Morgunblaðið - 05.08.1982, Page 2

Morgunblaðið - 05.08.1982, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982 Tekjuskattur einstaklinga 130 millj. umfram fjárlög Norski hrefnuveiðarinn kemur til fsafjarðar í g*r. Norskur hrefnuveiðari á ísafirði ftiafirði, 4. águst. NORSKUR hrefnuveiðari kom hingað til Isafjarðar í dag á leið til veiða við Áustur-Grænland. Er þetta fyrsti norski hrefnu- veiðarinn, sem hingað kemur í sumar, en að sögn skipverja munu 7 bátar frá Noregi stunda þessar veiðar í sumar og er kvót- inn 120 dýr. Báturinn tók olíu og hélt síðan áfram áleiðis á miðin, sem að sögn skipverja eru að mestu íslaus. Þeir reikna með eins mánaðar útivist og ísa þeir kjötið um borð. Úlfar. Tillaga frá borgarstjóra: Byggingarsjóður borgar- innar verði lagður niður TEKJUSKATTUR einsUklinga reyndist við álagningu nú vera um 130 milljónum hærri en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Álagður tekjuskatt- ur einstaklinga var nú 1.235 milljón- ir og sé gert ráð fyrir 86—87% inn- heimtu á árinu er það 130 milljónum eða 13% hærra en gert var ráð fyrir BKNZÍNLÍTRINN hækkar í dag um 4,7%, eða úr 10,70 krónum í 11,20 krónur. Benzínverð er hvergi í Evr- ópu eins hátt og hér á landi, en þeir sem komast næst okkur eru Danir, en þar kostar hver lítri benzins um 9 krónur. Frá því í ársbyrjun 1978 hefur benzínverð hækkað um liðlega 870%, eða úr 1,15 krónum hver lítri í 11,20 krónur. Eftir hækkunina í dag kostar benzínið á bíl, sem eyðir um 10 lítrum á hverja 100 km, sem ekið er hringinn í kringum landið, 1.450 km, um 1.625 krónur. Eyði bíllinn hins vegar 15 lítrum benz- íns væri benzínkostnaðurinn um 2.435 krónur og loks má nefna, að ef bíllinn eyddi um 20 lítrum benz- íns, væri kostnaðurinn um 3.250 krónur. Grunaður um innbrot og þjófnaði - hefur verið í gæslu- varðhaldi frá 28. júní MAÐUR á þrítugsaldri hefur setið í gæsluvarðhaldi á Akureyri frá 28. júni síðastliðnum, samkvæmt upp- lýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá rannsóknarlögreglunni á Akur- eyri í gær. Gæsluvarðhaldsvistin hefur einu sinni verið framlengd, og mun maðurinn sitja í gæsluvarð- haldi fram í miðjan ágúst. Hann er grunaður um bílþjófnað og ým- is fleiri afbrot, en ekki vildi lög- reglan tjá sig frekar um afbrot þau sem maðurinn er grunaður um, að öðru leyti en því að um innbrot og þjófnaði væri að ræða. Ekki leikur þó grunur á að hann hafi átt aðild að innbrotinu í Bíla- leigu Akureyrar, sem enn er óupplýst. Afbrot mannsins hafa einkum verið framin á Akureyri og í nágrenni. við fjárlagagerð. Að sögn Höskuldar Jónssonar, ráðuneytisstjóra, í fjármálaráðu- neytinu reyndust önnur álögð gjöld á einstaklinga svipuð og gert var ráð fyrir en heildarálagning á lögaðila yfir allt landið liggur ekki enn fyrir í ráðuneytinu. Benzínkostnaður sömu bíla, sem ækju til Þingvalla frá Reykjavík og til baka, en það eru um 110 km, væri 125 krónur, ef bíllinn eyddi 10 lítrum, 185 krónur, ef bíllinn eyddi 15 lítrum benzíns og 250 krónur, ef bíllinn eyddi 20 lítrum. ENN ER leitað að mönnunum tveimur sem hurfu á Þingvallavatni á laugardagskvöld, en þeir eru nú taldir af. I>eir hétu