Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 22
22 V* * MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982 Sovésk andófs- kona handtekin Mo.skvu, 4. águst. Al*. SOVÉSKA andófskonan, Zoya Krakhmanikova, var handtekin í gærkvöld er húsleit var gerð á heimili hennar og eiginmanns hennar, Felix Svetov. Var henni haldið í Leforto- vo-fangelsinu án þess að henni væru bornar nokkrar sakir á brýn. Vinir hennar telja þó að handtakan standi í beinu sam- bandi við starf hennar innan sovésku rétttrúnaðarkirkjunn- ar. Þrír létust í lestarslysi í Lecce l/'cce, fulíu, 4. a(fust. Al*. I'RIK biðu bana er járnbrautar- lest ók á steypubifreið, sem skeytti ekki um aðvörunarljós og ók yfir teinana, rétt utan við borgina á miðvikudag. Tveir starfsmenn bifreiðarinnar, svo og póstburðarmaður, sem fengið hafði að sitja í hjá þeim, létu lífið. Stjórnandi lestarinnar, sem var í áætlunarferð á milli Lecce og Bari, liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi og 18 farþeganna í lestinni voru fluttir á sjúkrahús. Lögregla hélt því fram í fyrstu að engin aðvörunarljós hefði verið við gatnamótin, en stjórn járn- brautanna heldur því fram að þau hafi verið í lagi og bíl- stjórinn ekki skeytt um þau. Bresk skoðanakönnun sýnir: Þverrandi fylgi íhaldsflokksins orðið í Forsætisráðherra Bretlands, Margrét Thatcher, klkír hér hin giaðhlakka- legasta í hringsjá á kafbátnum „Resolution'* sl. laugardag er hún var þar um borð í skoðunarferð. I/ondon, 4. ájfúst. AP. FYLGI Margrétar Thatcher, sem jókst mjög meðan á Falklandseyjastríð- inu stóð, fer nú mjög þverrandi en hún heldur enn meirihluta meðal kjósenda, segir í niðurstöðum skoðanakönnunar sem birt var í dag. Niðurstöður sömu skoðana- könnunar leiða í ljós að verka- mannaleiðtoginn Michael Foot hefur minnsta fylgi sem nokkur breskur stjórnmálaleiðtogi hefur haft í ómunatíð. Skoðanakönnunin, sem gerð var fyrir blaðið Daily Express, leiddi í ljós að einungis 14% að- spurðra voru ánægðir með starf Michael Foot. Hún var gerð dag- ana 22. til 26. júlí og þar kom fram að Ihaldsflokkurinn undir stjórn Margrétar Thatcher hefur í dag fylgi 45% kjósenda, Verka- mannaflokkurinn 31% fylgi og Jafnaðarmannabandalagið 22%. íhaldsflokkurinn fengi hrein- an meirihluta, ef kosningar væru haldnar nú, en fylgi flokks- ins hefur minnkað úr 48% í 45% nú, en skoðanakönnun var gerð eftir að Falklandseyjastríðinu lauk og Bretar unnu eyjarnar að nýju. Persónulegar vinsældir Mar- grétar Thatcher eru enn nokkrar ef marka má niðurstöður könn- unarinnar og þær bornar saman við niðurstöður frá því í júní. Þá Kyrrt Kenýa Húsleit í fátækrahverfum í gær Nairobi, 4. ágúst. Al*. IIERMENN og lögregluþjónar geróu víðtæka húsleit i fátækra- hverfum Nairobi í dag til að leita að stolnum munum og vopnum og grun- ur lék einnig á því að uppreisnar- menn, sem stóðu að byltingartil- rauninni i landinu fyrir nokkrum dögum, hefðu leitað þar skjóls. Þúsundir íbúa voru kvaddir út úr húsum sínum, meðan húsleit var gerð, en ekki fundust neinir uppreisnarmenn. Á hinn bóginn báru hermenn út úr hreysunum ísskápa, sjónvörp, ofna og föt, sem íbúarnir höfðu krækt sér í í verzl- unum, meðan ringulreiðin var mest í borginni. Fréttum bar saman um að kyrrt sé nú hvarvetna í landinu og for- setinn, Daniel Arap Moi, hafi bersýnilega öll völd sem fyrr. Mannlífið er komið í eðlilegar skorður og bankar og verzlanir hafa opnað á ný og samgöngutæki fara ferða sinna eins og