Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982 — “GOOD TROUBLEr 10 ný lög frá REO SPEEDWAGON. Keep the Fire Burnin’g er bara fyrsta lagiö af þessari plötu sem veröur vinsælt Á hijOMOEHD ULjp KARNABÆR sldnorhf The new album featuring the singie, "KeepTbe Fire Burnin'" On Epic Records and Tapes. "Epic" is a trademark of CBS Inc. Slysahætta við bifhjólaakstur Eftir Erling Þorsteinsson lækni Það gladdi mig mikið að lesa grein Ásmundar Brekkan, yfir- læknis í Morgunblaðinu nýlega, um þá hættu, sem stafar af akstri á vélhjólum og flýtti ég mér að þakka honum. Ýmsir aðrir hafa einnig orðið til þess að færa hon- um þakkir opinberlega fyrir þetta framtak. Ég átel sjálfan mig fyrir að hafa ekki fyrir langa löngu, jafnvel áratugum síðan, komið með við- varanir í fjölmiðlum við þessum faratækjum, svo slæma reynslu hef ég haft af þeim. Þegar ég var við framhaldsnám í Danmörku, vann ég m.a. á slysa- varðstofum spítalanna, einkum í Kaupmannahöfn. Að sjálfsögðu var margt ófagurt þar að sjá, en mér er þó minnistæðastir þeir mörgu, aðallega unglingar, sem slasast höfðu í bifhjólaakstri og komið var með hroðalega limlesta, oft með marga áverka. Mjög oft var það annar ganglimurinn, sem var illa farinn og hafði þá orðið undir bifhjólinu, er það valt á hliðina. Stundum var limurinn bókstaflega sundurtættur, svo taka varð hann af, allan eða að hluta, eftir ástæðum. Mig tók svo sárt til þessara ungmenna, sem urðu fötluð og ör- yrkjar ævilangt, að það hefur aldrei liðið mér ór minni. Auðvitað var oft um aðra eða fleiri áverka að ræða, á höfði eða annars staðar, sem e.t.v. gátu valdið ennþá meiri skaða, einkum ef bifhjólið hafði lent í árekstri. Orsakir þessara slysa voru að sjálfsögðu ýmiss konar og alls ekki alltaf ökumanninum að kenna, þó oft væru það lítt reyndir unglingar. En það, sem ég sér- staklega vil benda á er hve gjör- samleg óvarinn ökumaðurinn er á flestum tegundum bifhjóla. Á sumum þeirra eru hlífar fyrir ganglimi, en það held ég að sé undantekning. Hlífar, sem settar eru á fótleggi eða aðra líkamshluta geta máski hjálpað eitthvað, en þó sjaldnast nægilega. Ég er því miður hræddur um að erfitt reynist að fá bannaðan inn- flutning bifhjóla eins og Ásmund- ur starfsbróðir minn leggur til og sjálfsagt væri það öruggasta í þessu máli. Markmið mitt með þessum lin- um er, að vara unglinga alvarlega við þessum farartækjum. Þegar sonur minn fór að tala um að hann langaði til að fara að aka vélknúnu farartæki bað ég hann um að gera það fyrir mig og sjálfan sig að setjast aldrei á bifhjól og með mínu leyfi mundi hann aldrei eignast slíkt tæki. Bifreiðaslys eru auðvitað miklu fleiri en bifhjólaslys, enda bifreið- ar í miklum meirihluta. Sennilegt þætti mér þó að bifhjólaslysin væru hlutfallslega fleiri, þar eð sá, sem er á bifhjóli er óvarinn og langtum hættara við áverka, en þeim sem í bí) situr. Fróðlegt væri að fá áreiðanlegar tölur um það og heyra frá slysadeild Borgarspítal- ans um reynslu læknanna þar af bifhjólaslysum hérlendis. Ég held að ég hafi lesið flest af því sem ritað hefur verið hér í blöðin um þetta mál síðan að grein Ásmundar birtist. Vil ég sérstakl- ega taka undir það, sem ýmsir hafa kvarta undan, en það er sú truflun, sem hávaði margra þess- ara ökutækja veldur. Ég bý í Hlíðahverfinu og hefi orðið fyrir því árum saman að „skellinöðruriddarar" hafa þust um göturnar með slíkum hávaða að ég og mitt fólk hefur vaknað með andfælum. Það undarlega er að þessi há- vaði byrjar venjulega undir mið- nætti og heldur áfram alllengi. Slík hávaðamengun er afar óþægileg og raskar svefni og hvíld fjölda fólks. Mér hefur oft dottið í hug að tala við lögregluna um þetta, en ekki hefur orðið úr því enn. í Velvakanda 27. júlí sl. skrifar Ragnar Gunnarsson grein. Þar segir, að sjúkdómsgreining lækn- anna Ásmundar Brekkan og Ein- ars Valdimarssoanr sé röng, er þeir telji bifhjólin morðtól og sysavalda. Það rétta sé að það séu þeir, sem stjórna þeim eða þeir sem aka bifreiðum. Meinar hann þá sennilega að bifhjólaslysin séu Selfossbúar — nágrannar Þaö er í dag sem af- mælisveislan er í Fossnesti. Fríir hamborgarar og Coke, frá kl. 14.00 til 19.00. 