Omar Kristjáns- son, Nmyrlahrauni 46, Hafnarfirði, og Björn Bergþór Jónsson, Suður- vangi 8, Hafnarfirði. Ómar var fæddur 24. ágúst 1960, en Björn Bergþór 8. október 1963. í samtali við Morgunblaðið sagði Hannes Hafstein, fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélags íslands, að slætt hefði verið í Aðspurður um það hvernig þetta fé yrði notað sagði Höskuld- ur að nokkur óvissa væri um þess- ar tölur þar sem þær væru áíagn- ing en ekki endanleg skattskrá og gætu tölur því breyst ef mikið væri um áætlanir. Ákaflega óvar- legt væri einnig að gera ráð fyrir því að öll útgjöld fjárlaganna stæðust, niðurstöður gjaldahliðar fjárlaganna væri um 8 milljarðar og þyrfti ekki miklu að skeika til að koma þessum 130 milljónum í lóg. Aðspurður um ástæður þessa munar sagði Höskuldur Jónsson að annarsvegar væri um að ræða varkára áætlun tekna við fjár- lagagerð og hinsvegar væri skattvísitalan í lægra lagi sem orsakaði hærri tekjuskatt manna. Höskuldur sagði að slíkur munur á áætlun og álagningu hefði verið á hverju ári, þetta væri lagasetn- ing og vildu þeir sem þetta ákvæðu greinilega fara varlega í sakirnar. vatninu í gær, á þeim slóðum sem síðast sást til bátsins. Það er á milli Sandeyjar og Heiðabæjar- lands. Þar skiptir dýpið tugum metra. Hannes sagði að neðan- sjávarmyndatökuvélin hefði verið reynd við leitina og lofaði hún góðu, en enn væri verið að athuga á hvern hátt hún nýttist best. Ekkert hefur enn fundist, utan tvær árar sem taldar eru vera af bátnum, eins og skýrt var frá í blaðinu í gær. Á BORGARRÁÐSFUNDI í gær lagði Davíd Oddsson borgarstjóri fram tillögu um að Byggingarsjóður Reykjavíkurborgar verði lagður niður sem borgarstofnun með að- skildum fjárhag og reiknishaldi frá rekstri borgarsjóðs. I»ví verði úr gildi felld reglugerð um sjóðinn, en hún var samþykkt í borgarstjórn 19. júni 1980. Þá segir í tillögunni að borgarsjóður taki að fullu við eign- um og skuldhindingum Byggingar- sjóðsins. Þessari tillögu var frestað. í samtali við Morgunblaðið sagði Davíð Oddsson, að á tímabil- inu 1967 til 1974 hefði sjóðurinn veitt lán til einstaklinga vegna bygginga eða kaupa húsnæðis, en síðan hefði hlutverk hans að nafn- inu til verið bygging leiguíbúða, sem í raun hefðu verið fjármagn- aðar með framlögum úr borgar- sjóði og með lánsfé frá Byggingar- sjóði ríkisins og einnig hefðu framlög borgarsjóðs til byggingar verkamannabústaða farið í gegn- um sjóðinn. Sagði hann að með tillögunni væri lagt til að hætt verði að færa upp Byggingarsjóð- inn sem sérstakan lið í bókhaldi borgarsjóðs og að með samþykkt Verðlagsstofnun hefur ákveðið að kæra Slippfélagið í Reykjavík fyrir brot á lögum um samkeppni og hennar tækju borgarráð og bygg- ingardeild borgarverkfræðings- embættisins við yfirstjórn fram- kvæmda við byggingu og kaup á íbúðum. Sagði hann að tillagan fæli í sér einföldun á stjórnkerfi og bókhaldi borgarinnar og myndi auðvelda framkvæmd á stefnu borgaryfirvalda í húsnæðismál- um. Barðastrandarsýsla: Þrír sóttu um embætti sýslumanns ÞRÍR sóttu um embætti sýslumanns í Barðastrandarsýslu, en umsóknar- frestur rann út fyrir nokkru. Þeir eru Haraldur