Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982 7 LÆRIÐ VÉLRITUN Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heimavinna. Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl. 13.00. Ný námskeiö hefjast í dag fimmtudaginn 5. ágúst Vélritunarskólinn Suðurlandsbraut 20. VÉLALEIGA H.J. Njálsgötu 72, s. 86772-22910-23981. Loftpressur í öll verk. Múrbrot, fleigun og borun. Gerum föst tilboð ef óskað er. Ég vil færa öllum þeim sem heiöruöu mig á nírœöisafmœli mínu, 18. júli sidastliö- inn, innilegustu þakkir, og þeim sem komu 25. júli. GuÖ blessi ykkur öll. SIGRÚN JÓHANNESDÓTTIR HÖFÐA. Öllum þeim fjölmörgu, sem auösýndu mér hlýhug og rausnarskap á áttrœöisafmœli minu 27. júní sl. þakka ég innilega. Sérstakt þakklæti færi ég börnunum mínum, bamabömum og öörum ættingjum og biö GuÖ aö blessa ykkur öll og launa fyrir hamingjurikan dag. JÓHANNA E. SIGURÐARDÓTTIR, HRAFNISTU, REYKJAVÍK. PATREKSFJÖRÐUR Bílaverkstæði Guðjóns ^VÉIADILLP WÓNUSTUMIÐSTÖÐ Höfðabakka9 #86750 Samráð eða fyrirlestur? í forsíðufrétt Alþýðublaðsins 4. ágúst sl. segir orðrétt: „Samráðsfundur ríkis- stjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins átti að fara fram í gær. Ekki er með neinu móti hægt aö segja að slíkur fundur hafi farið fram, þar eð „fundurinn" stóð að- eins yfir í hálftíma og samanstóð aö mestu leyti af einhliða ræöu Gunnars Thoroddsen um afkomu ríkissjóös, þar sem mikið var gert úr viðskiptahallanum. — Þegar aðilar vinnumarkaðarins ætl- uðu síöan að spyrja nánar um tiltekin atriði var þeim sagt aö ekki yrði fjallað um einstök atriði að þessu sinni.“ Þjóðviljinn var hinsvegar yfir sig hrifinn af þessu samráðsformi, þar sem ríkisvaldið les aöilum vinnumarkaðarins lexíuna, — og gestkomandi mega nota eyru en ekki talanda — og þar með búið samráðið. Leiöari blaösins heitir því „Fleiri sam- ráðsfundi"! Launastefnan og stjórnar- sáttmálinn f stjórnarsáttmála nú- vrrandi ríkisstjórnar srgir m.a.: „A undanfornum ár- um hafa staðið yfir mikil átök um launamál. Ríkis- stjórnin It'ggur höfuð- áherzlu á að leysa þau mál með samstarfi og samráði .. .Ríkisstjórnin mun hinsvegar ekki setja lög um almenn laun nema allir aðilar að ríkisstjórninni séu um það sammála, enda sé haft samráð við samtök launafólks." Langt er síðan séð var, að í óefni stefndi á flestum sviðum íslenzkra atvinnu- og efnahagsmála. Verð- bólgan, sem skv. stjórnar- sáttmála átti að nást niður á sama stig 1982 og i helztu viðskiptalöndum okkar, þ.e. innan við 10% ársvöxt, stefnir nú upp úr öllu valdi. I*að var því ekki seinna vænna að boða „samráðs- fund“, þó viðmælendur stjórnvalda fengju aðeins að reyna á eyru sín. f leiðara Alþýðublaðsins í gær segir m.a. um þennan fund: „Næsti fundur verður svo væntanlega boðaður þegar „efnahagsúrræði" ríkisstjórnarinnar hafa tek- ið gildi og kjaraskerðingin er orðin að veruleika. Þá kallar Gunnar sennilega á fulltrúa verkalýðshreyf- ingarinnar og tilkynnir þeim, að eins og þeir hafi vafalaust lesið í