50% afsláttur af rétti dagsins allan daginn Veriö velkomin Ljósmyndabókin: Athyglisvert framlag til þróunar ljósmyndatækni Eftir Hjálmar R. Bárðarson Ljósmyndabókin, eftir John Hedg- eco, í íslenskri þýðingu Arngríms, Lárusar og Örnólfs Thorlacius. Útgefandi Setberg, 1982. Ég hefi mér til mikillar ánægju flett í gegnum og lesið kafla og kafla í Ljósmyndabókinni eftir John Hedgeco, í íslenskri þýðingu Arngríms, Lárusar og Örnólfs Thorlacius. Bókin er nýkomin út hjá bókaútgáfunni Setberg. Frá hendi höfundar er þessi bók sérlega vel unnin. Hún gefur ágæta heildarmynd af ýmsum þeim atriðum ljósmyndatækni, sem nauðsynlegt er fyrir hvern þann mann að vita, sem fæst við ljósmyndun, hvort heldur um er að ræða atvinnuljósmyndara eða áhugaljósmyndara. Bókin er auðveld í lestri, því að frábærar teikningar og myndir gera efnið auðskilið með lestri þess skýringartexta, sem fylgir hverju sérverkefni bókarinnar. í bókinni er þannig fjallað á ein- faldan hátt og auðlesinn um mik- inn fjölda atriða. Sum eru að sjálfsögðu mæta vel kunn öllum þeim, sem eitthvað hafa fengist við ljósmyndun, en geta þó verið fróðleg upprifjun kunnra stað- reynda. Önnur atriði eru hinsveg- ar þess eðlis, að ég hygg að jafnvel færustu atvinnuljósmyndarar hafi gagn og gaman af að lesa um þau, og skoða skýringarmyndirnar, sem fylgja textanum. Þessi bók er því að mínu mati gagnleg lesning bæði fyrir byrj- endur í ljósmyndun og fyrir fær- ustu fagmenn. Sérstaklega verður Hjálmar R. Bárðarson að telja bókina mikils virði sem faglegt uppsláttarrit. Þar geta menn fundið skýringar á verkefn- um og hugmyndir til lausnar fag- legra verkefna, sem fyrir liggja. í því sambandi er mjög gagnlegt að aftast í bókinni eru stuttar orða- skýringar í stafrófsröð, og skrá yf- ir atriðisorð, sem auðvelda mjög notkun bókarinnar sem uppslátt- arrits. Þýðing slíkrar bókar á íslensku verðskuldar sérstaka athygli. Af eigin reynslu við þýðingu fyrstu ljósmyndabókarinnar, sem Set- berg gaf út fyrir allmörgum árum, veit ég hve vandasamt er að velja og hafna þegar um er að ræða ís- lensk sérheiti í ljósmyndatækni. Ég tel þýðingu þessarar bókar hafa heppnast sérlega vel. Efnið hefur komist til skila á einfaldan og auðskilinn hátt á góðu íslensku máli. Þótt til sé mikill fjöldi ágætra bóka um ljósmyndun á ensku, þá hefi ég hugboð um að ekki allir ljósmyndarar ráði nægj- anlega vel við enska tungu til að geta nýtt sér til fulls slíkar bækur. Hér er því mikill greiði gerður öll- um þeim, sem áhuga hafa á ljós- myndun, hvort heldur þeir stunda ljósmyndun sér til ánægju í frí- stundum, eða hafa ljósmyndun að atvinnu. Þótt skýringartexti með mynd- um sé víðast hvar stuttur og gagn- orður, þá er augljóst að textinn í heild er mikið mál í bók sem telur 352 blaðsíður, jafnvel þótt skýr- ingarmyndir og teikningar séu meira en 1250 talsins. Full ástæða er því til að óska þýðendum sér- staklega til hamingju méð árang- urinn. Þetta er önnur bókin sem bóka- útgáfan Setberg gefur út um fag- lega ljósmyndun. Ég tel því rétt- mætt að færa bókaútgáfunni þakkir fyrir athyglisvert framlag til þróunar ljósmyndatækni meðal okkar íslendinga. Ekki þætti mér óaennilegt að ýmsir íslentkir ibugamenn finni hjá sér löogun tíl tí reyna sjálfir ýmsar þær aðferéir, aem lýst er í þessari bók. FleaUr eru þessar að- ferðir gamalkunnnr, en þó sífellt jafn freistandi til sjálfstæðra verka. Slík notkun þessarar bókar á ef- laust eftir að verða íslenskri ljósmyndun til mikils gagns á komandi árum, því að bókin mun verða lesendum til aukins þroska og skilnings á nær ótakmörkuðum möguleikum ljósmyndunarinnar til persónulegrar og listrænnar tjáningar. 19. júlí 1982, Hjálmar R. Bárðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.