Blöndal hrl., Ríkharður Másson fulltrúi í Stykkishólmi og Stefán Skarphéð- insson hdl. Búist er við að embættið verði veitt á allra næstu dögum. óréttmæta viðskiptahætti, en stofn- unin telur að fyrirtækið hafi í óleyfi notað verðkönnun Verðlagsstofnun- ar á málningarverði í auglýsingum að undanförnu, auk þess að rang- túlka niðurstöðurnar. — Auglýsing fyrirtækisins er mjög villandi, og í raun er farið rangt með niðurstöður könnunar- innar, auk þess sem bannað er að nota könnunina án okkar leyfis, en það hefur ekki verið farið fram á slíkt. í könnuninni leggjum við höfuðáherzlu á, að lítraverðið gefi ekki rétta mynd, heldur verði að taka inn í dæmið þurrefnisinni- hald vörunnar, en samanburður verður ekki raunhæfur, nema það sé gert. Slippfélagið leggur hins vegar höfuðáherzlu á lítraverðið. Þegar fyrri auglýsingin kom, höfðum við samband við fyrirtæk- ið og óskuðum eftir því, að slík auglýsing yrði ekki birt aftur. Það bar hins vegar ekki tilætlaðan árangur og auglýsingin var birt að nýju. Við sjáum okkur því til- neydda að fara með málið fyrir dómstóla. Hátíðarhöldin á Grænlandi: Tekið á móti þjóðhöfðingjunum í ausandi rigningu í Narssaq Frá Hirti (<wUwyni blaóamanni Mbl. í (Þjqoltolq 4. ágúst. VEÐURGUÐIRNIR og náttúruönin hafa sett mark sitt á hátíðarhöldin hér á Grænlandi í dag. f gær skein sól, en í dag tók Agnete Nielsen bæjarstjóri í Narssaq á móti þjóð- höfóingjunum í ausandi rigningu á bryggjunni í Narssaq. Gestirnir komu siglandi frá Narssarssuaq með Beskytteren. í upphafi hafði verið gert ráð fyrir að siglt væri á Dannebrog, skipi Danadrottningar, en vegna mikils íss var það ekki hægt og seinkaði hátíðarhöldunum i Narssaq nokkuð vegna þessa. Blaðamenn og hluti gestanna flugu hinsvegar á milli staðanna í þyrlu. Mjög mikill ís er nú við Grænland og hefur hann háð bæði samgöng- um og fiskveiðum talsvert. í Narssaq skoðuðu þjóðhöfð- ingjarnir bæinn, heimsóttu at- vinnufyrirtæki, sýningar og snæddu miðdegisverð í samkomu- húsi bæjarins. Um kvöldið var síðan haldið til Qoqoltolg (Juli- anehaab), þar sem hátíðinni verð- ur fram haldið á morgun. Ólafur Noregskonungur heldur heimleið- is á morgun, fimmtudag, svo og Schreyer, kanadíski landstjórinn. í Narssaq eða sléttunni, eins og orðið þýðir, búa um 1800 manns. Formlega var bærinn stofnsettur 1830, en landnemarnir frá íslandi bjuggu þar þegar árið 986 og köll- uðu staðinn Eystri-Byggð. 1883 byggði Konunglega Grænlands- verzlunin fyrsta verzlunarhúsið þar, síðan fór bærinn að vaxa ört.Fiskveiðar eru aðalatvinnu- vegur bæjarbúa, en þar er einnig slátrað sauðfé frá nærliggjandi byggðum en Narssaq er miðstöð sauðfjárræktar á Grænlandi ásamt Bröttuhlíð og Görðum. Einnig er nokkuð um iðnað í bæn- um og má meðal annars nefna skinnaiðnað og keramikvinnslu. Frá ársbyrjun 1978: Benzín hefur nú hækkað um 870% Þessi mynd var tekin um síðustu helgi, þegar þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GRÓ, leitaði á Þingvallavatni. Liónn. Mbi. Emíifa. Leitin að mönnunum enn árangurslaus Verðlagsstofnun: Kærir slippfélagið fyr- ir ólöglega auglýsingu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.