. Hann varð hennar gæfusmiður og hófu þau búskap saman 1963. Þar bundust böndum heilsteypt- ir og þroskaðir einstaklingar og úr varð ákaflega traust hjónaband. Þeim varð ekki barna auðið, en margir eru unglingarnir sem átt hafa ótaldar yndisstundir hjá þeim hjónum. Bæði höfðu gaman af börnum og einstakt lag á þeim. Við hjónin höfum skroppið norður hvert sumar undanfarin tuttugu ár að heimsækja ættingja manns míns. Það hefur verið sjálfsagður hlutur að koma í Gautlönd og hafa þar nokkra viðdvöl, enda á ég þar aðra mág- konu og átti þar lengi dætur í sumarvist. Það var einstök sálar- bót að koma á þessi heimili, hjón- in á þeim báðum fróð og skemmti- leg og laus við allan falskan tón. Bæði smátt og stórt verður þar að máli, oftast skemmtilegu. I þess- um hópi átti Siva vel heima. Hún naut þess að lifa með heimilisfólki sínu og fá góða gesti. Á hennar heimili var allt í röð og reglu, fyrirhyggja svo sem best varð á kosið og heimilið allt bar vott um góða húsmóður. Streita heimilis- ins var óþekkt hjá Sivu. Kynni okkar Sivu urðu ekki verulega náin fyrr en hún kom suður sl. haust. Þá var vitað, að hinn illi sjúkdómur hafði aðeins blundað en ekki eyðst eins og von- að var. Hún kom því til að hefja hetjulega baráttu sem lauk föstu- dagsmorguninn 23. júlí. Þessi bar- átta hennar var háð með þeim hætti, að okkur sem hjá stóðum Hinn 24. júní sl. lést frú Kristín Klingbeil í Danmörku. Hún hafði þá dvalist þar í um það bil mánað- artíma, og atvikin höguðu því svo að við vorum þar samtíða, bjugg- um bæði í sömu íbúðinni, á Will- emoesgade 16, hjá frú Stellu Wolf. Var góður félagsskapur með okkur, þrátt fyrir mun á aldri og lífsreynslu. Kristín var fædd 30. júlí 1911 og mun hafa alist upp í Reykjavík. Laust fyrir seinna stríð kynntist hún þýskum hljómlistarmanni og fluttist með honum til Berlínar þar sem hún bjó öll stríðsárin. Strax að styrjöldinni lokinni kom hún til íslands með börnin þrjú sem hún hafði eignast og dvaldi hér síðan. Hafði hún þó gaman af því að bregða sér til útlanda og heilsa upp á vini og kunningja þar. Nú í vor ætlaði hún að dvelja í nokkrar vikur á hressingarhælinu í Skodsborg og þar andaðist hún á Jónsmessunni eins og áður er sagt. Við Kristín áttum sama afmæl- isdag og í dag hefði hún orðið 71 43 verður ógleymanleg. Sálarstyrkur hennar var slíkur, að hann geym- ist sem dýrleg minning. „Við erum ekki að kveðjast fyrir fullt og allt,“ voru síðustu orð hennar við mig, er við hjón kvödd- um hana fyrir fáum dögum. Hún lá helsjúk í Sjúkrahúsi Húsavíkur, en með blik í augum óskaði hún okkur góðrar skemmtunar í ógleymanlegri skemmtiferð sem eiginmaður hennar var að fara með okkur í til systur sinnar og fjölskyldu að Björgum í Köldu- kinn. Snemma næsta morgun kvöddum við Þingeyjarsýslu bað- aða sól og sumaryl eins og svo oft áður. Fjórum dögum síðar barst okkur fréttin um að Siva hefði kvatt okkur um stund. Sigurgeir Pétursson gerði ekki endasleppt við konu sína. Hann fylgdi henni eftir i öllum veikind- um hennar og veitti henni ómet- anlegan styrk og kjark. Sýnir þetta hug hans til konu sinnar og manndóm hans um leið. Missir hans er mikill og bið ég honum guðs blessunar. Þungt er líka fyrir aldraða móður og aðra nána ætt- ingja og vini að sjá á bak Sivu. Ég tel mig eina í þessum hópi og sam- hryggist með þeim öllum. Blessuð sé minning hennar. Sigurveig verður jarðsett að Skútustöðum í dag, föstudaginn 30. júlí. Guðrún Sveinsdóttir árs. Hún kvaddi lífið fyrirvara- laust og var jarðsett í kyrrþey, eins og hún sjálf hefði kosið. Ég votta börnum hennar og öðrum aðstandendum samúð mína um leið og ég minnist með þakklæti, daganna sem við áttum saman í Kaupmannahöfn. Páll Skúlason Grikkland og Kúba skiptast á sendiherrum Kristín Klingbeil Minningarorð Pabbi baupir Bridgestone. af |>ví liann elskar mig. 25 ára reynsla BRIDGESTONE á hinum misjöfnu vegum íslands sannar öryggi og endingu. Kaupið viðurkennt merki sem má treysta. Öryggið í fyrirrúmi — með BRIDGESTONE undir bilnum. bridge stone á íslandi BÍLABORG HF. Smiöshöfða 23, sími 812 99.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.