blöðunum, þá hafí ríkisstjórnin ákveð- ið að skerða launin svo og svo mikið. I>etta kallar for- sætLsráðherra að halda samráðsfund." — Kannski er það þessi „fundur" sem Þjóðviljinn á við, þegar fyrirsögn leiðara hans i gær var saman sett, „fleiri samráðsfundi"! Að virkja hugvit og framtak fólks- ins sjálfs! Guðmundur H. Garð- arsson, fyrrv. formaður VR, flutti útVarpsþáttinn „l!m daginn og veginn" á frídegi verzlunarfólks. Hann sagði m.a.: „Með tilkomu heima- stjórnar í upphafí aldarinn- ar, árið 1904, og því fram- faraskeiði er fylgdi í kjöl- far hennar, óx landsmönn- um áræði og dugur. Dug- miklir einkarekstursmenn hófu togaraútgerð og í brúnni og á dekki var vaxt- arbroddur íslenzkrar sjó- mannastéttar, sem lagði grundvöllinn að auðlegð Ís- lendinga á næstu áratug- um. A sama tíma komu fram á sjónarsviðið fram- sýnir og dugmiklir kaup- sýslumenn, sem ruddu brautina í verzlun lands- manna inn og út á við. Af þekkingu og framsýni byggðu þeir upp eina mik- ilvægustu atvinnugreinina í verkskiptu nútíma þjóðfé- lagi, verzlunina. Ilæf verzl- unarstétt hefur það að markmiði að tryggja við- skiptavinum sínum sem bezt lífskjör með góðri þjónustu og hagkvæmum viðskiptum. Flestir viður- kenna nú þetta mikilvægi verzlunarstéttarinnar. Sú tíð er liðin, að talað sé niðr- andi um kaupsýslumenn og verzlunarfólk." (iuðmundur sagði enn- fremur: „íslendingar hafa búið við hið frjálsa þjóðfé- lagskerfí á liðnum áratug- um ... K'tta frjálsa kerfí, sem grundvallast á ein- staklings- og athafnafrelsi hefur skilað miklum og góðum árangri ... Ef litið er til þess, hvernig vest- rænum þjóðum hefur tek- izt að mæta óskum fólks um góð lífskjör, almenna menntun, betri umönnun í elli og sjúkleika, svo nokk- uð sé nefnt, þá hljóta menn að viðurkenna. að vel hafí tekizt i þessum efnum. Aldrei fyrr í sögu mann- kynsins hafa lífskjörin náð því hástigi fyrir fjöldann, sem hjá vestrænum þjóð- um síðustu áratugina." (íuðmundur gerir síðan samanburð á lífskjörum og einstaklingsrétti á Vestur- löndum og í ríkjum, sem búa við marxískt hagkerfí, og ræðir sérstaklega um Sovétríkin og Pólland í því sambandi. Hann vekur at- hygli á þeim skrefum í frjálsræðisátt í þjóðarbú- skapnum, sem viðreisnar- stjórnin steig upp úr 1960, og þeirri grósku, er í kjöl- farið fygldi. Loks vekur hann athygli á þeim hættu- boðum, sem eru í hlað- varpa, utanaðkomandi og heimatilbúnir, og stefnt geti lífskjörum og þegnrétti i hættu. Krfíðara sé að gæta en afla verðmæta, andlegra sem efnislegra. Oft sé nauðsyn en nú brýn þörf fyrir borgaralega sinn- að og frjálshuga fólk, að slá órofa skjaldborg um hugsjónir sínar og þjóðfé- lagsleg stefnumið. SPECK Lensi-, slor-, skolp-, sjó-, vatns- og holræsa-dælur. Útvegum einnig dælu- sett með raf-, Bensín- og Diesel vélum. Xr I SðtyKföaiuigjiyir <& (S(ö) Vesturgötu 16, sími 1 3280 HVERFISTEINAR Rafknúnir kr. 1.970.- Án mótors fyrir borvélar kr. 920.- Ánanaustum Sími 28855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.