áður. Talið er að um 90 hermenn og óbreyttir borgarar hafi látizt með- an óeirðirnar voru og yfir fimm hundruð manns særzt. hafði fylgi 51% aðspurðra, en nú hlaut hún fylgi 41% þeirra 1922 kjósenda sem tóku þátt í skoð- anakönnuninni. Stjórnmálaspekingar telja niðurstöður könnunarinnar óheillavænlegar fyrir Thatcher. Fram kemur mikil svartsýni gagnvart stefnu stjórnarinnar í fjármálum, en Thatcher og ráð- herrar hennar hafa ítrekað hvatt til bjartsýni þar sem fjár- málastefna þeirra sé nú farin að sýna árangur. Gífurlegt tjón af völdum óveð- urs 1 Japan Tókíó, 4. agÚNt. AP. MIKLIR hitabeltisstormar með úrhellisrigningu hafa gengið yfir Japan aö undanförnu og er nú tala látinna komin upp i 369, auk þess sem 66 er enn saknað. Taliö er að tæplega 500 manns hafi slasast í flóðum og skriðuföllum í kjölfar óveðursins. Þá er vitað að tæplega 142.000 manns hafa misst heimili sín í óveðrinu. Meira en 1800 heimili sópuðust af grunni sínum og 140.000 byggingar til viðbótar urðu fyrir stórfelldu tjóni af völdum vatnselgs. Vitað er um 252 brýr sem hreinlega þurrkuðust af kortinu. Þá hafa um 80 skip sokkið eða stórskemmst af völdum veður- hamsins og þannig mætti lengi telja áfram. Tjónið hjá járn- brautunum einum saman nemur tæplega 800 milljónum Banda- ríkjadala svo útilokað er að gera sér í hugarlund allt það tjón, sem hlotist hefur af óveðrinu. Flugvél rænt í innanlandsflugi á Indlandi: Ræninginn gafst upp með plat-sprengju eina að vopni Nvju Delhi, 4. ágúsL AP. KINN meðlima Sikh-trúarflokksins i Indlandi varð í dag að gefast upp eftir að hafa rænt flugvél í innan- landsflugi eftir að vélinni hafði verið neitað um lendingarleyfi í Pakistan. Vélin, sem var á leið frá Nýju Delhi til Amritsar með 134 farþega innanborðs, lenti loks á ákvörðun- arstað sínum laagt á eftir áætlun og þar var ræninginn yfirbugaður. Reyndist hann ekki hafa annað í fór- um sínum en hlut, sem hann hafði talið fólki trú um að væri sprengja. Öllum farþegunum var sleppt heilum á húfi á flugvellinum í Amritsar. Var konum og börnum fyrst hleypt út, en síðan öllum þeim er eftir voru. Gafst ræning- inn upp án mótspyrnu eftir að hafa haldið farþegunum ótta- slegnum í þrjár og hálfa klukku- stund. Vél á sömu flugleið var rænt í september síðastliðnum og þá einnig af meðlimum Sikh-flokks- ins. Þeirri vél var lent í Labore í Pakistan en þar voru ræningjarn- ir yfirbugaðir. Yfirmanna- skipti á Kefla- víkurflugvelli YFIRMANNASKIPTI í bandarísku flotastöðinni á Keílavíkurflugvelli urðu á miðvikudag í síðustu viku. Peter T. Smith, sem verið hafði yfirmaður stöðv- arinnar frá því í september 1980 lét af störfum og við tók Eric A. McVedon. Er hann fjórtándi yfirmaður stöðvarinnar frá upphafi. A meðfylgjandi mynd nælir Peter T. Smith foringjamerki í jakka arftakans, Eric A. McVedon. Óeirðalögregla í Liverpool vlgbéin I átökum sem urðu I Toxteth-hverfinu á föstudagskvöld. Enn ólæti í Liverpool l.iverpool, 3. ígúsL AP. OEIRÐIR urðu enn i Liverpool í gærkvöldi, þriðja daginn í röð, þegar hópar ungmenna létu dólgslega á götum úti. Engin meiðsli urðu á fólki svo vitað sé. Alls voru átta manns handteknir. Að þessu sinni brutust óeirðirnar út í Everton-hverfinu nálægt borg- armiðjunni þegar unglingar gerðu götuvígi á tveimur stöðum og grýttu lögreglu. Tókst að hemja unglingana, en síðla nætur urðu ólæti á ný er ráðist var á lögreglumenn, sem voru á eftirlitsgöngu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.